Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1979 55 „ Annaðhvort lifir maður fyrir sjálfan sig eða peningana” Elías Guðmundsons fulltrúi er 22 ára Reykvíkingur og býr ásamt unnustu sinni í lítilli íbúð við Samtún í Reykjavík. Þau hafa nýlega fest kaup á íbúðinni en hyggja á frekari framkvæmdir. „Ég var ákveðinn í því fyrir nokkrum árum að fara til Svíþjóðar og læra fiskeldisfræði. En þar sem stúdentsprófs var krafist varð ekk- ert úr því að ég fengi skólavist og fannst mér ég vera orðinn of gamall til að setjast á skólabekk aftur til að afla mér tilskilins prófskírteinis. Tók ég þá ákvörðun að snúa mér þess í stað að húsnæðismálunum, en ég og unnusta mín vorum þá farin að búa í foreldrahúsum hennar. Við höfðum ekki lagt mikið til hliðar, þó tókst okkur að festa kaup á gamalli íbúð við Samtún. Til fjármögnunar kaupanna fengum við lán hjá Húsnæðismálastofnun og eins komu sparimerkin sér vel. Mér þótti ætíð blóðugt að vera skikkaður til að ráðstafa hluta af launum mínum til sparimerkjakaupa, en þarna komu þau sér vel. Spari- merkjaupphæðin dugði fyrir útborg- uninni. Einnig seldum við bílinn og vinnum nú bæði úti til að borga niður eftirstöðvarnar. Auðvitað er þetta erfitt. Við tók- um íbúðarkaupin sem algjört for- gangsverkefni, kaup á búslóð, hús- gögnum o.fl. bíður síns tíma. Ég hef reynt að handsmiða það nauðsynleg- asta og heimilistækin eru flest af eldri gerðinni, en ánægjan af því að flytja inn í sitt eigið húsnæði, vera sinn eigin herra og dytta að og endurbæta sína eigin eign er vel þess virði. Ég lít samt ekki á þessi íbúðar- kaup sem endatakmark. Ég vona að fjölskyldan eigi eftir að stækka og þá Elías Guðmundsson. verður þörf á stærra húsnæði. En mér finnst að fyrst verði að hafa aðstæðurnar í lagi áður en börnin koma til sögunnar. Við höfum næg dæmi þess að börnin komi fyrst og síðan taki við endalaust basl við að tryggja öryggi fjölskyldunnar í var- anlegu húsnæði og góðu umhverfi. Þess vegna er mitt framtíðaráform að kaupa stærra húsnæði hið fyrsta. Ég hef kannað möguleikana í Reykjavík og aðstæðurnar hér eru þannig, að einu möguleikarnir eru blokkaríbúðir í Breiðholti og biðlist- ar langir eftir lóðaúthlutunum. Breiðholt er staður þar sem ég get ekki hugsað mér að ala upp barn eða búa á sjálfur. Við áttum þess kost að kaupa litla íbúð í blokk í Breiðholti fyrir sömu upphæð og við gáfum fyrir gömlu íbúðina okkar, og eign- ast þar með verðmætari eign pen- ingalega, a.m.k. auðveldari í endur- sölu, en annaðhvort lifir maður fyrir sjálfan sig eða peningana. Niðurstaðan varð sú, að við ákváð- um að stíga skrefið til fulls og sótti ég nú nýverið um byggingarlóð á Seltjarnarnesi, enda er það sveitar- félag sem mér finnst bera af öðrum utan Reykjavíkur. Vonast ég til að mér takist að fá þar lóð og ætti þá að vera auðvelt með andvirði gömlu íbúðarinnar, húsnæðismálaláni og væntanlega lífeyrissjóðsláni að byggja varanlegt framtíðarhús- næði.“ Elías sagði, að hann teldi ungt fólk almennt leggja sig fram um að eignast eigið húsnæði, og ekki telja eftir sér aukna vinnu, en margt mætti taka til endurskoðunar sem viðkæmi ungu fólki sérstaklega. „Ungt fólk hefur oft á tíðum hafið framtíðarstarf sitt langt innan við tvítugsaldur og byrjar þá um leið að greiða í lífeyrissjóði. Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna a.m.k. hefur þær reglur, að innan við tvítugsaldur greiðir þú aðeins inn á biðreikning og til að verða lánshæfur þarftu að hafa greitt í sjóðinn í 5 ár og vera orðinn 25 ára gamall. Ungt fólk hefur oft stofnað heimili og hafið byggingarframkvæmdir um og upp úr 20 ára aldrinum og því geta þessar fáránlegu reglur komið verst niður á þeim sem sízt skyldi. Ég vil að lokum hvetja ungt fólk til að drífa sig í að eignast eigið húsnæði áður en fjölskyldustærðin fyrirbyggir eðlilega þróun þeirra mála,“ sagði Elías að lokum. „Það þýðir ekkert að leggja upp laupana” VALUR Friðriksson rafvirki og kona hans Ragna Björk eru frá Hrísey á Eyjafirði. Þau eru bæði 25 ára að aldri og búa nú f leiguíbúð í Fossvogi í Reykjavík ásamt þremur dætrum sfnum. „Við erum bæði innfæddir Reyk- víkingar en fluttum til Hríseyjar haustið 1976 vegna þess að okkur bauðst þar gott leiguhúsnæði og okkur var sagt að miklir atvinnu- möguleikar væru þar,“ sagði Valur og Ragna bætti við: „Við ætluðum að reyna að koma undir okkur fótunum — rífa okkur upp. Við áttum þá tvær ungar dætur, sem ekki voru komnar á skólaaldur, og ekkert batt okkur frá því að freista gæfunnar." Aðspurður sagði Valur, að gott hefði verið að búa í Hrísey, en atvinna hefði verið þar stopul. Hann hefði fengið vinnu í frystihúsinu og túr og túr á eina togara staðarins, en minnsta atvinnu hefði verið að fá í rafvirkjun, sem hann hefði þó bund- ið mestar vonir við. „Sl. haust var atvinnuvandinn orðinn það mikill, að við urðum að sækja um atvinnu- leysisbætur í þrjár vikur. Það er ekki skemmtileg lífsreynsla ungu fólki að þurfa að þiggja slikar bætur og ganga um aðgerðarlaus i Guð má vita hvað langan tíma. Pökkuðum við þá niður og héldum suður." í Hrísey bauðst þeim 5 herbergja íbúð til kaups á góðu verði fyrir u.þ.b. ári og gátu klofið það fjárhags- lega að eignast hana. Valur sagði: „Börnin eru orðin þrjú og við sáum fram á að ef okkur tækist ekki að eignast þetta húsnæði í Hrísey þá gætum við það yfir höfuð ekki og því síður hér fyrir sunnan. Ibúðin var ekki það sem má kalla fyrsta flokks, en við lögðum mikla vinnu í að endurnýja hana og lagfæra og kost- aði það okkur álíka mikið og að kaupa hana.“ Nú stendur íbúðin tóm fyrir norð- an og þau búa í hér í leiguhúsnæði. Spurningunni um hvað tæki við svaraði Valur: „Ég er svo heppinn, að fyrrverandi atvinnurekendur mínir hér í Reykjavík hafa tekið mér opnum örmum og veitt mér næga atvinnu. Elzta dóttirin er komin í skóla og okkur hryllir við að þurfa að flytja á ný. Atvinnuöryggið er grundvöllur afkomunnar og atvinnu- leysisbætur duga skammt fyrir fimm manna fjölskyldu. Við höfum reynt að selja íbúðina, en ekki tekist. Húsnæðisleit okkar hér á höfuð- borgarsvæðinu hefur nú staðið yfir í marga mánuði og sjáum við ekki fram á að geta fest í neinu eins og er. Útborgun í tveggja herberja íbúð í blokk er u.þ.b. sú upphæð sem við reiknum með að geta fengið fyrir Hríseyjaríbúðina, — ef okkur þá tekst að selja hana. Einnig höfum við nú þegar nýtt alla lánamögu- leika. Tveggja herbergja íbúð er líka engan veginn nógu stór fyrir fimm manna fjölskyldu. Við eygjum þó von í frmkvæmdarnefndaríbúðum í Breiðholti og erum nú að athuga þann möguleika." Ragna sagði að lokum: „Við erum svo heppin að eiga góða að t.d. útvegaði ættingi minn okkur þessa íbúð, þannig að við erum ekki á götunni, og það eru áreiðanlega margir verr staddir en við. Þó gengið hafi á ýmsu hjá okkur þá þýðir ekkert að leggja upp laupana." SJÁ NÆSTU SÍÐU Hjónin Valur Friðriksson og Ragna Björk á svölum fbúðarinnar í Fossvogi. Verkakvennafélagið Framsókn sendir félagskonum sínum og öllum launþegum landsins beztu árnaöaróskir í tilefni 1. maí. Félagskonur takiö þátt í hátíöahöldum dagsins. Stjórnin. Sendum félagsmönnum okkar svo og launþegum öllum, beztu kveöjur og árn- aðaróskir á baráttudegi verkalýðsins. Verkamannafélagið Hlíf ALLSHERJAR- ATKVÆÐAGREIÐSLA 3. og 4. maí Atkvæðagreiðsla um samkomulag milli stjórnar og samn- inganefndar BSRB og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, frá 23. mars, veröur fimmtudaginn 3. maí og föstudaginn 4. maí klukkan 14.00—19.00 báöa dagana. Sé um frávik frá þessu að ræöa, verða þau auglýst sérstaklega á hverjum kjörstaö. Kjörfundir verða á eftirtöldum stööum: Akranes - Borgarnes - Ólafsvík ■ Stykkishólmur ■ Laugar í Dalasýslu - Patreksfjöröur - Núpur í Dýrafirði ísafjöröur ■ Reykjanesskóli, ísafjarðardjúpi Hólmavík Hvammstangi Blönduósi Sauöárkrókur Siglufjörður Ólafsfjöröur Dalvík Akureyri Laugar, Þingeyjarsýslu Húsavík Kópasker Lundur í Axarfiröi Raufarhöfn Þórshöfn Vopnafjöröur Egilsstaöir Seyöisfjöröur Neskaupstaöur Eskifjörður Reyöarfjöröur Fáskrúðsfjöröur Breiödalsvík Djúpivogur Höfn Kirkjubæjarkl. Vík í Mýrdal Vestmannaeyjar Hvolsvöllur r Laugarvatn Selfoss Hveragerði Grindavík Keflavík Keflavíkurflugv. Hafnarfjörður Garðabær Mosfellssveit Bókhlaöan Barnaskólinn Skólinn kjörstaður auglýstur á staönum Skólinn Barnaskólinn Skólinn Skátaheimilið Skólinn Barnaskólinn Grunnskólinn Kvennaskólinn kjörstaöur auglýstur á staðnum kjörstaður auglýstur á staönum Gagnfræðaskólinn Barnaskólinn Oddeyrarskólinn Pósthúsiö Gagnfræöaskólinn Símstöðin ■ kjörstaöur auglýstur á staönum kjörstaður auglýstur á staönum kjörstaður auglýstur á staönum kjörstaöur auglýstur á staönum kjörstaöur auglýstur á staönum kjörstaöur auglýstur á staðnum kjörstaöur auglýstur á staönum kjörstaöur auglýstur á staðnum kjörstaöur auglýstur á staðnum ■ Barnaskólinn ■ Skólinn ■ Barnaskólinn • Gagnfræðaskólinn Skólinn - kjörstaður auglýstur á staðnum ■ Félagsheimiliö viö Heiöarveg ■ kjörstaöur auglýstur á staönum Barnaskólinn kjörstaður auglýstur á staönum ■ Barnaskólinn ■ kjörstaöur auglýstur á staönum - Gagnfræðaskólinn - Lögreglustöðin ■ Góötemplarahúsiö - Barnaskólinn • Barnaskólinn í Reykjavík, Kópavogi og á Seltjarnarnesi annast hvert aðildarfélag BSRB um kosninguna og auglýsingu hennar. Yfirkjörstjórn BSRB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.