Morgunblaðið - 28.04.1979, Blaðsíða 21
MORGÚNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979
21
BLðM
VIKUNNAR
UMSJÓN: ÁB. (203)
Sumarblóm
Skjaldflétta
Á köldu vori er hætt við
að ýmsir séu heldur síðbún-
ir með sáningu sumar-
blóma. Þættinum barst fyr-
ir nokkru pistill um sumar-
blóm frá Sigurlaugu í
Hraunkoti, en hún hefur
fyrri verið okkur innan-
handar með leiðbeiningar
um ræktun þeirra. Verður
sagt frá tveim tegundum
sem líklegt er að enn sé
nægur tími til að sá fyrir á
þessu vori:
„Fjölmörgum sumar-
blómum þarf að sá inni til
þess að lengja blómgunar-
tíma þeirra og vaxtartíma.
Sé sáð til þeirra um það bil
4—6 vikum áður en þeim
skal plantað út, eru þau á
allan hátt öruggari og viss-
ari með blómskraut.
Skjaldfléttur
— Nasturdium,
Tropaéolum
Af þeim eru mörg af-
brigði og þær eru yfirleitt
ágæt sumarblóm. í ræktun
eru bæði hávaxin — og þá
klifrandi afbrigði — og svo
lágvaxin. Skjaldfléttur má
nota úti og einnig inni sem
pottablóm. Þær eru blóm-
sælar og bera gul, rauð eða
tvílit (gul/rauð) blóm.
Stundum eru þær hálffyllt-
ar. Lágvöxnu afbrigðin
sóma sér vel í beði en þau
hávöxnu þurfa að fá net eða
annað til að klifra í. Einnig
má setja klifur-skjaldflétt-
ur í hengipotta eða hafa
þær í smákössum á svölum
og láta þær hanga út yfir
svalagrindurnar. Á sumum
afbrigðunum eru blöðin
einnig skrautleg t.d. er af-
brigðið Alaska, sem er lág-
vaxið, með græn- og hvít-
flekkótt blöð. Annað ágætt
lágvaxið afbrigði
er„Whirlybird“, það er
stórblóma og ber blómin á
stuttum stilkum vel upp
fyrir blaðskrúðið. „Jewel“
er hálf ofkrýnt og „Fiery
Festival“ er hárautt og ilm-
andi. Skjaldfléttur hafa
fleira sér til ágætis en að
vera falleg sumarblóm, t.d.
forðast kálflugan það svo
má nota það í salat, bæði
blöð og blóm. Ef blómin eru
klippt fínt niður yfir salat-
skálina er það bæði puntu-
legt og gefur saltainu gott
kryddbragð.
RegnboÖi —
Dimorphoteca
Regnboðinn er suður-afr-
ískur að uppruna en tekur
því mjög vel að lifa og
blómstra í íslenskri mold.
Þetta er körfublóm í fjöl-
breyttum litum, oftast gul-
leitum en einnig eru til hvít
og laxableik afbrigði. Körf-
urnar eru einstæðar á nokk-
uð löngum stilkum. Regn-
boðinn er þægur í ræktun
en ekki ætti að setja hann í
mjög rakan jarðveg, það á
ekki við hann. Hann lokar
körfum sínum í regni.
Aðalsteinn Sigurðsson fiskifræðingur:
Á að gera dragnótina að
flokkspólitísku bitbeini?
Margt hefir dragnótinni verið
fundið til foráttu á undanförnum
árum, en fram að þessu hefi ég
ekki orðið þess var, að hún hafi
verið notuð í* flokkspólitískum
áróðri og vona að svo verði heldur
ekki framvegis. Útaf þessu bregð-
ur þó í grein eftir Pétur Gaut
Kristjánsson í Morgunblaðinu 21.
þ.m. Pólitískar árásir hans á
Alþýðuflokkinn og þingmenn hans
koma mér ekki við og verður þeim
þess vegna ekki svarað hér. Hins
vegar víkur hann að málefnum,
sem snerta starf mitt, og mun ég
leitast við að fara um þau nokkr-
um orðum, ef það mætti verða
mönnum til skilningsauka.
Undanfarin ár hefir Hafrann-
sóknastofnunin gert tilranunir
með dragnótaveiðar í Faxaflóa og
á Hafnaleir og höfum við Guóni
Þorsteinsson,' fiskifræðingur, ann-
ast þær og hefir þar ekki verið um
neitt yfirskin að ræða, þó að
Pétur Gautur virðist halda það.
Hafrannsóknastofnunin hefir
oft þurft að taka skip eða báta á
leigu til fiskirannsókna. Hefir þá
ýmist verið greidd ákveðin leiga á
dag eða skipið fengið aflann og þá
jafnan einnig tryggingu fyrir lá-
marksafla.
Ólafur Björnsson, útgerðarmað-
ur í Keflavík, lánaði okkur bát til
fullra umráða til áðurnefndra
dragnótarannsókna. Fékk hann
aflann í sinni hlut án nokkurrar
tryggingar, ef lítið veiddist, og
heyrir slíkt til undantekninga, að
svo vel semjist. Þess ber að geta,
að rannsóknir tefja veiðarnar oft
mikið, svo að afli verður rýr,
miðað við venjulegar fiskveiðar.
Frá báti Ólafs fór t.d. fram köfun
og ljósmyndun neðansjávar. Ólaf-
ur hefir einnig á ýmsan hátt greitt
götu okkar í sambandi við þessar
rannsóknir og sparað Hafrann-
sóknastofnuninni þar með útgjöld.
Tel ég, að hann eigi fremur þakkir
en skammir skildar fyrir það, enda
þykja rannsóknir okkar fiskifræð-
inganna jafnan nógu dýrar þegar
sótt er um fjárveitingar til þeirra.
Á einum stað í grein sinni segir
Pétur Gautur þar sem hann talar
um dragnótaleyfi í Faxaflóa. „Vit-
að mál er að leyfishafar munu ekki
aðallega drepa skarkola, jafnvel
ekki ýsu, heldur þorsk." Þessi
fullyrðing getur ekki staðist þar
sem nú er um að ræða dragnót
Aðalsteinn Sigurðsson fiskifræð-
ingur.
með 170 mm möskva. í slíkt
veiðarfæri fæst ekki nema lítið af
bolfiski og hann aðeins stór.
Það er rétt hjá Pétri Gaut, að
miið hefir verið deilt. um dragnót-
ina hérlendis að undanförnu, en
við Guðni Þorsteinsson höfum birt
það mikið af óhlutdrægnum niður-
stöðum um hana, að menn ættu nú
að geta gert sér grein fyrir því, hve
mergt er óraunsætt í þeim deilum.
Vil ég einkum benda á grein mína
Skarkolaveiðar og dragnót og
greinar, sem ég vitna þar til og eu
eftir Guðna Þorsteinsson. Grein
mín birtist í 12. tbl. Ægis 1978.
Pétri Gaut „skilst" að veiða
megi það, sem óhætt er úr skar-
kolastofninum, utan Faxaflóa, en
það hefir ekki tekist á undanförn-
um árum. Hins vegar veit ég að
bestu skarkolamið við landið eru í
Faxaflóa og ég sé enga ástæðu til
að nýta þau ekki þar sem dráp á
smáþorski og smáýsu er útilokað
með því veiðarfæri, sem mælt er
með að nota.
Hafa má þann möguleika í huga,
að samþykktur verði hafréttar-
sáttmáli, þar sem öðrum þjóðum
verði heimilað að veiða vannýtta
fiskstofna innan fiskveiðilögsbgu
strandríkis. Væntanlega myndi
ýmsum hérlendis sárna, ef Bretar
færu að veiða hér skarkola að
nýju. Vona ég að okkur takist að
nýta skarkolastofninn svo, að til
þess þurfi ekki að koma.
Aöalsteinn Sigurðsson
fiskifræðingur.
Þórunn Benjamínsdóttir úr Hafnarfirði kom nýlega á skrifstofu
Hjálparstofnunar kirkjunnar með 1,8 milljónir króna, sem hún hafði
safnað hjá fjölda einstaklinga í Hafnarfirði.
Heimsótti Þórunn einnig fólk á vinnustöðum í Hafnarfirði og lét
árangurinn ekki á sér standa, því eins og áður sagði, lagði allt þetta fólk
1,8 milljónir króna af mörkum í söfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar og
Lions-hreyfingarinnar til sundlaugar Sjálfsbjargar.
Á myndinni sést er Benedikt Jasonarson, fulltrúi hjá Hjálparstofnun
kirkjunnar, veitir peningunum viðtöku úr hendi Þórunnar.
BílaÞvottur, bón, ryksugun
Bifreiðareigendur
vitiö þiö aö hjá okkur tekur aöeins 15—20
mínútur, aö fá bílinn þveginn, bónaöan, og
ryksugaöann?
Hægt er aö fá bílinn eingöngu handþveginn.
Komiö reglulega, ekki þarf aö panta tíma, þar
sem viö erum meö færibandakerfi.
Ódýr og góö þjónusta.
Bón og þvottastöðin h.f.,
Sigtúni 3,
sími 14820.