Morgunblaðið - 28.04.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979
17
Hestaþing 1979
Hestar
Umsjónt Tryggvi
Gunnarsson
Hrossakaup-
stefna
á Hellu
EINS og fram kemur á með-
fylgjandi skrá yfir hestaþing
verður dagana 4. og 5. maí n.k.
haldið á Hellu hrossakaup-
stefna auk vormóts og stóð-
hestasýningar. Að hrossakaup
stefnunni standa Kaupfélag
Rangæinga, Hestamannafélag-
ið Geysir og Rangæingadeild
Hagsmunafélags hrossabænda.
Sérstök dómnefnd mun skipta
hrossunum í fjóra flokka og
verður birt ákveðin verðvið-
miðun með hvcrjum flokki en
flokkarnir verða:
þús.
1. Gæðingar, verðviðmiðun 400
2. Góðir tölthestar,
verðviðmiðun 300
3. Lítið tamdir hestar,
verðviðmiðun 220
4. Bandvanir hestar,
verðviðmiðun 140
Gefst kaupendum kostur á að
gera skrifleg verðtilboð í hross-
in. Framkvæmdanefnd kaup-
stefnunnar skipa Guðni
Jóhannsson, Hvolsvelli, Halldór
Gunnarsson, Holti og Magnús
Finnbogason, Lágafelli, sem
jafnframt er
framkvæmdastjóri.
Fyrra bindi
afmælisbókar
LH komið út
FYRRA bindi bókar þeirrar,
sem ákveðið var að gefa út í
tilefni af 25 ára afmæli Lands-
sambands hestamannafélaga
árið 1974 er nú komið út. Bók
þessi hefur oft verið nefnd
handbók hestamanns og hefur
þetta bindi að geyma 12 grein-
ar um ýmsa þætti hestahalds og
hestamennsku og bókin ber
heitið Hesturinn þinn.
Ætlunin er að bókin verði seld
fyrir milligöngu hestamanna-
féláganna en verð hennar verð-
ur krónur 4000. Þetta er um 200
síðna bók og gefin út í 3500
eintökum. Dreifing bókarinnar
til félaganna hefst innan tíðar.
Þá fer senn að koma út kennslu-
bók í reiðmennsku fyrir byrj-
endur, sem ætluð er til notkunar
hjá reiðskólum en ekki er vitað
hvenær annað bindi bókarinnar
Hesturinn þinn kemur út.
MÓTANEFND Landssamhands
hestamannafélaga hefur nú lát-
ið frá sér fara skrá yfir hesta-
þing, sem haldin verða í sumar
og fer skráin hér á eftir:
Apríl
19. Geysir Rangárv., Helludeild,
firmakeppni.
28. Deildarmót íþróttadeildar
Fáks, Víðivellir.
28. Gustur, Kópavogi. Glað-
heima v/Arnarneslæk, firma-
keppni.
28. Geysir, Rangáry. Hvolhr.
deild, firmakeppni.
Maí
1. Háfeti, Þorlákshöfn, firma-
keppni.
4. -5. Vormót á Hellu, kaup-
stefna og stóðhestasýning.
5. Fákur, Reykjavík, Víðivellir,
firmakeppni.
6. Gustur, Kópavogi, Glað-
heima v/Arnarneslæk, íþrótta-
mót.
6. Blær, Norðfirði, Kirkjubóls-
eyri, firmakeppni.
13. Fákur, Reykjavík, Víðivellir,
vorkappreiðar.
20. Gustur, Kópavogi, Kjóavell-
ir.
24. Hörður, Kjósarsýslu, Varmá
í Mosfellssv., firmakeppni.
26. Sörli Hafnarf., Kaldársels-
veg, firmakeppni.
Júní
2. Sörli Hafnarf., Kaldársels-
veg.
2. Fákur Reykjavík, Víðivellir,
gæðingakeppni.
4. Fákur Reykjavík, Víðivellir,
hvítasunnukappreiðar.
9. Léttir, Akureyri, Funi,
Eyjafirði og Þráinn Höfða-
hverfi, kappreiðar og góðhesta-
keppni Melgerðismelum.
10. Máni, Keflavík, Mánagrund.
16. Léttfeti Sauðárkróki, Flugu-
skeiði.
23. Hörður, Kjósarsýslu, Arnar-
hamar.
23. Ljúfur, Hveragerði
v/Reykjakot.
23. Sindri, Mýrdal og N-Eyjafj.
v/Pétursey.
23. Neisti og Óðinn, A-Hún.
Húnaver.
23.-24. Hornfirðingur Horna-
firði v/Fornustekka.
23.-24. Dreyri, Akranesi v/Öl-
ver.
23.-24. Freyfaxi, Fljótsdalshér-
að. Hestamannadagur Iðavöll-
um.
28. Fjórðungsmót norðl. hesta-
manna Vindheimamelar.
Júlí
1. 15 félög frá Miðfirði til
Öxafjarðar halda mótið.
I. Kópur V.-Skaft., Kirkjubæj-
arklaustur.
7. Glaður Dalasýslu, Nesoddi.
7. Glófaxi, Vopnafirði, Rang-
ármelar við Hof.
8. Geysir Rangárvallas. Rang-
árbakkar.
14.-15. Skógarhólamót Þing-
vallasveit. Kappreiðar góðhesta-
keppni, íslandsmót í hesta-
íþróttum, úrtökumót fyrir
Evrópumótið.
22. -23. Sleipnir, Selfossi, Smári
í Hreppum og Skeið., Murneyr-
ar.
23. Faxi Borgarfirði, Faxaborg.
28. Snæfellingur, Snæfellsnesi,
Kaldármelar.
28. Stormur, Vestfjörðum,
Sandar í Dýrafirði.
29. Blakkur Strandasýslu,
Birtrufjarðarbotn.
29. Loka úrtaka v/Evrópumóts
‘79 Víðivellir.
Ágúst
4. -5. Stígandi Skagaf. og Létt-
feti Sauðárkr., Vindheimamelar.
5. Logi Biskupstungum
v/Hrísholt.
II. Grani, Húsavík og Þjálfi,
5. -Þing, Einarsstaðir í Reykja-
dal.
11.-12. Hringur, Dalvík, Flötu-
tungu í Svarfaðardal.
11. -12. Stórmót á Rangárbökk-
um.
12. Blær, Norðfirði, Kirkjubóls-
eyrar.
18. Vináttumót í Ólafsfirði,
Gnýfari, Ólafsfirði, Glæsir,
Siglufirði ásamt Fljótamönnum.
19. Trausti Laugardal, Laugar-
vatnsveliir.
19. Freyfaxi á Fljótsdalshéraði,
Iðavellir, firmakeppni. Seyður,
Seyðisfirði. Mótsstaður og tími
óákveðinn.
Níu bátar haf a sótt
um leyfi til rækju-
veiða á djúpslóð
VAXANDI áhugi er nú víða um
land á rækjuveiði á djúpslóð og
má það m.a. rekja til þess hve
vertíð rækjusjómartna í vetur
gekk illa. Níu bátar hafa sótt um
leyfi til að veiða djúprækju í
sumar og eftir því, sem Morg-
unhlaðið hefur fregnað. munu
fleiri fhuga þessar veiðar.
Bátarnir, sem sótt hafa um leyfi
til veiðanna, eru flestir í kringum
50 tonn, en stærstu skipin eru
rækjutogarinn Dalborg frá Dalvík
og Sigurborg ÖF, sem nýlega var
keypt til Patreksfjarðar og er 278
tonn að stærð. Hinir bátarnir eru
frá Blönduósi, Húsavík, Akureyri,
Keflavík og Ólafsfirði (3).
Enginn bátanna er byrjaður
veiðarnar nema Dalborgin, sem
stundar þær allan ársins hring.
Reikna má þá með að þær hefjist
almennt hvað úr hverju ef ísinn
setur ekki strik í reikninginn.
Miðin, sem sótt verður á, eru
einkum við Grímsey, Kolbeinsey,
úti af Horni og á Dohrnbanka.
„Börnin pg hætturnar heima fyrir”
Reynd ný tegund lyfjaglasa
JUNIOR Chamber í Kópavogi lét
nýlega gera könnun þar sem
reynd var ný tegund lyfjaglasa.
sem hönnuð og framleidd eru af
Jóhannesi Pálssyni, Hvolsvelli.
Þetta var liður í einu verkefni
félagsins „Börnin og hætturnar
heima fyrir“, en það er hluti af
heimsverkefni Junior Chamber
International „Eflum öryggi æsk-
unnar“.
Lyfjaglösin hafa verið í notkun
á einstaka stöðum en þau eru
þannig útbúin að opna þarf þau
með annað hvort sérhönnuðum
lykli eða öðru áhaldi t.d. 10 kr. eða
50 kr. peningi.
Ofangreind könnun fór fram á
dagheimilum og leikskólum Kóp-
avogskaupstaðar og var vinnulýs-
ing félagsins á verkefninu sam-
þykkt af Lyfjaeftirliti ríkisins.
Könnunin sýndi að af 202 börn-
um á dagheimilum og leikskólum
Kópavogskaupstaðar kom í ljós að:
14 tveggja ára börn (6,94%) gátu
hvorki opnað með áhöldum né
lykli. Af 44 þriggja ára börnum
(21,78%) gátu 7% opnað með
áhöldum og 13,6% gátu opnað með
lykli, af 70 fjögurra ára börnum
(34,6%) gátu 7% opnað með áhöld-
um og 48,6% gátu opnað með lykli
og af 74 fimm ára börnum
(36,63%) gátu 36,5% opnað með
áhöldum og 77% gátu opnað með
lykli.
Félag hrossabænda
efnir til sýningar
HAGSMUNAFÉLAG hrossa-
bænda hefur ákveðið að gang-
ast fyrir hrossasýningU í
Reykjavík 18.—20. maí n.k. og
verða þar sýndir stóðliestar og
nokkur hópur reiðhesta.
Gert er ráð fyrir að sýndir
verði stóðhestar, sem ekki hafa
áður komð til dóms auk eldri
hesta, sem fengið hafa 1. verð-
laun og afkvæmahópa nokkurra
stóðhesta. Þá verða sýndir góðir
reiðhestar, sem þarna verða til
sölu.
Nefnd á vegum HH undir
forystu Ragnars Tómassonar
vinnur nú að undirbúningi þess-
arar sýingar en með honum í
nefndinni eru Halldór Gunn-
arsson, Holti, Halldór Sigurðs-
son, Reykjavík, Sigfús Guð-
mundsson, V-Geldingaholti og
Sigurður Haraldsson, Kirkjubæ.
««
Nýbarði Garðabæ
* Söluaöili fyrir
hjólbaröa.
Öll hjólbarðaÞjónusta.
Hjólbarðasala, nýir og sólaðir hjólbarðar.
Jafnvægisstillng undir bílnum.
Fljót og góð Þjónusta.,
• Opið frá kl. 8—7 virka daga.
Laugardaga og sunnudaga frá 9—6.
Nýbarði, Garðabæ
sími 50606.