Morgunblaðið - 29.04.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.04.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1979 31 Hátíðasamkoma í tilefni af 500 ára afmæli Hafnarháskóla Kaupmannahafnarháskóli á 500 ára afmæli á þessu ári. í tilefni af afmælinu mun Háskóli íslands efna til samkomu í dag kl. 14.30 í hátíðarsal háskólans. Ný- kjörinn rektor Hafnar- háskóla prófessor, dr. med Erik Skinhöj, verður heiðursgestur samkom- unnar. Rektor Háskóla íslands, prófessor Guðlaugur Þorvaldsson, flytur ávarp, en síðan held- ur pr. phil Jakob Benediktsson fyrirlestur sem nefndist „Köbenhavns Universitet og islandsk kultur“. Að lokum syngur Magnús Jónsson óperu- söngvari nokkur lög. í tilefni af afmælinu flutti prófossor Svend Ellehöj fyrir- lestur á vegum Norræna húsins s.l. fimmtudagskvöld. Pr. Ellehöj var ritstjóri rits um sögu Kaup- amannahafnarháskóla, sem gefið var út í tilefni afmælisins. í tilefni af veru prófessoranna hérlendis var boðað til blaða- mannafundar með þeim og Guðlaugi Þorvaldssyni háskóla- rektor. Kom þar fram að Háskóli íslands, íslenzk stjórnvöld og Norræna húsið hafa ákveðið að minnast þessa merkisafmælis. Guðlaugur sagði: „Á þessum 500 ára starfsferli skólans var hann einnig okkar háskóli í 432 ár. Munu þrír íslenzkir aðilar sækja skólann heim á afmælishátíð hans, og fleira verður gert af okkar hálfu sem ég mun upplýsa á fundinum á sunnudag." Dönsku prófessorarnir sögðu nokkuð frá starfi Kaupmanna- hafnarháskóla og kom þar m.a. fram, að við vígslu skólans 1. júní 1979 voru innritaðir íslenzkir nemendur, einnig norskir og þýzkir fyrir utan danska stúdenta. Ekki er vitað, hversu margir íslendingar hafa stundað þar nám frá upphafi en Guðlaugur sagði, að unnið yrði að því að finna það út. 2ja milljóna tjón þegar 2 troll brunnu Ólafsvík, 26. aprfl. AÐ UNDANFÖRNU hefur töluvert verið kveikt í sinu hér um slóðir eins og gjarnan er gert á vorin. í gær vildi það óhapp til hér rétt utan við bæinn, að kveikt var í sinu of nálægt veiðarfæraskúrum og læsti eldurinn sig í tvö troll, sem geymd voru utanhúss. Brunnu þau til kaldra kola og er tjónið metið á tvær milljónir króna. — Helgi. AIGLYSINGA- SÍMINN ER: Háskóli íslands og Kaupmanna- hafnarháskóli hafa haft nána samvinnu á liðnum árum. Pr. Erik Skinhöj sagði, að stúdentum hefði fækkað lítillega við Hafnar- háskóla á s.l. árum. Helstu vanda- mál danskra háskólaborgara væri fjármögnun námsins og væri of mikið um að þeir þyrftu að vinna mikið jafnhliða námi og jafnvel hætta um stundarsakir. Öllum er heimill aðgangur að samkomunni í dag meðan húsrúm leyfir og er þess sérstaklega vænst að gamlir Hafnarstúdentar komi á samkomuna. Dönsku prófessorarnir ræða málin við háskólarektor og forstöðumann Norræna húsins. Þeir eru, talið frá vinstri: Svend Ellehöj prófessor, Erik Sönderholm forstöðumaður Norræna hússins, Erik Skinhöj prófessor og Guðlaugur Þorvaldsson háskólarektor. Sparivelta '~MI t»'-. JofngreiðsÍulánakerfi Ert þú í feróahugleióingum? Þá er rétta tækifærið að sýna forsjálni og kynna þér nýja þjónustu Samvinnubankans, SPARIVELTU, sem byggist á mis- löngum en markvissum sparnaði tengdum margvíslegum lánamöguleikum. Með þátttöku í Spari- veltunni getur þú dreift á.1 greiðslubyrð inni vegna ferðakostnaðar eða annarra tímabundinna útgjaldaáö—12 mánuði. ► Sparivelta Samvinnubankans auðveldar þér að láta drauminn rætast. Vertu með í Spariveltunni ogþérstendur . lán til boða. Upplýsingabæklingar liggja frammi hjá Ferðaskrifstofunni Samvinnuferðir / Landsýn og hjá kaupfélög- unum. mmm SPARIVELTA A-FLOKKUR Sparnaðar- Mánaðarlegur Sparnaður Lán frá Ráðstöfunarfé Mánaðarleg Endurgr. tímabil sparnaður í lok tímabils Samvinnubanka með vöxtum endurgr. tími 25.000 75.000 75.000 151.625 26.036 3 mánuðir 50.000 150.000 150.000 303.250 52.072 3 mánuðir 75.000 225.000 225.000 454.875 78.108 25.000 100.000 100.000 202.958 26.299 4 mánuðir 50.000 200.000 200.000 405.917 52.598 4 mánuðir 75.000 300.000 300.000 608.875 78.897 25.000 125.000 125.000 254.687 26.564 5 mánuðir 50.000 250.000 250.000 509.375 53.128 5 mánuðir 75.000 375.000 375.000 764.062 79.692 25.000 150.000 150.000 306.812 26.831 6 mánuðir 50.000 300.000 300.000 613.625 53.661 6 mánuðir 75.000 450.000 450.000 920.437 80.492 Gert er ráð fyrir 19.0% innlánsvöxtum og 24.69% útlánsvöxtum svo og lántökugjaldi. Vaxtakjöreru háð ákvörðun Seðlabanka (slands hverju sinni. Samvinnubankinn og útibú um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.