Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ1979 1 áfanai: Raöhús, 120 ferm. 2ja hæöa, afhent tilbúiö undir tréverk aö innan, fullbúið aö utan meö tyrftri lóö, gangstígum, btlastæöi, trjám, leiktækjum og lýsingu. 1/10 '77 Útborgun viö gerö samnings............ 1.080.000.00 Greiösla í 6 mán. 67.500 pr.m......... 405.000.00 Greiösla næstu 6 mán. 81.000 ........ 486.000.00 Greiðsla næstu 5 mán. 128.500 pr.m.... 642.500.00 Greiðsla næstu 5 mán. 154.000 pr.m.... 770.000.00 3.383.500.00 Húsnæöismálalán ..................... 5.400.000.00 Heildarverd 8.783.500.00 2. áfangi Raðhús á eínni hæö, 85 ferm., 3 herb. Afhent í sama ásigkomuJagi óg 1. áfangi: 1/4 ’7J Útborgun viö gerö samnings ............. 1.585.000.00 Greiösla í 6 mán. 160.000 pr. mán...... 960.000.00 Næstu 6 mán. 190.000 pr. mán........ 1.140.000.00 Næstu 6 mán. 230.000 pr. mán.........1.380.000.00 5.065.000.00 ....:.....:....... 5.400.000.00 Heildarverd 10.465.000.00 HúsnæöismáJaJán Raöhús á einni hæð, 85 ferm., 3 herb. Afhent fullfrágengíö aö utan eins og 1. og 2. áfangi en einnig frágengiö meö tækjum, innréttingum og tilheyrandi aö innan: 1/5 '79 Útborgun viö gerð samnings.............. 2.659.000.00 Greiösla í 6 mán. 218.000 pr. mán..... 1.308.000.00 Næstu 6 mán. 262.000 pr. mán. ....... 1.572.000.00 Næstu 6 mán. 315.000 pr. mán......... 1.890.000.00 Næstu 6 mán. 378.000 pr. mán........ 2.268.000.00 9.697.000.00 Húsnæðismálalán (núv. upph.).......... 5.400.000.00 Heildarverð 15.097.000.00 Inni á myndinni eru dæmi, sem Örn Kærnested, framkvæmdastjóri Byggung í Mosfellssveit, gaf um byggingarkostnaö raöhúsanna, sem Byggung hefur verið meö í byggingu. Myndin er af húsunum viö Brattholt, sem byggö voru í fyrsta áfanga. Ásta Sverrisdóttir og Stefán Ó. Jónsson meö dóttur þeirra hjóna, Ást- hildi. að ganga í þetta aftur, ef á þyrfti að halda.“ Stefán sagði: „Ég lít reyndar á íbúðina sem fyrsta skref af tveimur í húsnæðismálum okkar — næst ættum við að geta farið í toppinn," bætti hann við: „Það að állt gekk svona vel tel ég fyrst og fremst því að þakka hversu byggingarstjórnin var góð. Framkvæmdastjórinn hef- ur staðið sig frábærlega vel og eigum við honum mikið að þakka.“ Spurningunni um, hvort þau teldu að eitthvað mætti gera til að auðvelda ungu fólki að koma þaki yfir höfuðið svaraði Stefán: „Myndum ekki hika við að ganga í þetta aftur, ef á þyrfti að halda” Ásta Sverrisdóttir og eigin- maður hennar, Stefán ð, Jóns- son, voru meðal fyrstu félaga í Byggung í Mosfellssveit. Þau byggðu í fyrsta áfanga félags- ins við Brattholt, lftið raðhús á tveimur hæðum. Fluttu þau inn á s.l. hausti og er ibúðin nú fullfrágengin. „Við komum frá námi og starfi í Danmörku um mánaða- mótin ágúst-september 1977. Stefán var fæddur og uppalinn Mosfellingur og við heimkom- una var verið að stofna Byggung og „duttum" við inn í félagið," sagði Ásta og Stefán bætti við: „Við vorum algjörlega peninga- laus við heimkomuna og það lá fyrir, að ef við gætum ekk.i eignast þak yfir höfuðið hjá Byggung þá hefðum við ekki getað það á neinn annan hátt. I sveitarfélaginu var ekki um að ræða annað húsnæði sem hent- aði okkur, hvorki að stærð né kostnaði.“ Þau sögðust hafa fjármagnað framkvæmdirnar á hefðbundinn hátt: með húsnæðismálaláni, líf- eyrissjóðsláni, sem þau áttu bæði rétt á, hann heilu, nún hálfu. „Við unnum Jíka bæði mikið á þessu tímabili, eins og allt ungt fólk virðist þurfa að gera, og það gerði gæfumuninn," sagði Stefán. Ásta sagði að þetta hefði gengið framar öllum vonum. Byggingarframkvæmdirnar hefðu meira að segja verið á undan áætlun. Þau hefðu tekið við íbúðinni tilbúinni undir tréverk og síðan unnið allt sjálf með hjálp góðra nágranna og vina. „Við myndum ekki hika við „Já, ég tel að húsnæðismálalán- in mættu koma örar — það myndi hjálpa mikið. Þetta fé- lagsform tel ég hafa sannað gildi sitt. Með þessum hætti tekst að byggja á sannanlegu kostnaðarverði og ætti það að vera svolítil bremsa á braskara. Ég er samvinnumaður í húð og hár og hef aldrei efast um að þetta er bezta fyrirkomulagið," sagði hann að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.