Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 6
54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1979
Viðtöl og myndir:
FRÍÐA PROPPÉ
Hvemig gengur
ungu fólki í dag að
eignast eigið húsnæði?
í tilefni dagsins var
leitað til ungs fólks
með þessa spurningu.
Kemur skýrlega í ljós á
svörum þess, að
grundvöllur þess að
húsnæðismálin séu í
lagi er, að atvinnuör-
yggi sé fyrir hendi og
í skipulagi bæja og
borga sé gert ráð fyrir
ungu fólki og þeirra
þörfum.
Framkvæmda-
stjóri BYGGUNGS -
byggingarfélags ungs
f ólks — í Mosf ellssveit
segir í viðtali við
hann hér til hliðar, að
baráttumál verkalýðs-
hreyfingarinnar ætti
að vera að koma
raunhæfu verði á
fasteignir. „í því felst
bezta kjarabótin“, seg-
ir hann. En látum
unga fólkið sjálft
skýra srn sjónarmið.
Byggingasamvinnufélag
ungs fólks í Mosfellssveit —
BYGGUNG — var stofnað
1977. Frá stofnum þess hefur
félagið byggt 19 raðhús og er
afhendingu þeirra senn lokið.
Félagið hefir nú fengið lóðaút-
hlutun fyrir 71 hús og hefur
þegar hafið byggingu 42
þeirra. framkvæmdastjóri
félagsins er Örn Kærnested
rafvirkjameistari. Hafði hann
eftirfarandi um féiagið að
segja:
„Félagið var stofnað af þeirri
ástæðu, að ungt fólk átti hér í
erfiðleikum með að eignast hús-
næði við sitt hæfi og varð margt
að flytjast til höfuðborgarinnar
vegna þessa. Erfiðleikar etu oft
hjá ungu fólki að finna hentugt
og ódýrt húsnæði og margt af
því þarf eftir giftingu að kúldr-
ast inni á heimilum foreldra
sinna, jafnvel um áraraðir.
Nokkur tortryggni ríkti í garð
á höfuðborgarsvæðinu gert slíkt
hið sama, að undanskilinni
Reykjavíkurborg. Fengum við
fyrst úthlutað 19 raðhúsalóðum
og síðan aftur 71 og höfum við
þegar hafið byggingu 42 þeirra.
Öll þau hús eru nú þegar seld.
Fyrirtækið rekur að mestu leyti
starfsemina sjálft. Fimmtán
starfsmenn eru hér í fastri
atvinnu og reynum við að hafa
vinnuna sem jafnasta."
Örn sagði að reksturinn
byggðist á að byggingarfram-
kvæmdir stæðust tímaáætlun.
Hver byggingaáfangi hefði
algjörlega sjálfstæðan fjárhag.
— Engu væri velt milli áfanga.
„Fjármögnun verksins fer
þannig fram, sagði Örn. „Þegar
félagið úthlutar íbúðum þá aug-
lýsum við og gefum síðan fólki
þriggja mánaða frest til að
greiða stofnframlag, sem er
20% af áætluðu heildar-
kostnaðarverði. Afgangurinn er
örn Kærnested.
mæti um eina eða eina og hálfa
millj. kr. í upphafi, sem er því
góð lyftistöng. í allflestum til-
fellum eiga tveir aðilar hlut að
máli og vinna þá baðir úti — svo
eru það húsnæðismálalánin.
Fæst þeirra hafa á þessum aldri
hlotið réttindi í lífeyrissjóðum."
Örn gaf dæmi um kostnaðar-
verð á íbúðum Byggung. Eru
þau birt hér annars staðar á
síðunni. Spurningunni um,
hvort hann sæi fram á
breytingar til bóta í húsnæðis-
málum ungs fólks á íslandi í dag
svaraði hann á þessa leið:
„Þær breytingar, sem ég vil
gera á byggingarstarfsemi í
landinu, eru á þá leið, að sem
flestir eigi kost á að eignast sitt
eigið húsnæði. Leiguhúsnæðis-
fyrirkomulaginu, sem sveitar-
félög og fleiri aðilar hafa unnið
upp á siðkastið, ætti að hætta. I
kjölfar þess myndu þróast öflug
bygg'ingarfyrirtæki og
„Raunhæft verð á fasteign-
um er bezta kiarabótin”
fyrirtækisins í fyrstu, en nú
eftir tveggja ára starf önnum
við engan veginn eftirspurn.
Félagið byggir hentugt húsnæði
fyrir ungt fólk, sem er að hefja
búskap, þ.e. allt frá 60 til 100
fermetra raðhúsa, sem flest eru
á einni hæð. íbúðir þessar geta
einnig hentað öldruðu fólki. sem
vill og þarf að minnka við sig.
Hreppsnefnd Mosfellshrepps
hefur sýnt okkur mikinn velvilja
og haft skilning á þörfinni og
reyndar hafa önnur sveitarfélög
greiddur með jöfnun mánaðar-
legum afborgunum á tveimur
árum, þó með 20% hækkunum á
6 mánaða fresti. Einnig höfum
við fengið svokölluð fram-
kvæmdalán hjá Húsnæðismála-
stjórn, sem er í raun fyrirfram-
greiðsla á húsnæðismála-
stjórnarlánum. Eg vil einnig
geta þess, að Búnaðarbankinn,
bæði útibúið hér í Mosfellssveit
og aðalbankinn, hafa veitt okkur
ómetanlega fyrirgreiðslu. Síðast
en ekki sízt má nefna þátt
fyrirtækja og verktaka, en þeir
aðilar hafa sýnt okkur mikið
traust með lánsviðskiptum og
góðum kjörum."
— Hvernig gengur unga fólk-
inu að standa í skilum?
„Það ánægjulegasta við
starfið er það, að unga fólkið
hefur undantekningarlaust allt
staðið í skilum, enda hafa fram-
kvæmdir gengið samkvæmt
áætlun. í flestum tilfellum er
þetta fólk u.þ.b. 20 ára að aldri.
Flest á það sparimerki að verð-
byggingarkostnaður lækka. Álit
mitt er það, að ef Húsnæðis-
málastjórn hætti lánastarfsemi
til byggingar leiguhúsnæðis og
veitti einstaklingum þeim mun
hærri lán, þá yrði það nánast til
þess að hver og einn gæti
eignast sitt eigið húsnæði og
raunverulegt verð kæmist á
fasteignir. Það ætti að vera
baráttumál verkalýðs-
hreyfingarinnar, því raunhæft
verð á fasteignum er bezta
kjarabótin."