Morgunblaðið - 29.04.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.04.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1979 Segðu mér söguna aftur: Guðrún Þ. Stephensen. Bríet Héðinsdóttir, Helga Bachmann, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Ævar R. Kvaran, Bryndís Pétursdóttir, Hákon Waage, Þóra Friðriksdóttir og Gunnar Eyjólfsson. Þetta fullorðna fólk Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Þjóðleikhúsið. Litla sviðið: SEGÐU MÉR SÖGUNA AFTUR. Upplestrar- og söngdagskrá um börn í fslenskum bókmenntum. Umsjón: Guðrún Þ. Stephensen. Flytjendur: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Bríet Héðinsdóttir, Bryndís Péturs- dóttir, Guðrún Þ. Stephensen, Gunnar Eyjólfsson, Hákon Waage, Helga Bachmann, Þóra Friðriksdóttir og Ævar R. Kvaran. Undirleikari: Carl Billich. Við vitum að börn þreytast ekki á sögum. Þau vilja láta segja sér sömu söguna aftur og aftur. Jafnvel fullorðnir eru sama sinnis. Að minnsta kosti hefur verið gert ráð fyrir því þegar valið var efni í dagskrá Þjóðleikhússins um börn í íslenskum bókmenntum. Hér kemur fátt á óvart, flest er gamalkunnugt. Við þekkjum litlu manneskjuna í Sálminum um blómið eftir Þórberg, Egil Skallagrímsson í bernsku, sam- líðunina með Ástu Sóllilju í Sjálfstæðu fólki Laxness, Ugga Greipsson og barnslega forvitni hans í Fjallkirkju Gunnars Gunnarssonar, barnið og um leið gamla manninn í ljóði Steins Steinarrs og afadrenginn hans Arnar Árnarsonar. Við höfum heyrt þulur Theodóru Thoroddsen, þjóðvísur og þjóð- lög og fleira sem boðið var upp á í dagskránni. Það spillir ekki að rifja þetta allt upp í þægilegu andrúmslofti Þjóðleikhúskjallarans. Leikararnir réðu yfirleitt við efnið. Engu að síður furðaði mig á hve valið var hefðbundið. Framlag tveggja ungra skálda vakti athygli. Flutt var Þetta fullorðna fólk, lag og texti Sveinbjörns Baldvinssonar, af plötu Ljóðfélagsins og Gestir útum allt eftir Pétur Gunnars- son, lag Valgeirs Guðjónssonar. Ljóðfélagið sló eftirminnilega í gegn með Stjörnur í skónum og samvinna þeirra Péturs og Valgeirs er um margt lofsverð. Meira hefði mátt vera af slíku efni, minna af hinu. Með því sem komst vel til skila var kafli úr Lifandi vatnið eftir Jakobínu Sigurðardóttur fluttur af Þóru Friðriksdóttur og Bríeti Héðinsdóttur. Vestur- bæjarmynd Jónasar Árnasonar var líka skemmtileg, enda lætur Jónasi vel að segja frá börnum og Færeyingum. Hnittinn var þáttur Svavars Gests um Tarzan apabróður. Hvar erum við eftir Böðvar Guðmundsson kunni ég ekki að meta þótt hann hafi fengið til liðs við sig góðan listamann, Carl Möller. Böðvar er alltof móralskur upp á gamlan og margtugginn máta til að höfða til annarra en hugsanlega mjög þröngs hóps. Ýmislegt var sungið, m.a. nokk- ur lög eftir Sigfús Halldórsson. Bryndís Pétursdóttir þótti mér fara vel með ljóð. Hún þarf enga framandlega tilburði til að skila texta. Anna Kristín Arngrímsdóttir var að mínum dómi best í hlutverki stráksins í Atómstöðinni sem langaði til að verða kommi. Bríet Héðins- dóttir hefur skilning á því sem hún flytur, en hættir stundum til ofleiks á kostnað annarra flytjenda. Ævar R. Kvaran nýt- ur sín oftast í flutningi bókmenntaefnis og gerði það einnig að þessu sinni. Ekki er ástæða til að fjölyrða um leikarana, en þess skal getið að í heild sinni var þetta fram- bærileg dagskrá sem vonandi verður framhald á. Ekki þykir mér ótrúlegt að slíkar dagskrár gætu orðið vinsælar í framtíð- inni og mættu verða fastur liður í starfi Þjóðleikhússins. En hvernig væri að huga betur að nýjum sögum? Arlegir vortónleikar Stefnis ÁRLEGIR vortónleikar Karla- kórsins STEFNIS verða í Fé- lagsgarði í Kjós mánudaginn 30. aprfl n.k., í Hlégarði í Mosfells- NÝLEGA var brotizt inn í sumar- bústaði við Meðalfellsvatn í Kjós og stolið úr bústöðunum ýmsum búnaði og tækjum, sem bagalegt er fyrir eigendurna að missa. Stolið var miklu af búsáhöldum, bollapörum, diskasettum, hnífa- pörum, pottum og pönnum og að auki 14 tommu Hitatchi sjón- sveit 1. maí og 4. maí, og í Fólkvangi á Kjalarnesi 5. maf, allir tónieikarnir hefjast ki. 21. Söngskráin er fjölbreytt að varpstæki, gulu að lit, Hondu ljósavél, gamalli borðklukku og fleiri munum. Tjón eigendanna er umtalsvert og eru það tilmæli Rannsóknarlögreglu ríkísins að þeir, sem geta veitt henni upplýs- ingar, sem kunna að leiða til þess að málið upplýsist og munirnir finnist, hafi strax samband við lögregluna. venju, og eru þar bæði innlend og erlend sönglög, má þar til dæmis nefna að frumflutt verður lag eftr dr. Gunnar Thoroddsen í útsetn- ingu Páls Pampichler Pálssonar. Einsöngvari kórsins að þessu sinni er sá ágæti söngvari Frið- björn G. Jónsson. Stjórnandi kórsins er nú sem fyrr Lárus Sveinsson trompetleik- ari. Þess má geta, að á undanförnum vikum hefur kórinn sungið á Elliheimilinu Borgarnesi, Hrafn- istu í Reykjavík og að Reykjalundi, alls staðar við góðar undirtektir vistmanna. Brotizt inn í sumarbústaði Listahátíð barnanna Dagskrá í dag Sunnudagur29. aprfl Sýningar opnaðar á Kjarvals- stöðum kl. 2. Kl. 16.00 Frá Tónmenntaskólanum í Reykjavík. Lítil synfóníuhljóm- sveit leikur. Stjórnendur Gígja Jóhannsdóttir og Atli Heimir Sveinsson. Kl. 20.30. Frá Austurbæjarskóla: Atriði úr söngleiknum „Lísa í Undra- landi". Stjórnandi Sólveig Halldórsdóttir. Frá Kvenna- skólanum: Frumsamin söng- og dansatriði. „Svona föt gerum við“. Nemendur úr ýmsum skólum sýna fatnað sem þeir hafa unnið. Kl. 16.30. Kvikmyndasýning í fundarsal. Kvikmyndir gerðar af nemendum í Álftamýraskóla undir stjórn Marteins Sigur- geirssonar. Mánudaginn 30. aprfl Sýning opnar kl. 2. Kl. 17.30. Skólahljómsveit Kópavogs, yngri deild, undir stjórn Björns Guðjónssonar. Frá Vesturbæjar- skóla: Frumsamin leikatriði. Nemendur úr ýmsum skólum: Dagskrá um reykingar. Kl. 16.30. I fundarsal kvikmyndir gerðar af nemendum Álftamýrarskóla. Kl. 20.30. Frá Langholtsskóla: Samtals- þættir, ljóðalestur og dans. Nemendur úr ýmsum aldurshóp- um flytja og sýna. í>etta gerðist 29. apríl 1977 — Olíuleki á norska svæðinu í Norðursjó. 1975 — Samningi um hernaðarað- stöðu Bandaríkjanna í Grikklandi sagt upp. 1965 — Ástralía ákveður að senda hersveitir til Suður-Víetnam. 1946 — Japanskir leiðtogar ákærðir fyrir stríðsglæpi. 1945 — Skilyrðislaus uppgjöf þýzka hersins á Ítalíu= Banda- menn taka Feneyjar= Bandarískir hermenn frelsa 32.000 fanga í Bachau. 1918 — Meginsókn Þjóðverja á vesturvígstöðvunum lýkur. 1916 — Tyrkir taka Kut-El-Amara. 1859 — Austurríkismenn sækja yfir landamæri Piedmont. 1781 — De Grasse aðmíráll tekur Tobago= Suffren aðmíráll kemur í veg fyrir að Bretar taki Góðrar- vonarhöfða. 1770 — James Cook finnur Botany Bay. 1628 — Svíar hefja þátttöku í þrjátíu ára stríðinu með varnar- sáttmála við Dani gegn Wallenstein hertoga. 1507 — Lúðvík XII stjórnar sókn franskra hersveita inn í Genúa. 1429 — Jóhanna af Örk sækir inn í Orleans og sigrar Englendinga. Afmæli. John Arbuthnot, enskur læknir og ádeiluhöfundur (1667—1745) = Jean Baptiste Jourdan, franskur hershöfðingi (1762—1833) = Hertoginn af Wellington brezkur hermaður (1769-1852) = Alexander II Rússakeisari (1818—1881) = Sir Thomas Beecham, (1879—1971) = Sir Malcolm Sargent, brezkur hljómsveitarstjóri (1895—1967) = Hirohito Japanskeisari (1901 —). Andlát. Michel de Ruyter, sjóliðs- forningi, 1676. Innlent. Jón helgi vígður biskup 1106 = Vegalög 1776 = Hásetaverk- fallið hefst 1916 = Alþingi mót- mælir handtökum ritstjóra „Þjóð- viljans" 1941 = Harrison skipstjóri („Lord Montgomery") dæmdur í 3ja mánaða varðhald 1959 = HMS „Contest" áreitir „Maríu Júlíu“ 1959 = Brezki togarinn „Brandur" strýkur úr Reykjavíkurhöfn 1967 = d. Ármann Halldórsson 1954 = Tíu daga veðurharðindum slotar 1882. Orð dagsins. Til þess að neyða mig að vinna inn meiri peninga ákvað ég að eyða meira — James Agate, enskur gagnrýnandi (1877—1947). Þetta gerdist 30. apríl 1976 — ítalska stjórnin segir af sér og kosningar boðaðar. 1975 — Víetnam-stríðinu lýkur með falli Saigon. 1972 — Norður-Víetnamar umkringja Quang Tri og Suður-Víetnamar flýja. 1970 — Nixon forseti kunngerir aðgerðir í Kambódíu. 1%6 — Johnson forseti kunnger- ir vopnahlé í Dóminikanska lýð- veldinu. 1948 — Samtök Ameríkuríkja (OAS) stofnuð. 1945 — Adolf Hitler fremur sjálfsmorð. 1926 — Allsherjarverkfallið í Bretlandi hefst. 1900 — Hawaii verður bandarískt landsvæði. 1881 — Frakkar gera innrás í Túnis frá Alsír og taka Bizerta. 1824 — Setuliðið í Lissabon gerir uppreisn gegn Jóhanni VI og við- urkenna Dom Miguel bróður hans — Egyptar taka Krít. 1803 — Bandaríkin kaupa Lousi- ana og New Orleans af Frökkum. 1789 — Embættistaka Georges Washingtons, fyrsta forseta Bandaríkjanna. 1657 — Englendingar sigra spænskan flota úti fyrir Santa Cruz, Bólivíu. 1527 — Westminster-sáttmálinn um bandalag Englendinga og Frakka. 1524 — Chevalier Bayard felldur og Frakkar hraktir frá Langbarða- landi. Afmæli: María II af Englandi (1662-1692) - M.J. Brisson, franskur dýrafræðingur (1723-1806) - J.L. David, franskur listmálari (1748—1825) — Franz Lehár, ungverskt tón- skáld (1870-1948) - Júlíana Hollandsdrottning (1909--). Andlát: Marcellus páfi 1555 — Tilly greifi, hermaður, 1632 — Wilbur Wright, flugmaður, 1912 — A. E. Housman, skáld, 1936. Innlent: Póstskipið „Fönix" kemur með kistur Jóns Sigurðssonar og konu hans til Reykjavíkur 1880 — Konungur bannar viðskipti Eng- lendinga við íslendinga 1594 — Landshöfðingi stefnir Jóni Ólafs- syni 1873 — Erlendir togaramenn skjóta á íslenzka sjómenn við Vestmannaeyjar 1919 — Brezkir fiskkaupmenn krefjast herskipa- verndar 1958 — Dómur í smygl- málinu mikla 1968 — f. Indriði Einarsson 1851 — Þorvaldur Skúlason 1906 — Bjarni Bene- diktsson 1908 — Loftur Bjarnason 1898. Orð dagsins: Ekkert er annað hvort gott eða slæmt, en hugsunin sker úr um það — William Shake- speare, enskur leikritahöfundur (1564-1616).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.