Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1979 „ Verklegi þáttur- inn vanmetinn” BERGLJÓT Halldórsdóttir meinatæknir sagði að þegar launakjör og vinnuaðstæður launþega innan verkalýðs- hreyíingarinnar væru skoðuð, kæmi í ljós að hvorki jafnrétti né sjálfsögð mannréttindi væru virt. „Við höfum byggt upp þjóðfél- ag, þar sem verklegi þátturinn er vanmetinn. Eg tel að þennan verklega þátt þurfi að taka til gagngerrar endurskoðunar til þess að fá raunhæft mat á því framlagi sem láglaunað verka- fólk leggur af mörkum í þágu þjóðfélagsins. Álit mitt er, að stéttarsambönd séu byggð upp á þrýstihópum, sem hafa að markmiði eigin hagsmuni, án þess að taka tillit til heildar- innar. Meðan slíkt er látið við- gangast í þjóðfélaginu verður aldrei um að ræða grundvöll fyrir réttlæti innan verkalýðs- hreyfingarinnar né hægt að vinna að lausn efnahagsvanda þjóðarinnar. Eg tel að skólamenntun sé ofmetin í dag, þó auðvitað beri að taka nokkuð tillit til hennar. Hin erfiðu og oft óþrifalegu störf eru vanmetin og fólkið sem þau vinnur nýtur ekki þeirrar virðingar og þeirra réttinda, sem skylt væri. Til dæmis geta ýmsir menn á ríkisstofnunum leyft sér að vera frá vinnu og vanrækja störf sín vegna ævi- ráðningarinnar án þess að þurfa að sæta gagnrýni né taka áhættu á stöðumissi eins og sanngjarnt væri. Hins vegar getur t.d. Sóknarkona, sem vinnur láglaunaða erfiðisvinnu, átt á hættu starfsmissi hvað lítið sem útaf ber. Hún getur varla tekið sér eðlilegt veikinda- frí. Staðreyndin er sú, að því minna framboð sem er af fólki til starfa, þeim mun meira er gert fyrir það. I þessu sambandi má nefna að hjúkrunarfræðing- ar hafa örugg dagvistunarpláss fyrir börn sín á meðan flestar aðrar starfsstéttir þurfa að fara allskyns krókaleiðir til að koma börnum sínum í gæslu. Kannski er ekki hægt að líta á þetta sem misrétti, heldur skapast þessar aðstæður af lögmálinu um framboð og eftirspurn. Til dæmis skortir nú hjúkrunar- fræðinga, á meðan langir bið- listar eru með fólki í ýmis önnur störf. Að mínu mati er aldrei hægt að byggja upp þjóðfélag þar sem algjört jafnrétti ríkir, en þó mætti margt á betri veg fara frá því sem það er í dag.“ „Sömu stjóm ár ANN Mikkelsen röntgentæknir á Borgarspítalanum taldi að langt væri frá þvf að jafnrétti ríkti innan verkalýðs- hreyfingarinnar. „Það er til dæmis ekki jafnrétti að mínu mati, að sömu mennirnir skuli sitja í stjórn verkalýðs- félaganna ár eftir ár, þannig að afstaða þeirra verði að lokum bundin því, hverjir sitja í stjórn landsins hverju sinni. Mér finnst heldur ekki hægt að tala um jafnrétti þegar á sama tíma og smáhópur manna fær það miklar launahækkanir á mánuði, að þær eru hærri en meðalmánaðarlaun verkamanns, reyna forystumenn innan BSRB að semja af mönnum 3% launa- hækkun, sem þó var búið að semja um. Ef við lítum á röntgentækna, þá eru þeir mjög illa launaðir í dag. Röntgentæknar í Reykjavík eru til dæmis þremur eða fjórum launaflokkum neðar en þeir ættu að vera samkvæmt starfslýsingu. Röntgentæknar úti á landi fengu nýlega leiðréttingu á þessu mis- ræmi, en við sem störfum á sjúkrahúsum í Reykjavík hyggjumst nú berjast fyrir því að fá þarna einhverja leiðréttingu. Við ætlum jafnvel að beita fjöldauppsögnum, ef ekkert annað dugir. menní eftir ár” Ég heid það sýni best hversu röntgentæknar eru lágt launaðir, að kvenfólk er yfirgnæfandi í þeirri stétt. Einn og einn karl- maður hefur störf sem röntgen- tæknir en vegna þess hve launin eru léleg, flæmast þeir yfirleitt burt. Innan við 10% af þeim sem útskrifast hafa úr röntgentækna- skólanum eru karlmenn og um helmingur þeirra er hættir að starfa sem röntgentæknar og kominn í betur launuð störf. Þegar talað er um jafnrétti milli einstakra starfsstétta flétt- ast ýmislegar félagslegar aðstæður inn í, en þær geta verið mjög mismunandi eftir því hvaða störfum fólk gegnir. Það tók mig til dæmis heilt ár að koma barn- inu mínu fyrir á barnaheimili borgarstarfsmanna. Það barna- heimili gegnir meðal annars þeim tilgangi að sjúkrahúsin geti starfað og nú vantar hjúrkunar- fræðinga, og þá ganga þeir fyrir öðrum hvað barnaheimilispláss snertir. Aftur á móti myndu röntgentæknar sennilega ganga fyrir öðrum um pláss, ef erfiðlega gengi að fá þá til starfa. Nú sem stendur er þó ekki skortur á röntgentæknum, en slík tímabil geta komið upp, meðal annars vegna þess hver margir hætta vegna launanna." „Starf fóstru er van- metið í þióðfélaginu” JÓHANNA Thorsteinsson fóstra og jafnframt forstöðukona á barnaheimilinu Furugrund í Kópavogi sagði að langt væri frá þvi að jafnrétti væri ríkjandi innan verkalýðshreyfingarinnar. „Nú er um það bil eitt ár síðan ég gerðist hér forstöðumaður og fór að ráða hingað starfsfólk. Þá varð ég ákaflega oft vör við mikinn launamismun, jafnvel hjá fólki í alveg samskonar störfum. Sem dæmi um þetta má til dæmis geta þess að hérna rétt hjá er barnaheimilið í Fossvogi og í fyrra höfðu aðstoðastúlkur þar um það bil 40 þúsund krónum lægri mánaðarlaun en aðstoðar- stúlkurnar hér, þrátt fyrir að þær gegndu alveg sömu störfum. Þetta stafar af því að aðstoðarstúlkur á barnaheimilum í Reykjavík eru í verkakvennafélaginu Sókn, en þær sem starfa hér í Kópavogi eru í starfsmannafélagi Kópavogs- kaupstaðar. Þetta sýnir það að ekki eru einu sinni jafnrétti innan sama starfshóps. í Reykjavík fær fóstra heldur ekki greidda auka- vinnu og þó hún vilji standa sig vel og undirbúa vel starfsdaginn á barnaheimilinu og noti til þess fríkvöld sín og helgar fær hún ekkert greitt fyrir það. Fyrir bragðið sækjast fóstrur frekar eftir því að starfa utan Reykja- víkur. \ Fósturstarfið er ákaflega van- metið í þjóðfélaginu og sést það best á því, að þegar auglýst er eftir fóstru sækir alls. konar fólk um. Mjög algengt er til dæmis að konur sem einhvern tíma hafa alið upp börn sæki um fóstrustörf, en þá gera þær sér enga grein fyrir því að það er allt annað að ala upp sín eigin börn, en þurfa til dæmis að starfa með 20 börn í hóp, sem öll koma frá sitt hvoru heimilinu. Margir eru þeirrar skoðunar að barnaheimilin séu eins konar geymslustaðir fyrir börnin. Það er komið með þau á morgnana og síðan á barnaheimilið aðeins að gæta þess að börnin séu heil og ósködduð þegar þau eru sótt á kvöldin. Við erum þó að gera hér miklu meira en að passa bðrnin, og þess vegna er nauðsynlegt að hafa vel menntaðar fóstrur. Barnaheimilin vinna mjög mikil- vægt uppeldisstarf og má segja að þau séu nokkurs konar fjölskyldu- staðgenglar yfir daginn, þó þau komi auðvitað aldrei í staðinn fyrir fjölskylduna. Ég vil leggja mikla áherslu á það, að við viljum ekki að taka neitt frá heimilunum, heldur erum við að vinna með þeim og má segja að barna- heimilin séu .mikilvæg hjálpar- tæki í nútíma þjóðfélagi, fjöl- skyldunni til handa. Þróunin dag virðist stefna í þá átt að uppeldis- hlutverkið færist í auknum mæli frá heimilum yfir á til, dæmis barnaheimili og skóla, og þá er mikilvægt að búa þannig að þeim stofnunum að þær séu hæfar til að gegna því hlutverki. Að mínu mati er mjög erfitt að leggja einhvern mælikvarða á störf fóstru, því árangurinn er ekki hægt að reikna út eða mæla á áþreifanlegan hátt. í fóstrustarf- inu felast þættir sem ekki eu metnir til fjár, því ekki er hægt að verðleggja tilfinningar og um- hyggju fyrir börnunum. Fóstrur þurfa þó mannsæmandi laun sér til framdráttar eins og aðrar starfsstéttir innan þjóðfélagsins, en það er eins og mannlegi þáttur- inn í þjóðfélaginu sé alltaf minnst metinn. Enginn karlmaður, sem uppfyllt hefur menntunarskilyrði, hefur enn sem komið er sótt um náms- vist í fóstruskólanum. Þetta stafar sennilega af því hversu starf fóstru er lág launað. Að mínu mati er það ekki endilega konunni gefið að annast börn og eru ákaflega margir karlmenn hæfir til að gegna störfum fóstru."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.