Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ1979 KJARA OG SKATTA Skattastefnan hefur víðtæk kjaraáhrif bórhallur Halldórsson. Á það hefur iðulega verið bent að kjarabætur séu fólgnar í fleiru en í þeirri upphæð sem fram kemur á launaseðlinum við lok hvers mánaðar. Þetta á við nú í rikara mæli en nokkru sinni þegar hækkun um einn launa- flokk á mánuði er svipuð upphæð og mcðalfjölskylda eyðir í eitt til tvö skipti úti í mjólkur- og brauðabúð. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á þessari staðreynd nú þegar því er haldið fram við opinbera starfsmenn að 3% kaup- hækkun sé meira virði en aukin samningsréttindi. Þau réttindi sem hér um ræðir og stjórnvöld eru allt í einu tilbúin að semja um við opinbera starfs- menn, eru réttindi sem flest önnur launþegasamtök í landinu hafa haft um áratugi. En eru þessi réttindi boðin nú vegna skilnings á okkar málstað og sannfæringar um réttmæti þeirra? Því miður verður að svara þessari spurningu neitandi því ella hefði vinstri stjórnin sáluga að sjálfsögðu stað- ið við eigin yfirlýsingu í sínum stjórnarsáttmála 1971, um fullan samningsrétt, og veitt opinberum starfsmönnum þann rétt þegar árið 1973. Sannleikurinn í máli þessu er sá að núverandi valdhafar eru í þvílíkri úlfakreppu vegna kjara- stöðunnar á hinum almenna vinnumarkaði, að opinberir starfs- menn hefðu sennilega getað fengið hagstæðara samkomulagstilboð en þeir fengu, ef þannig hefði verið haldið á málinu frá upphafi af hálfu B.S.R.B. og staðið hefði verið fast á því, á frumstigi umræðna. milli aðila, að hugsanlegt væri að fresta grunnkaupshækkun, en ekki falla frá henni. Hins vegar er það jafn ljóst að í kjarasamningum síðar á árinu verður þessi hag- stæða samningsaðstaða ekki leng- ur fyrir hendi, og lítil von til þess að þá verði á Alþingi þingmeiri- hluti fyrir auknum samningsrétti opinberum starfsmönnum til handa, ef samkomulag B.S.R.B. og ríkisstjórnarinnar verður felit í væntanlegri atkvæðagreiðslu. Um skattamálin hef ég áður látið í ljós þá skoðun að framlag skattgreiðenda sé ákaflega mis- skipt og langt frá að hver og einn leggi af mörkum sinn skerf til sameiginlegra þarfa þjóðarbúsins í hlutfalli við raunverulegar tekj- ur. Skattastefna á hverjum tíma er því mun þýðingarmeiri þáttur í kjarabaráttu launþega en almennt er viðurkennt. Skattapólitík núverandi vald- hafa kemur mér þannig fyrir sjónir að peningar í févana ríkis- sjóð eru nú í enn ríkari mæli en áður sóttir í vasa launþega, án þess að launþegasamtök landsins virðist hafa af því umtalsverðar áhyggjur. „Hljótum að leggja áherzlu á að verð- bótaákvæðin séu virt” — Hjá félögum innan Alþýðu- sambands íslands virðist ekki vera áhugi á að stefna að nýjum grunnkaupshækkunum að sinni. Ilins vegar hlýtur verkalýðs- hreyfingin eins og áður að leggja mikla áherzlu á, að verðbóta- ákvæði kjarasamninga séu virt af stjórnvöldum. Ég harma það. að ýmsir þeir sömu, sem fyrir ári börðust réttilega gegn skerðingu verðbótavísitölunnar, standa nú Björn Þórhallsson að sambærilegum ráðstöfunum. Slik flokkspólitísk leikfimi vcrkaiýðsleiðtoga er áreiðanlega ekki í þágu umbjóðénda þeirra og rýrir traust á verkalýðshreyfing- unni í heild, sagði Björn Þórhalls- son, formaður Landssambands verzlunarmanna, í viðtali við Morgunblaðið í tilefni af 1. mai. Hann var spurður að því, hvort ríkisstjórnin hefði staðið við fyrir- heitið um lækkun beinna skatta til þess að mæta 2% skerðingu verð- bótavísitölu 1. desember sl. — Það hefur ekki verið við þetta staðið, þótt einhverjir mjög tekjulágir hafi e.t.v. haft gagn af lækkun sjúkratryggingagjaldsins. En fyrir meginþorra launþega hafa aðgerðir ríkisstjórnarinnar í desember þýtt aukna skattgreiðslu og lægra kaup. Allt frá 1973 hefur verkalýðs- hreyfingin haft lækkun beinna skatta sem eina af sínum aðalkröf- um, jafnvel þótt það- þyrfti að hækka eitthvað óbeina skatta í staðinn. Þetta var gert eftir samn- ingana 1974 að kröfu verkalýðs- hreyfingarinnar og í heildarkjara- samningunum 1975 og 1977 var lækkun beinna skatta einn þáttur- inn í lausn kjaradeilunnar. — Vill verkalýðshreyfingin, að samdráttur verði í umsvifum rík- isins, — eða vill hún auka sam- neyzluna? — Um þetta eru áreiðanlega mjög skiptar skoðanir. En mín skoðun er sú, að ríkisumsvif eigi að takmarka svo sem mögulegt er og að sem mest af framkvæmdum eigi að bjóða út og fela þeim, sem lægst býður. Ótti ýmissa innan verkalýðshreyfingarinnar við, að atvinnuleysi leiði af minni ríkis- umsvifum er blekking. Á hinn bóginn er eðliiegt, að ríkisvaldið auli umsvif sín, ef til samdráttar horfir, en dragi úr þeim, þegar þensla er. Þessar aðgerðir til jöfnunar hafa verið vanræktar af íslenzkum stjórnvöldum og eru enn. Til þess að draga úr verðbólg- unni verður einhvers staðar að spara eða minnka kostnað. Nú eins og á undanförnum árum hafa stjórnvöld ekki séð önnur ráð til samdráttar en lækkun launa. Það er löngu tími til kominn, að dregið sé saman á öðrum sviðum og eiga stjórnvöld að líta sem næst sér í því efni. Ef verulegur sparnaður næðist í opinberum rekstri, yrði það grundvöllur skattalækkunar og þar með meiri kaupmáttar. Á sama hátt og unnt er að bæta kjörin með öðrum ráðum en bein- um krónutöluhækkunum er hægt að vinna á verðbólgunni öðru vísi en með lækkun kaups. Þarna verða báðir aðilar að sýna skilning og vinna saman af heilindum. Sigurður óskarsson tískum ástæðum geta stutt launa- málastefnu ríkisstjórnarinnar, þá er þolinmæði hins almenna laun- þega á þrotum. — Hvað viltu segja um desem- bersamkomulagið? — Ríkisstjórnin hefur svikið loforðið um það, að kaupmátturinn yrði ekki skertur. Verkalýðshreyf- ingin gaf eftir 3% gegn svokölluð- um félagslegum umbótum. Þessi „félagsmálapakki“, eins og vald- hafarnir kalla þetta, er innihalds- lítill, enda felur hann m.a. í sér atriði, sem áður var búið að semja um. Og það má bæta því við, að þetta glamur um „pakka“, „sam- starfshópa" og „peningalaun" eru nýyrði, sem einungis eru fundin upp til þess að klóra yfir kjara- skerðinguna og hin sviknu loforð. Þegar allt er talið má reikna Þolinmæði hins almenna laun- þega á þrotum Sigurður Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Verkalýðsfélagsins Rangæings og nýkjörinn formað- ur Verkalýðsráðs Sjálfstæðis- flokksins, var spurður að því í tilefni af 1. maí, hver sé staðan í launamálunum í dag. — Að mínu viti einkennist hún af sviknum loforðum um samning- ana í gildi og nýgerðum samning- um við hálaunahópa, þar sem ríkisstjórnin með aðgerðarleysi sínu eða beinni íhlutun eins og í flugmannadeilunni stuðlar að auknum launamismun. Þetta eru að mínu viti afrek „verndara lág- launafólksins", eins og þeir kalla sigsjálfir. Eg tel með ólíkindum ef tals- menn láglaunahópanna una lengur þeirri óreiðu, sem einkennir stefnu stjórnvalda í kjaramálum. Ríkis- stjórnin liggur í feni og sekkur æ dýpra ofan í það. Eg er sannfærður um, að þótt ábyrgðarlausir talsmenn lág- launasambanda telji sig af póli- með, að skerðing verðbótavísitöl- unnar verði 10—15%. Verkalýðs- hreyfingin hefur ekki gripið til gagnaðgerða og sýnt þiðlund í þeirri von, að takast mætti að vinna bug á verðbólgunni. Svar stjórnvalda eru framangreindar aðgerðir um stórhækkun hæstu launa. Á sama tíma magnast verðbólgan, eins og þær hækkanir, bæði á opinberri þjónustu og vöruverði, sem nú dynja yfir, sýna. Af aðgerðum ríkisstjórnarinnar verður ekki annað ráðið en hún telji, að öllu sé borgið, ef lægstu laununum er haldið niðri og þau skert, þótt þau hæsti rjúki upp. Eins og ástandið er í dag finnst mér blasa við, hversu átakanlegt varnarleysi hins almenna laun- þega er gagnvart óvinveittri ríkis- stjórn. Ástæðan er sú, að forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur brugðizt skyldu sinni vegna þess að flokkspólitískir hagsmunir hafa setið í fyrirrúmi hjá of stórum hluta hennar. V erkalýðshreyf- ingin vinni faglega Efst á baugi í kjaramálum opin- berra starfsmanna er nýgert sam- komulag við ríkisvaldið um rýmri samningsrétt, í staðinn kemur afnám 3% grunnkaupshækkunar frá 1. apríl s.I. Ég ætla mér ekki það hlutverk hér, að mæla eindreg- ið með eða á móti samkomulaginu, en sitt sýnist hverjum, og verður hver að meta fyrir sig. Lítill vafa leikur á að rýmri samningsréttur er þessara 3% virði. Þó má alltaf deila um hvort eðlilegt sé að opinberir starfsmenn skuli nú þurfa að kaupa sér rýmri samn- ingsrétt. Svo einkennilegt, sem það nú kann að virðast fyrir suma, þá hafa opinberir starfsmenn ekki unnið stóra sigra í samningsréttarmálum sínum, þegar svo kallaðar „vinveitt- ar ríkisstjórnir" hafa verið við völd, heldur er því öfugt farið, og nægir að minna á stærsta sigurinn, sem vannst í tíð fyrrverandi ríkisstjórn- ar, þegar samningar tókust við þáverandi fjármálaráðherra um verkfallsrétt. Sannleikurinn nú er e.t.v. sá að BSRB hafði eiginlega aldrei neitt val. Það lá fyrir bæði ijóst og leynt, að ekki yrði um neina grunnkaups- hækkun að ræða, ef um afnám hennar yrði ekki samið ‘þá, yrði fyrir henni séð eftir öðrum leiðum eins og reyndar hefur komið á daginn hjá m.a. bankastarfsmönn- um. Eitt af grundvallaratriðum kjarasamningalaganna frá 1976, er ákvæði um allsherjaratkvæða- greiðslu sem tryggir, að það er hinn almenni félagi sem hefur síðasta orðið, og nú er því eðlilegt að efnt sé til atkvæðagreiðslu, til að kanna vilja félagsmanna gagnvart ný- gerðu samkomulagi. Bara það eitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.