Morgunblaðið - 29.04.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.04.1979, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1979 28 Bæöi yfirleöur og innlegg úr ekta skinni. Léttir svampsólar. Teg. H/76 8^ Litur: brúnn Stærðir: 40—46, Verö kr. 5.485.- Domus Sími18519. Ég þakka af alhug fjölskyldu minni, vandamönn- um og vinum ástúö, heiöur og vináttu auösýnda mér á áttræðisafmælinu 22. apríl s.l. Gleöilegt sumar! í Guös friöi. Aðalbjörg Haraldsdóttir, Laugarvatni. Til sölu nýr 5 tonna bátur Upplýsingar í síma 82782, eftir kl. 6. Veiðifélag Elliðavatns Stangaveiöi á vatnasvæöi Elliöavatns hefst 1. maí. Veiöileyfi eru send í Vesturröst, Vatns- enda, Elliöavatni og Gunnarshólma. Veiöifélag Elliöavatns. Margt er mannanna mein STÓR hluti íbúa hins vestræna heims á í baráttu við að hemja matarlyst sína, eða eigum við heldur að nefna það matar- græðgi, á sama tíma og menn í öðrum heimshlutum fá ekki nægju sína. Það virðist seint ætla að finnast lausn á þeim vanda, og má með sanni segja , að mörgu er misskipt í heimin- um. Þeir eru margir, allt í kring- um okkur, sem eiga í sífelldri baráttu við að halda hæfilegri líkamsþyngd. Það kannast allir við fólk, sem alltaf er að byrja á nýjum og nýjum megrunarkúr- um, kann þá marga utanbókar, en hafa ekki alltaf erindi, sem erfiði. Til eru þeir sem taka til við megrunarfæði á hverjum mánudegi, eftir að hafa fallið í freistni og fengið sér of ríflega af helgarmatnum. Ýmis tímamót eru notuð til viðmiðunar er hefja skal megrunarkúr, eins og kunnugt er, svo sem áramót, sumarkoma, próflok, og sumarfrí. Gæti ég best trúað, að margir hugsuðu sér til hreyfings nú, að aflokn- um páskum, og þá sérstaklega þær, sem ætla að skarta gamla „bikininu" nú í sumar. Það var ekki fyrr en á sein- asta áratug síðustu aldar, að þeirrar tilhneigingar gætti, að fólk reyndi að halda líkams- þyngd sinni niðri vegna útlits- ins. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, og nú vita menn, að það getur verið stór- hættulegt fyrir heilsuna að burðast með aukakílóin, burtséð frá útlitinu. En of mikið má af öllu gera, það má ekki rugla saman góðri hollri fæðu, sem líkamanum er nauðsynleg, og gumsi, sem allir geta verið án og enginn hefur gott af. „Megrunarhystería", eins og Vígdís Jónsdóttir skóla- stjóri nefndi það nýlega í erindi, sem hún flutti, getur verið stórhættuleg heilsunni. Það er því best að taka ekki upp harkalegt megrunarfæði, nema í samráði við lækni, þó „bikinið" sé allt of þröngt og sólin komin hátt á loft. Allt tekur sinn tíma. Scarsdale- megrunar- kúrinn Ekki veit ég hvort það hefui komið fyrir áður, að bók um megrunarfæði er efst á lista yfir seldar bækur, eins og nú á sér stað í Bandaríkjunum. í síðasta hefti tímaritsins Time, dags. 23. apríl, greinir frá þessu, og að bókin sem heitir „The Complete Hlutir úr kopar eru einstak- lega failegir og pottar og föt eru yfirleitt ætluð tii að bera beint á borð. Það er t.d. mjög skemmtilegt að nota kopar- potta undir pottrétti og hrís- grjón. Slíkir gripir eru talsvert dýrir, en geta enzt í áraraðir ef vel er farið með þá. Það er hægt að kaupa sér- stakan lög í búðum til að hreinsa koparílát. En það má líka nota blöndu athveiti, salti, sítrónusafa og salmíaki. Enn- fremur nást blettir af kopar með blöndu af hveiti og ediki. Að sjálfsögðu þarf að þvo ílátið úr góðu sápuvatni á eftir og pússa með þurrum klút. dr. Herman Tarnower og Samm Sinclair Baker, tók þar með efsta sætið af endurminninga- bók leikkonunnar Lauren Bacáll. Þessi nýja bók, sem kom út í janúar síðastl. og hefur selst í 127.000 eintökum nú þegar, er endurbætt útgáfa af fyrri bók dr. Tarnower, sem kom út fyrir 19 árum og kennd við Scarsdale í N.Y. þar sem hann er starfandi læknir. Læknirinn telur megrunarkúrinn hættulausan og öruggan í hálfsmánaðartíma, og auglýst er að menn missi allt að 10 kílóum á þessum 14 dög- um, ef farið er eftir fyrirmæl- um. Sagt er frá þekktum stjórn- málamanni, Tip O’Neill, sem losaði sig við 20 kíló á 14 dögum með því að fylgja þessu matar- æði út í æsar. Margir þekktir veitingarstaðir hafa tekið upp á matseðla sína Scarsdale-megrunarrétti, þannig að þeir, sem þurfa eða kjósa að borða úti geti haldið sínu striki í kúrnum, en þar gildir ákveðin forskrift fyrir hvern einn dag vikunnar. Gert er ráð fyrir þrem máltíðum á dag, og auðvitað á að sleppa öllu þessu vanalaga, svo sem majones eða olíu á salatið, sykri, smjöri og feitu kjöti. Afengir drykkir eru að sjálfsögðu for- boðnir. Þeim, sem verða svangir á milli mála, er bent á að fá sér gulrætur og sellerí stilka og að þeir megi borða eins mikið og þeir vilja af þeim. Þá vitum við það. Það er kunnara en frá þurfi að segja. að ekki er sama hvernig skartgripir, og annað smálegt, er notað. Hálsmen fara misvel við hálsmál og andlitsfall, eyrnalokkar misvel við andlitsfall og hárlengd svo eitthvað sé nefnt. Myndirnar, sem hér fyrlgja með, sýna svo ekki verður um villst, að huga þarf að þessum hlutum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.