Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ1979 51 í tilefni af því að í dag er 1. maí talaði blm. Mbl. við nokkra félagsmenn hinna ýmsu stéttarfélaga og leitaði svara við spurningunni, hvort jafnrétti væri innan verkalýðshreyfingarinnar „Konur eru oftast í lægst launuðu og erfiðustu störfunum” Aðalheiður Bjarnfreðsdótt- ir var þeirrar skoðunar að það fólk sem oftast ynni erfiðustu störfin væri ófag- lært verkafólk og hefði það í flestum tilfellum mun lakari starfsskilyrði en aðrir. „Það gerist í hverjum kjara- samningunum á eftir öðrum, að þeir sem eru betur launaðir fyrir bera meira úr býtum. Þetta stafar án efa af því að fjöldi láglaunafólksins er svo mikill, en þær stéttir sem hærri hafa launin eru yfirleitt fámennari. Að míiAi mati er það mikið ranglæti að þeir sem hærri hafa launin fá mun hærri verðbætur en láglaunafólkið. Launataxtarnir eru misjafnir og það er nóg. Ég vil að verðbætur séu borgaðar öllum jafnt í krónutölu, en þó ber að fella þær niður þegar launin eru komin upp í þingmanna- eða ráðherralaun. Ekki væri til dæmis óeðlilegt að miða hámarkslaunin við efstu taxta Dagsbrúnar eða Sóknar. Þegar talað er um hvort einstakar starfsstéttir séu jafn réttháar innan verkalýðs- hreyfingarinnar, tel ég að almenningsálitið hafi töluvert að segja. Fólk segir til dæmis oft „hann er bara verkamað- ur“, eða annað í þá áttina. Ég tel þann mann heiðursmann í starfi, sem vinnur verk sitt vel, hvers kyns sem það er. Úti í atvinnulífinu er langt frá því að jafnrétti sé ríkjandi á milli kynja. Konur hafa jafnrétti í orði, en verða að berjast fyrir því að hafa það á borði, því enginn réttir þeim það upp í hendurnar. Ég er sannfærð um það að mun auðveldara er fyrir karlmenn að fá sig hækkaða upp um launaflokka en konur, en ein helsta meinsemdin í þessu sambandi er sú að konur eru ekki nógu vakandi fyrir þessu og barátta þeirra lendir allt of oft í nöldri og verður þá lítið úr henni. En ef á heildina er litið, þá eru það konurnar sem eru í erfiðustu störfunum, og hafa lægstu launin." „Sterkt stéttar- félag getur allt” Erla Hatlemark flugfreyja sagði að verkalýðshreyfingin speglaði vel þjóðfélagið eins og það er f dag. Samkvæmt lögum og reglugerðum væri jafnrétti ríkj- andi í landinu og reynt væri að fara eftir því, en því miður væri þvi þannig farið í raun og veru að ekki væru allir jafn réttháir.“ „Þetta kemur fram bæði hvað snertir laun og eins í mismunandi starfsaðstöðu kynjanna. Fram hjá þeirri staðreynd verður ekki litið að mjög mikið launalegt misrétti er nú ríkjandi í þjóðfélaginu og mjög mikið misrétti er milli kynj- anna. Það vita allir að húsmóðir, sem notað hefur sín bestu ár til þess að sinna börnum og heimili, hefur ekki sömu atvinnutækifæri og karlmaður, sem á sama tíma hefur getað öðlast bæði menntun og starfsreynslu. Þjóðfélagið met- ur ekki starfsreynslu húsmóður- innar, þegar út á atvinnumarkað- inn er komið. Sú húsmóðir, sem þjóðfélagið álítur góða og ekki hefur þörf fyrir barnaheimili og annað slíkt, fær sitt starf á engan hátt metið, þegar hún þarf á því að halda. Greinilegur munur er á því hvernig störf einstakra stétta eru metin af heildinni, og ég held að það sé óhætt að segja að ekki sé það tíminn og atorkan, sem þú leggur í vinnuna, sem sé metið. Launin eru heldur ekki alltaf greidd eftir menntun eða starfs- reynslu, og er í rauninni erfitt að gera sér grein fyrir því hvaða mat lagt er á vinnuna, þegar hún er metin til launa. Ef til dæmis væri tekið tillit til framleiðslunnar ættu þeir sem vinna við fiskiðnað að vera með einna hæstu launin, því þeirra störf eru undirstaða velmegunar í landinu. Ef við lítum á stöðu flugfreyj- unnar í atvinnulífinu, þá held ég að óhætt sé að segja að hún sé nokkuð vel á vegi stödd miðað við aðrar konur í þjóðfélaginu. Félags- lega eru flugfreyjur mjög sam- heldnar og hefur það orðið til þess að við höfum fengið meiru áorkað en ella. Sem dæmi um þetta má geta þess að þegar ég hóf störf sem flugfreyja fyrir um það bil 13 árum var konu sagt upp, ætti hún von á barni, og fékk hún ekki loforð um endurráðningu. Þetta er að mínu mati mjög gott dæmi um misrétti, því ekki var flugþjóni sagt upp ef konan hans átti von á barni. I dag eru flugfreyjur nokk- uð vel á vegi staddar hvað þetta snertir og fáum við þriggja mán- aða laun og getum auk þess tekið okkur ólaunað frí, bæði fyrir og eftir barnsburð. Það þykir ekki æskilegt að kona sem komin er langt á leið, starfi sem flugfreyja, því hún er þá ekki jafnhæf til þess að gegna starfi öryggisvarðar og áður. I því sambandi fyndist okkur ekki óeðlilegt að við fengjum lengra launað frí, vegna þess að vinnan krefst þess að við tökum okkur lengra barnsburðarfrí en aðrar stéttir. Hvað flugfreyja helst lengi í starfi byggist alveg á því hvernig aðstæður hún hefur innan fjöl- skyldunnar. Vinnutíminn er mjög óreglulegur, þannig að ekki er hægt að notfæra sér venjuleg barnaheimili. Flugfreyjur hafa mjög verið gagnrýndar fyrir það, hvað þær eru mikið að heiman, og þær sinna því ekki heimili og börnum sem skyldi, en að mínum dómi kemur flugfreyjustarfið alls ekki niður á uppeldi barnanna. Við höfum góð frí á milli þess sem við erum að heiman, og þá gefst góður tími til að vera með börnunum. Þess á milli hefur faðirinn mun betra tækifæri til þess að vera með börnunum sínum og kynnast þeim en á heimilum, þar sem móðirin er ríkjndi aðilinn í barnauppeldinu. Viðhorfin til flugfreyju hafa mjög mikið breyst á þeim 13 árum sem ég hef verið í starfinu. Áður var frekar ráðið eftir útlitinu en þeirri menntun sem viðkomandi hafði. Til dæmis má geta þess að stuttu eftir að ég byrjaði var ákveðið að aldurstakmark hjá flugfreyjum Loftleiða væri 35 ár, þ.e. eftir þann aldur var konan ekki talin hæf til að gegna sínu starfi sem flugfreyja. Það hefði þótt fráleitt að setja þessi skilyrði hjá öðru starfsfólki fyrirtækisins, eins og til dæmis hjá stjórnar- mönnum eða skrifstofustúlkum, en þessar hugmyndir spegla vel það viðhorf, sem var til flugfreyja hér áður fyrr. Sem betur fer var fallið frá þessari reglu, því það gefur auga leið að aldur flugfreyjunnar skiptir ekki máli á meðan hún getur unnið sitt starf. Það mat sem lagt hefur verið á flugfreyjur fram til þessa hefur verið afskap- lega hégómlegt, en auðvitað er það fráleitt að ætlast til þess að ein stétt í þjóðfélaginu sé sífellt, grönn og ung. Flugfreyjur þurfa að fá að vera manneskjur eins og aðrar stéttir þjóðfélagsins. Hægt og sígandi hefur ásókn karlmanna aukist í starfið og á hverju ári sækja nokkrir karl- menn um. í flugfreyjufélaginu er ekki gert upp á milli kynjanna og held ég að almenningur í landinu líti sömu augum á flugþjóna og flugfreyjur. Það er helst þegar við fljúgum með útlendinga að íitið er á flugþjón sem eins konar yfir- mann.“ SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.