Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1979 57 „Áreiðanlega mun ódýrara að eignast húsnæði úti á landi” STEINN KÁRASON, 24 ára gam- all ylræktar- og skrúðgarðafræð- ingur, er búsettur í Hveragerði. Hann lauk námi frá Garðyrkju- skóla ríkisins að Reykjum í Ólfusi 1976 og sneri þá til heimabæjar síns, Sauðárkróks. „Ég fór heim til Sauðárkróks að loknu námi, átti þar einbýlishússlóð og smá landskika og fannst tilvalið að nýta nám mitt til uppbyggingar heimabæjar míns. Ég sótti um leyfi til að reisa garðyrkjustöð á land- skikanum, enda nóg af heitu vatni og jarðvegur góður til ræktunar. Einnig hóf ég byggingu einbýlishúss á lóð minni í þeirri góðu trú, að mér yrði veitt leyfið. En það fór á annan veg. Þrátt fyrir margítrekaðar fyr- irspurnir barst mér aldrei svar við umsókninni og atvinnu fékk ég ekki aðra en í fiskvinnslu og fannst mér menntun mín til lítils gagns í því starfi. Svo fór að lokum, að ég sá mig tilneyddan að flytjast á brott, seldi einbýlishússlóðina ásamt til- heyrandi, en ég hafði rétt nýlokið við að ganga frá stöplum og hugði á frekari framkvæmdir fljótlega. Fyrir valinu sem búsetustaður varð Hveragerði, en ég var nokkurn veginn fullviss um að geta nýtt menntun mína hér. Ég neita því ekki, að mér þótti sárt að yfirgefa heimabyggð mína, en átti ég annars kostar völ? Hver leggur í kostnað- arsamt nám til þess eins að hengja prófskírteinið upp á vegg? Fljótlega eftir að ég kom hingað fyrir u.þ.b. ári festi ég kaup á grunni að einbýlishúsi, ásamt teikn- ingum. Fannst mér viturlegt að koma peningunum strax í fast vegna verðbólgunnar, enda gekk dæmið upp. Grunnur að einbýlis- húsi í Hveragerði er á sama verð- lagi og stöplar undir sams konar hús á Sauðárkróki." Steinn Kárason Steinn sagði að í Hveragerði væri mest af einbýlishúsum og nokkur parhús og raðhús. Hann sagði einnig að sér virtk dýrara að byggja þar heldur en á Sauðárkróki. Fólk sækti mestallt byggingarefni til Reykjavíkur — það væri ódýrara en á Selfossi. Aftur á móti bættist við flutningskostnaður. Sagði hann síðan: „Það er áreiðanlega mun ódýrara að eignast húsnæði úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Þó efni sé ódýrara í Reykjavík þá held ég að öll vinna sé þar dýrari. Það er einnig meira um skiptivinnu úti á landi. Sem dæmi get ég nefnt, að tveir aðilar buðu mér í dag skipti- vinnu.“ Steinn stendur einn að byggingu hússins og spurningu um, hvernig honum gengi að fjármagna fram- kvæmdirnar svaraði hann: „Það er nú einmitt það sem ég er að fást við þessa dagana, og hefi ég kynnst „kerfinu" allnáið í því sambandi. Til að fá húsnæðismálalán út á húsið þarf ýmis skjöl og vottorð, m.a. vottorð frá skattstjóra um tekjur s.l. árs. Þar sem ég skilaði skatt- skýrslu fyrir norðan á síðasta ári varð ég að fá vottorð þaðan, sem gekk hálfbrösuglega. Þar sem ég er annar eigandi að teikningum húss- ins var krafist nýrra afrita, þrátt fyrir að engu hefur verið breytt né eigi eftir að breyta. Allt þetta hefur kostað mig margar ferðir í bæinn, auk tímaeyðslu. Ég held þó, að hlutirnir séu nú komnir í lag og ég megi vænta láns þaðan. Sparimerk- in hjálpuðu mér til að koma „hjól- inu“ í gang, einnig vænti ég þess að fá einhverja lánafyrirgreiðslu í Líf- eyrissjóði garðyrkjumanna, þó sá sjóður sé veikur. Síðan vænti ég þess að bankarnir hér reynist eins vel og fyrir norðan. Þar veittu þeir ætíð góða fyrirgreiðslu, ef unnið var að einhverju sem vit var í.“ Steinn sagði að lokum: „Mér finnst að gera eigi meira af því að byggja leiguhúsnæði, t.d. á vegum sveitarfélaganna. Það er of algengt að ungt fólk sé á hrakhólum í upphafi búskapar. Gamla sagan endurtekur sig: Fólk hittist, það er kominn krakki og síðan tekur baslið við fram eftir öllu að eignast eigið húsnæði. Það er búið að innræta ungu fólki, að það sé ekki maður með mönnum sem ekki á eigið húsnæði. Með því að hafa aðgang að hentugu leiguhúsnæði í byrjun er hægt að huga að framtíðinni með eðlilegum hraða, án þess að allir séu yfirkeyrðir af vinnuálagi og áhyggj- um.“ „Skipulagsmál mættu vera betur útfærð” SIGURÐUR Konráðsson, 27 ára gamall rafmagnstækniíræðingur, útskrifaður frá Tækniskólanum í Árósum 1975. Hann býr ásamt konu sinni, Kristínu Jóhönnu Ilarðardóttur, og syni þeirra við Engihjalla í Kópavogi. „Ég kom heim frá námi atvinnu- laus og húsnæðislaus en ákveðinn í að eignast eigið húsnæði. Við hjónin vorum bæði Kópavogsbúar og höfðum því mestan hug á að eignast húsnæði þar. Erfitt var að fá byggingarlóð, þannig að aðeins var um tvennt að velja — kaupa gamalt eða byggja hjá byggingar- samvinnufélagi. Þar sem við vor- um algjörlega peningalaus við heimkomuna gátum við afskrifað þá leið að kaupa gamalt, því það krefst mikillar útborgunar og minna var lánað þá til eldri íbúða. Ég var félagi í Byggingarsam- vinnufélagi Kópavogs og ákváðum við að byggja hjá þeim. Fékk ég fljótlega fasta atvinnu og vann einnig mikið á kvöldin og um helgar í „eigandavinnu" hjá byggingarfélaginu. Vann ég sam- tals milli 1.400 — 1.500 klst. á byggingartímabilinu. Konan fór einnig að vinna og með vinnufram- lagi okkar, húsnæðismálaláni og lífeyrissjóðsláni hennar — ég átti aftur á móti ekki rétt á slíku láni — þróaðist málið þannig, að á miðju byggingartímabili gátum við skipt þriggja herbergja íbúð- inni, sem við höfðum ákveðið í upphafi að eignast, yfir í fjögurra herbergja íbúð. Byggingartíma- bilið var tvö ár og okkur tókst að flytja inn í íbúðina fullfrágengna og skuldlausa, fyrir utan þessi tvö föstu lán, í lok tímabilsins." Sigurður hafði eftirfarandi að segja um byggingarmálefni almennt: „Skipulagsmál mættu að mér sýnist vera betur útfærð. Sem dæmi má benda á það hverfi sem Sigurður Konráðsson ég bý í. Þar var upphaflega skipu- lagður þjónustukjarni og síðan var ákveðið að byggja mjög þétta íbúðarbyggð í kringum þjónustu- kjarnann, aðeins til að tryggja rekstrargrundvöll hans. Þarna finnst mér hlutunum snúið við. Fyrst ætti að skipuleggja íbúða- byggðina og síðan þjónustuna, enda margt í skipulagi hverfisins sem betur mætti fara. Ég er hlynntur byggingarfélög- um, enda hafa þau sannað tilgang sinn með lágum byggingarkostn- aði. En það verður einnig að sjá fólki fyrir lóðum til að byggja á einbýlishús og raðhús eftir eigin geðþótta og getu. Eitt vil ég minnast á að lokum og eru það lífeyrissjóðirnir. Mér finnst að ekki eigi að nota þá eins og gert er í dag. Þessir sjóðir eru upphaflega myndaðir til að tryggja afkomu okkar í ellinni og eins ef eitthvað bjátar á. I þess stað virðist meginhlutverk þeirra í dag vera viss tegund bankastarf- semi. Menn geta jafnvel verið í fjórum til fimm lífeyrissjóðum og fengið lán og lífeyrisbætur úr þeim öllum. Þessir sömu aðilar hafa þó aldrei nema eitt líf. Ég styð þær hugmyndir sem fram hafa komið um einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn því með þeirri framkvæmd ætti að vera auðveldara að sjá til þess að grundvallarhugmyndinni verði framfylgt." Verkakvennafélagið Framtíðin, Hafnarfirði sendir félagskonum og verkalýð öllum stéttarlegar kveöjur í tilefni 1. maí. Sendum félagsmönnum okkar og öllum launþegum hátíðar- og baráttukveöjur í tilefni 1. maí. Verkamannasamband íslands Sendum félagsmönnum okkar svo og öllum launþegum baráttukveöjur í tilefni 1. maí. Verkamannafélagið Dagsbrún Landssamband iðnaðarmanna sendir launþegum beztu kveöjur í tilefni 1. maí. Bandalag Starfs- manna ríkis og bæja sendir öllu launafólki kveöjur í tilefni af 1. maí. Sendum félagsmönnum okkar svo og öllum launþegum baráttukveöjur í tilefni 1. maí. Trésmíðafélag Reykjavíkur Sendum félagsmönnum okkar og öllum launþegum, beztu kveöjur og árnaðar- óskir á baráttudegi verkalýösins. Rafiðnaðarsamband íslands Sendum félagsmönnum okkar svo og öllum launþegum baráttukveöjur í tilefni 1. maí. Starfsmannafélagið Sókn i Sendum viöskiptamönnum og launþegum baráttukveöjur í tilefni 1. maí. Alþýðubankinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.