Morgunblaðið - 29.04.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.04.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1979 7 Að baki páskum í fornkirkjunni, meöan kraftur kristninnar ungu var glæsilegastur, var tímabiliö milli páska og hvítasunnu nefndur fagn- aðartíminn. Menn liföu enn í hrifningarljómanum frá upprisuundrunum, sungu gleöisöngva, trú- lega mest úr sálmum Davíös, og liföu í lifandi meðvitund um návist hins upprisna Drottins og þeirrar nýju veraldar, sem lokizt haföi upp fyrir þeim á páskamorgni og dögun- um, sem á eftir fóru. Eru brjóst orðin „svo köld í kristinni sveit“ aö þessi fögnuður hafi fölnaö og gleöin horfið svo fáum dögum eftir páska? „Til hvers er ég hér? Fremur en allt heimsins gull vildi ég eiga svar viö þeirri ráögátu". Þau um- mæli eins fremsta vísinda- manns samtíöarinnar las ég fyrir nokkrum árum, og mun sú ósk ekki víöa vaka? Knýr sú ósk ekki dyra hjá þér, þótt vikur tvær séu liðnar frá pásk- um, þegar þessi boöskap- ur upprisuvottanna var þér borinn: „En nú er Kristur upprisinn sem frumgróöi þeirra, sem sofnaðir eru“? „Þeirra sem sofnaöir eru“, — sofnaöir en vaka þó. Láttu stíga fram fyrir hugarsjón þinni myndir þeirra, sem lokuöu líkams- líka í hinsta sinn og hurfu þér sjónum. Margt er þér gleymt en þó eru myndirn- ar margar, sem þú geymir þegar „Sjónþyrping sækir þing í sinnis hljóðri borg“, eins og Gr. Thomsen kveður í Ijóði sínu um endurminninguna. Þeim fjölgar og fjölgar eftir því, sem ár þín líða, og spurn- ingin knýr á með enn meiri þunga þegar þú minnist þess aö á fjóröu milljón feigra manna eru þér sam- tímis á jöröunni í dag, aö meira en hundrað þúsund- ir fæðast til jarðarinnar á degi hverjum, og nokkru færri deyja daglega af jörðunni. Sú saga er orðin mikil og löng. Endalausar eru fylkingar þeirra, sem hafa komið hingaö, átt hér sína skammvinnu dvöl og horfiö um dularhlið dauð- ans. Vér lifum á marga lund líkt og í draumi. í sálmi skáldsins, E. Bened.sonar, sem í krafti karlmannlega heillar hugsunar og víl- lausrar trúar á líf aö baki heljar hefur þokaö mörg- um gömlu útfararsálmun- um svo til hliðar, að þeir heyrast sjaldan sungnir lengur, segir: „Oss dreym- ir í leiöslu lífsins draum en látumst þó allir vaka“. Vera má að borgarar æðri veralda líti á okkur jarðar- búa sem sáiir á mörkum svefns og vöku. Um mannlífselfuna miklu og margvísleg örlög hennar höfum viö næsta draum- kennda hugmynd. Viö horfum á þetta mjkla mannlífsfljót, en missum af því sjónar, þar sem það steypist fram af brúninni og hverfur, en hvaö um þá alla, sem fljótiö bar með sér fram af brúninni burt? Menn spyrja, langflestir þrá hiö jákvæða svar og ekki þeir einir, sem bera harm eftir óbætanlegan vin eöa eiga margra að minnast, sem mikinn söknuö vakti aö sjá á bak, brennandi þrá eftir já- kvæöu, öruggu svari bera margir beinlínis til þess aö bjarga sálarfriöi sínum og trú sinni á Guö, lífiö og verömæti mannsins. Um þaö þurftu þeir ekki aö spyrja, ekki aö efast, menn fornkirkjunnar sem liföu enn í Ijósi páskaviss- unnar og héldu samfellda fagnaöarhátíð hvern dag frá páskum til hvítasunnu, en tímar eru breyttir, tvær árþúsundir nálega hafa slegiö fölva á þann trúar- eld, sem þeim brann í brjósti. Menn spyrja, og margir á þessa leið: Býr eitthvaö það í okkur sjálf- um nú þegar, sem svo sterklega bendi til þess aö mannssálin eigi örlög út yfir gröfina, aö nálgist vissu? Viö þá spurn glíma margir ágætir menn, sem innan háskóla vestan hafs og austan leggja stund á dulsálarfræöi, og sumir hafa þeir dregið þá álykt- un af athugunum sínum og rannsóknum, aö ýmsar yfirvenjulegar tjáningar sálarlífsins veröi ekki á annan hátt skýröar en þann, aö sterklega bendi til þess aö sálin geti lifaö og starfað án jaröneska líkamans og skilningarvita hans, svo aö ekki sé ástæöa til aö ætla, aö hún deyi þegar lýkur lífi hans. Mér kemur ekki í hug aö ætla, aö þessar rannsókn- ir veki þann trúarfögnuð, sem upprisuundrin í Jerú- salem vöktu og entist í aldir. Trú þeirra vaknaöi og nærðist af staðreynd- um, sem fjöldi manna uröu vottar að. En enginn veit, hvaö rannsóknir dul- sálarfræöinganna kunna aö eiga eftir aö leiöa í Ijós og sterkum stoðum kann aö renna undir dvínandi trú nútímamanna á líf aö baki dauöa. Fagnaðarblær fornkirkj- unnar, hiö fagnandi öryggi frumkristninnar hefur föln- aö og einkennir ekki pre- dikun okkar nú. Er predik- un okkar aö veröa skrúð- mikil orðmælgi, marklítiö hjal af því aö páskavissan kveikir okkur ekki lengur þann eld, sem hún kveikti fyrr? Sá eldur kviknar aldrei af auknum silkibún- aöi presta, gömlum grall- arasöng eða af endurlífg- un gamalla kennisetninga, sem fyrir löngu hafa geng- iö sér til húöar og eiga ekki erindi viö samtíö, nema aö takmörkuöu leyti, hvaö þá framtíð, hversu fjálglega sem þær gömlu kreddur eru túlkaö- ar. Enginn skoöanaágrein- ingur er mér vitanlega innan kristninnar um þaö, aö upprisan er grundvöliur kristindómsins, aö án hennar væri kristinn dóm- ur ekki til, þótt hún sé túlkuð á ýmsa lund. Af- kristnun Vesturlanda er ekki nýtt fyrirbæri, hún hefur veriö að gerast síö- ustu tvær aldir og lengur þó, og hún hefur haldizt í hendur viö dvínandi trú á upprisuna og framlíf mannsins, sem bindi hon- um örlög og ábyrgö langt, Guö einn veit hve langt inn í komanda líf. Því væri ástæða til, að taka upp þá reglu forn- kirkjunnar, aö halda fagn- aðardaga í minningu páskanna alla helga daga milli páska og hvítasunnu. En svo að nokkurt gagn yröi aö því þyrfti hinn gamli sannfæringareldur upprisuvottanna aö brenna boöendum orösins í sál. GOLF GOLF GOLF Golf er íþrótt fyrir fólk á öllum aldri. Golf er hressandi útiíþrótt, skemmtileg og spennandi. Golf er ekki erfiö íþrótt, sé rétt af stað farið. Læriö þess vegna réttu tökin strax í upphafi hjá úrvals kennara. Upplýsingar í síma 31694 John Nolan. SAMSÝNING í FÍM SALNUM LAUGARN ESVEGl 112 GUNNAR ÖRN GUNNARSSON MÁLVLRK OG TLIKNINGAR SIGURGEIR SIGURJÓNSSON LJÖSMYNDIR DAGANA 21.APRÍL 111.6. MAÍ.OPID LRÁ KL.14-22 Pamper Pappírsbleija — plastbuxur VÖRN í VETRARKULDA Þurrbteija nant barninu hiaypir raka út í ytri pappírtlögin, tam taka viö mikilli vaatu. Áfattar plattbuxur koma í vag fyrir aö fötin blotni Barninu liöur vot moö Pampora btoiju hún pattar val og baraiö ar purrt. TUNGUHÁLSI 11. SÍMI 82700. 5 ataoröir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.