Morgunblaðið - 29.04.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.04.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1979 23 , ,í slendingar minnsta þjóðin, sem getur staðið á eigin fótum” Rætt vid Leif Groth, umbodsmann danska ríkisins i Færeyjum „Færeyingar gætu staðið á eig- in fótum í fjármálum en hins vegar er það mín skoðun að íslendingar séu minnsta þjóðin sem getur vérið sjálfstæð hvað varðar ýmis utanríkismál,“ sagði Leif Groth umboðsmaður danska ríkisins í Færeyjum í samtali við Morgunblaðið. „Sem dæmi getum við tekið að Færeyingar selja fisk til Brasilíu en Danir kaupa þaðan kaffi í staðinn og þeir kaupa einnig banana fyrir fisk frá Færeyjum.“ Groth kom hingað til að kynna sér sjúkrahúsmál en hélt einnig fyrirlestur í boði lagadeildar Ifáskólans um stjórn- málaástandið í Færeyjum. Hann hélt aftur utan s.l. fimmtudag. Embætti Groths er samkvæmt lögum um heimastjórn Færey- inga frá árinu 1948. „Starf mitt skiptist aðallega í tvær greinar. I fyrsta lagi gegni ég störfum sendiherra Dana í Fær- eyjum og í öðru lagi starfi amt- manns. Sem sendiherra fylgist ég með því sem er á seyði í færeysk- um stjórnmálum og ber mál milli ríkisstjórnarinnar í Danmörku og landsstjórnarinnar í Færeyjum. En sem amtmaður sé ég um það málefni sem Færeyingar hafa enn ekki yfirtekið og sit á Lögþinginu. Ég hef ekki atkvæðisrétt þar en mér er frjálst að taka til máls. Síðan ég tók við þessu embætti 1. maí árið 1972, hafa Færeyingar yfirtekið 3 málaflokka, félagsmál- in árið 1977, heilbrigðismálin að hluta árið 1975 og skólamálin á þessu ári.“ Groth kom til landsins til að kynná sér sjúkrahúsmál íslend- inga og sagði hann ástæðu þess vera þá að verið væri að gera langtímaáætlun um endurbætur á landssjúkrahúsinu í Þórshöfn. Meðan Groth dvaldist hér hitti hann meðal annarra að máli heil- brigðismálaráðherrann Magnús Magnússon og skoðaði sjúkrahús bæði á höfuðborgarsvæðinu og í Vestmannaeyjum. „Sjúkrahúsið í Þórshöfn var tilbúið 1969 en ef það á að uppfylla kröfur nútímans er nauðsynlegt að gera á því endurbætur. Það eru ýmis tilfelli sem ekki er hægt að taka til meðferðar í Færeyjum og verður því að senda þá sjúklinga til Danmerkur. Það er ekki aðeins það að sjúkrahúsið sé ekki nógu fullkomið, heldur vantar þangað einnig sérhæft starfsfólk. Um afstöðu Færeyinga til heima- stjórnarinnar sagði Groth að sam- kvæmt nýlegum tölum vildu 74% Færeyinga heimastjórn með nú- verandi sniði. „Heimastjórnarlögin eru byggð upp samkvæmt sérstökum örfum Fundur um aðstöðu baxna og unglinga í Ölfusinu Hveragerði, 27. apríl. í TILEFNI barnaárs stofnuðu Kvenfélag Hveragerðis og kvenfé- lagið Bergþóra nefnd, sem reyndi að vinna að málefnum barna í Hvera- gerði og Ölfusi. Fyrsta verkefni nefndarinnar er að boða til fundar í félagsheimili Ölfusinga þriðjudag- inn 1. maí klukkan 14. Þar ræðir Hinrik Bjarnason um barnið og samfélagið, og fjórir unglingar úr grunnskólanum í Hveragerði flytja ávörp. Síðan verða frjálsar umræð- ur. Er það von nefndarinnar að á fundinum komi fram góðar tillögur til að bæta aðstöður barna og unglinga í sveitarfélaginu. Fréttaritari. Færeyinga með hliðsjón af sam- bandi þeirra við Dani. Afstaða ýmissa stjórnmálaflokka til þess- ara laga er mismunandi. Þeir flokkar sem eru fylgjandi sam- bandinu við Dani eru Sambands- flokkurinn, á hægri væng stjórn- málanna, og Sósíalistaflokkurinn sem er á vinstri vængnum og hafa þessir flokkar 16 þingsæti af 32 á Lögþingi Færeyinga. Þjóðveldis- flokkurinn er sá eini sem vill algjör sambandsslit við Dani og er hann á vinstri armi stjórnmál- anna. Fólkaflokkurinn og Fram- faraflokkurinn eru á hægri vængnum og vilja sambandsslit við Dani en ekki eins endanleg og Þjóðveldisflokkurinn. Sjálfstjórn- arflokkurinn fer svo að segja bil beggja í sambandi við tengslin við Dani og einnig í stjórnmálum almennt." í sambandi við það hvort fjár- mál réðu afstöðu Færeyinga til sambandsins við Dani sagði Groth að þau hefðu að sjálfsögðu sitt að segja. „Árið 1978 var fjárframlag Dana til Færeyinga um 300 milljónir króna og eru það um 12—13% af þjóðartekjum. Hins vegar greiddu Danir um 30% af útgjöldum Færeyinga. Ef Færey- ingar ættu að vera sjálfstæðir þyrftu lífskjör þeirra að versna um 12—13%. En hugsjónir ráða líka afstöðu Færeyinga til sam- bandsins við Dani og enn eru til fjölskyldur í Færeyjum sem tala dönsku í sinn hóp en færeysku út í frá,“ sagði Leif að lokum. ríkisins í Færeyjum. LjÓ8m. Kristján. Gerum ekki einfalt dæmi flókið. Með IB-lánum er komið til móts við þarfir flestra. Innborganir eru frá3 mánuðum og upp í 4 ár. Hægt er að semja um framlengingar og hækkanir. Há- marksupphæð breytist jafnan með tilliti til verðbólgunnar. í IB-láni felst því raunhæf og hagkvæm lausn. Dæmi nm nokkmvalkDStl af mörgum sem bjóöast. SPARNAÐAR- TÍMABIL DÆMI UM MÁNAÐARLEGA INNBORGUN SPARNAÐUR í LOK TÍMABILS IÐNAÐARBANKINN LÁNAR ÞÉR RÁÐSTÖFUNAR- FEMEÐ VÖXTUM MÁNAÐARLEG ENDURGREIÐSLA ENDURGR. TÍMABIL r* 20.000 60.000 60.000 120.800 20.829 ^ / 40.000 120.000 120.000 241.600 41.657 iiiaii. 75.000 225.000 225.000 453.375 78.107 mán. 12 40.000 480.000 480.000 1.002.100 45.549 JJZ> , 60.000 720.000 720.000 1.502.900 68.324 man. 75.000 900.000 900.000 1.879.125 85.405 man. 20.000 720.000 720.000 1.654.535 28.509 50.000 1.800.000 1.800.000 4.140.337 71.273 man. 75.000 2.700.000 2.700.000 6.211.005 106.909 mán. Banki]Deirpa æm hyggja aó framtiöinni pu Iðnaúarbankinn Aöalbanki og útíbú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.