Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1979 Eiga mannréttindi að kosta k j ar asker ðingu? Mbl. spurði Þorgeir Ib- sen, skólastjóra í Hafnar- firði, hvert væri álit hans á kjarastöðu opinberra starfsmanna á líðandi stund. Svar hans fer efn- islega hér á eftir. „Vægast sagt lýst mér illa á samkomulag það, sem forsvarsmenn BSRB hafa gert við fjármálaráð- herra. Það felur í sér að fella niður 3% grunn- kaupshækkun, sem samið hafi verið um, og koma átti til framkvæmda. 1. apríl sl. í staðinn átti m.a. að koma rýmkun á verk- fallsrétti. Ég tel rangt að fella niður umsamda kjarabót, sem kostað hefur langa baráttu að ná, og rétta átti hlut opinberra starfs- manna gagnvart hinum frjálsa vinnumarkaði. I annan stað eiga opinberir starfsmenn ekki að þurfa að kaupa sjálfsögð mann- réttindi með eftirgjöf á launum sínum. Ég minni á, að þegar BSRB fékk þann takmarkaða verk- fallsrétt, sem nú er fyrir hendi, í samningum við þáverandi fjármálaráð- herra, Matthías Á. Matthiesen, vannst sú réttarbót án „verzlunar" með kjaraatriði gildandi samninga. Það skýtur og skökku við yfirlýsingar þeirra, sem nú fara með stjórn á þjóðarskútunni, ef opinberir starfsmenn eiga nú að gjalda fyrir hliðstæð manréttindi og aðrar stéttir njóta í þjóð- félaginu, með rýrnun launaþáttar í kjarasamn- ingum. Satt að segja minnir þessi afstaða forystu- manna BSRB nú mig á svokallaða „olíusamninga" frá tímum fyrri vinstri stjórnar, sem lítil reisn var yfir. Virðist mér sem þeir hafi lítið lært og engu gleymt frá þeim tíma. Á sama tíma sem opinberir starfsmenn eru knúnir til eftirgjafar á umsamdri grunnlaunahækkun, sem rétta átti hlut þeirra Þorgeir Ibsen gagnvart viðmiðunarstétt- um, er gengið að hrikaleg- um kauphækkunarkröfum annars starfshóps í þjóð- félaginu, sem gengur þvert á meinta launa- stefnu stjórnvalda. Ég tel að sá „kjarabyk- ar“, sem forystumenn BSRB rétta nú að því fólki, sem þeir hafa tekið að sér að vera í forsvari fyrir, sé fylltur, hafi að geyma göróttan drykk, sem rétt sé að hafna. BSRB á að vera fagsam- band, sem stendur vörð um kjaramál umbjóðenda sinna, en ekki að vera pólitískt hallt undir eina eða aðra ríkisstjórn, sem ganga vill á umsamin kjaraatriði meðlimanna." Baráttan stendur um að halda umsömdum launum Gísli B. Baldvinsson, varafor- maður Félags gagnfræðaskóla- kennara í Reykjavík svaraði spurningu Morgunblaðsins um stöðuna f kjaramálunum þann- ig: Hvað okkur opinbera starfs- menn áhrærir, þá stöndum við stöðugt í kjarabaráttu. Nú stendur baráttan um það að halda þeim launum, sem samið var um og þá á ég við, hvort það eigi að samþykkja eða fella samningana, sem stjórn BSRB gerði við ríkisvaldið. Skiptar skoðanir hafa verið um það, en við í stjórn og trúnaðarmanna- ráði Félags gagnfræðaskóla- kennara í Reykjavík samþykkt- um einróma mótmæli gegn sam- komulaginu. Margt kemur til þess, svo sem að við erum and- vígir því að krukkað sé í gerða samninga. Menn telja ákvæðið um óbundinn samningstíma ekki þess virði að kaupa hann. Einnig eru ýmis ákvæði í sérsamning- um, er í reynd þrengja samn- ingsréttinn. Sumum þykir einnig sem sú skriða launa- og verð- hækkana, sem skollin er á, sé ekki traustvekjandi til fórna eins og stendur. Krafa opinberra starfsmanna á þessum degi launamanna hlýt- ur því að vera um samningana í gildi án tillits til þess, hvaða ríkisstjórn er við völd. Á árinu 1973 reyndu opinberir starfsmenn að ganga á undan með góðu fordæmi og sömdu um 7% kauphækkun. Tveim mánuð- um síðar var samið við aðra launamenn um allt að 70% Gfsli B. Baldvinsson. kauphækkun. Þannig verða opin- berir starfsmenn sífellt að vera á varðbergi um kjör sín. Ég vona því, að á þessum baráttudegi taki menn höndum saman, hvar í flokki sem þeir standa, í bar- áttunni fyrir bættum kjörum. Krafa dagsins er að vinnufús- ar hendur hafí nóg að starf a í tilefni af 1. maí sneri Morg- unblaðið sér til Helga Steinars Karlssonar, formanns Múrarafé- lags Reykjavíkur, og spurði hann, hvað hann vildi segja um ástandið f kjaramálunum. Hann kom jafnframt inn á orlofsmál stéttarfélaganna og þau opinberu gjöld, sem þeim er gert að greiða í því samhandi, en Múrarafélag Reykjavíkur hefur farið fram á það við alþingismenn Reykjavík- ur og aðra þéttbýlisþingmenn, að þeir fái lögum breytt til þess að „þessari ranglátu skattheimtu“ verði aflétt. Svar Helga Steinars Karlssonar fer hér á eftir. Mesta atvinnuleysi í 10 ár 1. maí standa launþegar frammi fyrir því að þurfa að heyja harða baráttu til að halda samnings- bundnum kjörum sínum fyrir ásælni hins opinbera. Krafan frá 1. maí í fyrra „Samningana í gildi“ er í fullu gildi nú ári síðar þrátt fyrir stjórn landsins. Við þetta verður ekki unað til lengdar þar sem viðbætist atvinnuleysi, sem á sl. vetri er með því mesta sem byggingarmenn og aðrir sem starfa við verklegar framkvæmdir hafa orðið að þola síðastliðin tíu ár. Samdráttur verður í úthlutun lóða í Reykjavík á þessu ári, en fyrirhugað er að úthluta lóðum undir 100 íbúðir, lóðum undir 522 íbúðir var úthlutað á síðastliðnu ári, og verði ekkert að gert verður algjört atvinnuleysi í byggingar- iðnaði næsta haust og vetur. Rétt er að benda á að í spá Framkvæmdastofnunar rkisins er talin þörf á að byggja 1433 íbúðir á ári á höfuðborgarsvæðinu. Bygg- ingariðnaðarmenn hafa í allan vetur látið frá sér fara aðvaranir til ráðamanna um hið alvarlega ástand sem er að skapast í þessari atvinnugrein. Ekki hafa sést nein merki þess að nokkur breyting verði á, þvert á'móti hafa einstakir stjórnendur látið frá sér fara yfirlýsingar um að íbúðabyggingar verði að bíða. Yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinn- ar er að finna í 1. kafla 1. gr. laga um stjórn efnahagsmála frá 10. apríl sl. Meginmarkmiðið er að tryggja næga og stöðuga atvinnu. Krafa dagsins er sú að staðið verði að fullu við þessa margyfir- lýstu stefnu, þannig að allar vinnufúsar hendur hafi nóg að starfa. Ranglát skattheimta á orlofsheimili Lengra og lengra hefur verið gengið í skattlagningu almennt á þessum vetri svo sem öllum er kunnugt og ætla ég ekki að ræða það sérstaklega hér, en ein er sú skattheimta sem komið hefur sérstaklega við félaga Múrarafé- lags Reykjavíkur vegna bygginga félagsins og einstakra meðlima þess á orlofssvæði félagsins í landi Öndverðarness í Grímsneshreppi. Gegndarlaus ásælni hins opinbera í vasa launþega sem eru af veikum mætti að byggja upp orlofsaðstöðu fyrir sig og komandi kynslóðir, er með þeim endemum að ekki verður við unað. Múrarafélag Reykjavíkur og Múrarameistarafélag Reykjavíkur keyptu á sínum tíma jörðina Öndverðarnes í Grímsneshreppi, félögin létu sjálf skipuleggja allt svæðið, leggja vegi, byggja sund- laug, koma upp golfvelli, tjald- og hjólhýsasvæði, byggt hús til or- lofsdvalar, leyft mönnum að byggja hús samkvæmt skipulagi og undir eftirliti félaganna sam- kvæmt leigusamningi, sem gerir eignarrétt þess sem byggir mjög takmarkaðan. Þrátt fyrir allt sem upp hefur verið talið hefur sveitar- félagið lagt á sérstakt skipulags- gjald á hvern byggjanda þó sveit- arfélagið hafi hvergi nærri komið skipulagi eða lagt nokkurn skapað- an hlut til þessara mála. Fasteignagjöld á þessi „orlofs- heimili" félagsmanna eru há og sum orlofsheimilin metin eins og góð tveggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir að nýting þessara húsa sé aðeins um 3 mánuðir á ári. Þá hefur enn einu sinni verið höggvið í sama knérunn, og fyrir nokkrum dögum fengu flestir tilkynningu um sér- stakt gjald í sýsluvegasjóð, þó enginn sýsluvegur sé nálægur og sýslan leggi ekkert til vegagerða á staðnum. Svo er komið að skattheimta þessi gerir mönnum nær ókleift að njóta snertingar við náttúruna á þessum stað. Snerting við náttúruna Vil ég vitna í nýútkomið rit Landverndar sem ber heitið Útilíf um þörf mannsins en þar segir svo: „Með vaxandi þéttbýli, ein- hæfni í störfum og inniveru hefur æ betur komið í ljós þörf mannsins fyrir nána snertingu við náttúruna og tilbreytingu frá hinu mann- gerða umhverfi steinsteypu, mal- biks, stáls og véla“. Þarna er vikið að þörf sem er tiltölulega nýtil- komin í okkar þjóðfélagi en er vissulega fyrir hendi og er sannar- lega engin gerfiþörf. Þörfin fyrir snertingu við náttúruna kemur m.a. fram í löngun borgarbúans til að komast burt úr skarkala og mengun borgarinnar í umhverfi þar sem náttúrufegurðin er innan seilingar og mengun, þar með talin hávaðamengun í lágmarki. Á ár- inu 1973 var talið að alls væru 2394 sumarbústaðir á landinu, þar af 75% á svæðinu frá Hvalfjarðar- botni að Ölfusá. Nokkuð er um liðið síðan aðildarsamtök vinnu- markaðarins, sem m.a. hafa á stefnuskrá sinni að vinna að menningarmálum, gerðu sér ljóst að það væri einmitt verkefni fyrir þau að stuðla að því að meðlimir þeirra ættu kost á orlofsdvöl á fögrum stöðum. Meðal áfanga á leiðinni að því marki má nefna Helgi Steinar Karlsson. kjarasamningaákvæði um greiðsl- ur vinnuveitenda í orlofsheimila- sjóði stéttarfélaga sem komu í kjarasamninga nálægt miðjum síðasta áratug og síðan kaup launþegasamtaka á löndum undir orlofsheimili, stundum einna og stundum í samvinnu við samtök vinnuveitenda. Sem dæmi má nefna kaup Iðju, félags verk- smiðjufólks á Svignaskarði í Borg- arfirði og auk þess sem áður er getið kaup Múrarafélags Reykja- víkur og Múrarameistarafélags Reykjavíkur á Öndverðarnesi í Grímsneshreppi. Á aðalfundi Múrarafélags Reykjavíkur 29. mars sl. voru þessi mál rædd sérstaklega og' var samþykkt að skora á þingmenn Reykjavíkur og þéttbýlisþingmenn alla að rétta launþegum hjálpar- hönd og fá lögunum um tekju- stofna sveitarfélaga nr. 8 frá 1972 og vegalögum nr. 6 frá 25. mars 1977 um sýsluvegi breytt vegna þessarar ranglátu skattheimtu. Eg vil svo vona að launþegar bíði betri tíð en nú er, og óska öllum til hamingju með daginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.