Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ1979 71 Lítið fer fyrir efndum loforðanna Morgunblaðið hafði samband við Karvel Pálmason, formann Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur og varaformann Alþýðusambands Vestfjarða og spurði hann, hvað hann vildi segja um stöðuna f kjaramálun- um. — Mér sýnist staðan núna sízt betri en hún var fyrir rúmu ári síðan, þegar febrúarlögin svoköll- uðu voru á döfinni. Og mér sýnist, að efnislega hafi verið beitt svip- uðum aðgerðum og áður af ríkis- stjórninni. Eg vil í fyrsta lagi benda á þaklyftinguna á vísitölunni hjá Karvel Pálmason. BHM og BSRB, að ég tali ekki um það reginhneyksli, þegar flugmenn fengu hækkun á mánaðarlaunum sínum sem var meiri en mánaðar- laun verkafólks. Og loks virðist nú framundan um eða yfir 100% hækkun hjá þeim, sem að mínu viti verða að teljast í hærri launa- stigunum, þar sem eru yfirmenn á farskipunum. Og meðan allt þetta er að gerast, er óspart beðið um það, að hinir lægst launuðu gefi eftir af sínum launum. Mér sýnist, að haldi fram sem horfir, sé það af og frá að verkalýðshreyfingin, ég tala nú ekki um láglaunafélögin, sitji aðgerðarlaus. Ég vil gjarna bæta því við, að ef stjórnvöld, hver sem þau eru, meina eitthvað með samráði eða samstarfi við verkalýðshreyfing- una, — og þá er ég fyrst og fremst að tala um almennu félögin innan ASÍ, — og ef þau ætlast til, að þessir hópar, sem eru innan þeirra, gefi eftir af launum sínum, þá er það sjálfsögð krafa, að byrjað verði ofan frá og þeir látnir gefa eftir fyrst, sem betur mega sín, en ekki að fara öfugt að, eins og mér sýnist vera gert núna. Annars breytir það kannski ekki miklu, hver launakjörin eru, ef það á að stöðva fiskveiðarnar svo og svo langan tíma það sem eftir er ársins. Það er augljóst, ef þessar aðgerðir koma til framkvæmda, að þá verður ekkert annað en at- vinnuleysi í sjávarplássunum að minnsta kosti. Kref jumst viður- kenningar sem stéttarfélag Morgunblaðið hafði samband við Karl Taylor, formann Starfs- mannafélags slökkviliðsmanna á Kefiavfkurfiugvelli og spurði hann um stöðuna f kjara- málunum. Fer svar hans hér á eftir: Starfsmannafélag slökkviliðs- manna á Keflavíkurflugvelli var stofnað árið 1968 og eru félags- menn um 60. í upphafi snerist starfsemin ekki svo mjög um launamál, heldur um ýmis önnur hagsmunamál félagsmanna. Stofnaður var lífeyris- og sjúkra- sjóður og verulegt átak gert í orlofsheimilamálum, en félagið á nú þrjú orlofshús að Valbjarnar- völlum í Borgarfirði. Kjör félagsmanna hafa til þessa verið ákveðin einhliða af kaup- skrárnefnd, sem er skipuð einum fulltrúa frá ríkinu og sinn hvorum frá Alþýðusambandi Islands og Vinnuveitendasambandi Islands. Kaupskrárnefnd hefur ákveðið kjörin á þann veg, að mið hefur verið tekið af kjörum slökkviliðs- manna í Reykjavík. Hins vegar er Karl Tayior erfitt að bera þessa starfshópa algjörlega saman vegna ólíkra aðstæðna. Lífeyrissjóðurinn hefur heldur ekki fengizt verðtryggður eins og hjá öllum öðrum slökkvi- liðsmönnum landsins. Þá hefur félagið skotið til kaupskrár- nefndar margs konar ágreinings- málum, sem upp hafa komið á vinnustaðnum en það hefur verið ófrávíkjanleg krafa félagsins að á vinnustaðnum skuli farið eftir íslenzkum lögum og venjum á vinnumarkaðinum. Oft hefur dregizt lengi að kaupskárnefnd taki til afgreiðslu þau mál, sem félagið hefur vísað til nefndar- innar. Slíkar afgreiðslur dragast jafnan í marga mánuði eða jafnvel árum saman. Má ljóst vera hversu fáránleg skipan mála þetta er og óviðunandi fyrir stéttarfélag að búa við. Félagið hefur unað því illa að vera ekki viðurkennt sem sjálf- stæður samningsaðili um gerð kjarasamninga. Lögum félagsins var því breytt fyrir þrem árum og þau sniðin eftir vinnulöggjöfinni. Félagið lítur því svo á, að það sé stéttarfélag í merkingu hennar. Utanríkisráðuneytið hefur hins vegar synjað okkur um samninga- viðræður um kaup og kjör og telur, að varnarsamningurinn sé vinnu- löggjöfinni æðri. Þannig standa réttarstöðumálin nú. Þar sem Starfsmannafélag slökkviliðsmanna á Keflavíkur- flugvelli hefur lítið kvatt sér hljóðs á opinberum vettvangi, þótti rétt að gera nokkra grein fyrir þessum málum. Við teljum, að hornsteinn kjarabaráttunnar sé frjáls samningsréttur og erum því andvígir hvers konar beinum af- skiptum ríkisvaldsins af þeim málum, eins og tíðkazt hefur á undanförnum árum. Slíkt leiðir aðeins til ófriðar á vinnu- markaðinum. Stjórn Starfsmannafélagsins sendir öllum launþegum landsins beztu kveðjur í tilefni dagsins. SEBRA KÚLUPENNAR NR.44 Agætir — Nýtískulegir — Á hagstæöu veröi Heildverzlun Agnar K. Hreinsson hf. PÓSTHÓLF 654 — SÍMI: 16382 — HAFNARHUSI ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Þl Al'GLÝSIR LM ALLT LAND ÞEGAR ÞL' Al'GLYSlR I MORGt’NBLAÐINL'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.