Morgunblaðið - 28.04.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.04.1979, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGÁRDAGUR 28. APRÍL 1979 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979 25 Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmír Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiösia Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Brjóstvörn gegn alrædishyggju jálfstæðisflokkurinn verður 50 ára á þessu ári. Hann var stofnaður við samruna tveggja flokka, sem fyrir vóru, íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Þessi tvíþætti uppruni skapaði honum þegar þá breidd í þjóðlífinu, sem spannaði fylgjendur úr öllum starfs- greinum þjóðarbúsins. Sá grunnur, sem sjálf- stæðisstefnan hvílir á, er fullveldi þjóðarinnar út á við og frjálsræði þegnanna inn á við — til skoðana, tjáningar og athafna, innan laga- ramma lýðveldisins. Flokkur- inn mótaði sér í öndverðu alhliða, þjóðlega umbóta- stefnu, sem tók mið af frjálsu markaðskerfi, með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Sjálfstæðisflokkurinn er því flokkur stéttasamstarfs, sem hlýtur að marka stefnu í öllum málaflokkum með heildarhagsmuni í huga. Hann höfðar fyrst og fremst til þess, að við erum, þrátt fyrir mismunandi störf og búsetu, ein þjóð, sem á mun meira sameiginlegt í arfleifð, samtíð og framtíð en hitt, er á milli ber. Þessi upphaflega stefnu- mótun Sjálfstæðisflokksins, sem fólst í kjörorðunum stétt með stétt, er enn grunntónn- inn í stefnu hans og starfi. Þar af leiðir að flokkurinn er, nú sem fyrr, sterkasta sameiningarafl þjóðarinnar; sá vettvangur, sem fólk úr öllum byggðarlögum og starfsstéttum mætist á til að samræma sjónarmið og markmið — á grundvelli frjálshyggju, valddreifingar og réttar hverrar manneskju til að ráða eigin lífsmynztri. Andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins, sem gjarnan höfða til hagsmunaárekstra í þjóð- félaginu, hafa löngum litið þetta sameiningarhlutverk öfundarauga. Þeir reyna því, hvenær sem tækifæri gefst, að gera úlfalda úr mýflugu varðandi ágreining í Sjálf- stæðisflokknum. Að sjálf- sögðu hafa sjálfstæðismenn skiptar skoðanir í ýmsum málum. Þeir telja fátt eðli- legra en það, að skoðanir í svo fjölmennum flokki falli ekki í einn farveg í öllum málum. Slíkt getur einfald- lega ekki gerzt í samtökum, sem virða rétt einstaklings- ins ti! sjálfstæðrar skoðana- myndunar. Hins vegar eru sjálfstæðismenn sammála um grundvallaratriði stefnu sinnar, sem bundið hafa þá flokksböndum, og standa fast á þeim. Sjálfstæðisflokkurinn er brjóstvörn borgaralegs þjóð- skipulags hér á landi. Hann vill þróa það til enn meira frjálsræðis, réttlætis og öryggis í þágu þjóðfélags- þegnanna. Samhliða þeirri viðleitni verðum við að gera okkur grein fyrir því, að minnihluti þjóða og mann- kyns býr við lýðræði, þing- ræði og þegnréttindi, eins og við skiljum þau hugtök. Þjóð- skipulag lýðræðis á í vök að verjast í viðsjárverðum heimi vegna útþenslu alræðis- hyggjunnar. Vesturlönd hafa fundið sig knúin til samstöðu um varnaröryggi sitt, full- veldi og þjóðfélagsgerð. Inn- an þjóðfélags okkar stafar hættan frá stjórnmálaöflum, sem afnema vilja núverandi þjóðskipulag og hverfa að þeirri þjóðfélagsgerð, sem þjóðir sósíalismans hafa búið við í A-Evrópu og víðar. Grundvallaratriðin eru enn sem fyrr að tryggja öryggi þjóðarinnar út á við og frjálsræði og þegnréttindi einstaklinganna inn á við. Það var og er kjarni sjálf- stæðisstefnunnar. „Þjóðviljinn" gerir því skóna í fyrradag, að „miklir úfar séu innan Sjálfstæðis- flokksins vegna landsfund- ar ...“. Það hlakkar í mál- gagni alræðishyggjunnar á Islandi vegna dagdrauma þess um átök á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Engu skal hér spáð um framvindu mála þar. En sjálfstæðis- menn hafa hingað til kunnað að standa saman þegar á hólminn er komið, þrátt fyrir eðlilegan skoðanaágreining um einstök mál. Svo mun enn fara, enda eru kommúnistar sízt til þess fallnir að leggja línur um landsfundarmál Sjálfstæðisflokksins. Þvert á móti ættu „veðurspár" þeirra að þjappa sjálfstæðis- mönnum betur og fastar saman um flokk sinn og forystu. Það hefwr verið gæfa frjálshyggjufólks á íslandi að standa saman í einum, stórum, samstilltum og sterkum stjórnmálaflokki. Þeirri gæfu sinni, þeim styrk sínum og áhrifamætti mun það ekki kasta frá sér á þeim landsfundi, sem haldinn verður á 50 ára afmæli Sjálf- stæðisflokksins. Sjálfstæðis- fólki er ljóst, að beina ber baráttuþreki að gagnstæðum stjórnmálaöflum, sem nú hafa sameinast í vinstri srjórn, bæði í höfuðstað og þjóðfélagi, með þeim afleið- ingum, sem ærið verk verður við að kljást. Leiðir sjálfstæðisstefn- unnar og Morgunblaðsins hafa legið saman. Blaðið árnar Sjálfstæðisflokknum allra heilla á hálfrar aldar afmælinu. Frjálshyggjan er framtíðarvon íslenzku þjóðarinnar, brjóstvörn gegn alræðishyggju. eiga ekki að bila — segir Reynir Más- son verslunarstjóri hjá Tanganum „VERKFALLIÐ kemur mjög illa við okkur, við fáum engar vörur, og það er farið að skorta ýmislegt, svo sem kjöt og karöflur," sagði Reynir Másson verslunarstjóri hjá Verslun Gunnars Ólafssonar og Co. eða Tanganum eins og sagt er í Eyjum. „Við fáum nú í dag mjólk eftir þriggja daga hlé. Ef svona heldur áfram verðum við bara að láta okkur nægja fisk og hrísgrjón," sagði Reynir ennfremur. „Við birgðum okkur ekki upp fyrir verkfallið, enda áttum við aldrei von á að svoila færi, þetta hefur aldrei gerst áður. Herjólfur er okkar brú, og við héldum að brúin gæti ekki bilað. Það hefur svo einnig gert illt verra, að bæði SÍS og Sláturfélagið voru ákaf- lega illa í stakk búin að taka þessu verkfalli, og þar voru ekki til neinar umframvörur er verk- fallið skall á. Þá hefur það einnig bæst við að ekki hefur verið flogið síðustu daga, en raunar er erfitt að flytja vörur með flugi þó gefi, því flugið hingað er svo stopult að ekki er á það að treysta að það takist að fljúga þegar það stendur til, og vörurnar þola illa geymslu. Þá er það líka það mikla dýrara að flytja þær hingað með flugi, að verðið yrði þrefalt eða fjórfalt hærra en nú er. Við viljum bara fá Herjólf-í gang aftur, hann er eins og ég sagði okkar lífæð, og okkur hefur verið lofað að hann yrði í gangi." — Hvernig tekur fólk þessum vöruskorti, er það ergilegt yfir ástandinu? „Nei, ekki er það nú áberandi enn sem komið er, fólk reynir að taka þessu með jafnaðargeði, en þó hefur þetta komið sér illa fyrir fólk, til dæmis fjölskyldur með ungabörn sem ekki fá mjólk. Enda eru nú biðraðir við mjólkur- söluna eftir að hún kom í dag, og allir ætla að drekka sig blindfulla af mjólk í dag,“ sagði Reynir að lokum. Mjólk kom til Eyja í gær, eftir þriggja daga mjólkurleysi, og mynduðust strax biðraðir í verslunum, eins og þessi mynd ber með sér. Viðtöl: Anders Hansen Myndir: Sigurgeir Jónasson „Þjónar engum tilgangi og er málstað gfirmanna á far- skipum ekki til framdráttar,, — segir Georg Hermannsson kaupfélagsstjóri og stjórnarformaður Herjólfs Reynir Másson verslunarstjóri „ÞAÐ má segja að við búum nú við það ástand núna, að okkar þjóð- vegur er lokaður, og þetta er ef til vill ekki ósvipað því að Keflavíkur- vegurinn væri grafinn í sundur og fólki sagt að það sé verkfall, eins og hér er gert,“ sagði Georg Hermannsson stjórnarformaður Herjólfs og kaupfélagsstjóri Kaupfélags Vestmannaeyja. „Við höfum aldrei áður verið beittir slíkri hörku í vinnudeilum," sagði Georg ennfremur, „sérstaða okkar hér hefur alltaf verið viður- kennd, og heimilað hefur verið að flytja farþega og mjólkurafurðir, jafnvel matvöru. Þetta er ekki leyft nú, og sjáum við ekki að það 99 Eins og ef veginum til Reykja- víkur vœri lokað við Eltíðaámar — segir Jóna Andrésdóttir um stöðvun Herjólfs „ÞVÍ er fljótsvarað, þetta verkfall hefur komið mjög illa við mig, og svo er raunar um alla hér í Vestmannaeyjum held ég,“ sagði Jóna Andrésdóttir húsmóðir er blaðamaður ræddi við hana í gær um áhrif farmannaverkfallsins. „Það á að ferma hérna hjá okkur nú um helgina, og það vantar rjóma, og það vantar mjólk til veislunnar," sagði Jóna ennfrem- ur. „Kartöflur hafa verið skammt- aðar og kjöt skortir orðið í versl- unum, því auk þess sem Herjólfur Jóna ásamt dóttur sinni, Andreu Ingu Sigurðardóttur, en hún á að termast um helgina. Líklega mun eitthvað skorta í veisluna vegna farmannaverkfallsins, auk þess sem ættingjar eiga erfitt með að komast til Eyja. hefur stöðvast hefur flug fallið niður vegna veðurs. Að vísu er ætlunin að reyna flug hingað frá Reykjavík síðar í dag, en aftur er spáð versnandi veðri og þoku, þannig að búast má við að það lokist aftur. Þá ætluðu gestir að koma hing- að til okkar frá Reykjavík, en flugvélin sem þau voru í gat ekki lent í morgun, þannig að snúa varð henni aftur til Reykjavíkur. Eg hafði beðið fólkið að taka með sér rjóma, en hann fór sem sagt sömu leið til baka aftur! Þessi stöðvun Herjólfs kemur s'ér því afar illa fyrir okkur, það má segja að skipið sé okkar vegur, okkar tenging við umheiminn, enda er flug hingað stopult. Þetta er í rauninni alveg sambærilegt við það að veginum til Reykjavíkur væri lokað við Elliðaárnar, svo mikilvægt er skipið. Ég er sjálf úr Reykjavík, svo ég tel mig alveg geta fullyrt að þessi samlíking er ekki úr vegi. Núna stendur yfir tími ferm- inga, og margt fólk ætlaði að koma ofan af landi þess vegna, enda tvístruðust fjölskyldur mjög í gos- inu, en nú er óvist hvernig það fer ef ekki verður flogið," sagði Jóna að lokum. þjóni neinum tilgangi eða sé mál- stað yfirmanna á kaupskipum til framdráttar að loka okkur svona af. Þetta er því bagalegra nú, þar sem erfitt hefur verið með flug, en þetta hefur að vísu verið leyst að nokkru leyti með því að flogið hefur verið með mjólk og mjólkur- afurðir frá Hellu á Rangárvöllum á tveimur litlum vélum frá Vængj- um og Eyjaflugi. Hefur varningn- um verið ekið til Hellu frá Reykja- vík, og verða farnar tuttugu ferðir með um það bil tuttugu tonn af vörum í dag. Þetta flug er farið að frumkvæði bæjarins. I þessum erfiðleikum hefur það svo bæst við, að kjöt hefur ekki verið flutt hingað að norðan og austan að undanförnu, eins og þó er venjan, vegna hafíss, en von- andi stendur það þó til bóta. En kjötlaust verður hér að öllum líkindum um eða eftir helgi nema úr rætist. Hér fæst ekkert græn- meti, ávextir eru á þrotum, eggja- og smjörlíkislaust, sykur á þrot- um, lítil olía er til, en ég veit ekki um bensín. Þannig mætti lengi telja, áhrifanna fer að gæta æ víðar eftir því sem líður á.“ „Þessi harka gagnvart okkur Eyjamönnum þjónar engum tilgangi í þessari kjaradeilu, “ segir Georg Hermannsson kaupfélagsstjóri; en hér er hann ásamt Garðari Arasyni verslunarstjóra að kanna vörubirgðirnar. Verkfall farmanna er þegar tekið að hafa áhrif, þó ekki sé langt um liðið frá þvíþað hófst, svo væntanlega mun það láta enn frekar til sín taka þegar frá Ifður. Vestmannaeyingar eiga mikið undir þvíkomið að siglingar Herjólfs séu tryggar, enda er ferjan helsta samgönguæðin á milli lands og Eyja. Flug hefur löngum verið stopult til Vestmanna- eyja, og má til dæmis benda á, að frá áramótum hefur flug fallið niður meira en fjörutíu daga. Þá er þess einnig að gæta, að þrátt fyrir að unnt sé að flytja vörur með flugvélum þegar fært er, þá er það mun kostnaðarsamara, þannig að vöruverð yrði mun hærra ef samgöngur yrðu með þeim hætti. Fermingar standa nú yfir í Eyjum eins og víðar á landinu, og er því Selma Guðjónsdóttir yfirhjúkrunarkona og Helga Jóhannesdóttir hjúkrunarkona. Starfsfólk tepptí landi og mjólkur- skortur í eldhúsi,, — segir Selma Guðjónsdóttir yfirhjúkrunar- kona á Sjúkrahúsinu „VERKFALLIÐ hefur nú ekki haft nein áhrif á okkur ennþá, en ef þetta verður langt stopp mun það fara að segja til sín í skorti á lyfjum og hjúkrunarvörum og öðru slíku,“ sagði Selma Guð- jónsdóttir yfirhjúkrunarkona á Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum í samtali við Morgunblaðið í gær. Selma sagði einnig að verkfallið hefði komið niður á störfum í eldhúsi, til dæmis vantaði þar mjólk og aðrar vörur, en þó væri til talsvert af birgðum, þannig að ekki ætti að skapast neitt neyðar- ástand næstu daga allavega. Þá sagði hún einnig að fram- kvæmdastjóri Sjúkrahússins, sjúkrahússlæknirinn og einn læknaritaranna hefðu verið á fundi í landi, og hefðu þau ekki komist aftur vegna þess að Herj- ólfur gengi ekki, alltaf mætti treysta á hann þó að flugferðir væru strjálar eins og oft vildi verða. „Herjólfur er okk- ar brú og brgr víða bagalegt fyrir húsmæður að fá ekki mjólk og rjóma til baksturs og matargerðar, þá er farið að skorta bæði kjöt og kartöflur og þannig má lengi telja. Áhrifa farmannadeilunnar er því þegar tekið að gæta, og það mannsbarn er varla til í Vestmannaeyjum sem ekki veit af verkfallinu með einum eða öðrum hætti, þó að langt sé frá því að hægt sé að tala um neyðarástand, enn sem komið er að minnsta kosti. En til þess að kanna þessi mál nánar fóru blaðamaður og Ijósmyndari Morgunblaðsins á stúfana og ræddu við nokkra Eyjaskeggja, og spurðust fyrir um hvernig verkfallið kæmi við fólk. - AH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.