Morgunblaðið - 28.04.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.04.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRIL 1979 37 Vítamín III B2-vítamín, lactóflavín, ríbóflavín. Smám saman varð mönnum ljóst, að hin mismun- andi vítamín voru hlutar hjá- gerhvata, sem menn og dýr geta að öðru jöfnu ekki framleitt sjálf. Árið 1932 uppgötvaði þýzki vísindamaðurinn Warburg gul- an hjágerhvata sem örvaði flutning vetnisatóma á milli efna í líkamanum. Austurríski efnafræðingurinn Richard Kuhn og samverkamenn hans einangruðu skömmu síðar B2-vítamín, sem er gult að lit og komust að raun um byggingu þess. Nafnið ríbóflavín, sem nú er mest notað, er leitt af bygg- ingu þess og lit, en -flavín er leitt af latnesku orði, sem merk- ir gulur. Kuhn hlaut Nóbels- verðlaun í efnafræði árið 1938, skömmu eftir að Austurríki hafði verið innlimað í Þýzkaland og þessvegna var honum meinað að veita verðlaununum viðtöku. Helztu ríbóflavíngjafar eru ger, lifur, hjörtu, nýru, kjöt, egg, ostur, grænmeti og mjólk, en annað nafnið, lactóflavín, er dregið af þessari fæðutegund, þar eð fyrri hluti orðsins er dreginn af latneska orðinu lac, sem merkir mjólk. Eðlileg þörf fyrir B2-vítamír. er talin vera um 1,5 mg á dag, en ef um vítamínskort er að ræða er ráðlegast að taka 5—10 mg á dag, sem töflur eða stungulyf. B2-vítamín er nauðsynlegt efni fyrir efnaskipti í frumum líkamans, einkum fyrir efna- skipti eggjahvítuefna og kol- vetna. Það hefur einnig þýðingu fyrir vöxt, sjónhimnu, eðlilega byggingu húðar og blóðmyndun. Skortseinkenni eru sár í munn- vikum, sviði í augnalokum, ljós- fælni, sár og purpurarauð tunga, útþot, kyngingarerfið- leikar og æðavöxtur í horn- himnu auga, sem getur orðið ógagnsæ. Þessi einkenni hverfa eins og dögg fyrir sólu, ef sjúklingi eru gefin 5—15 mg af ríbóflavíni á dag. Ríbóflavín er mjög viðkvæmt fyrir dagsbirtu og ber því að geyma öll vítamín- lyf, sem innihalda það, varin áhrifum birtu. Vítamínlyf, sem innihalda ríbóflavín er Tablettae ribloflavini 3 mg (ríbóflavíntöflur 3 mg). Pantótensýra. Þessi sýra er eitt af B-vítamínum og er hún ýmist kölluð B3-vítamín eða B5-vítamín. Algengast er þó að kalla þetta efni pantótensýru. Þetta vítamín var fyrst upp- götvað af R.J. Williams og sam- verkamönnum árið 1933 og gáfu þeir einnig vítamíninu nafn, en fyrri hluti þess er dreginn af gríska orðinu pantos, sem merkir úr öllu og á að gefa til kynna, að efnið finnst í öllum lifandi frumum. Auk þess fram- leiða venjulegir þarmagerlar pantótensýru og þessvegna er lítil sem engin hætta á pantótensýruskorti hjá mönn- um. Þó er með sérstökum aðferðum hægt að framkalla pantótensýruskort í tilrauna- skyni. Þau einkenni, sem þá koma í ljós, eru vöðvaþm'a, vöðvakrampar. meitingartrufl- anir, minnkuð mótstaða gegn smitsjúkdómum, tilfinninga- glöp, svartsýni og aukin við- kvæmni gagnvart insúlíni. Hjá kjúklingum veldur pantóten- sýruskortur húðbólgu og vaxtar- truflunum og hjá öðrum dýra- tegundum veldur hann skemmd á slímhúð og hári. Síðasttöldu dýratilraunir munu vera skýr- ing á því, að í auglýsingaskyni er því stundum ranglega haldið fram, að aukið magn af pantótensýru komi í veg fyrir hárlos og grátt hár. Eina tilfell- ið af pantótensýruskorti hjá. mönnum, sem vitað er um með vissu, var hjá föngum í japönsk- um herfangabúðum í lok 2. heimsstyrjaldar. Helztu fæðutegundir, sem hafa pantótensýru að geyma, eru lifur, nýru, eggjarauða og nýtt grænmeti. Astæðan fyrir mikilli út- breiðslu pantótensýru er sú, að hún er hluti af hjágerhvata, sem kallaður er hjágerhvati-A (coen- zym-A), er finnst í öllum lifandi frumum og gegnir veigamiklu hlutverki í efnaskiptum eggja- hvítuefna, kolvetna og fitu. Venjulegur dagskammtur af pantótensýru hefur verið áætl- aður 8—10 mg. Vítamínlyf, sem inniheldur pantótensýru, er Tablettae pantothenatis 50 mg (pantóten- sýrutöflur 50 mg), en auk þess er pantótensýru mjög gjarnan blandað í fjölvítamínlyf, enda þótt erfitt sé að gera grein fyrir nauðsyn þess. B0-vítamín, pyridoxín, adermín. Algengast er að nota tvö fyrsttöldu nöfnin yfir þetta vítamín. Síðasttalda nafnið er samsett úr gríska orðinu derma, sem merkir húð og a, sem er neitandi forskeyti og vísar þetta orð til þess, að Bg-vítamín er meðal annars nauðsynlegt til þess, að myndun húðar og starf- semi hennar fari fram með eðlilegum hætti. Pyridoxín finnst eins og pantótensýra í öllum lifandi frumum, en einkum í geri, korn- mat, grænmeti, lifur, nýrum, heila, eggjarauðu og mjólk. Vítamínið, sem er hluti hjáger- hvata, er nauðsynlegt fyrir rétt efnaskipti amínósýra í líkaman- um, en þær myndast, þegar prótéinefni fæðunnar brotna niður við meltingu. Vegna mikillar útbreiðslu pyridoxíns eru skortseinkenni þess mjög sjaldgæf. Þau helztu eru fjöltaugabólga, krampar, sem líkjast niðurfallssýki, blóð- leysi og húðbreytingar. Fyrsta áþreifanlega dæmið um áhrif pyridoxínskorts á menn kom í ljós á árunum 1952—1953 í Bandaríkjunum, þar sem fjöldi kornabarna, er hafði verið gefinn niðursoðinn barnamatur, varð veikur af krömpum, sem iíktust niður- fallssýki. Þessi einkenni hurfu strax, þegar börnunum var gefið pyridoxín. Þegar þetta tilfelli var rannsakað nánar, kom í ljós, að barnamaturinn, sem hafði mjólk að geyma (og þá einnig pyridoxín), hafði verið hitaður þannig við niðursuðuna, að allt pyridoxín hafði eyðilagst. Með hliðsjón af því mikla magni, sem notað er hérlendis af tilbúnum barnamat, er rétt að leggja sérstaka áherzlu á þetta atriði enda þótt gera verði ráð fyrir, að framleiðslu- og neytendaeftirlit hafi auga með þessum möguleika og fylgist með þeim framleiðslulotum, sem fluttar eru til landsins. Venjulegur dagskammtur af pyridoxíni er talinn vera um 2 mg. (framh.). Finnbjörn Hjartarson prentari: Morgunblaðið kveinkar sér Það er ekki oft, sem landsmenn verða vitni að því, að ritstjórar Morgunblaðsins kveinki sér undan ummælum annarra blaða, en það gerðist þó fyrir páska, vegna greinar Guðmundar Óla Ólafsson- ar í Kirkjuritinu, um það sem hann kallar svo: „... í Morgun- blaðinu trónar enn sama trúmála- afturhaldið á fremstu síðum". , í grein, sem upphafsmaður að deilum þessum á Islandi segir Jón Auðuns í Morgunblaðinu 24. apríl: „Ég held að mér hafi fremur verið brugðið um annað en trúmálaaft- urhald, fremur um hitt, að ég víki stundum svo langt af vegi rétt- trúnaðar að óhæfa væri.“ Þetta má til sanns vegar færa, og spyrja hvers vegna Guðmundur Óli ðlafsson mýkir dóminn svo, og kalli rugl og þann Anti Krist, sem hann klifar á í tíma og ótíma „trúmálaafturhald". Það fer varla hjá því, að þeir, sem fylgjast með trúmálaumræðu taki eftir, að prestar reyna í lengstu lög að sneiða hjá að ræða skrif Jóns Auðuns og getur verið að sú sé ástæðan fyrir því, að Guðmundur Óli Ólafsson mildi dóm sinn á skrifum Jóns Auðuns. En þau er vissulega ástæða til að minnast á, ef kristnir menn vilja verja trú sína á Jesú Krist. ,,/s/am, Kristni — Khomeini“. I Morgunblaðinu 25. marz sl. skrifar Jón Auðuns Hugvekju, að venju, sem hann nefnir „Islam, Kristni — Khomeini". Eftir að hafa farið venjulegu skrúðmáli um hin „Æðri trúar- brögð" svo sem Hindúisma, Zara- þústratrú og Múhameðstrú segir hann m.a.: „Sínu frummúham- eðska umburðarlyndi voru Serkir á Spáni trúir, svo að undir stjórn þeirra lifðu kristnir menn þar sældarlífi hjá þeim ógnum, sem á Serkjum (Márum) dundu af hendi kristinna manna, þegar þeir höfðu aftur unnið Spán.“ Hér er gefið í skyn að í raun sé Múhameðstrú góð trú, og það virðist vera lífstrú Jóns Auðuns, ef „frjálslyndi" hans réði þar, væri ekki undan neinu að kvarta. Jón Auðuns hefir nefnilega vald til að dæma ógild orð Krists, hvaðan sem það vald er nú komið. — T.d. orð Krists um falsspámennina, sem kæmu á eftir honum. Seinna í sömu grein segir Jón Auðuns: „En hin skefjalausa áherzla, sem hún leggur á það, að Hún ein (Kirkjan — innskot mitt) búi yfir möguleik- um manna til hjálpræðis og, að hún ein búi yfir sannleikanum öllum hefur leitt til hörmulegrar afstöðu til annarra trúarbragða... eins og meðferð kristnu valdhaf- anna á Spáni eftir að þeir höfðu sigrazt á Serkjum sýnir hvað bezt.“ (Leturbreyt. er mín, nema undirstrikuð voru orðin „ein“ og „öllum" í greininni".) Það er furðulegt, að það skuli vera fullorðinn prestur, sem skrif- ar annað eins og þetta. Kirkjan á að halda sig við orð Krists og víkja ekki frá þeim. Og þessi orð, sem Jón Auðuns eignar kirkjunni eru orð Krists. HANN sagði, ég er SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ, og Enginn kemur til föðurins nema fyrir MIG. En þannig skrifar Jón Auðuns að hann gerir Krist ómerkan ef hann mögulega getur komið því við. Tekur sér eitthvert óþekkt vald til að dæma hvað sé satt og rétt í Biblíunni og gerir það á ógeðfelldan læðingsmáta. Aumingja svínin Fyrir þann, sem þetta skrifar, kom ekki á óvart, að Jón Auðuns skyldi hafa samúð með svínum þeim, sem Jesú sendi illu andana í. Sú saga er auðvitað þvættingur eins og margt annað í biblíunni, að dómi Jóns Auðuns. Þar takast þeir á, sem deila um heiminn og auðvitað tekur Jón Auðuns afstöðu með svínunum en ógildir ORÐIÐ. Það er kannski rétt stefna hjá kirkjunnar mönnum, að sneiða sem mest hjá „HUGVEKJUM“ Jóns Auðuns. En þegar vinir Morgunblaðsins sjá ritstjórana af- vegaleidda er vissulega ástæða til að mótmæla. Enn eru í gildi þau orð, að ekki eru allir viðhlæjendur vinir, en vinir sem til vamms segja. Og ekki taka ritstjórar Morgunblaðsins hvað sem er til birtingar. Ef Morgunblaðið vill vera skjöldur kristninnar, verða þeir að vera á varðbergi og árvakrir um að ekki verði á bak við skjöldinn Anti Kristur og falsspámenn, í nafni trúfrelsis. Ráövilltir frimúrarar En það eru fleiri en ritstjórar Morgunblaðsins, sem láta afvega- leiðast, en þar á ég við Frímúrara- regluna á íslandi, og kannski er samband þar á milli. Fyrir páska hélt Bræðrafélag Dómkirkjunnar kirkjukvöld þar sem frímúrarar sáu um öll atriði athafnarinnar. Þar hélt erindi Gunnar Möller, og sagði hann t.d. á einum stað, „að ef maður lýsti því yfir, að hann væri ekki krist- inn* fengi hann ekki inngöngu í Frímúrararegluna". Þá vaknar sú spurning: Hvers vegna hossar þá Frímúrarareglan mönnum, sem grufla sem mest í Vedabókum, Kóraninum og slíkum ritum — en í þeim flokki er Jón Auðuns oddviti. En hvað bindur þá kristnu? — Eru það Vedabækur eða Kóran- inn? Nei — og aftur nei. Þessir menn eiga eitt sameiginlegt, það er ímyndað eigið ágæti og það sem þeir kalla „umburðarlyndi og frelsi" til að demba yfir kristna menn í stúkum sínum skrúðyrða- flaumi og skjalli um önnur trúarbrögð. Ég sagði að kannski væri sam- band milli frímúrara og ritstjór- anna. Ég átti við, að hin öfluga frímúrarastúka getur stutt með- limi sína óbeint til „dáða“ á ýmsum sviðum. T.d. einungis með því að hampa þeim, og við það vex auðvitað sjálfstraust og sjálfum- gleði heimskingjanna. Þeir halda, að brölt milli frímúrarastiga færi þá nær sannleikanum. En þar hafa þeir vissulega þegar tekið út laun- in. Aö láta drauminn rætast Jón Auðuns getur, að venju, ekki látið hjá líða að sneiða að biskupi Islands í grein sinni, fremur en oft áður þegar hann þarf að skrifa um trúmál, og segir að Guðmundur Óli Ólafsson sé „ritstjóri eina málgagns hennar (kirkjunnar) og þá fráleitt að óvilja biskupsins sjálfs". Hvað kemur þetta málinu við? Eða á biskupinn að ritskoða Kirkjuritið? Eru kristnir menn þeir einu sem „trúfrelsi og skoð- anaskipti" ná ekki til? Hvert fór frelsið? Nei, hér heldur öfundin á penna og Jón Auðuns ætti að láta af öfund í garð biskupsins yfir ís- landi. Hún er orðin of augljós til þess að hann geti falið hana. Honum nægir ekki æðsta kenni- mannsembættið í Frímúrararegl- unni, og hverjum kemur það á óvart? Það gæti verið fyrsta skref- ið úr þeirri hamragjá, sem umlyk- ur hann og skoðanabræður hans. Hann biðjist fyrirgefningar á gerðum sínum og IÐRIST. Það er leiðin úr gjánni, sem meitlar fótstíginn, sem hann sjálfur hefur sagt frá, en ekki átakalaust rangl í frímúrarastúkum. Þannig, að hann láti drauminn rætast og standi í hinu skuggalausa ljósi að leiðarlokum. Jón Auðuns segir í títtnefndri grein um Islam, Kristni — Kho- meini, að Konstantinus mikli hafi tekið kristna trú á dánarbeði. Hann, sem hafði um svo margar leiðir að velja, er það ekki? Er hann ekki ágætt fordæmi? Aths. Þess skal getið, að fyrir- sögnin er höfundar. Og til að koma í veg fyrir misskilning er ástæða til. að það komi fram, að hvorugur ritstjóra Mbl. er frí- múrari — og vita því m.a. ekki, hvað greinarhöfundur á við. þeg- ar hann fjallar um þau cfni. En sjálfsagt gætu frímúrarar svarað fyrir sig, ef þeir vildu. — Ritstj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.