Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ1979 61 IVIÁL Þurftartekjur verði skattfrjálsar Mbl. sneri sér til Hilmars Jóns- sonar, sem er formaður Verka- mannadeildar verkalýðsfélagsins Rangæings ( Rangárvallasýslu, og spurði hann um stöðu kjara- mála á líðandi stund. Svar hans fer í efnisatriðum hér á eftir. Þeir flokkar, sem nú fara með stjórn landsins, náðu kjörfylgi til valdaaðstöðu í þjóðfélag'- Hilmar Jónsson heitstrengingu um að koma gerð- um kjarasamningum verkafólks í gildi, eins og það var orðað í kosningabaráttunni: Þetta hafa stjórnarflokkarnir og ríkisstjórnin margbroti. Samningarnir voru gerðir til ákveðins tíma, með skýrum ákvæðum um verðbætur á laun. í stað þess að fylgja samn- ingsákvæðun varðandi verðbætur hafa stjórnvöld með lagaboði ákveðið, ársfjórðungslega, hvern veg greiðslum verðbóta á laun skyldi hagað. Það er ekki að setja samninga í gildi, heldur að stjórna framhjá tilteknum, umsömdum kjaraatriðum. Verkafólk í landinu gaf núver- andi ríkisstjórn svigrúm til starfa, m.a. með því að fallast á framleng- ingu samninga um 12 mánuði, eða til 1. desember 1979, án grunn- kaupshækkana, enda yrði farið með verðbætur á laun eftir gerð- um samningum á vinnumarkaði. Þetta hefur ríkisstjórnin þverbrot- ið. Við gerð svokallaðra sólstöðu- samninga 1977 var það hald margra í verkalýðshreyfingunni að varnarbaráttu væri lokið og að framundan væri sókn til bættra lífskjara. En reyndin varð önnur. Gerðir núverandi stjórnvalda og fyrri hafa virkað í þá veru, að verkalýðshreyfingin er langt að baki þess markmiðs, sém að var stefnt. Skattastefna hefur að sjálfsögðu veruleg áhrif á ráðstöfunartekjur almennings. Núverandi stjórnvöld hafa aukið hvers konar skatt- heimtu, m.a. á sviði tekjusköttun- ar, en tekjuskattur er að mínum dómi fyrst og fremst launamanna- skattur. Efndir loforða um afnám tekjuskatts á launatekjur hafa gengið í þveröfuga átt. Skattleys- ismörk eru óraunhæf miðað við kjarasamninga, því að grundvall- arlaun 1978 eru alveg við skatt- leysismörkin, en krafa okkar hlýt- ur að vera, að þurftartekjur (sem vísitölufjölskyldan er talin þurfa til framfærslu sinnar) komi ekki til tekjusköttunar. Tekjuskatts- skerðing á þurftartekjum gengur eins og fleira þvert á gefin kosn- ingaloforð. SJÁ NÆSTU SÍÐU Hersir Oddsson. 1. varaformaður BSRB. að ná samkomulagi um hlutina er mikils virði. Ég hef heyrt marga segja, að vart hafi orðið við hugarfarsbreytingu hjá sumum verkalýðsforingjum nú á einu ári, og er bara gott eitt um það að segja. Ég er sem fyrr þeirrar skoðunar, að verkalýðshreyfingin á að vinna á faglegum grundvelli, en ekki í slagtogi með einhverjum stjórnmálaflokkum. Pólitísk áníðsla í verkalýðshreyfingunni skaðar málstað hennar og eykur á van- traust og tortryggni í hennar garð. Sem betur fer heyrum við ekki í dag minnst á útflutningsbann, og marg- ur spyr hvar hinar háværu raddir, sem með fullum rétti kröfðust „samningana í gildi" fyrir einu ári, séu nú. Skattamál eru og hljóta að verða um fyrirsjáanlega framtíð mikið hagsmunamál, sem launþegar munu láta sig enn frekar varða. Stöðug ásækni ríkis og sveitarfé- laga í stærri og stærri hlut af tekjum einstaklinga og félaga, til að sjá fyrir ört vaxandi samneyslu og ríkisforsjá, er mér mikið áhyggju- efni. Við hér á landi höfum átt því láni að fagna, að eignarmyndun einstaklinga hefur veið hér al- mennari en víðast hvar í nágranna- löndum okkar, þetta hefur rennt styrkari stoðum undir sjálfstæði einstaklinganna og skapað meiri jöfnuð milli þegnanna, en jafnvel hjá þeim þjóðum, sem kenna sig frekar við jafnaðarstefnu, sem í reynd vill oft verða svo að fáir einstaklingar eiga mest allt og svo hinir nánast ekki neitt. Að lokum óska ég öllum opinber um starfsmönnum, sem öðrum launamönnum, allra heilla á 1. maí. m Sendum félagsmönnum okkar svo og öllum laun- þegum okkar bestu árnaö- aróskir í tilefni 1. maí. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SlMI 53333 hefur þú gluggaó í okkar gler Hér eru nokkrar staóreyndir varóandi hió fullkomna - tvöfalda -einangrunargler GLERBORG HF. hefur nú enn sem fyrr sýnt fram á forystuhlutverk sitt I framlelöslu einangrunarglers á fslandi, meö endurbótum I framleiöslu og fram- leiðslutækni. Með tilkomu sjálfvirkrar vélasamstæðu I fram- leiöslunni getum viö nú f dag boöiö betri fram- leiöslugæöi, sem eru fólgin i tvðfaldri limingu I staö einfaldrar. Af sérfræöingum sem stundaö hafa rannsóknir á einangrunargleri er tvöföld llming besta framleiöslu- aöferð sem fáanleg er I heiminum f dag. Hefur hún þróast á undanförnum 10 árum, i þaö sem hún nú«r. Aöferðin sameinar kosti þeirra afla sem ekki hefur veriö hægt aö sameina f einfaldri llmingu, en þaö er þéttleiki, vióloöun og teygjanleiki. f grundvallaratriöum eru báóar aóferóirnar eins. Sú breyting sem á sér staó f tvöfaldri Ifmingu er sú, aö þegar loftrúmslistar (állistar milli glerja), hafa verió skornir f nákvæm mál fyrir hverja rúöu, fylltir meö rakaeyóandi efni og settir saman á hornum, þannig að rammi myndast, þá er rammanum rennt I gegn um vél sem sprautar „butyf Ifmi á báöar hliöar listans. Llm þetta er 100% rakaþétt og innsiglar þannig þéttleika rúðunnar. Yfirlfmi er sprautaö sfóast inn á milli glerja og yfir álrammann, meö þvf fæst samheldni milli glerja og sá sveigjanleiki sem glersamsetning þarf aó hafa til þess aó þola vindálag og hreyfanleika vegna hita- stigsbreytinga. Helstu kostir þessarar aðferöar eru: 1. Margfalt meiri þéttleiki gagnvart raka. 2. Minni kuldaleiðni, þar sem rúóur og loftrúmslisti liggja ekki saman. 3. Meira þol gagnvart vindálagi. ALLISTI MILLIBIL PETTILISTI RAKAEYÐINGAREFNI SAMSETNINGARLIM VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK í ÞL ALGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUG- ■ ^ LYSIR í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.