Morgunblaðið - 29.04.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.04.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1979 „í góðu lagi" HLH flokkurinn (Hljómplötuútgáfan JUD 021) 1979 Stjörnugjöf: xx HLH Flokkurinn: Haraldur Sigurðsson, Þórhailur Sigurðsson og Björgvin Halldórsson: Söngur og raddir./ Arnar Sigurbjörnsson: Gítar/ Björgvin Halldórsson: Gítar/ Guðmundur Benediktsson: Píanó/ Ragnar Sigur- jónsson: Trommur/ Ilaraldur Þorsteinsson: Bassagítar/ Magnús Kjartansson: R.M.I. computer/ Viðar Alfreðsson: Trompet/ Stefán Stefánsson: Saxófón/ Gunnar Ormslev: Saxófón. STJÓRN UPPTÖKU. BJÖRGVIN HALLDÓRSSON. Einhvern veginn virðist verið að gera út á tóman sjó með útgáfu þessarar plötu. Lónlí Blú Bojs og fleiri með hjálp Þorsteins Eggertssonar mokuðu inn á gömlum rokkurum og kántrílögum fyrir nokkrum árum og svo hefur verið gefin út feiknin öll af erlendum plötum með þessu efni og yfirleitt með lélegri árangri en upprunalegu útgáfurnar. Tilgangurinn með þessari útgáfu virðist vera tvíþættur og annar þeirra þátta eðlilegur. Það er að festa á plast það efni sem þeir Halli, Laddi og Björgvin hafa verið að leika sér um landsbyggðina með undanfarin sumur, en^svo er líka „grease" æðið sem er verið að stíla upp á. Lítið er hægt að setja út á sjálfa spilamennskuna, gömlu lögin eru ekkert afskræmd en þeim eru heldur ekki gerð nein betri skil. Björgvin syngur ágætlega að vanda og Halli og Laddi eiga sínar stundir. Á plötunni eru mörg lög sem fyrirmynd þeirra, Sha Na Na, hafa tekið á sínum plötum eins og „Sha-Boom“ (Lífið yrði dans) og „Blue Moon" (Kolbrún). En Sha Na Na hættu þó hæðni og skemmtileg- heitum við. Á plötunni eru líka frumsamin lög þeirra Björgvins „Riddari götunnar" og „Ég vil“, Ladda „Með nesti og nýja skó“ og „Kveðjan" og lag þeirra tveggja saman „La La La“. Af þessum lögum eru „La La La“ og „Riddari götunnar" best og rísa nokkuð upp úr meðalmennskunni sem hrjáir plötuna. Annars eru þetta líka lög sem gætu gengið í öðru samhengi en því sem platan byggir á. Eftir jafn góða plötu og sólóplötu Björgvins er erfitt að gefa þessari plötu góða einkunn. HIA. „Squeezing out Sparks“ Graham Parker ] The Rumour (Vertigo/Fálkinn) 1979 Stjörnugjöf: * * * * Flytjendur: Graham Parker: Söngur og gítar/ Brinsley Schwarz: Gítar og bakraddir/ Martin Belmont: Gítar og bakraddir/ Bob Andrews: Hljómborð og bakraddir/ Andrew Bodnar: Bassagítar/ Steve Goulding: Trommur og bakraddir. STJÓRN UPPTÖKU: Jack Nitzsche. „Squeezing" er fjórða stúdíóplata Parkers og Rumour. Tónlistin er í raun eðlileg þróun, lögin eru sterkari, framsetning hnitmiðaðri og poppaðri en áður, og þar fyrir utan byggir tónlistin einungis á þeim hljóðfærum sem hljómsveitin býður upp á án aðstoðarmanna. Oft áður hefur Parker verið líkt við Van Morrison og Bruce Springsteen, en hér bætist þó við að hann er afar keimlíkur koilega sinum Elvis Costello. Rumour sýnir hve góð hljómsveitin er í alla staði gitararnir hljóma stórvel strax í byrjun fyrsta lagsins „Discovering Japan“ sem er í gamla góða R&B þeirra Pretty Things og Yardbirds. Takturinn er sterkur út alla plötuna og gítararnir hljóma allt í gegn líkt og var í tísku upp úr 1965. Eini meðlimurinn sem setur ekki áberandi sterk merki á plötuna er Bob Andrews þó hans hlutur sé ólastaður. David Bowie og Kinks koma ósjálfrátt upp í hugann í „Local Girls" sem gæti vel verið næsta litla platan af þessari plötu. „Nobody Hurts You“ er hratt iag sem grípur fljótt og verður ekki leiðigjarnt jafn fljótt. „You Can’t Be Too Strong" er eina rólega lagið á hlið eitt. Það minnir strax á Mick Jagger og félaga í rólegum lögum, og jafnvel Bob Dylan og Bruce Springsteen. „Passion Is No Ordinary Word“ er hrífandi lag og minnir helst á Elvis Costeilo. Takturinn er ekki hraður en stigandi. Hlið eitt hefst á „Saturday Nite Is Dead“ og er stuðlag. í þessu lagi minnir hann helst á Elton John og Rod Stewart! „Love Gets You Twisted" er rólega lagið á hlið tvö. Hér minnir hann helst á Van Morrison! „Protection" er lagið sem Parker setti á litla plötu. Þetta lag er mjög goft og undarlegt að það hefur ekki sést á vinsældarlistum. Lagið nær næstum því sama klassa og „Satisfaction" Rollinganna. Takturinn og gítarlínurnar eru ómótstæðilegar. Þetta lagi gæti jafnvel náð inn í diskótekin! „Waiting For The UFO’s“ og „Don’t Get Excited“ eru bæði vel grípandi og sitja í manni löngu eftir spilun. Sterkir punktar á þessari plötu eru óvenju margir. Söngur Parkers er litríkur og góður, hljóðfæraleikur er góður og óvenjulegur og hress, útsetningar og lög fyrsta flokks. Þess má líka geta að textarnir eru flestir nokkuð góðir. Þess má líka geta að til er iítil plata með laginu „Protection" á framhlið og „I Want You Back“ á bakhlið sem er ekkert síðra en þau lög sem eru á plötunni. Þrjú bestu lögin á plötunni eru: Protection Local Girls Love Gets You Twisted P.S. Öll hin lögin eru engu síöri. HIA. Bassagítarleikarinn Andres Bodnar og trymbillinn Steve Goulding höfðu líka átt samleið áður en þeir gengu í Rumour. 1973 voru þeir saman í hljómsveit Steve Bonnets, Sky Rockets ásamt Noel Brown og Willy Stallybrass, og frá janúar 1975 til maí 1975 léku þeir ásamt Bonnett, Tony Downes og Paul Bailey (fyrrum Chilli Willi & The Red Hot Pepper) í BONTEMPS ROULEZ sem lék mest í Hope & Anchor. Síðasti meðlimur Rumour er Martin Belmont, gítarleikari. Bel- mont hóf feril sinn í hljómsveit sem hét Sunday, en lék siðan með Ducks deLuxe frá ágúst 1972 þar til þeir hættu í sama mánuði og Rumour var stofnuð, júlí 1975. Aðrir meðlimir í Ducks deLuxe hafa allir látið til sín heyra eftir hrun hljómsveitarinnar. Þar ber fyrst að nefna þá Nick Garvey og Andy McMasters, aðalsprautur hljómsveitarinnar MOTORS, sem gerðu það gott með lagið „Airport" og breiðskífuna „Approved By Motors". Sean Tyla var annar, en hann er nú driffjöðurin í hljómsveitinni TYLA GANG, sem gerir það „bærilega" líkt og Ducks de Luxe gerðu, Ken Whaley er einnig í hans hljómsveit en hann var líka í Ducks de Luxe. Þess má líka geta að síðustu GRAHAM PARKER endurnýjar „r&b“ blóð flokkinn í poppinu GRAHAM PARKER er í þann veginn að verða eitt af stóru nöfnunum í popptónlistarheimin- um og ekki seinna vænna en að eitthvað sé um hann skrifað í blöðunum hérlendis. Fjórar fyrstu plöturnar hans hafa náð ágætri sölu hérlendis og án efa margir farnir að klóra saman fyrir nýju plötunni hans „Squeezing Out Sparks" sem nýlega kom ný inn á topp 75 (Music Week) í Bretlandi í 18. sætið. GRAHAM PARKER & THE RUMOUR áttu ekki mikið sameig- inlegt annað en tónlistina er þeir kynntust í stúdíói Dave Robinsons í Hope & Anchor 1975. Meðlimir Rumour höfðu allir starfað í þekktum „Pub-Rock“ hljómsveitum í London um nokk- urt skeið en áttu það sameiginlegt að hljómsveitir þeirra gáfust upp á svipuðum tíma. Frægastir þeirra voru Brinsley Schwarz, gítarleik- ari og Bob Andrews, hljómborðs- leikari, sem báðir voru í hljóm- sveit sem bar geutup BRINSLEY SCHWARZ. Auk þeirra voru í þessari prýðis- hljómsveit þeir Nick Lowe, tilvon- andi stórstjarna og upptökustjóri Elvis Costello, og Ian Gomm, sem nýverið gaf út sólóplötu sem hefur verið fáanleg í verslunum hér undanfarið. Auk þeirra var trymb- illinn Billy Rankin. Hljómsveit þessi gaf út 6 breiðskífur með fersku poppefni, líkt og Costello og Lowe eru að gera núna auk tveggja samansafnsplatna, „Original Golden Greats" og „Fifteen Thoughts of Brinsley Schwarz", sem báðum er hæft að mæla með. Þess má geta að Brinsley Schwarz gáfu út lag Lowes „Peace Love & Understanding" fyrstir á litla plötu, en það hefur nú skotið upp kollinum á bandarísku útgáf- unni af „Armed Forsed" (Elvis Costello). Áður en Brinsley Schwarz hljómsveitin kom til höfðu þeir Brinsley, Bob og Nick leikið saman- í Kippington Lodge frá 1965, þann- ig að hér eru reyndar engin ung- lömb á ferðinni. mánuðina lék Brinsley Schwarz með Ducks de Luxe. Hljómsveitin Rumour hafði rétt mótast í stúdíói Dave Robinsons þegar Robinson kom með þá uppá- stungu að þeir léku undir á prufu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.