Morgunblaðið - 28.04.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.04.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979 39 Una H. Sigurðardóttir frá Sunnuhwti - Mmrúng Það var eitt sinn, fyrir mörgum árum síðan að ég var staddur að Laugum í Þingeyjarsýslu. Þar var, þá einnig staddur séra Helgi Tryggvason, yfirkennari Kennara- skólans í Reykjavík, en hann þjónaði Miklabæ í Skagafirði um þessar mundir. Tókum við tal saman, því að við vorum vel málkunnugir. Bauð hann mér far með sér til Akureyrar, sagði að með sér væru ekki aðrir en ein kona vestan úr Skagafirði og því nóg rými í bílnum. Þessi kona var Una Sigurðardóttir frá Sunnu- hvoli. Ekki höfðum við sést áður. Séra Helgi kynnti okkur. Sá ég þegar að þessi kona var glaðleg og þægileg í viðmóti. Ymislegt bar á góma á leiðinni, m.a. það hvað ég hefði fyrir stafni. Vissi séra Helgi að ég hafði fengist allmikið við tréskurð. Bað Una mig þá að smíða fyrir sig dálitla afmælisgjöf handa vinkonu sinni. Þetta gerði ég og þótti henni svo vænt um það, að hún rhinntist þess oft síðar. Eftir þetta sáumst við ekki, fyrr en við hjónin vorum flutt í Hveragerði. Dvaldi Una þá um tíma hér hjá vinkonu sinni, því að þá var hún orðin sjúklingur og þurfti að vera undir læknis eftirliti, hófst þá kynning okkar að nýju. Var hún okkur slíkur aufúsugestur, að milli okkar tókst órofa vinátta. Er okkur ekki hvað síst minnisstætt, hve góð Una var drengjunum okkar, í hvert sinn sem hún kom hafði hún eitthvað meðferðis til að gleðja þá. Sýndi það þrá hennar og þörf til að veita öðrum gleði og birtu. Una var Húnvetningur að ætt. Hún fæddist að Vindhæli, skammt frá Skagaströnd (hinum forna Höfðakaupstað), þ. 25. október 1898. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Davíðsson og Halldóra Sigríður Halldórsdóttir. Þau hjón eignuðust 5 börn, einn son, sem dó um þrítugt og 4 stúlkur, eru 2 þeirra enn á lífi. Þau hjónin munu hafa búið á mörgum stöðum, m.a. í Kambs- koti, Spákonufelli og víðar, oft í húsmennsku og munu hafa átt við kröpp kjör að búa, eins og títt var um efnalítið fólk á þeim tímum, og börnin því sjálfsagt orðið að byrja fljótt að vinna fyrir sér. Davíð, faðir Sigurðar var Árna- son, austur-Húnvetningur að ætt, en kona hans, Sigríður Þorvarðar- dóttir var ættuð úr V-Hún.-sýslu, munu þau lengst af hafa búið á Sneis. En Halldór faðir Halldóru Sigríðar, móður Unu, var Jónas- son, en systir hans hét Rósa og var hún amma Stephans G. Stephans- sonar skálds. Móðir Davíðs hét Sigríður og var hún dóttir Laga-Davíðs, sem þekktur var fyrir fágæta kunnáttu í lcgum. Allt var þetta gott og dugmikið fólk, sem margt manna er frá komið. Una H. Sigurðardóttir var fremur lág vexti en hnellin og svaraði sér vel. Létt var hún í fasi, glaðlynd og skemmtin í viðræðu og fróðari um menn og málefni en almennt gerist, enda hafði stál- minni og svo mikið næmi, að segja mátti að hún næmi allt sem auga sá og eyra heyrði. Minnist ég þess, að vinur minn, séra Lárus á Miklabæ sagði eitt sinn við margur lærður maður mætti vera hreykinn af að hafa lífsskilning á borð við Unu, enda var hún skarp- greind og mun hafa skilið til hlítar flesta þætti félagslegra viðfangs- efna. Ekki þarf að efa að Una hefur á yngri árum haft ríka löngun til að afla sér menntunar, svo greind sem hún var. En á þeim tíma voru umkomulitlum stúlkum ekki opnar leiðir til mennta. En sjálfsagt hefur allt sem hún gat lesið og heyrt af umgengni við menntað fólk orðið henni ávinningur seinna meir, er alvara lífsins og fjölþætt verkefni kölluðu að. Mun hún hafa dvalist eitthvað hjá danskri konu á Akureyri, frú Sæmundsen að nafni, sem var henni góð og má vera að þar hafi hún numið eitt og annað, sem hún hafi fært sér til nota. Getur hugsast, að þessi tími, þótt skammur muni hafa verið, hafi orðið þessari duglegu og gáfuðu sveitastúlku góð viðbót í veganesti. Ljóðelsk var Una og hafði gott brageyra, enda var hún hagorð, þótt fáir munu hafa vitað, því um það var hún mjög dul, mun það hafa stafað af sjálfsgagnrýni hennar, sem mér fannst stundum strangari en góðu hófi gegndi, en einmitt það er einkenni þeirra sem aðeins gera kröfur til sjálfs sín, — og það gerði Una vissulega. Eitt af því sem mér fannst mest áberandi í fari Unu var mildi og fórnfýsi. Það var yndi hennar og ánægja að milda og gleðja. Hlut- tekning hennar í kjörum og lífs- baráttu annarra var dæmafá. I hvert sinn sem talað var um misstig annarra, ekki síst ung- menna, reyndi hún jafnan að finna málsbætur. Illt umtal og þunga dóma um aðra, einkum umkomu- litla, þoldi hún ekki því afstaða Jesú Krists: „Ég sakfelli þig ekki“, var henni jafnan nærtæk. Hinn 18. apríl 1923 giftist Una eftirlifandi eiginmanni sínum, Friðrik Kristjáni Hallgrímssyni, góðum og dugmiklum manni, Eyfirðingi að ætt. Hófu þau búskap á Miklabæ, en fluttu brátt að Úlfsstaðakoti (nú Sunnuhvoll) og bjuggu þar síðan. Þeim varð 13 barna auðið og eru 11 þeirra á lífi. En þau eru: Elín, búsett á Laugum, S.-Þing. Sigurður, bóndi á Stekkjarflötum, Skagafirði. Friðrik, búsettur í Mosfellssveit. Þórunn, búsett í Kópavogi. Hallgrímur, búsettur í New York. Guðný, búsett á Hjallalandi, Skagafirði. Halldóra Sigríður, búsett í Noregi. Halldóra Ingibjörg, búsett í Reykjavík. Árni Húnfjörð, búsettur í Hafnarfirði. Bjarni Leifs, bóndi á Sunnuhvoli. Guðrún, búsett á Breiðanesi, S.-Þing. Eina stúlku misstu þau, frá 4 börnum og einn dreng, 3 ára gamlan. Afkomendur þeirra hjóna Unu og Friðriks munu nú vera um 80 manns. Sjálfsagt hefur búskapur þeirra hjóna, eins og margra annarra á þeim árum, ekki alltaf verið dans á rósum, með stóran barnahóp og allar aðstæður gjörólíkar því sem nú þekkist. Þá voru engir styrkir til, engin opinber aðstoð, allar byrðar af eigin rammleik, á hverju sem gekk. í dag, laugardag er til moldar borin að Valþjófsstað í Fljótsdal Helga Þorvaldsdóttir Þormar í Geitagerði. Hún varð níræð hinn 3. apríl sl., fædd 1889 að Ána- brekku á Mýrum. Helga var sögð komin í beinan kvenlegg af nöfnu sinni Helgu fögru á Borg, sem olli blóðsúthellingum ungra manna í eina tíð, enda var það mál manna, að Helgu Þormar svipaði til sögu- frægra fornkvenna að glæsi- mennsku og skörungsskap. Hún fór ung austur á Fljótsdal og gerðist hjúkrunarkona hjá Ólafi héraðslækni Lárussyni á spítalan- um að Brekku. Þótti hún þá svo nærgætin við sjúklinga, að orð fór af. Spítalinn að Brekku brann árið 1942, og fluttist sú starfsemi þá til Egilsstaða. Árið 1919 giftist Helga Vigfúsi Guttormssyni Þormar (1885—1974), bóndasyni í Geita- gerði, og árið 1923 tóku þau við búinu þar. I minningargrein um Vigfús sagði Gunnar Gunnarsson Geta má nærri að oft hafa þau hjónin, ekki síst húsmóðirin, gengið þreytt til hvílu eftir langan og strangan vinnudag. En n.t-ð framúrskarandi dugnaði og ráö- deild tókst þein: að komast til bjargálna og sjá sinni stóru fjöl- skyldu farborða. Mörg seinustu ár ævinnar var Una sjúklingur, heilsan hafði ekki staðist það langvarandi strit og áhyggjur, sem umönnun fyrir svo stórri fjölskyldu hlaut að krefjast. Oft var hún víst sárþjáð, þótt hún reyndi að dylja það sem mest fyrir öðrum. Varð hún jafnan að vera undir lækniseftirliti og dvaldi þá oft hjá ágætri vinkonu sinni í Hveragerði, sem lét sér mjög annt um hana og reyndi eftir megni að létta henni byrði veikindanna, sem hún bar með fágætri hetjulund og var jafnan glöð og létt í viðmóti, en það geta þeir einir sem vita sig hafa gert það eitt sem rétt er. Una andaðist þ. 10 janúar s.l. og var minningarathöfn haldin um hana í Sauðárkrókskirkju, en jarð- sett að Miklabæ þ. 18 s.m. Athöfnin fór fram í kyrrþey að ósk hennar sjálfrar. Séra Gunnar Gíslason í Glaumbæ jarðsöng. Nú er jarðnesku starfi þessarar mætu konu lokið. Við, sem enn stöndum hérna megin mæranna miklu, kveðjum hana með þakklátum huga, fyrir allt sem hún gaf okkur úr sínum stóra hjartans sjóði. Eftirlifandi eiginmanni hennar, börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum vottum við hjartan- lega samúð og biðjum Guð að blessa þeim minningu ástríkrar eiginkonu, móður, ömmu, og lang- ömmu. Hvíl í Guðs friði! Einar Einarsson. skáld m.a.: „Kvenkostur á borð við Helgu að greind, fyrirhyggju og trúnaði, er allajafna vandfundinn, en á hina hliðina ómetanlegur, þar er verksvið bóndans varð, svo sem löngum er títt um slíka menn hérlendis, bæði heimilið sjálft og annir er á hann hlóðust", því Vigfús var mjög í utanheimilis- störfum, stóð fyrir sauðfjárslátrun á haustum í hálfa öld, allt frá 1906, fyrir Kaupfélag Héraðsbúa á Reyðarfirði, var hreppstjóri Fljótsdæla í 29 ár og formaður Búnaðarfélags Fljótsdæla í 12. Þegar aukastörfin hlóðust á Vig- fús, stóð Helga fyrir búinu af miklum skörungsskap með fólki sínu, en hægri hönd þeirra hjóna var jafnan Stefán, bróðir Vigfúsar. Auk þess stundaði hún garðinn í Geitagerði af mikilli alúð og gerði hinn fegursta, en hún mun sjálf hafa gróðursett og annazt hinn landsfræga lævirkja og grenitré þar, sem nú eru stolt og von skógræktarmanna. Helga Þorvaldsdóttir Þormar - Minningarorð María Kristjánsdótt- ir — Minningarorð Fædd 8. ágúst 1887. Dáin 19. apríl 1979. Hin langa þraut er liðin. nú loksins hiaustu friðinn. og ailt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn «K sólin bjort upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Vald. Briem. Með þessu versi vil ég byrja þessi minningarorð Um elskulega ömmu mína, Maríu Kristjánsdótt- ur, eða „Ömmu í Rauðumýri" eins og okkur afkomendum hennar var tamast að segja. Ég ætla ekki að skrifa ævisögu hennar ömmu, til þess skortir mig þekklngu, en ævi hennar var stórbrotin og á sínu langa lífshlaupi varð hún margt að reyna. Hún var fædd 8. ágúst árið 1887 að Kerhóli í Sölvadal í Eyjafirði. Hún giftist 1. desember 1910 afa mínum Ingimari Jónssyni frá Uppsölum í Eyjafirði. Þau bjuggu nar allan sinn búskap í svonefndu „Gefjunarhúsi" á Akureyri. Amma og afi eignuðust 9 börn og þau eru: Hulda búsett í Reykja- vík, Jón búsettur á Akureyri, Adolf einnig á Akureyri, Sigríður, sem er látin, Ólöf býr á Akureyri, Sigurlína einnig á Akureyri, Hermann dó í æsku, Rut býr á Akureyri, Hermann, sem er látinn, og eina fósturdóttur ólu þau upp, Ingu Sigurðardóttur. Afkomendur ömmu eru nú við lát hennar 101 að tölu og með þessum stóra hópi fylgdist hún vel meðan heilsan leyfði. Amma varð ekkja 31. júlí 1945, en afi hafði þá verið sjúkl- ingur um árabil. Amma fluttist úr Gefjunarhús- inu að Rauðumýri 20 ásamt dóttur sinni Rut og manni hennar, Gesti Magnússyni, en þar höfðu góðar hendur gert henni kleift að eignast heimili. Seinna keyptu Rut og Gestur húsið að Rauðumýri 20, og átti amma alla tíð heimili hjá þeim. Afmœlis- og mirmingargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Henni féll sjaldan verk úr hendi og flesta daga prjónaði hún meira og minna, mest leista og vettlinga, en fingravettlingar frá ömmu voru slíkt listaprjón að fáséð var. Alltaf átti hún eitthvað af leistum og vettlingum í poka sínum handa ömmubörnunum, þegar þau komu í heimsókn í Rauðumýri 20, en þar var mjög gestkvæmt, enda ættin fjölmenn. Það má með sanni segja, að þetta heimili hafi verið miðstöð ættarinnar og mæddi því mikið á móðursystur minni Rut og manni hennar Gesti sá mikli gestagangur, sem ávallt var á heimili þeirra, en þau tóku öllum með slíkri gestrisni og hlýju, að alltaf var unun að sækja þau heim. Ég vil að lokum þakka Rut fyrir alla þá elsku og fórnfýsi, sem hún sýndi ömmu, sem mátti helst aldrei af henni sjá. Rut og Gestur, hafið þökk fyrir allt, sem þið gerðuð fyrir ömmu. Minningin um ömmu mun lifa, hvíli hún í friði. Hulda. Þau Helga og Vigfús í Geita- gerði eignuðust þrjú börn: Ragn- heiði, gifta Þórarni Þórarinssyni ritstjóra Tímans, Sigríði, gifta Guðmundi Jóhannessyni sem lengst af var tímavörður í Lóran- stöðinni í Vík í Mýrdal, og nú starfsmaður Sambandsins, og Guttorm, bónda og hreppstjóra í Geitagerði. Hann er kvæntur Þur- íði Skeggjadóttur. Barnabörn þeirra Helgu og Vigfúsar eru nú 12, og barnabarnabörnin tæpir tveir tugir. Fyrir réttum 10 árum — þá var Helga áttræð — kom ég við í Geitagerði með nokkra útlendinga. Þar var okkur tekið af mikilli gestrisni af þeim Þuríði og Gutt- ormi, enda þótti fylgdarmönnum mínum mikið til um þann látlausa höfðingsskap sem þarna ríkti. En Helga sýndist þeim sem drottning á kálfsskinni, því hún bar þá reisn og stolt, sem jafnan þótti sæma glæsikonum og skörungum, og ekkert fær bugað, hvorki strit né elli. Síðast hitti ég hana í fyrra- haust, þá tæplega níræða: hún þekkti mig ekki lengur, en sat teinrétt og virðuleg og spurði langt að kominn utanhéraðsmann al- mæltra tíðinda frá því fyrir 40 árum. Nú hefur dauðinn leyst hana frá elli sinni, en hún hlýtur eilíft líf í afkomendum sínum: Megi þeim vel á haldast. Sigurður Steinþórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.