Morgunblaðið - 29.04.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.04.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1979 Sextugur: Kristján Hafliða- son deildarstjóri Það hefur löngum þótt nokkrum tíðindum sæta þegar nýr einstak- lingur fæðist í þennan heim. Og vist eru það tíðindi — því meðan slíkt gerist heldur mannkynið áfram að vera til. Og eitt er víst, að vestur í Hergilsey á Breiðafirði hinn 29. apríl 1919, fýrir sextíu árum, fæddist hjónunum Matthildi Jónsdóttur og Hafliða Snæbjarnarsyni sonur, er síðar var vatni ausinn og hlaut nafnið Kristján. En þetta er einmitt sá Kristján Hafliðason sem sextugur er í dag — og hefur verið deildar- stjóri Póstbögglastofunnar í Rvík um 10 ára skeið. Ég ætla mér ekki að rekja ættir Kristjáns Hafliðasonar, slikt yrði oflangt mál í stuttri afmælisgrein og fremur ættfræðinga að gera það. En eitt veit ég, að móðir Kristjáns, Matthildur Jónsdóttir, var komin af kjarnafólki í Strandasýslu. En faðir Kristjáns var Hafliði nokkur, sem var sonur hins fræga sjógarps og rithöfuar Snæbjarnar Kristjánssonar i Hergilsey, sem frægastur varð þó fyrir hraustlega framgöngu er hann ásamt sýslumanni Barðstrendinga tók enskan togara í íslenskri landhelgi, en urðu að fara með togaranum til Bretlands. Kona Snæbjarnar, amma Kristjáns, var dóttir Hafliða Eyjólfssonar dbrm. í Svefneyjum. Þetta, sem hér er sagt um ætterni hins sextuga sólskinsdrengs, sann- ar aðeins það, að hann er ekki af aukvisum kominn. Kristján Hafliðason átti heima í Hergilsey fyrstu fimm árin en fluttist með foreldrum sinum að Múla á Skálmarnesi á árinu 1924, þar sem þeim búnaðist með ágæt- um fyrst í stað. En vorið 1926 kom óáran, eins og raunar oft hefur komið fyrir á landi voru og fólk misjafnlega í stakk búið að mæta slíku. En Múlafjölskyldan missti á ánnað hundrað kindur þetta vor og hefði trúlega margur fallið saman við slíkt áfall. En Hafliði bóndi lét ekki hugfallast. Hann senri sér meira að sjónum sem og sjógörp- um sæmdi og jafn góðum veiði- manni sem honum. En um haustið kom það atvik fyrir sem skipti sköpum í fjölskyldunni. Hafliði bóndi varð fyrir slysaskoti við kópaveiðar, sem dró hann til dauða. Nú stóð Matthildur ein með börnin. Þau létu þvi jörðina af hendi og fluttust til afa og ömmu í Hergilsey. An efa hefur þetta haft djúpstæð áhrif á fjölskylduna. En það er eins og sumir standi allt af sér. Kristján hefur minnst á ver- una hjá afa sínum þessi ár af sanngirni og hlýleik hefur mér virzt — þó að karlinn hafi kannski verið harður, er hann kenndi sonarsyninum handtökin á sjón- um. Og enginn okkar, sem þekkj- um Kristján, efumst um það, að hann hefur viljað standa sig. Enda hefur þessi vera Kristjáns í Hergilsey þessi fáu ár orðið hon- um sá skóli, sem hefur dugað honum best í lífinu, að ég hygg. Og trúlega hefur nokkur söknuður gripið Kristján þegar hann fluttist með móður sinni og systkinum frá Hergilsey að Brjánslæk á Barða- strönd. Þar bjuggu þau á fjórða ár, og mér hefur verið tjáð, að þar hafi handtök afadrengsins úr Hergilsey komið að góðum notum. En þrátt fyrir það ákvað fjölskyld- an að hætta búskap af ýmsum ástæðum, m.a. var heimskreppan mikla komin í byggðir Breiða- fjarðar sem og víðar. Kristján Hafliðason kvaddi æskustöðvar sínar og hófst nú nýr kapituli í lífi hans. Og þó að hið nýja og ókunna væri framundan, saknaði hann margs úr faðmi Breiðafjarðar þó að raunar í lífi hans og fjölskyldunnar hafi skipzt á skin og skuggar. — Og enn hélt baráttan áfram um skjól og brauð. En nú fjarri heimaslóð.. Og það var enginn hægðarleikur fyrir lausamenn á dögum kreppu- áranna að ná sér í vinnu. Þó virðist Kristján hafa gengið það vel. Það virðist sem Hergilseyjar- drengurinn hafi mælt með sér sjálfur. Hann m.a. vann við vita- byggingar norður í Strandasýslu. Girðingavinnu norður á Kjöl. Símalínulögn norður við Dumbs- haf, svo eitthvað sé nefnt. Svo hef ég komist að því, að um þessar mundir bar Kristján þá von í brjósti að komast til mennta. Það mun hafa verið fáir í þann tíð, er hugsuðu svo langt með engan bakhjal, nema sjálfan sig. En Kristján komst það langt að hann þreytti inntökupróf við Mennta- skólann á Akureyri og náði því með sæmd. En þegar hann fór að telja krónurnar úr vasa sínum um haustið, voru þær ekki nógu marg- ar til eins vetrar uppihalds. Kristján gat þó bætt sér þetta upp síðar, í Gagnfræðaskólanum í Reykjavík. — Árið 1939 gerðist Kristján lögregluþjónn hér í bæ, til ársins 1945, er hann gekk í póstþjónust- una. Og árið 1945 kvæntist hann Gyðu Gunnarsdóttur, dóttur þekktra borgara hér í Rvk. Þau eiga þrjú börn sem nú eru upp- komin og búin að festa ráð sitt. Enda barnabaörnin farin að stíga fyrstu skrefin. Þeim og öðru venslafólki vil ég óska allra heilla með hið sextuga afmælisbarn. Ég sem þetta skrifa kynntist Kristjáni Hafliðasyni fyrst árið 1955. Þó jukust kynni okkar að mun fjórum árum síðar er við unnum báðir undir sama þaki við Pósthússtrætið. Hann var þá þeg- ar orðinn varðstjóri með fjórtan ára starfsferil að baki. En ekki minnist ég þess að ég liti nokkuð upp til hans þó hann væri skör ofar en ég í „stéttinni". En hann var afbragðs góður vinnufélagi. Það atvikaðist svo að kynni okkar voru meiri vegna þess, að við unnum saman að lúkningu pósts vissrar tegundar, hálfa stund í senn, aðeins þrisvar sinnum í viku. Og ekki neita ég því, að fljótt fann ég hversu háttvís hann er í fram- komu allri. En mér fannst hann dálítið „pjattaður" eins og sagt var hér áður fyrr. En það reyndist ekki rétt við aukin kynni. Hann er eitt hið mesta snyrtimenni, sem ég hefi kynnst. Hann er líka einn af þeim sem mega ekki vamm sitt vita í nokkru og þarafleiðandi strangheiðarlegur. Og ef hann sér eitthvað sem miður fer undir sinni stjórn, þá getur hann orðið harður og röggsamur líkt og afinn, sem kenndi drengnum sjómennskuna. Og nú er þessi afadrengur, deildar- stjórinn okkar á Póstbögglastof- unni, Kristján Hafliðason, sextug- ur í dag. Og undirritaður óskar honum allra heilla með daginn og þakkar honum samstarfið þar síðastliðin átta ár. En það verður erfitt að ná til Kristjáns í dag. Hann er flúinn úr margmenninu í eina af þessum löngu morgungöng- um á heiðar og fjöll. Hann er árrisull og hefur stundað þessar heilsubótargöngur um helgar undanfarin ár. Enda göngumaður góður, söngvinn og fegurðardýrk- andi og er því ekki í vandræðum að finna stað við fjöllin, þar sem fegurðin ríkir ein. Gísli T. Guðmundsson. Hið fullkomna tvöfalda einangrunargler GLERBORG HF. hefur nú enn sem fyrr sýnt fram á forystuhlutverk sitt f framleióslu einangrunarglers á íslandi, með endurbótum I framleiðslu og fram- ieiðslutækni. Með tilkomu sjálfvirkrar vélasamstæðu f fram- leiðslunni getum við nú f dag boðió betri fram- leiðslugæði, sem eru fólgin f tvöfaldri Ifmingu i stað einfaldrar. Af sérfræðingum sem stundað hafa rannsóknir á einangrunargleri er tvöföld llming besta framleiöslu- aðferð sem fáanleg er f heiminum f dag. Hefur hún þróast á undanförnum 10 árum, f það sem hún núær. Aðferöin sameinar kosti þeirra afla sem ekki hefur verið hægt að sameina f einfaldri Ifmingu, en það er þéttleiki, viðloöun og teygjanleiki. í grundvallaratriðum eru báðar aöferöirnar eins. Sú breyting sem á sér stað f tvöfaldri límingu er sú, að þegar loftrúmslistar (állistar milli glerja), hafa verið skornir í nákvæm mál fyrir hverja rúðu, fylltir með rakaeyöandi efni og settir saman á hornum, þannig að rammi myndast, þá er rammanum rennt ( gegn um véi sem sþrautar „butyP llmi á báöar hliöar listans. Lfm þetta er 100% rakaþétt og innsiglar þannig þéttleika rúðunnar. Yfirlfmi er sþrautaö sfðast inn á milli glerja og yfir álrammann, með því fæst samheldni milli glerja og sá sveigjanleiki sem glersamsetning þarf að hafa til þess að þola vindálag og hreyfanleika vegna hita- stigsbreytinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.