Morgunblaðið - 28.04.1979, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979
Tímaskylda grunn-
skólanema stytt
„í ÞEIRRI regiugerð, sem nú er í
prentun og á að gilda næsta
skólaár, er tímaskylda nemenda í
4„ 5. og 6. bekk grunnskólans
minnkuð um einn tíma á viku og
hámarkstímafjöldi nemenda í 9.
bekk er minnkaður um tvo tíma, í
35,“ sagði Hörður Lárusson,
deildarstjóri skólarannsókna-
deildar menntamálaráðuneytis-
ins, í samtali við Mbl. í gær.
Rafmagn á
ofn járn-
blendiverk-
smiðjunnar
RAFSTRAUMI var veitt í
fyrsta sinn á fyrri bræðsiuofn
járnblendiverksmiðjunnar að
Grundartanga f gær og var
kveikt á ofninum klukkan
21:15.
Fyrstu 10—12 dagarnir fara
i að þurrka ofninn og hita og
bökun rafskauta, en að því
loknu getur framleiðsla á kís-
iljárni hafizt.
Á því skólaári, sem nú er að
ljúka var tímaskylda nemenda í 7.
og 8. bekk stytt úr 37 í 35 tíma á
viku og tímaskylda nemenda í 9.
bekk sett á bilið 31 til 37 tíma. Nú
er hámarkstímafjöldi nemenda í 9.
bekk styttur í 35 tíma og tíma-
skylda nemenda í 4. bekk bundin
við 29 tíma, nemenda í 5. bekk
bundin við 32 tíma og nemenda í 6.
bekk bundin við 34 tíma og er
þetta einum tíma færra en í
reglugerð yfirstandandi skólaárs.
Hörður Lárusson sagði þessa
styttingu tilkomna vegna aðgerða
til að draga úr kennslukostnaði og
svo hefði, þegar grunnskólalögin
voru samþykkt 1974, verið miðað
við 6 daga starfsviku, en nú væri
starfsvikan 5 dagar og hefði það
verið almennt álit að tímafjöldinn
væri of mikill fyrir þá vinnuviku.
Mbl. spurði hvort þessar
aðgerðir hefðu áhrif á laun kenn-
ara en Hörður sagðist ekki telja að
svo yrði, enda væri ekki um það að
ræða að minnka kennslumagnið.
Efta-ráðið:
Aukaflugferðir
um helgina vegna
vöruflutninga
MIKIL aukning hefur orðið í
vöruflutningum í innanlands-
fluginu vegna farmannaverk-
fallsins, sem bætist ofan á
erfiðleika á landflutningum
vegna þungatakmarkana á
vegum, en þeirra vegna er nú
ekki tekið á móti vörum í bíla
frá Eyjafirði, austur um og
suður að Höfn í Hornafirði.
Þessi mynd var tekin í gær í
vöruafgreiðslu Flugfélags ís-
lands og sagði Sverrir Jónsson
yfirmaður afgreiðslunnar í
samtali við Mbl. í gær að um
helgina yrði að grfpa til auka-
ferða vegna vöruflutninganna.
Pétur Esrason hjá fragtdeild
Flugleiða sagði að eftirspurn-
in eftir vöruflutningum loft-
leiðis til landsins væri að
aukast og að margir innflytj-
endur, sem ekki hefðu skipt
við Flugleiðir, væru nú farnir
að hafa samband við félagið
um flutning á vörum erlendis
frá.
ísnefndin
boðaði komu
sína og
ísinn fór
Raufarhfifn. 27. aprfl.
ÍSNEFNDIN hafði boðað
komu sína hingað í dag, en
kom ekki. Hins vegar lagði
ísinn strax á flótta og kom
Hekla hér inn í morgun og
bátar hafa komið í höfn í
dag.
Heklan landaði hér m.a. vörum
til Þórshafnar og á að flytja þær
þangað á bílum í nótt og einnig
fisk, sem Þórshafnarbáturinn
Litlafell landaði hér í dag, en ísinn
lokaði Þórshafnarhöfn aftur.
Fréttaritari.
Gleymdist ad safna skýrslum um
stuðningsaðgerðir við iðnað
í GÆR lauk fundi ráðgjafanefnd-
ar EFTA. Fundinn sóttu af ís-
lands hálfu Davið Sch. Thor-
steinsson, fulltrúi F.Í.I., Guð-
mundur H. Garðarsson, fulltrúi
A.S.Í., Haukur Björnsson, full-
trúi F.Í.I., Hjalti Geir Kristjáns-
son, fulltrúi V.Í., Jón H. Bergs,
fulltrúi V.S.Í. og Tómas Karlsson
sem áheyrnarfulltrúi.
Á fundinum var lögð fram
skýrsla efnahags- og félagsmála-
nefndar EFTA um opinberar
styrktar- og stuðningsaðgerðir við
iðnað.
Að tillögu íslands í október 1977
var nefnd þessari falið að rann-
saka þessi mál. Skarpar umræður
urðu um skýrsluna, sem þótti
ganga of skammt og vera of
yfirborðskennd og að auki væri
engin tilraun gerð til að meta
áhrif styrktar- og stuðningsað-
gerða á fríverzlun og þann skaða,
sem þær gætu valdið iðnaði ann-
arra ríkja.
í ræðu formanns nefndarinnar
kom fram, að í skýrslunni væru
aðeins nefndar þær styrktar- og
Davíð Sch. Thorsteinsson
stuðningsaðgerðir, sem hvert ríki
hefði sjálft skýrt frá af fúsum og
frjálsum vilja. Hann sagði það
skoðun sína að öll ríkin, að íslandi
einu undanskildu, hefðu ekki skýrt
frá öllum þeim opinberu styrktar-
og stuðningsaðgerðum sem við-
gengjust. Af íslands hálfu var í
þessu sambandi sem dæmi bent á,
að skýrsla Svíþjóðar til nefndar-
innar væri rúmlega ein blaðsíða,
enda þótt fyrir lægi sænsk bók um
opinberar styrktar- og stuðnings-
aðgerðir í Svíþjóð, sem væri 108
blaðsíður og efnisyfirlitið eitt væri
7 blaðsíður.
Skýrslu nefndarinnar var vísað
til EFTA-ráðsins, sem mun taka
ákvörðun um hvað skuli gert frek-
ar í málinu.
Fulltrúar íslands bentu á, að
EFTA-ráðið hefði ákveðið hinn 3.
júlí 1968 að:
1) Öll aðildarríkin skyldu senda
skýrslu árlega um allar opinberar
styrktar- og stuðningsaðgerðir og
breytingar á þeim.
2) Starfsmenn EFTA skyldu
safna þessum upplýsingum saman
og krefja aðildarríkin um skýrslur,
a.m.k. einu sinni á ári eða oftar, ef
þörf þætti á.
Báru fulltrúar Islands fram
fyrirspurn um, hvernig þessi
ákvörðun EFTA-ráðsins hefði ver-
ið framkvæmd og hvar þessar
skýrslur væri að finna. í svari
Aðstaða Islands hefur enn
styrkzt á Genfarfundunum
segir Hans G. Andersen sendiherra
GENFARFUNDUM Hafréttar-
ráðstefnunnar átti að ljúka í
gærkvöldi. Mbi. spurði Hans G.
Ándersen hvað væri fréttnæm-
ast við stöðu mála þá. Hann
sagði: „AUt kapp var lagt á það
á þessum fundum að ljúka
endurskoðun á samningsupp-
kastinu. Lengi vel leit út fyrir
að þetta mundi ekki takast
vegna þess að grundvallar-
ágreiningur væri enn fyrir
hendi varðandi alþjóðahafs-
botnssvæðið utan lögsögu ríkj-
anna, en á siðustu stundu náð-
ist talsverður árangur í þessum
efnum og má reyndar taka
undir þau orð aðalfulltrúa
Bandaríkjanna, Elliot Richard-
son, að hér hafi verið um mesta
árangur að ræða í sögu ráð-
stefnunnar á svo stuttum tíma.
Þessar tillögur fara nú inn í
hinn endurskoðaða texta.
Jafnframt því sem unnið var
að lausn þessara mála, var
haldið áfram umræðum um önn-
ur ágreiningsefni og niðurstöður
af þeim umræðum fara þá líka
inn í nýja textann.“
— Hefur okkar aðstaða nokk-
uð versnað við nýja textann?
„Nei. Hún hefur þvert á móti
styrkzt enn, vegna þess að þau
atriði, sem við höfum barizt
fyrir hafa haldið velli og koma
til með að gera það héðan af.
Hitt verður þó að taka fram,
að nú stendur til að halda áfram
umræðum um þennan endur-
skoðaða texta á fundi í New
York frá 16. júlí til 23. ágúst.
Eftir reynslunni að dæma má
búast við því að margir haldi
uppi sínu gamla þrasi og ef til
vill getur þar komið til atkvæða-
greiðslna."
— Hvað með neðansjávar-
hryggina og upphaflega tillögu
Rússa um að undanskilja rétt-
indi á þeim?
„í endurskoðaða textanum er
ekkert um þetta. Setningin var
felld niður, en tekið er fram að
þetta mál þurfi að athuga sér-
staklega. Rétt er að taka fram
að sendinefnd Sovétríkjanna
sýndi mikinn velvilja í viðræð-
um við okkur um þessi atriði og
hefur lofað samvinnu um það að
hagsmunir Islands verði ekki
fyrir borð bornir í þessum efn-
um.“
— Hver er þá niðurstaðan?
„Þegar á allt er litið er niður-
staðan sú að okkar málum innan
efnahagslögsögunnar sé vel
borgið.
En rétt er að taka fram að enn
hefur ekki náðst niðurstaða um
ytri mörk landgrunnsins og um-
ræður halda áfram um það efni í
New York. í endurskoðaða upp-
kastinu er gert ráð fyrir því, að
ytri mörkin verði miðuð við 350
sjómílur, en þó eru á því ýmsir
flóknir fyrirvarar og frávik, auk
þess sem reglur um skiptingu
svæða milli landa koma inn í þá
mynd.“
— Hver er okkar aðstaða í
þessu efni?
„Formaður annarrar nefndar-
innar lagði áherzlu á það í
skýrslu sinni í dag og raunar
forsetinn einnig, að þessi mál
þyrfti að athuga nánar og verða
þau í sviðsljósinu á New York
fundinum. Það er því ljóst að vel
verður að standa á verðinum á
lokasprettinum. Það gildir ekki
einungis um þessi mál, heldur
einnig margt fleira, því allt
hangir þetta saman, þegar unn-
ið er að heildarlausn og hver
togar í sinn potta," sagði Hans
G. Andersen að lokum.
framkvæmdastjóra EFTA, hr.
Charles Muller, kom fram, að
þessari ákvörðun EFTA-ráðsins
hefði aldrei verið framfylgt og að
engar skýrslur væru til. Aðspurð-
ur sagðist Muller engar skýringar
hafa aðrar en þær, að svo virtist
sem samþykktin hefði gleymzt,
enda þótt þessi samþykkt væri birt
í kynningarriti EFTA sem dreift
er til almennings í aðildarríkjun-
um.
Þó að ótrúlegt sé, virtist sem
þessi fyrirspurn Islands kæmi
flatt upp á flesta, jafnvel þá sem
bezt áttu að vita.
Reiknað er með, að eftir þessar
umræður gleymist fyrrnefnd sam-
þykkt EFTA-ráðsins ekki í bráð og
að loks verði farið að framkvæma
hana.
Aðalfundur Skák-
sambands íslands:
Bragi Hall-
dórsson býð-
ur sig fram
gegn Einari
BRAGI Halldórsson skákmaður
hefur ákveðið að bjóða sig fram til
forsetaembættis Skáksambands ís-
lands á móti Einari S. Einarssyni á
aðalfundi S.Í., sem haldinn verður í
veitingahúsinu Glæsibæ f dag.
Einar S. Einarsson forseti S.í.
tilkynnti fyrir nokkru að hann
myndi gefa kost á sér áfram í
forsetaembættið
Varð fyrir lyftara
ÞAÐ slys varð í Straumsvík um
eitt-leytið í gærkvöldi að maður
varð fyrir lyftara á svæði fyrir
utan steypuskálann. Maðurinn var
fluttur á slysadeildina og kom í
ljós að hann hafði slasast talsvert
á fótum.
©
INNLENT