Morgunblaðið - 29.04.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.04.1979, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1979 PlioruittiMaíjiíifo Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstræti 6, sími 10100. Aóalstrœti 6, sími 22480. Áskriftargjald 3000.00 kr. á ménuói innanlands. Í lausasölu 150 kr. eintakið. Gegn stéttaátökum — fyrir launþega Aðalfundur verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins var haldinn fyrir skömmu. Þar voru saman komnir ýmsir af virtustu verkalýðsleiðtogum landsins og sýndi fundurinn vel þann styrk, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur innan verkalýðshreyfingarinnar sem stærsti launþegaflokkur landsins. Eins og við var að búast settu umræður um kjara- og atvinnumál mestan svip á fundinn. Þung áherzla var á það lögð, að launþegar standa nú höllum fæti vegna aðgerða óvinveittrar ríkisstjórnar. En á hinn bóginn er verkalýðs- hreyfingin hálflömuð vegna þess, að í stjórnum heildar- samtaka launþega eru þeir menn í meirihluta, sem taka flokkspólitíska hagsmuni sína fram yfir hagsmuni hins al- menna launamanns. Hvergi er þetta þó meira áberandi en í stjórn Verkamannasambands íslands. Auðgert er að bera saman viðbrögð hennar fyrir ári við hliðstæðum efnahags- ráðstöfunum og nú hafa verið gerðar, þegar útflutningsbann var sett á fyrirvaralaust, ef það kynni að valda þjóðar- heildinni slíku tjóni, að það kæmi ríkisstjórninni á kné, eða nú, þegar þessir sömu menn beinlínis leggja á ráðin um það, hvernig verðbótavísi- talan verði skert. Þannig hefur í reynd verið staðið við loforðið um samningana í gildi! Og er það raunar ekki undarlegt, þótt ýmsir laun- þegar líti með vaxandi tortryggni til verkalýðs- hreyfingarinnar, þegar svona er staðið að verki. Á aðalfundi verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins var áherzla á það lögð, að þvílík vinnubrögð innan verkalýðs- hreyfingarinnar yrði að leggja niður en beina kröftunum að hinni faglegu baráttu. Leiðin að því marki er ekki auðrötuð. í reynd eru mörg stéttarfélög lokuð í þeim skilningi, að nýir menn komast ekki til áhrifa, nema þeir séu „réttrar" trúar í pólitík. Þessu þarf að breyta. Það verður að opna gluggana til þess að frískt loft heilbrigðrar gagnrýni komist inn í fílabeinsturnana með því að gefa minnihlutanum tilverurétt og möguleika til að fylgjast með og hafa áhrif. Enginn vafi er á því, að slíkri breytingu á skipulagi verka- lýðshreyfingarinnar yrði tekið vel af hinum almenna lpuna- manni. Hann mundi fagna því að hafa raunverulega eitthvað um það að segja, hverjir færu með málefni stéttar hans, enda myndi slíkt fyrirkomu- lag tryggja endurnýjun í forystuliðinu. Nú er það hins vegar svo í ýmsum verkalýðs- félögum að einungis elztu menn muna, hvort nokkru sinní hafi verið annar for- maður í þeim en núna. Verkalýðsráð Sjálfstæðis- flokksins leggur eins og áður þunga áherzlu á, að hags- munir launþega og atvinnu- rekenda fara saman. Það er ekki hægt að bæta kjörin í landinu til frambúðar, nema fyrirtækin gefi meira af sér. Þess vegna verður að skapa þeim slík rekstrarskilyrði að endurnýjun framleiðslutækja geti átt sér stað til þess að auka framleiðnina. Eins og ástandið er núna hefur ríkis- valdið létt verulegum launa- greiðslum af atvinnurekstrin- um með því að skerða kaup- gjaldsvísitöluna og er það stutt þeim rökum, að hann hafi ekki getað risið undir umsömdum launum. Slík fórn af hálfu launþega hefði verið réttlætanleg og raunar sjálf- sögð, ef svigrúmið hefði verið notað til þess að koma verð- bólgunni niður. En það var ekki gert, heldur var eyðsla hins opinbera aukin að sama skapi og fjármögnuð með fjallþungum sköttum á fyrir- tækjunum, þannig að þau geta enn síður en áður staðið við gerða kjarasamninga. Innan verkalýðshreyfingar- innar er mikið verk að vinna. Kommúnistum hefur með hjálp krata tekizt að komast til æðstu áhrifa og notfæra sér aðstöðuna óspart í flokks- pólitíska þágu eins og þeirra er háttur. Á meðan svo stendur er ekki við því að búast, að verkalýðshreyfingin verði í stakk búin til þess að tryggja öllum launþegum sómasamleg lífskjör, eins og efni standa til. Á þessum vettvangi bíður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins mikið starf, en það mun ef að líkum lætur, einbeita sér að því að auka frelsi innan verkalýðs- hreyfingarinnar og að faglegri baráttu launafólks; jafnframt vinna gegn stéttaátökum undir kjörorðinu: „Stétt með stétt". /»♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ »♦♦■»♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ | Reykjavíkurbréf Laugardagur 28. apríl Sigalda — rétt framkvæmd á réttum staÖ Virkjun í Undralandi Morgunblaðið birti nýlega sérstakan „kálf“ um þær hug- myndir, sem sérfræðingar hafa verið að vinna að um orrku- vinnslu og beizlun fallvatna á Norður- og Austurlandi. Ýmis- legt kom þar fram merkilegt og er engin ástæða til að lasta það mikla hugmyndaflug, sem birtist í virkjunaráætlunum þessum, en fleiri hliðar eru á því máli, eins og sjá má í „kálfi" eða fjórblöð- ungi, sem fylgir Morgunblaðinu í dag. I virkjunarmálum eiga íslend- ingar að vera stórhuga. Og það hefur ávallt verið stefna Morg- unblaðsins að hvetja heldur til stórframkvæmda í orkumálum og stóriðju, en blaðið hefur jafnframt krafizt þess, að um- hverfisvernd sé rækilega í heiðri höfð við stórframkvæmdir. Við eigum í orkulitlum heimi, að leggja höfuðáherzlu á að virkja þá orku, sem við eigum í óbeizl- uðum fallvötnum og jarðvarma, og hefur sannarlega mikið áunn- izt í þeim efnum á undanförnum árum. Á þetta eigum við enn að leggja áherzlu, svo að við verð- um eins vel í stakk búin í þessum efnum og unnt er. Án orku er tómt mál að tala um framfarir á íslandi eða þau lífskjör sem við gerum kröfur til. En hitt er svo annað mál, að eitt eru hugmyndir, en annað raunveruleiki. Við verðum að gjalda varhug við ýmsum þeim hugmyndum, sem sérfræðingar láta frá sér fara; það er í þeirra verkahring að nota teikniborðið í því skyni að koma hugmyndum sínum á blað, en okkar hinna — og þá ekki sízt stjórnmálamanna — að taka svo ákvörðun um, hvaða leiðir bezt er að fara — og er þá nauðsynlegt að gleypa ekki tillögurnar hráar, heldur fara með fyllstu gát í framkvæmdir. Gullfoss handa túristum Sú var tíðin, að sérfræðingar voru þeirrar skoðunar, að vel gæti komið til greina að leggja Þjórsárver undir vatn og „skrúfa fyrir" Gullfoss, nema á tyllidög- um, þegar ferðamenn gætu notið þessa óviðjafnanlega náttúru- undurs. Baðað sólstöfum og regnboga. Það kom þá m.a. í hlut Morgunblaðsins að vara við þessu, og engum datt í hug, sem að blaðinu stóð, að gangast upp við þeirri „snjöllu" hugmynd að skrúfa fyrir og frá Gullfossi að geðþótta virkjunarmanna, eins og talað var um, að því er virtist í fullri alvöru(!) Hvers á Dettifoss ad gjalda? Jökulsá á Fjöllum er eitt mesta fljót landsins og Jökuls- árgljúfrin eitt eftirminnilegasta náttúruundur, sem um getur í allri Evrópu — og þótt víðar væri leitað. En nú hafa sérfræð- ingar í orkumálum leitt huga okkar að því, að unnt sé að taka mestallt jökulvatnið á vatna- svæði Jökulsár, fara með það norðaustur og austur eftir öllum öræfum, þrengja Jökulsá í gegn- um Lagarfljót og veita henni út í MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRIL 1979 17 Hafragilsfoss — áfram á sínum stað? Héraðsflóa! Með þessu móti væri víst hægt að „hanna" stærstu orkuvirkjanir í Evrópu, að Sovétríkjunum undantekn- um(!). Er nú ekki ástæða til að staldra við og íhuga málið. Að vísu segja sérfræðingar, að lind- arvatn muni áfram falla í far- vegi Jökulsár og það í svo miklum mæli, að unnt yrði að virkja það aftur einhvers staðar vestan eða norðvestan við Hólsfjöll, svo að öllu réttlæti sé nú fullnægt. Menn geta jafnvel hugsað sér, að í glæsilegum farvegi Jökulsár á Fjöllum renni blávatn á borð við Sogið og Laxá í Þingeyjarsýslu, m.a. til þess að unnt væri að rækta lax í slíkri bergvatnsá. Að sjálfsögðu mundi þá Dettifoss fara veg allrar veraldar, svo og Hafragilsfoss og aðrir þeir fossar, sem prýða náttúruundur þetta. En þá yrðu mikilfengleg gljúfur Jökulsár á Fjöllum ekki annað en svipur hjá sjón og ekkert undur leng- ur, — en samt yrði því sjálfsagt haldið fram, að áin væri á sínum stað! Höfum við leyfi til að leika okkur að slíkum hugmyndum í alvöru? Höfum við leyfi til að „hanna“ allt Island með þessum hætti? Eigum við ekki að leyfa sköp- unarverkinu að vera eins og höfundur þess hefur frá því gengið? Okkur tókst að virkja stór- virkjanir í Tungnaá og Þjórsá án þess að eyðileggja óviðjafnanleg gæsalönd — og erum meiri menn fyrir bragðið. Fundin var leið til að virkja sama vatnið oftar en einu sinni og er það í raun og veru nægilegt tækniafrek. Hvers vegna getum við ekki gert hið sama við Jökulsá á Fjöllum? Hvers vegna mega ekki íslenzk fallvötn renna í eigin farvegi? Dýrmæt eign Við eigum að sjálfsögðu að virkja Jökulsá á Fjöllum og árnar þar um slóðir. Það hlýtur að vera hægt að finna leið til þess að virkja þetta mikla jök- ulvatn oftar en einu sinni eins og í Tungnaá og Þjórsá án þess að færa alla náttúru Jökulsár- gljúfranna úr skorðum. Undrin þar eru okkur ekki síður dýrmæt en raforkan. „Guð almáttugur," sagði merkur varaþingmaður, þegar hann heyrði um hugmynd- ir hinna stórhuga tæknifræð- inga, „verður þá Dettifoss bara einhver spræna? Og hvað á þá að gera við ljóð Einars Benediktss- onar um fossinn?" Það var von að maðurinn spyrði. Eða hvers ætti Einar skáld Benediktsson að gjalda? Jafnvel honum hefði ekki dottið í hug, eins og hann var nú mikill brautryðjandi í orkuvinnslu á íslandi, að veita jökulvatni Dettifoss og Jökulsárgljúfranna frá Hólmatungum og Hljóða- klettum austur í Héraðsflóa, eins og þar sé ekki nóg vatns- magn úr bergvatns- og jökulán- um, Lagarfljóti og Jökulsá á Brú? Farsælda frón Við eigum að sjálfsögðu að virkja. En við eigum að gæta hófs. Og sízt af öllu eigum við að gera okkur sek um náttúruspjöll, sem vekja mundu heimsathygli, eins og þegar Sir Peter Scott hóf á sínum tíma alþjóðahreyfingu til verndar varplöndum gæsar- innar í Þjórsárverum. Enginn vafi er á því, að unnt væri að búa til „afskaplega fallegt vatn“ þarna undir jöklinum. En er nokkur sérstakur skortur á vötn- um á íslandi? Nei. En vera má, að okkur takist ekki að rata þá leið, sem átt er við, þegar talað er um hyggindi, sem í hag koma. Það eru þessi hyggindi, sem eru farsæl. Það eru þau sem vísa veginn. Sama merking felst raunar í fleygum orðum Jónasar Hallgrímssonar, sem hafa verið íslendingum leið- arljós frá því í upphafi sjálf- stæðisbaráttunnar: Island farsælda frón og hagsælda hrímhvíta móðir. ísland þarf enga andlitslyft- ingu. Það þarf ekki að breyta því á neinu teikniborði. Það er gott eins og það er. Það býður upp á ótakmarkaða möguleika, og enda þótt við séum ekki enn búin að krafla okkur út úr Kröflu, mun hún samt vísa leiðina, ásamt virkjun fallvatnanna — leiðina til eflingar sjálfstæði, sem byggist á tilraunum og traustri tækniþekkingu og nýtingu þeirra auðæfa, sem landið hefur upp á að bjóða, án þess því verði stórspillt með grundvallarbreyt- ingum á náttúru þess og lífríki. Svo mega Rússar byggja allar þær stórvirkjanir, sem þeir vilja, án þess að okkur komi það við. Þeir mega jafnvel breyta farvegi Volgu okkar vegna. En ef þeir ætla með hana yfir Himalaya- fjöll og virkja vatnsrennsli hennar niður í Kínaveldi, verða þeir trúlega að eiga um það við Hua og Teng — en það er laust mál við okkur, sem betur fer. Sérstök bók hefur verið skrif- uð um Jökulsá á Fjöllum, gljúf- ur hennar, náttúrufegurð og þau undur öll, sem þar er að finna. Sú bók er nú gjörsamlega upp- seld og sýnir það með öðru þann áhuga, sem menn hafa á stór- fenglegri náttúru þessarar fjalla- byggðar. Við skulum ekki láta það henda okkur, að Jökulsá verði hvergi til í framtíðinni nema í bókum — og Dettifoss aðeins í ljóðum Einars Bene- diktssonar, Kristjáns Fjallaskálds og Matfchíasar Jochumssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.