Morgunblaðið - 29.04.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.04.1979, Blaðsíða 32
AK.l.YSIMiASÍMINN EK: 22480 AKiLYSIMíASIMIXN ER: 22480 JB#Tí)wibI«íiib MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1979 Trillukarlar hugsa sér til hreyíings og bátar eru þessa dagana teknir af fjörukömbum eða legu og lagt er fann. Ljfom. mu. Kristján. Afleiðingar farmannaverkfallsins: Erfiðleikar geta brátt orðið hjá frystihúsum TVÖ skip eru nú á leið til Banda- ríkjanna með frystan fisk fyrir Söiumiðstöð hraðfrystihúsanna og komust af stað rétt áður en verkfallið skall á. Farmarnir, sem skipin fóru með voru óvenju- stórir, einkanlega farmur Hofs- jökuls, sem tekur um 4 þúsund smálestir. Birgðastaða Coldwater Seafood Corporation í Bandaríkj- unum er góð, en hins vegar sagði Árni Finnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri SH, að verkfallið myndi eflaust fljótt skapa vandræði víða úti á landi, þar sem birgðastaða frystihúsanna er slæm til að mæta farmannaverkfalli. Árni kvað þessa erfiðleika þó ekki vera fyrir hendi í dag, en þó kvað hann um 16 þúsund smálestir af frystum fiski hafa verið í landinu, þegar þessir síðustu farmar voru farnir. Reynt hefur Fyrsta skemmti- ferðaskip- ið komið FYRSTA skemmtiferðaskip sumarsins var væntanlegt til Reykjavíkur sfðdegis í gær. Það heitir Ladiva og er sövéskt, 12—15 þúsund lestir að stærð. Allmörg skemmtiferðaskip munu hafa hér viðkomu f sumar eins og undanfarin sumur. I verið að jafna álagið á húsin, en algjörum jöfnuði kvað Árni aldrei hægt að ná, þannig að augljóst væri að ávallt væru einhver frysti- hús með meiri birgðir miðað við I heildargeymslurými en önnur. Árni Finnbjörnsson kvað Coldwater vel sett með birgðir, en hins vegar kvað hann það ávallt vera neyðarúrræði að senda utan fisk, sem ekki væri seldur og það í stórum stíl. Þó væri það lausn, en rekstur fyrirtækisins væri þó þannig, að menn vildu ekki liggja með óþarflega miklar birgðir. Árni kvað menn vona að vekfallið leyst- ist sem fyrst, svo að ekki þyrfti að koma til vandkvæða að þessu leyti. Saltvinnslan: Ráðgera fulla vinnslu í sumar AÐ UNDANFÖRNU hefur verið nokkuð hækkandi verð á salti og sneri Mbl. sér til Baldurs Líndals, tæknilegs ráðunautar Salt- vinnslunnar á Reykjanesi til að spyrjast fyrir um hver áhrif slík hækkun hefði fyrir verksmiðjuna. Baldur kvaðst ekki svo mikið hafa heyrt um þessa hækkun, en sagðist vita að um nokkra hækkun á heims- markaðsverði hefði verið að ræða að undanförnu og væri það að sjálfsögðu jákvætt fyrir Salt- vinnsluna. Baldur Líndal sagði að sú til- raunavinnsla sem staðið hefði yfir að undanförnu til undirbúnings fullum rekstri hefði gengið eðli- lega og væri ráðgert að full vinnsla myndi hefjast nú í sumar. ísinn þrálátur á Þistilfirði ÍSLAUST er nú orðið á djúpslóð fyrir Norðurlandi og í gær var fært á allar hafnir nema til Þórs- hafnar. Eftirlegukindur eru enn víða inni á fjörðum og þá einkan- lega á Þistilfirði, þar sem ísinn ætlar að verða þrálátastur. Við bryggjuna á Bakkafirði eru tveir stórir jakar fastir á grunni og áttu sjómenn þar í erfiðleikum með trillur sínar, en þær eru hífðar upp á bryggjuna. Landhelgisgæslan aðstoðaði Bakkfirðinga við að ná trillunum á föstudag. Vetrarvertíð netabáta lýkur á mánudagskvöld: Elzta skipið í flotanum í baráttu um efsta sætið Af Patreksfjarðarbátum er Garðar kominn með mestan afla eins og áður sagði, 1070—1080 HEFÐBUNDINNI vetrarvertíð lýkur á mánudagskvöld á svæðinu frá Ilornafirði vestur um land að Horni. Samkvæmt boði sjávarútvegs- ráðuneytisins verða bátar að taka net sfn úr sjó annað kvöld, en í verstöðvum sunnan- og suðvestanlands fara flestir bátanna á troll og vertíðinni Iýkur þvf ekki f raun fyrr en á venjulegum tfma. Morgunblaðið kannaði í gær hvaða bátar eru aflahæstir í nokkrum helztu verstöðvunum og er allt útlit fyrir að Jón á Hofi frá Þorlákshöfn og Garðar frá Pat- reksfirði berjist um efsta sætið á vertíðinni og fari báðir yfir 1100 tonn fyrir mánaðamót. Jón á Hofi var á fimmtudag kominn með 1084 tonn, en nákvæmar tölur voru ekki fyrirliggjandi um Garðar, en talið að hann hefði þá verið kominn með 1070—1080 tonn. Garðar er elzta fiskiskipið í flot- anum, byggður í Noregi 1912 og er því orðinn 67 ára gamall, en mikil viðgerð fór fram á skipinu árið 1945. Skipstjóri á Garðari er Jón Magnússon á Patreksfirði, en á Jóni á Hofi er Jón Björgvinsson skipstjóri. tonn. Sigurbjörg ÓF 30, sem í vetur var keypt til Patreksfjarðar, hefur fengið tæplega eitt þúsund tonn, en skipið hóf vertíð nokkru síðar en aðrir bátar frá Patreks- firði. Skipstjóri er Ólafur Magn- ússon, bróðir Jóns. Frá Hellis- sandi hefur Hamar fengið mestan Garðar frá Patreksfirði — elzta skipið í íslenzka fiskiskipaflotanum, en eigi að siður kominn með hátt í 1100 tonn. afla, um 900 tonn, skipstjóri er Kristinn Jón Friðþjófsson, sem einnig var aflahæstur þaðan í fyrra. Saxahamar hefur fengið um 800 tonn og þar er skipstjóri Sævar Friðþjófsson, bróðir Krist- ins. Fróði er aflahæstur Ólafsvík- urbáta með um 730 tonn. Jón á Hofi er kominn með 1084 tonn, en tveir aðrir Þorlákshafn- arbátar eru komnir með yfir þúsund tonn, Höfrungur III með 1056 tonn og Friðrik Sigurðsson með 1051 tonn. Frá Grindavík var Kópur kominn með mestan afla í gær, um 990 tonn. Af Hornafjarðarbátum var Hvanney komin með mestan afla að landi í gær, um 830 tonn á línu og net. Þórunn Sveinsdóttir er aflahæst Vestmannaeyjabáta með um 945 tonn. Frá Sandgerði var Skagaröst aflahæst, Grótta frá Akranesi og Boðinn í Keflavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.