Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ1979 53 „Sömu laun fyrir sambærilega vinnu” Steinunn H. Pétursdóttir skurðhjúkrunarfræðingur taldi að alls ekki væri ríkjandi jafn- rétti innan verkalýðshreyfingar- innar. „Ég held að verkfall starfstúlkn- anna á sjúkrahúsinu á Akranesi sýni þetta best. Þær vinna sam- bærilega vinnu og starfsstúlkur á barnaheimilinu og elliheimilinu á Akranesi, en fá samt mun lægri laun vegna þess að þær eru í Sókn en hinar eru í starfsmannafélagi bæjarins. Það er því augljóslega ekki sama í hvaða stéttarfélagi fólk er, launin geta verið mismun- andi, þrátt fyrir það að vinnan sé sambærileg. Þetta er að mínu mati alls ekki rétt, fólk á að fá sömu laun fyrir sambærilega vinnu." Steinunn sagði ennfremur að oft færi það eftir vinnuveitendum, hvort starfsfólk væri yfirborgað eða ekki. „Það gerist til dæmis mun oftar að fólk sem vinnur hjá einkaaðil- um sé yfirborgað, en þeir sem vinna hjá opinberum aðilum fá yfirleitt borgað eftir taxta. Mér finnst að það eigi alls ekki ‘að skipta máli hver vinnuveitandinn er, því allir eiga að fá sömu laun fyrir sambærilega vinnu. Það má líka geta þess að mis- munur hinna ýmsu starfsstétta kemur fram á fleirum sviðum en í launum. Það má til dæmis geta þess að hjúkrunarfræðingar eiga yfirleitt mjög auðvelt með það að fá dagvistunarpláss fyrir börnin sín, og á Landspítalanum þar sem ég vinn er rekið barnaheimili sérstaklega ætlað starfsfólki þar. Það er þó ekki allt starfsfólkið sem hefur rétt á að koma börnum sínum þar fyrir, því gangastúlk- urnar hafa til dæmsi ekki aðgang að dagvistunarplássum þar. Ég veit eiginlega ekki af hverju þetta stafar, en sennilega er það vegna þess að mikill skortur hefur verið á hjúkrunarfræðingum og er þetta ef til vill ein leiðin til að fá hjúkrunarfræðinga til starfa." Aðspurð að því hvort ríkjandi væri jafnrétti milli kynjanna inn- an verkalýðshreyfingarinnar sagði Steinunn að hún teldi að svo væri ekki. „Ég held að besta dæmið um misrétti milli kynjanna sé dæmið um gæslukonuna á Kópavogshæl- inu. Hún vann sömu vinnu og karlmennirnir gerðu en þar sem hún var kona var hún í Sókn en þeir voru í BSRB. Konan fékk því lægri laun og gekk málið svo langt að það fór fyrir rétt og vann hún málið, og er það mikill sigur fyrir okkur kvenfólkið að mínu mati og eiga ábyggilega fleiri konur eftir að berjast fyrir rétti sínum á svipaðan hátt. Ég veit eiginlega ekki hvað veldur því að konum er haldið niðri á þennan hátt, en ætli það sé ekki sama gamla sagan að konan eigi bara að vera heima og hugsa um börn og buru, en karl- maðurinn sé aftur á móti hæfari til að starfa úti á vinnumarkaðin- um. Konur hafa heldur ekki verið nógu duglegar að berjast fyrir rétti sínum, en þetta hefur þó mikið lagast á síðustu árum.“ „Laun aðstoðarfólks hjá tannlæknum ákaflega mismunandi” Erla Ingólfsdóttir er formaður nýstofnaðs félags, er nefnist FAT, þ.e. Félag aðstoðarfólks hjá tannlæknum. „Vegna þess að vinnan er svo mismunandi, eru launin mjög mishá, en kjarasamningar okkar hljóða upp á ákveðin lágmarks- laun. Lágmarkstaxtinn, sem sam- ið var um er 5. flokkur hjá V.R. og eru það því ákaflega lá laun. I reynd er það þó yfirleitt þannig að tannlæknar borga hærri laun en lágmarkstaxtinn segir til um. Fer það eftir vinnunni hver launin eru og hafa til dæmis þær aðstoðar- stúlkur, sem mikið vinna við stólinn hjá tannlæknunum, oftast hærri laun en þær sem vinna meiri skrifstofustörf, eins og að svara í símann og annað í þá áttina. Það er líka mjög mismun- andi hvaða menntun tannlæknar krefjast, þegar þeir ráða til sín starfskraft. Eins og ég sagði áðan, þá eru byrjunarlaun aðstoðarfólks hjá tannlæknum mjög léleg. Við vilj- um líta á fyrstu þrjá mánuðina sem eins konar námstíma, en eftir það eigi launin að hækka. Einnig vildum við koma því á að fyrsta árið í starfi sé námsár, og að þá gefist okkur tækifæri til að sækja ýmis námskeið okkur að kostnað- arlausu. Nú er það þannig að eftir að félagið var stofnað fyrir um það bil einu ári síðan hafa verið haldin nokkur námskeið í tengsl- um við starfið og hafa tannlæknar sýnt mjög mikinn skilning og samstarfsvilja í þeim efnum. Opinber fjárveiting hefur ekki fengist til þessara námskeiða enn sem komið er, þannig að þátttak- endur í þeim hafa þurft að borga sjálfir hluta kostnaöarins. Erlendis er þetta sjálfstætt nám og lærir aðstoðarfólk þá jafnhliða tannlæknum, þannig að í náminu læra þessir tveir aðilar að vinna saman, sem er mikill plús, þegar út í starfið er komið. Það má kallast undarlcgt að nú er enginn starfandi karlmaður í þessari starfsgrein. Þetta stafar kannski vegna launann, en ef VR taxtinn e raunhæfur, þá starfa til dæmis margir karlmenn í verslun- um þannig að launin ættu ekki að vera þeim hindrun. Ætli bað sé ekki bara gamall vani að teija það betur hæfa konum að starfa sem aðstoðarfólk hjá tannlæknum alveg eins og nú eru mun f! ir karlmenn starfandi sem tann læknar en konur, þrátt fyrir þa'' að tannlæknastarfið henti konun mjög vel.“ Augnlækn- ingatæki á Akranes- spítala Akranesi. 28. aprfl 1 GÆR afhenti Lions-klúbbur Akraness gjöf til sjúkrahusins. Það var augnsmásjá (corncal microscope) og augnmælir (opthalino meter). Eíríkur Bjarnason augnlæknir kemur hingað á sjúkrahúsið til starfa og skoðunar sjúklinga einu sinni í mánuði og koma þessi dýrmætu tæki þá að góðu haldi. Flugleiðir h.f. fluttu tæki þessi til landsins Lions-klúbbnum að kostnaðarlausu og ráðamenn tolla og skatta gáfu gjöld eftir. Fyrir- greiðslu þessa þakka þeir Lions-félagar og einnig Akurnes- ingum fyrir góðar móttökur í perusölunni í vetur. Vissulega þakka Akurnesingar Lions-félög- um fyrir framtakið. — Júlíus. Tökum lagið Ný vasasöngbók Bókaútgáfan IÐUNN hefur sent frá sér þriðju útgáfu vasa- söngbókarinnar TÖKUM LAG- IÐ. Þessi útgáfa er aukin og endurskoðuð, og annaðist Ási f Bæ hana. TÖKUM LAGIÐ geymir hátt á annað hundruð söngtexta. Bókin er 186 bls. í handhægu vasa- broti. Prenttækni hf prentaði. „Sjúkraliða munar um 3% hækkun” MÁLHILDUR Angantýsdóttur sjúkraliði á Landakoti taldi að hérlendis væri jafnrétti alls ekki ríkjandi. því launamismunurinn væri svo ofboðslegur milli ein- stakra starfsstétta. „Ég held að þessi mikli munur verði best útskýrður með því að taka áþreifanlegt dæmi úr at- vinnulífinu. Núgildandi kröfur til þess að verða sjúkraliði eru, að viðkomandi hafi menntun sem jafngildir tveimur bekkjum á hjúkrunarkjörsviði í Fjölbrautar- skóla. Þá fyrst er gengist undir sjúkraliðapróf Auk þess þarf að hafa sex mánaða starsreynslu. Þegar sjúkraliðar koma til starfa byrja þeir í launaflokki B-6 hjá ríkinu. Eftir þrjú ár komast þeir í B-7, eftir sex ár í B-8 og eftir 9 ár í B-9. Það tekur sjúkraliða fimmtán ár að komast í launa- flokk B-10 . í sjúkraliðastéttinni er kvenfólk í meirihluta, og því eru launin svona léleg. Aðeins hafa 20 karlmenn útskrifast sem sjúkraliðar af rúmlega 1200. Karlmennirnir flýja líka úr stétt- inni um leið og þeir sjá launin." „Ef við tökum svo fangaverði til samanburðar þá kemur í ljós að í þeirri stétt eru karlmenn í miklum meirihluta. Fangaverðir byrja á því að fara í launaflokk B-7, þar sem þeir eru í 0-6 mánuði og fara þá á námskeið sem tekur um 20 klukkustundir. Þá fara þeir í B-9. Eftir einhvern tíma fara fangaverðir á annað 20 klukkustunda námskeið og hækka þá upp í B-10. Ef fanga- verðir sleppa þessum tveimur námskeiðum, tekur það fimm ár að vinna sig upp í B-10.“ „Að mínum dómi er þetta greinargott dæmi um það mikla misrétti, sem ríkir á atvinnu- markaðnum. Það er fráleitt að sjúkraliði , sem skilað hefur 360 klukuustunda bóklegu námi þurfi fimmtán ára starfsreynslu til að komast í B-10, á meðan fanga- vörður, sem ekki fer á námskeið- in, er ég get um áðan, þarf ekki nema fimm ára starfsreynslu til að komast í B-10. Fangaverðir vinna vaktavinnu eins og sjúkra- liðarnir og eru í sama stéttarfél- agi, þ.e. SFR (Starfsmannafélagi ríkisstarfsmanna ). í þeim stétt- um sem karlmenn eru ríkjandi eru yfirleitt hærri laun.“ „Ég held að ein ástæðan fyrir þessum mikla mun sé sú að sjúkraliðar semja ekki sjálfir um sín launakjör. Við höfum aðeins einn fulltrúa í samningarnefnd- inni og þar sem karlmenn eru í meirihluta í félögum, ná þeir alltaf betri samningum. Þjóð- félagið byggir líka allt upp á því að það séu karlmennirnir sem hafi launin." „Það er ansi hart að á meðan starfsfólk sjúkrahúsanna getur ekki fengið leiðréttingu á sínum kjörum, fái menn eins og flug- menn og alþingismenn verulegar launahækkanir. Starfsfólk sjúkrahúsanna vinnur ekki síður þjóðþrifastörf, en hinir háu herrar og á því alveg eins heimt- ingu á að fá kjör sín bætt. Sjúkraliðum munar um þau 3% sem nú er verið að reyna að semja af þeim.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.