Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1979 ER JAFNRÉTTI í verkatýðshreyfuigunni? „Lægst launuðu störfin oftast minnst metin” Auður Torfadóttir verslun- armaður sagði að samkvæmt landslögum ætti jafnrétti að ríkja hér á landi. „Eftir að jafnréttislögin voru samþykkt var bannað að kyn- greina starfsheiti og greiða á sömu laun fyrir sömu vinnu. I reynd er það þó þannig að ef til dæmis auglýst er laust skrif- stofustarf og tveir sækja um, þ.e. karl og kona, þá er karlmað- urinn frekar ráðinn í starfið sem fulltrúi og fær þar af leiðandi hærri laun, en konan verður t.d. ritari eða skrifstofu- stúlka og fær mun lægri laun. Lægst launuðu störfin eru oftast unnin af konum, því karlmenn ráða sig síður í slík störf. Hvað stjórnun snertir, þá er það furðulegt að til dæmis í VR, þar sem félagsmenn eru að meiri hluta konur, eru aðeins fjórar konur í fimmtán manna stjórn félagsins. Ko'nur fást helst ekki til þess að taka að sér slík trúnaðarstörf, sennilega vegna þess að flestar vinna þær tvöfaldan vinnudag, þ.e. vinna úti ög sjá um heimilið. Að mínu mati er ekki hægt að kenna þjóðfélaginu sem slíku eða karlmönnum um það mis- rétti, sem ríkir milli kynjanna, heldur er þetta fyrst og fremst sök kvennanna sjálfra. Þær hafa ekki verið nógu duglegar að berjast fyrir jafnrétti sínu. Einnig þyrfti að koma til grundvallarbreyting á hefð- bundnum viðhorfum til starfs- skiptingar karla og kvenna inn- an heimilis sem utan. Viðhorfin til hinna einstöku starfsstétta innan verkalýðs- hreyfingarinnar eru ákaflega mismunandi, en það sýnir best hinn gífurlegi Iaunamismunur. Lægst launuðu störfin eru yfir- leitt minnst metin. Mér finnst það heldur ekkert réttlæti að einstakar starfsstéttir geti heimtað himinhá laun, en þá er ég einkum með flugmenn í huga. Þeir miða laun sín við laun erlendra starfsbræðra en ekki laun fólksins í landinu, og þess vegna myndast þessi mikli launamunur. Lífeyrissjóðirnir í landinu veita einnig ákaflega mismun- andi réttindi, hvað snertir lána- möguleika og bótagreiðslur. Sum verkalýðsfélög eru til dæm- is með sjúkrasjóði, önnur ekki, og svo mætti lengi telja. Allt hefur þetta áhrif á kjör fólksins, sem þá eru mismunandi eftir því hvaða störf það vinnur." „Að mínu mati er ekki litið niður á einstakar manneskjur innan starfsstéttanna, sem minnst eru metnar, heldur starfsstéttina sem heild. Þó heyrir maður ennþá sagt „hann vinnur bara í fiski", en slíkt fer ákaflega í taugarnar á mér. Almenningur verður að skilja, að það er einmitt fólk sem vinnur við fiskiðnað, sem heldur í okkur íslendingum lífinu, því án fisksins værum við illa stödd." „Islendingar hafa að mörgu leyti oftrú á prófum. Það eitt að maður sé með langskólamennt- un tryggir þjóðfélaginu ekki að hann skili því sem almennings- álitið telur hann eiga að gera. Að mínu mati getur starfs- reynsla komið til jafns við langskólanám að mörgu leyti." „Störf uppalenda ávallt vanmetin” Elfn Ólafsdóttir kennari sagði, að þó svo ætti að heita að jafnrétti væri rfkjandi innan verkalýðs- hreyfingarinnar væri hún ekki viss um að svo væri í framkvæmd. „Á mörgum sviðum virðist langt frá því að fullkomið jafnrétti sé ríkjandi og kemur þar ýmislegt til. í þessu sambandi held ég að vegi mest mismunandi mat þjóðfélags- ins á hinum ýmsu störfum. Innan kennarastéttarinnar hefur ríkt jafnrétti til starfa og launa frá byrjun. Þar eru til dæmis konur og karlar við sömu störf með sömu laun. Framhjá þeirri staðreynd verð- ur þó ekki gengið að almennt er litið svo á að konan hafi ákveðnum skyldum að gegna við þjóðfélagið, þ.e. hún á að ala upp börnin og veita heimilinu forstöðu. I lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið svo á að konur í þessari aðstöðu hafi rétt á að gegna hlutastöðu, og hafa því konur þarna ákveðinn rétt um- fram karlmenn og hafa þær nýtt sér hann í ríkum mæli. Hjá kennurum er það þannig að stigasöfnun hefur ahrif á launa- flokka þeirra. Til þess að fá stig þarf ákveðinn starfsaldur og við- bótarmenntun. í reynd hefur það verið þannig að konur koma seinna til starfa en karlmenn og hafa ekki haft sömu möguleika til fram- halds- eða viðbótarmenntunar og konur í skertri vinnu fá færri stig, en afleiðingin verður sú, að þær eru lengur að vinna sig upp. Það má því segja að þrátt fyrir það að jafnrétti eigi að vera ríkjandi, sé mun erfiðara fyrir konur að vinna sig upp, allavega hvað snertir laun. í þjóðfélaginu er ríkjandi ákaf- lega mismunandi mat á hinum ýmsu störfum og er kennarastarf- ið ákaflega oft vanmetið. Það er til dæmis viðurkennt. í orði að mikil- vægt sé að hafa góða kennara í fyrstu bekkjum grunnskólans, þar sem þar er lagður grunnurinn fyrir allt frekara nám. í raun er þetta þó ekki viðurkennt, saman- ber þær kröfur, sem hafa verið gerðar á menntun kennara yngri barna. Allavega finnst mér eins og frekar sé talið þurfa meiri mennt- un fyrir þá kennara sem kenna eldri stigunum. Á sama hátt og störf konunnar á heimilinu eru oftast einskis metin, er ríkjandi mikið vanmat á störf- um þeirra sem vinna að uppeldi og velferð barna. Engum blöðum er um það að fletta að stór þáttur innan kennarastarfsins er uppeld- isþátturinn og getur það verið ein ástæðan fyrir því hversu kennara- starfið er oft vanmetið. Ákaflega erfitt er að meta árangur í störfum kennarans á hverjum tíma. Fyrirtæki meta hagvöxt og reikna út arð, en erfitt er að leggja sambærilegt mat á kennarastarfið, þó vitað sé að með betri menntun nemendanna er verið að leggja inn á bók fyrir framtíðina. Að þessu leyti getur skammsýni ráðamanna verið ákaf- lega hættuleg, því góð menntun verður ekki nema búið sé vel að kennurum og starfsaðstöðu þeirra." J afnréttisbar áttan er rekin fyrir hálaunastéttirnar María Magnúsdóttir verzlun- armaður sagði, að á meðan það eru ekki samræmdir launataxt- ar hjá verkalýðsfélögunum, þannig að það gildi sami taxti hjá Framsókn, Sókn og Dagsbrún, er það ekki. Og það er ekki hægt að tala um það, að það gildi jafnrétti, nema karlar og konur standi jafnt að vígi. hvar í þjóðfélaginu, sem þau eru. Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni, að þessi jafnrétt- isbarátta, eins og hún er rekin, sé eingöngu fyrir hálaunastétt- írnar. Það er t.d. enginn mis- munur á launum kvenlæknis og karllæknis. Það er ekki fyrr en maður kemur niður í lágstétt- irnar, sem ranglætið kemur fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.