Morgunblaðið - 29.04.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.04.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1979 Á PÁSKADAGSMORGUN hófust skyndilega jarðskjálft- ar f Júgóslavíu og á skömmum tíma höfðu 400 skjálftar lagt um 100 mílna langan kafla á Dalmatíuströndinni í rúst. Heilu J)orpin voru hrunin og 90% stóru nýju hótelanna. A tæpri viku hefur einhver fátækasti hluti landsins færst 10—15 ár aftur á þróunarbraut. Nýgert átak í vegamálum, hraðhrautin meðfram ströndinni, sópaðist í sjó fram eða grófst itskriðum, nýja útflutn- ingshöfnin í Bar lagðist í rúst og sá litli iðnaður, sem var farinn að festa rætur kringum Kotorflóa, fór í flóðbylgjuna, sem fylgdi jarðskjálftunum. Nótt eftir nótt höfðust um 150 þúsund manns, sem ekki áttu að neinu heimili að hverfa eða þorðu ekki að snúa við, við í kulda og rigningu undir berum himni, vatnslausir, rafmagns- lausir og án læknishjálpar. Opinberar tölur um látna eru 200, en í rauninni veit enginn hve margir hafa grafist undir rústunum, 1500 slösuðust. Um 80 þúsund manns hafa örugg- lega misst heimili sín. Flestir slasaðir hafa nú verið fluttir í sjúkrahús í Dubrovnik og Tito- grad, þar sem sjúkrahúsin eru yfirfull. Þeir, sem eftir eru, liggja enn á dýnum í tjöldum. Alþjóða Rauði krossinn hefur hafið hjálparstarf. Og Rauði krossinn á íslandi er að byrja söfnun til hjálpar hinum bág- stöddu. • Forustumenn um jarðskjálfta varnir Ekki eru liðin nema 15 ár frá jarðskjálftunum miklu í Skopje í Júgóslavíu, þegar fórust um 2000 manns. Þá var íslenzkur sérfræðingur í áhrifum jarð- skjálfta á mannvirki, Júlíus Sólness prófessor, kallaður til af Sameinuðu þjóðunum. Hann er því bæði kunnugur jarðskjálfta- rannsóknum Júgóslava og svæð- inu, sem jarðskjáiftinn varð nú á. Því var gengið á hans fund til að leita eftir fróðleiksmolum. Júlíus Sólness sagði að þetta mikla tjón sýndi vel að Júgó- slavía er land mikilla and- stæðna. Og jafnframt sýndu skemmdirnar á þessum nýju hótelum hve erfitt er um varnir gegn jarðskjálftum, þótt vel sé reynt að byggja. Það komi hvað eftir annað fyrir að bestu bygg- ingar þurrkist út. í Managua hafi til dæmis ákaflega vel hönnuð og vönduð bankabygg- ing hrunið. Þó sanni reynslan að vel hannaðar og einkum vel byggðar byggingar standa sig best. — Rannsóknastofnun í jarðskjálftafræði og áhrifum jarðskjálfta á byggingar, sem komið var á stofn eftir jarð- skjálftana í Skopje 1963, er besta jarðskjálftarannsókna- stöð í Evrópu, sagði Júlíus. Og Júgóslavar hafa síðan orðið leið- andi í jarðskjálftamálum. Eftir þá miklu jarðskjálfta fengu Júgóslavar stuðning frá Sam- einuðu þjóðunum til að koma þessari stöð upp í Skopje. Liður í þeirri aðstoð var, að UNESCO greiddi kostnaðinn við að fá sérfræðinga á þessu sviði til Júgóslavíu. Ég fór þangað tvisvar sinnum, mest til að annast kennslu. En stöðin hefur síðan þróast í þá átt, að nú þjálfar hún ekki aðeins innlenda stúdenta í jarðskjálftafræðum, heldur líka erlenda. Hingað í Háskóla íslands hafa borist námstilboð um framhaldsnám í þessari sérgrein fyrir verkfræð- inga eða jarðfræðinga. En hvernig stendur á öllum þessum jarðskjálftum á þessu svæði. Nýlega var jarðskjálfti í Saloniki í Grikklandi, og ekki eru nema tvö ár síðan jarðskj- álftarnir miklu urðu í Búkarest, sem ekki er svo langt þarna frá. Þegar við leitum eftir því hvað valdi þessu, segir Júlíus að við Miðjarðarhafið séu nokkuð sér- stæðar aðstæður. Samkvæmt flekakenningunni verða jarðskj- álftar þar sem tvær plötur nuddast saman á jörðinni. En til þess að dæmið gangi upp á þessu svæði við Miðjarðarhafið, sé nauðsynlegt að skipta því niður í smærri einingar og geri það skýringar á jarðskjálftavirkni þess mun margbrotnari. Á veg- um Sameinuðu Þjóðanna hefur verið unnið að rannsóknum á jarðskjálftavirkni á öllum Balk- anskaga og allt suður til Tyrkl- ands, en miðstöð rannsóknanna er í Skopje í Júgóslavíu. Mun nú stutt í að menn fái meiri vitneskju um jarðskjálfta- virknina í Miðjarðarhafslöndun- um. Þegar jarðskjálftarnir voru í Búkarest á árinu 1977 fóru Júlíus Sólness og Óttar P. Ha- Udórsson þangað til að kynna sér áhrif og tjón af völdum jarðskjálfta. Þar var herinn þá alls staðar að störfum við að hreinsa til og setja stoðir undir skemmd hús. En Rúmenar höfðu kallað út alla verkfræð- inga og byggingatæknimenn í landinu og sett nánast undir heraga, en þeir stjórnuðu svo hermönnunum og úrskurðuðu hvað gera þyrfti við hverja byggingu. Talið berst að húsunum á jarðskjálftasvæðunum í Júgósl- avíu. — Þarna er mikið af gömlum húsum frá fyrri tíma, segir Júlíus. Gífurlega mikið af húsum, sem hrófað hefur verið upp úr steini eða jafnvel leir. Slík íbúðarhús hrynja auðvitað eins og spilaborgir í svona jarðskjálfta. I annan stað eru á þessu svæði gamlar klassískar byggingar, gerðar úr tilhöggn- um kalksteini. Þær hafa staðist tímans tönn, af því að vel var til þeirra vandað í upphafi. Til i Jugoslaviu mjog afkomu Eitt af stóru hóteiunum á ströndinm eftir jarðskjálftann a páskadag. 1 jarðskjálftasvæðunum verður fölk að hafast við í tjöldum eða undir herum himni f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.