Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ1979 Miðað við núverandi aðstæður stefna allir lífeyrissjóðir landsins í hreint gjaldþrot LÍFEYRISÞEGAR almennra lífeyrissjóða eru nú orðnir það vel settir borið saman við lífeyrisþega úr lífeyrissjóði opinberra starfsmanna, að nálega sama verðtrygging gildir nú hjá báðum aðilum. Þó er munur þar á, Þar sem réttindi, sem félagar almennu lífeyrissjóðanna skerðast við núgildandi reglur séu þau áunnin fyrir árið 1970 og eins fyrir 55 ára aldur. Þá er verðtrygging almennra lífeyrissjóða ekki tryggð með lögum eins og verðtrygg- ing lífeyrisgreiðslna úr lífeyrissjóði opinberra starfs- manna. í grófum dráttum má segja, að lífeyrisgreiðslur frá lífeyrissjóði opinberra starfsmanna gefi lífeyr- isþegum um 2% á ári hverju, þannig að hafi maður greitt í 30 ár í sjóðinn fær hann, þegar hann hættir starfi, 60% af þeim laun- um, sem fylgja starfi hans. í almennu lífeyrissjóðunum er þetta hlutfall 1,8% á ári, sem þýðir að eftir 50 ára starf fær starfsmaður um 54% af launum sínum áfram. Þetta hlutfall gildir þó aðeins fyrir þá, sem engin réttindi höfðu áunn- ið sér fyrir árið 1970, þar sem reglur gera ráð fyrir að áunnin réttindi til þess tíma veiti tak- markaðan rétt til greiðslna. Á Islandi munu nú starfandi 94 lífeyrissjóðir, sem eiga sér mjög mismunandi forsögu. Hinir elztu voru stofnaðir á vegum ríkis og bæja um 1920 og í kjölfarið fylgdi stofnun sjóða á vegum fyrirtækja um 1930. Upp úr 1950 hófst svo stofnun lífeyrissjóða á vegum stéttarfélaga og samtaka atvinnu- rekenda, sem náði hámarki 1970 með stofnun hinna almennu lífeyr- issjóða. Flestir þessara lífeyris- sjóða eru annað hvort í Landssam- bandi lífeyrissjóða eða Sambandi almennra lífeyrissjóða. Fyrr- nefnda sambandið telur 48 lífeyrissjóði en hið síðarnefnda 24. Allir þessir lífeyrissjóðir, 94 að tölu, hafa meira eða minna ólíkar reglugerðir. Um lífeyrissjóði eru ekki í gildi nein lög, en flestir félagsmenn þeirra fá lífeyri frá umsjónarnefnd eftirlauna, sem starfar samkvæmt lögum nr. 68 frá 1971. I.ðg og reglur, sem um þessi mál fjalla, eru mjög flókin og segja fróðir menn, að aðeins séu örfáir menn í landinu, sem skilji þetta kerfi til hlítar og er það einkum, þegar tekið er tillit til laga um almannatryggingar. Er það alls ekki á færi almennings að geta gert sér grein fyrir því hvar lífeyrisþegi eigi rétt á lífeyri og hvort sú upphæð, sem hann fær sé rétt. Vafalítið á fjöldi manna rétt á lífeyri, sem hann nýtir sér ekki. I skýrslu stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er reynt að gera grein fyrir þeim frumskógi reglna, sem gilda um þessi mál. Sem dæmi má nefna að Tryggingarstofnun ríkisins greiðir nú hátt á þriðja tug tegunda lífeyris. I skýrslunni segir m.a., að launþegar geti vænzt þess að fá lífeyri frá þremur stofnunum, ef ákveðnum skilyrð- um sé fullnægt. Þessar stofnanir eru: Tryggingastofnun ríkisins, lífeyrissjóður stéttarfélags, fyrir- tækis, ríkis eða bæjar og frá umsjónarnefnd eftirlauna. Aðrir landsmenn geti vænzt þess að fá lífeyri frá Tryggingastofnun ríkis- ins og jafnvel frá lífeyrissjóði stéttarfélags, fyrirtækis, ríkis eða bæjar. Helzti lífeyrir, sem Trygginga- stofnun ríkisins greiðir, er ellilíf- eyrir, sem þeir fá, er orðnir eru 67 ára, enda hafi þeir búið í landinu í 3 ár. Örorkulífeyri fá þeir, sem eru öryrkjar til langframa og búið hafa í landinu í 3 ár. Ekkjulífeyri fá ekkjur, sem orðnar voru 50 ára við lát mannsins og búið hafa í landinu í 3 ár. Barnalífeyrir er greiddur barni, ef foreldri er látið eða er öryrki og barnið eða foreldri hefur búið hér á landi í 3 ár. Umsjónarnefnd eftirlauna veitir ellilífeyri þeim, sem orðinn er 70 ára og hættur er að vinna eða er 75 ára. Auk þess þarf viðkomandi að hafa verið 10 ár í starfi eftir 1955, sem núna veitir aðild að lífeyris- sjóði. Þá greiðir nefndin örorkulíf- eyri þeim, sem varð minnst 40% öryrki eftir 1971 og á rétt á örorkulífeyri úr lífeyrissjóði. Makalífeyri greiðir nefndin til maka þess, sem féll frá eftir 1. janúar 1970, enda hafi viðkomandi verið 5 ár í starfi eftir 1955 — eða eftir 55 ára aldur, sem núna veitir aðild að lífeyrissjóði. Þá þarf viðkomandi og að uppfylla það skilyrði að vera félagi í stéttarfé- lagi og vera fæddur 1914 eða fyrr. Umsjónarnefnd eftirlauna var stofnuð með samkomulagi, sem gert var á árinu 1969, en þá voru eftirlaun úr lífeyrissjóðum mjög léleg. Var þá ákveðið að nefndin skyldi greiða þeim uppbót á lífeyri, sem gátu ekki öðlazt rétt hjá hinum nýstofnuðu lífeyrissjóðum og breyttist hann einu sinni á ári. Hækkar hann hlutfallslega eins og meðaltal launa síðustu 5 ára miðað við 4. taxta Dagsbrúnar. A árinu 1976 var samþykkt að greiða upp- bót á þennan lífeyri, þannig að hann hækkar tvisvar á ári, í byrjun hvers árs og um það mitt eins og laun samkvæmt 4. taxta Dagsbrúnar. Enn breyttist þetta á árinu 1977, er samþykkt var að breyta verðtryggingunni fjórum sinnum á ári. Atvinnuleysistrygg- ingasjóður greiðir % hluta lífeyris umsjónarnefndar, en ríkissjóður greiðir V\ hluta. A árinu 1976 var ákveðið að lífeyrissjóðir landsins skyldu greiða 4% af iðgjöldum sínum í sameiginlegan sjóð, sem færi síðan til greiðslu ofangreindr- ar uppbótar. I fyrstu greiddi þessi sameiginlegi sjóður um 70% upp- bótarinnar, en það hlutfall mun nú vera komið niður í um 50%. Taki menn eitthvert meðaltals- dæmi um greiðslur lífeyris, má gera ráð fyrir að óverðtryggður lífeyrir frá lífeyrissjóði geti verið t.d. 11 þúsund krónur. Umsjónar- nefndin myndi greiða 13 þúsund og uppbótin úr sameiginlegum sjóði lífeyrissjóðanna væri 29 þúsund krónur eða samtals 53 þúsund. kr. Ellilífeyrir og tekjutrygging gæti að meðaltali verið um 100 þúsund krónur, en þannig gæti lífeyrisþegi náð 156 þúsund krónum á mánuði. Ef um hjón væri að ræða gæti greiðslan farið í um 209 þúsund krónur á mánuði. Satt bezt að segja, þá munu lífeyrisþegar aldrei áður hafa haft jafnmikinn lífeyri miðað við ráðstöfunarfé vinnandi fólks og einmitt nú. Er það í sjálfu sér vel, en hvað þá um sjóðina? Miðað við núverandi kerfi, stefna allir lífeyrissjóðir landsins í hreint gjaldþrot og miðað við sömu verðbólguþróun verða þeir allir gjaldþrota um aldamótin eða á næstu 50 árum eftir það. Fyrstir falla í valinn þeir lífeyrissjóðir, sem hafa þunga greiðslubyrði. Einn lífeyrissjóður er nú mjög nálægt gjaldþroti, Lífeyrissjóður ljósmæðra, sem er lítill sjóður með höfuðstól á árinu 1978, sem nam um 3,6 milljónum króna. Sjóður- inn hafði þá minnkað um 250 þúsund krónur frá árinu 1977. Á árinu 1977 varð hins vegar eigna- aukning hjá sjóðnum, sem nam um 100 þúsund krónum. Talið er lík- legt, að þessi sjóður verði uppur- inn og gjaldþrota eftir 4 til 5 ár og greiðir hann þó engan verðtryggð- an lífeyri. Gera má ráð fyrir að tap sjóðsins verði um ein milljón þetta ár. Engar breytingar á lífeyrismál- um hafa orðið upp á síðkastið eða frá því á árinu 1977, er samkomu- lagið um verðtryggingu lífeyris hinna almennu lífeyrissjóða var framlengt til tveggja ára. Á það nú að renna út í lok þessa árs. Hvað þá gerist, veit enginn í raun. Á árinu 1978 gerði Guðmundur H. Garðarsson varaþingmaður til- raun til þess að þoka þessum málum áfram. Endurflutti hann frumvarp sitt um Lífeyrissjóð íslands á Alþingi ásamt þing- mönnunum Oddi Olafssyni, Eyjólfi Konráð Jónssyni og Guðmundi Karlssyni. Frumvarpið náði ekki fram að ganga. I frumvarpinu var gert ráð fyrir stofnun eins lífeyris- sjóðs, sem leysa skyldi alla gömlu sjóðina af hólmi, en þeir eru allir uppsöfnunarsjóðir og því í óða- verðbólgu mjög vafasamir eins og áður er að vikið. Þessi lífeyrissjóð- ur allra landsmanna var byggður upp á allt annarri hugmynd, svo- kölluðu gegnumstreymi, þ.e. að iðgjöld hvers tíma yrðu notuð til þess að greiða lífeyri beint til lífeyrisþeganna. Höfuðmarkmið sjóðsins samkvæmt greinargerð með frumvarpinu var: að tryggja öllum, sem komnir eru á ellilífeyr- isaldur að lokinni starfsævi viðun- andi og mannsæmandi lífsviður- væri; að veita örorkulífeyrisþegum öryggi og viðunandi tryggingabæt- ur; að auka barnalífeyri og bæta stöðu þeirra, sem verr eru settir í þjóðfélaginu; að tryggja konum fæðingarlaun og að einfalda lífeyr- iskerfi þjóðarinnar og útrýma misrétti. I umræðu um frumvarpið kom fram, að tryggingaráðherra lofaði frumvarpi um eftirlaun til aldr- aðra fyrir árslok 1978 og frum- varpi um einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn fyrir þinglok. Ann- að hefur ekki gerzt í þessum málum. Fjöldi lífeyrisþega, sem eru 67 ára og eldri, er nú 8,3% þjóðarinn- ar eða um 18 þúsund manns. Segja má að þeir sem yfirleitt fá lífeyri séu sæmilega settir í þjóðfélaginu í dag, a.m.k. betur settir en oft áður. Hins vegar er fjöldi þjóðfé- lagsþegna illa settur í dag, svo sem margir öryrkjar sem hafa ekki enn náð 67 ára aldri. Örorka þeirra er kannski ekki nægilega mikil til þess að þeir fái fullan lífeyri. Mun talsvert vera af slíku fólki, einkum konum sem hljóta að eiga þá ósk heitasta að ná sem fyrst 67 ára aldri — þá ættu fjárhagsáhyggjur þessa fólks að minnka eitthvað. — mf. Helga Jónsdóttir ellilífeyrisþegi: „Yæri ánægð, ef allt væri ekki rifið af mér aftur” „ÉG ER í sjálfu sér ánægð með þær lífeyrisgreiðslur, sem ég fæ,“ sagði Helga Jónsdóttir húsfrú, Holtsgötu 1, er Morgunblaðið ræddi við hana einn góðviðrisdaginn f vikunni. Helga var þá að fara út í garðinn sinn til þess að hefja vorverkin, þótt hún sé 83ja ára að aldri. „En þótt ég sé ánægð með greiðslurnar sjálfar, er ég mjög reið stjórnvöldum, sem taka þetta allt aftur í sköttum og skyldum,“ sagði Helga. Helga hefur í lífeyri samtals 120 þúsund krónur á mánuði og 690 krónum betur. Hún á engin réttindi í lífeyrissjóði, fær í ellilífeyri 54.400 krónur, í tekju- tryggingu 49.970 krónur og í uppbót 16.320 krónur. Þetta segist Helga vera ánægð með, en hún segist jafnframt vera mjög reið fjármálaráðherranum Tóm- asi Árnasyni, sem sagt hefði, að allir þyrftu að leggja hart að sér — þá hafi verið um að gera að hækka gjöldin á gamla fólkinu. Eftir að lagður hafði verið á hana 275.292 króna fasteigna- skattur hækkaði ríkisstjórnin eignaskattinn með sérstökum eignaskattsauka um 50 þúsund krónur. Helga sagðist hafa kært og fengið 16 þúsund króna nið- urfellingu. „Mér er ekki nokkur leið að halda þessari fasteign minni við. Á meðan maðurinn minn lifði, tókst okkur að halda húsinu nýmáluðu og halda eign- inni við. Mér var nauðugur einn kostur til þess að bjarga verð- mætum að álklæða þakið í fyrra. Ég skulda auðvitað enn fyrir það verk og í sumar þyrfti ég að láta mála húsið.“ Helga Jónsdóttir sagði að- spurð er Morgunblaðið hafði Helga Jónsdóttir orð á því hvernig hún drægi fram lífið: „Með hagsýni slæ ég í gegn, en dýrtíðin er mikil. Að mínu mati er hún heimatilbúin og tel ég að veita þurfi skrif- stofufólki bæði h’á borg og ríki meira aðhald. Það ættu stjórn- málamennirnir miklu fremur að gera, heldur en segja við gamla fólkið að það eigi bara að fara í minna húsnæði. Hvað á ég þá t.d. að gera við allt mitt dót? Þetta er hvorki hagsýni né mannúð og engin lausn á vanda- málinu. Um það leyti sem fjár- málaráðherrann lét einhver slík orð falla til gamla fólksins, voru launin hækkuð hjá ráðherrun- um. Það er kannski þess vegna, sem gamla fólkið getur ekki fengið að vera og búa í eigin eign. Helga býr í húsinu sínu ásamt dóttur sinni, sem átt hefur við vanheilsu að stríða. „Vegna þess að ég bý hér með dóttur minni, fæ ég t.d. ekki heimilisuppbót. Ef þetta væri ekki dóttir mín, heldur einhver óviðkomandi manneskja, sem hér byggi, fengi ég þessa heimilisuppbót.“ Þá sagði Helga okkur, að hún hefði leigt verzlunarhæðina fyrir 25 þúsund krónur á mánuði. Þetta væri ný leiga, en áður hefði hún leigt húsnæðið á 7 til 8 þúsund krónur. „Þessa trúðu yfirvöld ekki og sögðu bara að ég væri að svíkja undan skatti," sagði Helga Jónsdóttir og bætti við: „Já ráðherrar tala um dagheim- ili fyrir aldraða. Þeir ættu held- ur að gera því fólki kleift, sem á fasteign, að halda henni. Gamla fólkið á að fá að vera, þar sem því líður bezt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.