Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1979 vlEP \40WtiU KAFFINU Er ekki bezt að ég fari í ferðalag meðan allir eru að jaína sig? Látum okkur sjá: — 95 og 125 — það verða 210 krónur! Erfitt er það, en við spörum þó einn hatt! „Lastaranum líkar ei neitt” BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Úrslitakeppni ísiandsmóts f sveitum lýkur í dag á Hótel Loftleiðum. Þegar þessi pistili var skrifaður hafði sveit Óðals forustu í mótinu en oí snemmt að spá um úrslit. í þriðju umferð mættust Isiandsmeistararnir 1978, sveit Iljalta Elfassonar, og Reykjavíkurmeistararnir 1979. sveit Sævars Þorbjörnssonar. Leikurinn var sýndur á tjaldi og var frá upphafi jafn og spenn- andi. Spilið í dag vóg þungt í úrslitum leiks þessa. Vestur gaf, allir á hættu. Vestur S. 1065 H. K3 T. 762 L. ÁG832 Hún hefur oft sannast spekin í vísunni kunnu: „Lastaranum líkar ei neitt, lætur hann ganga róginn". Gott dæmi slíks er upphrópun nafnleysingjans „Norðankonu" í dálkum Velvakanda s.l. sunnudag. Þar gefur hún í skyn að fé það, sem Hjálparstofnun kirkjunnar safnar, renni e.t.v. til vopnakaupa fyrir skæruliðasamtök. Auðvitað er þetta ekki svaravert. Hjálpar- stofnun kirkjunnar er líknarstofn- un sem aldrei færi að nota gjafafé á annan hátt en til líknar og hjálpar. Á þeim grunni byggist traust landsmanna á starfi stofn- unarinnar eins og dæmin sanna. Þetta hefði „Norðankona" getað fullvissað sig um hefði hún kært sig um og viljað sýna sannleiksást í málflutningi sínum og hug sinn til líknarmála. En því miður, „Lastaranum líkar ei neitt, lætur hann ganga róginn." Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar. COSPER COSPER. 6009 Hér heíurðu strauboltann. — Ég gat lagað snúruna! Norður S. K72 H. 105 T. ÁKD1098 L. K10 Austur S. G4 H.97642 T. 43 L. 9754 Lítum til stjarnanna“ Dagar lengjast og nætur styttast fyrir hækkandi risi sólar. Þeim kvöldum fækkar, sem vel eru fallin tii stjörnuskoðunar, því brátt mun birta vors breiðast um himin og byrgja sýn til sólnanna björtu, sem sindrað hafa í hundr- aða og þúsunda tali yfir höfðum okkar á hverju heiðskíru kvöldi í vetur. I barnatíma útvarpsins hafa verið sagðar sögur af grísku goð- sagnahetjunni Perseifi, en eitt af stjörnumerkjum himins hefur lengi borið nafn hans. Stjörnumerkið Perseifur er hátt á himni, á milli Sjöstirnis og Kassiópeja. Engar finnast mjög bjartar stjörnur í Perseifi, en þar er hin mjög svo athyglisverða stjarna Algol, sem þekktust er allra breytilegra stjarna. Þarna er um tvístirni að ræða, þar sem önnur stjarnan gengur fyrir hina. Bjartari stjarnan er þrisvar sinn- um meiri í þvermál en okkar sól, en daufari stjarnan er þó enn stærri. Fjarlægðin milli þeirra er 'um 20 milljón km og á þriggja daga fresti gengur dekkri sólin fyrir þá björtu frá okkur að sjá, svo að birtan dvínar úr 2,3 birtu- gráðum niður í 3,4 eða með öðrum orðum niður í einn þriðja hluta þess sem er, þegar hún er björtust. Á 69 klukkustunda fresti gengur dökka stjarnan fyrir þá björtu. Er mjög áhugavert að fylgjast með þessum fjarlæga sólmyrkva. Um 5 klst, líða, frá því tekur að draga úr Suður S. ÁD983 H. ÁDG8 T. G5 L. D6 í lokaða herberginu voru Reykjavíkurmeistararnir með spil norðurs-suðurs og sögðu þannig: Norður 1. Tígull 2 Tíglar 3 Spaðar Pass Suður 1 Spaði 3 Hjörtu 4 Spaðar Báðir virtust spilararnir vera feimnir við spilið og í öllu falli var erfitt fyrir suður að sjá svona slagaríka hendi hjá félaga sínum. Vestur tók fyrsta slaginn á laufás en suður fékk afganginn og 680 fyrir. Á hinu borðinu voru Islands- meistararnir samhentari. Norður 1 Tíguil 2 Tíglar 3 Spaðar 6 Tíglar 6 Grönd Suður 1 Hjarta 2 Spaðar 4 Hjörtu 6 Spaðar Pass. Og í þetta sinn gekk dæmið upp. Spaðastuðningurinn kom skýrar fram, sem létti sagnirnar og slemmubónusinn var betra að hafa sín megin í uppgjörinu, sem lauk 11 vinningsstig gegn 9 íslands- meisturunum í vil. Hverfi skelfingarinnar Eftir Ellen og Bent Hendel Jóhanna Kristjónsdóttir snéri á islenzku. 32 gætir þess bara að hleypa eng- um inn á meðan ég er í burtu. Cora hafði fengið vænan kjötbita hjá frú Torp. — Jæja nú skuluð þið tefja aðeins og vera hjá mér fyrst Steen er að fara, sagði frú Torp og rétti þeim Paaske og Vill- umsen sinn hvorn bjórinn. — Já, þið verðið að lofa mér því, bætti Torp við meðan hann var að klæða sig í stfgvélin. Ilann átti vaktina frá miðnætti og ætiaði að koma við í húsi á Primulavegi og sækja félaga sinn. Viilumsen teygði úr sér, bar flöskuna að vörum sér og fékk sér góðan slurk. — Nú held ég þeir séu komn- ir, sagði önnur Lesbesystirin og reyndi að einblfna út í myrkrið. — Það er bara einn, sagði hin. — Er það ckki.., — Það er rithöfundurinn sagði hin vonsvikinn. — Hvað í ósköpunum er hann að gera þama úti? Hann er ekki f eftirlitshópnum. — Kannski hann ætli að fleka eina eða tvær ungar frúr á Primulavegi, sagði hin og hló við. Vivi Paaske leit á armbands- úrið f tuttugasta skiptið. Klukkan var fimm mfnútur yfir tólf. Maðurinn hennar hefði átt að vera kominn heim núna. Hún hafði lagt frá sér handavinnuna og farið inn f svefnherbergið og afklæðst. Henni var hálfkalt i þunnum náttsloppnum. Hún hailaði sér fram og neri á sér kaldar tærnar. Svo lyfti hún höfði og hrukkaði ennið og ósjálfrátt hvftnaði hún upp. Það heyrðist fótatak á flfsagöngunum upp að húsinu. Vindurinn reif illskulcga í veikbyggða trjá- grein og braut hana af og það fór niður um skóginn. — Heyrirðu þetta hljóð? Rödd Caju var svo hás að það benti flest til þess hún væri í þann veginn að missa stjórn á sér. Hún þrýsti hönd Solvejar af afli. — Það snarkaði í mölinni. Það er einhver að læðast í kringum húsið. Hvað eigum við að gera? Solvej stóð seinlega á fætur. Hún var náföl, varirnar skuifu augun voru stór og næstum svört af skelfingu. — Þú verður að vera róleg Caja, sagði hún lágróma. — Það er enginn sem gerir okkur mein. Dyrnar eru læstar og við ljúkum ekki upp þótt einhver hringi bjöllunni. Og ég heyrði reyndar ekki neitt. Það er ímyndunaraflið sem hleypur með þig í gönur. — Núna. HLustaðu, sagði unga stúlkan hálfkæfðri röddu. — Þú hlýtur að hafa heyrt það núna. Ur þessari átt. Hún kinkaði kolli f áttina að stóra gaflglugganum. Glugga- tjöldin voru dregin fyrir. — Hann sér beint inn á okkur hvfslaði Caja — það er rifa á gardínunum. Kannski hefur hann legið lengi á gægj- \ um. Ö, Solvej, hvað gerum við ef hann mölvar rúðu til þess að komast inn. — Svona nú Caja, grátbændi Solvej — þú gerir mig alveg... — Solvej — ég heyrði það aftur. Við skulum koma upp á næstu hæð og fela okkur í einu af herbergjunum þar. Caja var lögð af stað út úr stofunni. Solvej leit eldsnöggt á hana hljóp svo á eftir henni fram í myrkan ganginn og greip í öxl henni. — Vertu ekki að hlaupa upp, sagði hún hvasst. — Það þýðir ekki að láta skelfinguna hlaupa með sig í gönur. — Heyrðu nú! hvfslaði Caja. — Inni í stofunni! Ertu viss um að dyrnar út í garðinn séu læstar? Skelfingarsvipurinn var uppmálaður á andliti Solvej. — Ég þori ekki að vera hér lengur, kveinaði Caja og reif sig lausa. Á heimili systranna ríkti grafarþögn. Vinkonurnar tvær stóðu sem límdar við gluggann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.