Morgunblaðið - 29.04.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.04.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1979 29 Skemmtidagskrá unglingadeildar Fáks SUNNUDAGINN kl. 15 efnir unglingadeild Fáks til sýn- ingar og skemmtidagskrár á Víðivöllum. Dagskráin hefst með hópreið unglinga inn á hringvöllinn, þá sýnir flokkur unglinga parareið, Lína Langsokkur kemur á hesti sínum, þrír unglingar -sýna fallega tölthesta svo eitthvað sé nefnt. A svæðinu verður síðan teymt undir krökkum og jafnframt gefst þeim tækifæri til þess að láta ljósmynda sig á hestbaki. Dagskrá þessi er í tilefni barna- ársins, en það er kunnara en frá þurfi að segja, að hesta- mennskan er sú grein íþrótta- og tómstundaiðkana, sem hvað bezt sameinar ólíka aldurshópa. Vilja Fáksmenn þannig undir- strika þann veigamikla þátt sem hestamennskan er í unglinga- starfinu. Enginn aðgangseyrir er að sýningunni, en til stuðn- ings starfsemi unglingadeildar er gert ráð fyrir einhverju gjaldi fyrir að fá að koma á hestbak og myndatöku. Þess má geta að á sumar- daginn fyrsta voru Fáksmenn með þessa dagskrá í miðbænum, en lögreglan varð að skerast í leikinn og hætta varð við hluta hennar þar sem börn þrengdu svo að. (Fréttatilk.) Grunnur sundlaugarinnar við Sjálfsbjargarhúsið. Sundlaugarsjóður Sjálfsbjargar: Betur má ef duga skal SÖFNUN til sundlaugarbyggingar Sjálfsbjargar hefur gengið vel. Safnast hafa á vegum Hjálpar- stofnunar kirkjunnar um 23 millj. kr. og til skrifstofu Sjálfsbjargar u.þ.b. 18 millj. kr., svo alls hafa safnast um 41—42 millj. kr. Heildarf járþörf til byggingarinnar, og þá eru tæki ekki meðtalin, var um 120 millj. kr., þegar fjárhags- áætlun var gerð fyrir 2 mánuðum. Þetta kom fram í viðtali Mbl. við Theódór Jónsson forstöðumann og gjaldkera Sjálfsbjargarhússins. Hann sagði einnig, að á fjárlögum væru um 10 millj. kr., en það væri til byggingarinnar almennt og fleira væri eftir en sundlaugin. Theodór sagði einnig: „Þegar sundlaug er byggð í tenglsum við endurhæfingarstöð, eins og hér er um að ræða, þá er heimilt sam- kvæmt endurhæfingarlögum að veita 'k sem lán úr erfðafjársjóði og Vá sem styrk, en þessi sjóður hefur því miður ekki fjárhagslegt bolmagn til að slíkt komi til. Svo er annað í þessu, að skv. lögunum þurfum við að leggja fram fjármagn áður en til veitinga kemur úr sjóðnum. Við stefnum að því að ljúka byggingunni næsta vor, og til þess vantar upp á, miðað við „hóflega" verðbólgu, um 60 millj. kr. Við reiknum með að fá eitthvert fjár- magn út úr happdrættunum, við höfum tvö happdrætti á ári, og fer happdrætti í gang í næsta mánuði. Það á áreiðanlega eftir að berast meira í gegnum söfnunina, því ég veit að það berast daglega peningar, bæði í gegnum gíróreikning Hjálpar- stofnunarinnar og eins hingað. Síðan höfum við Styrktarsjóð fatlaðra og fjárveitinganefnd alþingis veitti í hann 10 millj. kr. á þessu ári, en það fé rennur reyndar til allra fram- kvæmda við húsið, en eitthvað af því fer í sundlaugarsjóð. Það er sérstaklega áberandi hversu margir einstaklingar og vinnuhópar hafa styrkt okkur. Við erum afskaplega þakklát fyrir þær undirtektir sem söfnunin hefur fengið og vonumst til, að upphæðin nái 60 millj. þannig að við getum lokið framkvæmdum á tilsettum tíma.“ t Systir okkar GYDA SVEINSDÓTTIR KENNETT lést aö kvöldi 26. apríl í Bournemouth, Englandi. Ragnheiöur, Unnur og Nanna Sveinsdætur. Veizlukaffi — Veizlukaffi m og skyndihappdrætti veröur þriöjudaginn 1. maí í MYNDAMÓT HF. Domus Medica kl. 14—18. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI 6 - SlMAR: 17152-17355 K Kvennadeild Borgfirðingafélagsins. AÐALFUNDUR V.S.Í. 1979 Magnús Dagskrá: Miðvikudagur 2. maí Kl. 9:15 Setning. Ræöa: Páll Sigurjónsson, formaöur VSÍ. Ræöa: Magnús Magnússon, félagsmálaráöherra. Erindi: ísland áriö 2000, framleiösla fólksfjöldi, lífskjör. Dr. Ágúst Valfells. Fyrirspurnir/ umræöur. Kl. 12:00 Fundarhlé. Kl. 13:30 Framkvæmdastjóri gerir grein fyrir skýrslu og reikningum. Skýrsla skipulagsnefndar. Umræöur, afgreiösla reikninga. Tillögur gjaldanefndar. Kl. 15:30 Fundarhlé (kaffi). Kjaramálastefna VSÍ. Skipan nefnda. Kl. 16:30 Fundi frestaö. Dr. Ágúst Fimmtudagur 3. maí Kl. 9:00 Nefndastörf. Kl. 13:30 Umræður um lagabreytingatillögur gjaldanefndar. Afgreiðsla tillagna. Umræöur um kjaramálastefnu Afgreiösla tillagna. Kjör stjórnar og endurskoðenda. Kl. 17:00 Móttaka í húsakynnum VSÍ. Þessi bíll er tilvalin lausn á * flutningaþörf flestra fyrirtækja og einstaklingá. Léttur bíll og lipur í umferöinni (beygjuradíus aðeins 5 m), en ber samt 1 tonn. Vélin er 1800 rúmsentimetrar, aflmikil og sparneytin í senn. Þægilegt stillanlegt sæti fyrir 2 farþega auk ökumanns. Gerið samanburð á verði og gæðum og þér munið sannfærast. Verð kr. 3,200.000 BÍLABORG HF. Gengisskramng 8/3 79. SmIÐSHÖFÐA 23 - SÍMI 81264

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.