Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1979 VERKAMENN GEGN GULAGINU Yladimir A. Klebanov Frjálst verkalýðssamband sovézkra verkamanna eru fyrstu sjálfstæðu verkamannasamtökin í Rúss- landi síðan á árunum fyrir 1930. Félagar þess eru hundeltir af útsendurum sovézku skrifstofustjórnar- innar. Leiðtogi hreyfingarinnar er Vladimir Alex- androvich Klebanov, námuverkfræðingur frá Úkra- ínu. Svipmynd af honum, sem birtist hér með, er eftir Olgu Semyonova, sem nýlega sendi frá sér bók um stjórnarandstæðinga í Sovétríkjunum („Workers against the Gulag“). Klebanov hefur orðið að þola margt. Síðan 1968 hefur honum verið drrtslað úr fangelsi í geð- sjúkrahús og úr geðsjúkrahús- um í fangelsi. Honum er nú haldið öðru sinni í hinu ill- ræmda, „Sérlega geðsjúkrahúsi Dnepropetrovsk". Leonid Piyushch var þar 1973— 76: „Flestir íbúar Sérlega geð- sjúkrahússins Dnepropetrovsk eru andlega brenglaðir — morð- ingjar, nauðgarar, skríll. Þar eru um 60 pólitískir fangar, aðallega andlega heilbrigt fólk... Viðurstyggð vitlausra- sjntalans heltók mig frá byrjun. A göngunum voru fleiri sjúkl- ingar en rúm. Mér var komið fyrir sem þriðja manni á tveim- ur rúmum sem hafði verið ýtt saman. Einn maður var með tunguna lafandi út úr sér, annar iðnaði og stjórninni — að endir yrði bundinn á mútur, rangar úthlutanir úr húsnæðissjóðum og svo framvegis. í tíu ár stóð ég fyrir sameiginlegum kvörtunum og safnaði undirskriftum verka- manna." Ritið „Kol Úkraínu" opinbert málgagn námumálaráðuneytis Úkraínu, styður fullyrðingar Klebanovs mörgum dæmum. Ráðherrarnir og flokksstarfs- mennirnir viðurkenna sjálfir að vélvæðing sé skammt komin og öryggisráðstafanir ónægar. A ráðstefnu 1968 viðurkenndi að- stoðarráðherra að „það væru margar námur í Úkraínu þar sem slakað hefði verið á barátt- unni gegn vinnuslysum", þar sem „látið væri hjá líða að fara eftir öryggislögunum", þar sem „vélar væru settar í gang í sem Rússar hræðast ranghvolfdi augunum, sá þriðji gekk um gólf óeðlilega hokinn. Sumir lágu og veinuðu af sárs- auka — þeir höfðu fengið súlfúr- innspýtingu. Þeir útskýrðu fyrir mér að þeim hefði verið refsað fyrir slæma framkomu." Plyushch var þarna fyrir and- ófsskoðanir. En Klebanov var ekki menntamaður, ekki and- stæðingur sovézku stjórnarinn- ar. Hann var þar fyrir að vera verkalýðsleiðtogi sem tók starf sitt alvarlega. Klebanov er námumaður. Hann er frá Donbas í Suð- ur-Úkraínu. Donbaskolasvæðið er það mikilvægasta sem um getur í Sovétríkjunum: 300,000 námamenn starfa þar. I heima- bæ Klebanovs, Makeyevka, eru 15 námur, sem framleiða 15 milljónir lesta af kolum á ári. Fyrstu stóru námurnar, Sofia og Ivan, voru nýttar á árunum eftir 1880; fyrsta mikla verkfallið hófst 1892. Árið 1905 börðust námamennirnir í Makeyevka við Kósakkahermenn með hökum og sveðjum. Árið 1917 var þetta einn fyrsti staðurinn þar sem kosið var verkamannaráð. Klebanoy var því að halda áfram langri hefð verkalýðsbar- áttu þegar hann fór að mótmæla „grófum brotum á vinnulöggjöf- inni“ í Makeyevka-námunum 1958 sem verkalýðsleiðtogi og seinna sem verkstjóri. Hann segir: „Ég krafðist þess að laun væru rétt greidd og sérstaklega krafðist ég þess, að hætt yrði að fela vinnuslys í opinberum skýrslum, að slys og örkuml væru rétt flokkuð og að námu- menn fengju viðeigandi skaða- bætur fyrir slys sem stöfuðu af mistökum stjórnar námanna. Ég krafðist þess, að mál væri höfðað gegn glæpamönnum sem ræna mikilvægu efni — mönn- um í mikilvægúm embættum í hættulegu ásigkomulagi". Yfir- lit, sem var gert 1978, leiddi í ljós að 65% dýpri námanna í Donbas væru „stórhættulegar" og þar var mælt með því að tekin yrði upp tækni til að draga úr gaseitrun sem var tekin upp á Vesturlöndum 1943. Allan síðasta áratug og allan þennan áratug var skorað á verkamenn á ráðstefnum að eiga frumkvæðið að því að hvetja til bættra vinnuskilyrða. Þetta gerði Klebanov og komst að raun um að viðleitni hans féll ekki í kramið hjá forstjórunum, sem hugsuðu um hagnað. Frá 1958 „hundeltu þeir mig skipu- lagsbundið — þeir reyndu að svipta mig starfi nokkrum sinnum af ástæðulausu, þeir rituðu rógskýrslur um mig til KGB. í nóvember 1969 meiddist hann í andliti. „Stjórn fyrirtæk- isins lét sem þetta væri óheppi- legt slys sem væri ekki henni að kenna. Þótt sjón mín skaðaðist verulega var ég neyddur til að vinna neðanjarðar." Hann hélt áfram að kvarta yfir misferli í námunum. Árið 1965 sannaði þungaiðnaðarráðuneytið kvart- anir hans, en ekkert var gert. Á meðan hafði stjórnin orðið sér úti um dómsúrskurð: „Klebanov er með geðsjúkdóm sem tekur á sig mynd ofsóknarbrjálæðis... Þess vegna hefur hann sem verkamaður í námunum staðið fyrir kvörtun- um alveg síðan 1958 og sagt að stjórnin hafi svikið verkamenn- ina um kaup.“ I janúar 1965 var hann rekinn. Hann var atvinnulaus í næstum þrjú ár. í marz 1967 fékk hann geðlækni til að ógilda sjúkdóms- greininguna um ofsóknarbrjál- æði og í desember fékk hann starf ofanjarðar. Eftir Olga Semyonova Klebanov hafði unnið fyrstu lotu. En 1968 kom aftur til vandræða í námunni. Makeyevka-námurnar höfðu þrjú ár í röð unnið „Leníns- borðann" fyrir mikinn arð, sem þær höfðu skilað. Þetta tókst með „samstilltu og auknu vinnu- átaki" — með því að forðast öll útgjöld og reka vinnuaflið óspart áfram. Á sama tíma var tekið upp „nýtt kerfi skipulagn- ingar og efnahagsörvunar" og ný aðferð við að verðleggja kol, sem hafði áreiðanlega áhrif á útreikning á kaupi verkamanna (allir sovézkir verkamenn starfa eftir verðlagsvísitölu). Afleið- ingin var hálfgerð uppreisn í námunni, þar sem Klebanov virðist hafa gegnt forystuhlut- verki. Hann var handtekinn 12. september, ákærður fyrir að „rægja sovézka ríkið" og fluttur í Donetskfangelsið. Kúgunin, sem fylgdi í kjölfarið, varð meðal annars til þess að mörg hundruð námamenn voru fluttir í aðrar námur; sumir voru neyddir til að vinna við svo hræðileg skilyrði að þeir neydd- ust til að hætta námamanns- starfinu. Klebanov var í átta fangeisum og geðsjúkrahúsum á árunum 1968—73. Daginn sem hann var handtekinn gerði hann hungur- verkfall. Hann var fluttur í einangrunarklefa í kjallaranum. Ábreiða hans og dýna voru fjarlægð. „Það voru engar gler- rúður á klefaglugganum. Það var rakt inni... kaldur septem- bervindurinn næddi inn. Annan daginn var ég barinn... af lágt settum yfirmanni í MVD (inn- anríkisráðuneytinu), sem hlekkjaði mig á höndum og fótum, henti mér síðan á gólfið og fór að sparka í mig.“ Þeir reyndu að fá hann til að borða með því að setja með honum í klefa þjóf, sem hafði verið í löngu hungurverkfalli. „Hann leit hræðilega út. Eins og beinagrind... svona menn sjá- um við aðeins á kvikmyndum um þýzku fangabúðirnar." Tuttugu dögum síðar var Klebanov hlekkjaður og matað- ur með gúmmíslöngu, sem olli varanlegum nefskemmdum. Loks hætti hann hungurverk- fallinu af því „enginn vissi um það“.- í febrúar 1969 var hann færður í Sérlega geðsjúkrahúsið Dnepropetrovsk. Á leiðinni rændu sjúkraliðar hann. Þeir sögðu honum að hann hefði ekkert með eigur sínar að gera úr þessu: „Þú sleppur ekki þaðan lifandi." „Starf geðlæknanna var að lemja úr höfðinu á mér það sem var þjóðfélagslega hættulegt... sem verkalýðsleið- togi hafði ég gagnrýnt stjórn- ina. Þetta var að „grafa undan valdi þeirra“.“ I Dnepropetrovsk hætti Kleb- anov ekki að berjast. Hann krafðist framfærslueyris fyrir fjölskyldu sína. Konu hans var sagt að hún gæti fengið hann með einu skilyrði; ef hún viður- kenndi að eiginmaður hennar væri andlega vanheill, annarz yrði hún að svelta og þola algera örbirgð. Loks í janúar 1973 úrskurðaði Hæstiréttur Úkra- ínu að Klebanov skyldi látinn laus. En þar með var erfiðleik- um hans síður en svo lokið. Þegar hann reyndi að fá atvinnu var annaðhvort við hann sagt „þú ert brjálaður" eða „það er engin staða laus“. „Ekki eitt einasta fyrirtæki vildi ráða mig af því að í Vinnubókinni mir.ni stóð „rekinn í sambandi við handtöku". „Að lokum tókst honum 1975 að fá takmarkaðar skaðabætur frá fyrirtækis- stjórninni, en honum var enn neitað um vinnu og hann fór til Moskvu til að bera mál sitt upp þar. Þar vildi enginn hlusta á hann. En í biðstofum æðstu stofnana ríkisins og flokksins komst Klebanov að því, að hann var ekki einn. I hinum löngu biðröðum stóðu „heiðarlegir verkamenn sovézks þjóðfélags", sem eins og honum hafði verið „hent út fyrir verksmiðjuhliðin" fyrir að dirfast að kvarta. Að frumkvæði hans tóku þeir sig saman og skipulögðu sameigin- legar bænaskrár: Við erum sovézkir borgarar frá ýmsum bæjum Sovétríkj- anna — sameinaðir í beiskju. Við höfum verið reknir og okkur hefur verið meinað að sjá okkur farborða... fyrir að mótmæla þeim sem sólunda sósíalistísk- um eignum, lélegri vinnuað- stöðu, lágum launum, tíðum vinnuslysum, auknum og hrað- ari vinnuafköstum... stöðugri hækkun á verði undirstöðu lífs- nauðsynja og matvæla... eina svarið sem við fáum við tilmæl- um okkar eru stöðugar ofsóknir... hundur hefði ekki þolað þá auðmýkingu og þann aðhlátur sem við höfum orðið að þola.“ 1. febrúar 1978 gáfu þeir út reglur hins Frjálsa verkalýðs- sambands sovézkra verka- manna. Það stóð opið öllum verkamaönnum, iðnlærðum eða ólærðum, úr öllum greinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.