Morgunblaðið - 29.04.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.04.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1979 25 ára gamall maður handtekinn: Fór grímuklæddur inn tfi ungra stúlkna í GÆRMOGUN var handtekinn 25 ára gamall maður, sem játað hefur við yfirheyrslur í gærdag að hafa brotist inn á tveimur stöðum í borginni aðfararnótt s.l. föstudags og haft í frammi kyn- ferðislega tilburði gagnvart ung- um stúlkum. Atburðir þessir gerðust á tíma- bilinu 2—3 um nottina. Braust maðurinn fyrst inn í herbergi þar sem ung stúlka svaf og hafði hann dulu fyrir andliti. Stúlkunni tókst að koma manninum út úr herberg- inu. Skömmu síðar brauzt hann inn í heimavist Hjúkrunarskólans, sem þarna er skammt frá, og fór þar inn í herbergi til sofandi námsmeyjar. Gerði hann sig tor- kennilegan með því að setja .nælonsokk yfir höfuð sitt. Reyndi maðurinn að komast upp í rúm til stúlkunnar en hún tók hraustlega á móti og hljóp þá maðurinn á brott. Lögreglunni barst ekki vitneskja um þetta fyrr en á sjötta tímanum á föstudaginn og þegar hún kom á staðinn var búið að afmá mikil- vægar vísbendingar svo sem fót- spor og er slíkt auðvitað vítavert. Báðar stúlkurnar gátu hins vegar gefið góða lýsingu á manninum og með góðri samvinnu Rannsóknar- lögreglu ríkisins og lögreglunnar í Reykjavík var maðurinn handtek- inn í gærmorgun. Á hann heima skammt frá þeim stöðum, þar sem hann brauzt inn. Aðspurður um hvað gert yrði við manninn sagði Arnar Guðmunds- son deildarstjóri hjá RLR að ákvörðun um það yrði tekin síð- degis á laugardag en venja stofnunarinnar væri sú að krefjast ekki gæzluvarðhalds yfir mönnum nema rannsóknarnauðsynjar byðu. „Skiljum ekki hvað Vest- mannaeyingar eru argir” BÁTASÝNING var opnuð í Sýningahöllinni Ártúnshöfða í gær klukkan 14. Sýningin verður opin daglega klukkan 14—22 til 6. maí nk. Snarfari, félag sportbátaeigenda, stendur fyrir sýningunni og samkvæmt upplýsingum Hafsteins Sveinssonar, formanns félagsins, er sýningin mjög viðamikil. Þarna verða sýndar 70—80 fleytur af mismunandi stærðum og gerðum, allt frá smábátum upp í snekkjur. Ýmsar óvenjulegar fleytur verða þarna sýndar, m.a. tveggja manna loftpúðaskip. Auk báta verður margvíslegur búnaður sýndur, sem tengist bátasporti. Þá verða tízkusýningar í dag, sunnudag, og á þriðjudaginn, 1. maí. Sýning Snarfara er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Bátasýning opnuð í gær Útilokun skákmanna frá mótum: íslandsmið: 7 erlendir togarar og 24 línubátar 31 ERLENT fiskiskip er á veiðum við landið þessa dag- ana og að sögn Þrastar Sig- tryggssonar hjá Landhelgis- gæzlunni er það svipað og það var á sama tíma í fyrra. Þó eru hér talsvert fleiri norskir línu- veiðarar en áður á sama tíma. Hér við land eru nú 3 belgískir togarar, 4 færeyskir togarar og 15 línubátar og 9 norskir línubátar. Skipin eru öll að veiðum á svæðinu úti af Faxaflóa og austur til Suðausturlands. Norsku línubátarnir hafa eink- um verið að lúðuveiðum, en þeir færeysku á alhliða bolfiskveið- um. Færeysku togararnir eru allir fyrir Suðausturlandi og hafa verið að fá góðan ufsaafla þar. Veiðar þessara skipa eru allar leyfisbundnar. — VIÐ erum alveg undrandi á þessu umtali Vestmannaeyinga um skort á vörum, þeir hafa fengið undanþágur til kjötflutn- inga og mjólkurflutninga, sem þeir síðan vilja ekki notfæra sér og þegar sótt er um undanþágur þaðan er borið við hafísástæðum, sagði Þorkell Pálsson sem á sæti í verkfallsnefnd FFSÍ, en við höf- um ekki heyrt um neinn hafís kringum Vestmannaeyjar INNLENT Þá sagði Þorkell að sótt hefði verið um undanþágur vegna bíla- flutninga milli lands og Eyja, en ekki hefði enn verið tekin afstaða til þeirrar beiðni. Vegakerfið væri ekki í það góðu lagi um þessar mundir að varla lægi Vestmanna- eyingum á að komast strax í vegasamband. Kvað Þorkell þá ekki vera verr setta en t.d. ísfirð- inga, þangað væri ekki meira flug en til Eyja og því hlytu þeir að sitja við sama borð í þessum efnum. — Við skiljum ekki hversu argir Vestmannaeyingar eru út í okkur og við verðum að líta á það að við erum ekki í platverkfalli heldur alvöruverkfalli. Sviptir Fide skákmót rétti til stiga og titla? „EINS og þessi mál horfa við Fide, þá getur sambandið ekki látið það viðgangast að skáksam- bönd beiti einstaklinga útilokun frá skákmótum. En sambandið getur heldur ekki látið það viðgangast að einstaklingar beiti aðra þessum aðferðum. Ég hef skrifað júgóslavneska skáksam- bandinu og beðið það að rann- saka mál það sem orðið hefur út af mótshaldinu þar og ásakanir um að sovézka skáksamhandið hafi útilokað Korchnoi frá þátt- Tekur laxeldisstöð til starfa að Hóluml980? 150 milljón króna fiskibú í eigu bændaskólans, veidi- félaga og einstaklinga nyrdra medal tillagna Hólanefndar MIKILL áhugi er nú í Skaga- firði og viðar á Norðurlandi vestra fyrir stofnun klak- og eldisstöövar að Hólum í Hjalta- dal. í ályktun Hólanefndar um þetta mál, stofnun fiskibús, seg- ir m.a. að gert sé ráð fyrir að búnaðarskólarnir hafi með sér nokkra verkaskiptingu, m.a. f kennslu aukabúgreina, þ.á m. fiskræktar. Þar sem allar líkur bendi nú til, að fengið sé nægi- legt magn af heitu og köldu vatni fyrir Hólastað og gæði þess séu óaðfinnanleg, telur Hólanefnd tímabært, að nú þeg- ar sé hafist handa við undirbún- ing að stofnun klak- og eldis- stöðvar fyrir laxfiska á Hólum. Kostnaður við þetta fiskibú er áætlaður 150 milljónir króna og skiptist það þannig að stærsti liðurinn, við heita vatnið er áætlaður 45 milljónir króna, en 15 milljónir í kaldavatnsleiðslu. Eldishúsin tvö eru áætluð kosta 20 milljónir hvort, innréttingar og áhöld 35 milljónir, ýmislegt annað 15 milljónir króna. Hug- mynd Hólanefndar er sú að hlutafé skiptist þannig að Bændaskólinn eigi 40%, veiðifé- lögin 50% og aðrir 10%. I ályktun sinni telur nefndin mjög mikilvægt, að um þetta verkefni náist samstarf við veiði- félög og einstaklinga á Norður- landi vestra, sem undanfarið hafi verið að svipast um eftir æski- legri aðstöðu fyrir slíka stofnun í landshlutanum. Fiskibú að Hól- um mundi hafa þann tvenna tilgang að framleiða lax- og silungsseiði fyrir þennan hluta landsins, en vera jafnframt kennslu- og þjalfunarstofnun búnaðarskólans í þessari grein. Þess vegna hefur Hólanefnd gert það að tillögu sinni til ráðherra að hann heimili bænda- skólanum á Hólum að taka þátt í stofnun hlutafélags er reisi klak- og eldisstöð við Hjaltadalsá í landi Hóla. Ennfremur leggur nefndin til, að Veiðimálastofnun verði gert kleift fjárhagslega að setja upp útibú fyrir Norðurland vestra og ráða til þess sérstakan starfsmann, sem hafi aðsetur á Hólum. Til mála kemur að sá maður verði að hluta á launum hjá bændaskólanum og annaðist kennslu. Það er hugmynd nefnd- arinnar að fjáröflun og fram- kvæmdir þessa máls miði að því, að fiskibú geti tekið til starfa á Hólum haustið 1980. Borað var eftir heitu vatni fyrir Hóla að Reykjum í Hjalta- dal. Boruninni var lokið og feng- ust þar 251/sek af 57,5 gráðu heitu vatni og er það talið meira en nóg fyrir Hóla, bæina framar í Dalnum og einnig væntanlegt fiskibú. Vlð könnun Jarðkönnun- ardeildar Orkustofnunar kom í ljós, að nægilegt kalt vatn er fáanlegt á eyrunum fyrir neðan Hof I og er það nóg fallhæð til að vatnið fáist sjálfrennandi. Að þessum niðurstöðum fengn- um leggur Hólanefnd til að setja beri hitaveitu til Hóla í fyrstu röð framkvæmda á staðnum. Gerð hefur verið könnun á kostnaði við hitaveituna og virðist hún vera hagkvæm, en í útreikningum er gert ráð fyrir fiskibúinu. í tillögum Hólanefndar kemur fram, að með tilliti til núverandi ástands í framleiðslumálum landbúnaðarins, m.a. offram- leiðslu á mjólk, sé heppilegt að taka byggingu nýs fjóss á staðn- um út af áætlun að sinni. Jafn- framt er lagt til að kúabú skólans verði lagt niður um stundarsakir, ef samningar nást við nálæga bændur um afnot af fjósum þeirra og mjólkurkúm til kennslu í kúadómum og mjöltun. töku í því móti. Ég hef líka skrifað mótshöldurum í Biel f Sviss, sem höfðu boðið enska stórmeistaranum Keene á skák- mót þar. Hann þáði boðið, en þeir drógu það þá til baka og báru við erfiðleikum, sem þeir vissu um í samskiptum Keene og Korchnois, sem verður keppandi á þessu móti,“ sagði Friðrik Ólafsson forseti Fide, er Mbl. ræddi við hann á föstudagskvöldið. „Það sem menn verða auðvitað að hafa fyrst og fremst í huga er virðing skákarinnar," sagði Frið- rik. „Og jafnvel þótt menn geti skilið ýmsar persónulegar hliðar, þá má ekki setja þær ofar því, hvað skáklistinni er fyrir beztu. Menn verða að hugleiða það, að þeir skaði ekki orðstír og virðingu skákarinnar og vegna einhverra persónulegra ávirðinga. Ef menn grípa til slíkra aðgerða, verður Fide að standa fast gegn því að sú staða komi upp að Fide verði álitið handbendi einhvers eins aðila, því að þá er grafið undan virðingu Fide og áhrifum þess. Það liggur því í augum uppi að Fide getur ekki látið svona framferði viðgangast, en það nær líka til allra, bæði einstaklinga og sambanda. Þess vegna ráðlegg ég eindregið þeim, ef einhverjir eru, sem hafa í frammi slíkar aðgerðir að endurskoða hug sinn og hætta slíkum aðgerðum." Friðrik sagði að það hefðu komið fram ýmsar tillögur um það, hvernig Fide gæti beitt sér gegn svona útilokun. Hefur m.a. komið til tals, að Fide svipti skákmót rétti til stiga og titla, ef sannaðist að einhverjum úti- lokunaraðferðum hefði verið beitt gagnvart hugsanlegum þátttak- endum. Friðrik Ólafsson kom á föstu- dagskvöld heim af fundi í Amster- dam, þar sem rætt var um breytingar á reglum um heims- meistaraeinvígið í skák. Sagði hann að ýmsar breytingartillögur lægju nú fyrir, m.a. um aukin völd dómara einvígisins og að dóm- nefnd einvígisins yrði lögð niður og forseti Fide skæri einn úr deilumálum, sem upp koma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.