Morgunblaðið - 09.05.1979, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ1979
V
■
RÆKJUTOGARINN Dalborg írá
Dalvík er þes.sa dagana við
rækjuveiðar við Jan Mayen, en
íslenzkt skip hefur ekki áður
reynt rækjuveiðar á þessum slóð-
um. Samkvæmt upplýsinKum,
sem Mbl. aflaði sér í gær, hefur
skipið fengið góða rækju þá
daga. sem það hefur verið á
þessum slóðum.
Að sögn Jóhanns Antonssonar
framkvæmdastjóra á Dalvík er
alls ekki verið að flýja af miðum
hér við land með þessari tilraun.
— Við þekkjum möguleikana, sem
eru á veiði á þekktum miðum hér
við land, sagði Jóhann. — Undan-
farnar vikur hefur ís verið yfir
miðum okkar og þarna þrengir
ekki landhelgi að skipunum. Við
höfum brennandi áhuga á að vita
hvað er að gerast á þeim miðum,
sem við megum nýta og eins að
bera okkar skip og vinnubrögð
saman við skip annarra þjóða, en
um slíkt hefur ekki verið að ræða
hér við land, sagði Jóhann.
Ingvar Hallgrímsson fiskifræð-
ingur sagði í samtali í gærkvöldi
að rækjumiðin við Jan Mayen
hefðu ekki áður verið könnuð af
íslenzkum skipum, en Islendingar
hafa bæði veitt þar síld og loðnu.
Að sögn Ingvars hafa norsk skip
fengið ágætan rækjuafla við Jan
Mayen annað slagið, en aflabrögð-
in hafa þó ekki verið góð nema
annað veifið. Að sögn Ingvars eru
rækjuskipin að veiðum 10—40
mílur suðvestur af eynni, en þar er
4 mílna landhelgi. Hann sagði að á
þessum slóðum væru nú auk Dal-
borgar 4 norsk rækjuskip og 2
færeysk.
— Undanfarið hefur ís verið
yfir miðunum á Dohrnbanka og
víðar svo það var ekki óeðlilegt að
Dalborgin héldi á miðin við Jan
Mayen, sagði Ingvar. — En þó
slíkt hefði ekki komið til, þá tel ég
að það hafi verið mjög nauðsyn-
legt að við sýndum í verki að við
hefðum vilja og getu til að nýta
miðin í kringum eyna, sagði Ingv-
ar Hallgrímsson.
Bændur í Skagafirði:
Hraðað verði framkvæmd-
um við graskögglaverksmiðju
AÐALFUNDUR Slátursamlags
Skagfirðinga var haldinn á Sauð-
árkróki fyrir skömmu. Fjárhags-
leg afkoma fyrirtækisins á síð-
asta ári var góð, en í fyrsta skipti
síðastliðið haust var fyrirtækinu
veitt sláturleyfi án þess að und-
anþága kæmi til. Á aðalfundin-
um voru Eyjólfi Konráð Jónssyni
alþingismanni færðar sérstakar
þakkir fyrir veitta aðstoð við
uppbyggingu fyrirtækisins.
30 bændur úr Skagafirði sóttu
fund þennan og var sá seinagang-
ur, sem orðið hefur á byggingu
graskögglaverksmiðju í Vallhólmi
í Skagafirði, harmaður af við-
stöddum. Fundurinn samþykkti
einróma að skora á aðila þessa
máls að hið skjótasta verði hafist
handa við framkvæmdir við verk-
smiðju þessa.
Funda um
nýtt
fiskverð
VERÐLAGSRÁÐ sjávarút-
vegsins kemur saman til
fundar í dag til þess að ræða
nýtt fiskverð, sem taka á gildi
1. júnf. Ríkisstjórnin hefur
óskað eftir því að fiskverðs-
ákvörðun verði hraðað, þar
sem aðkallandi er að ákveða
nýtt verð á gasolíu til fiski-
skipa.
Eins og fram hefur komið í
fréttum mun fyrirhuguð gas-
olíuhækkun hafa í för með sér
um 6 milljarða kr. aukinn
kostnað fyrir útgerðina í land-
inu á ársgrundvelli. Talið er að
nýlega tilkynnt fiskverðshækk-
un á Bandaríkjamarkaði muni
færa fiskvinnslunni 4 millj-
arða króna auknar tekjur á ári,
þannig að fiskvinnslan geti
staðið undir nokkurri fisk-
verðshækkun. Hins vegar er
talsvert bil óbrúað vegna olíu-
hækkunarinnar og er nú unnið
að lausn þess vanda.
Benedikt ræðir
við Frydenlund
um Jan Mayen
Alþýðubandalag og Framsókn: Norðmenn hafa
engan rétt til að lýsa yfir efnahagslögsögu
BENEDIKT Gröndal utanríkisráðherra mun eiga viðræður við Knut
Frydenlund utanríkisráðherra Noregs um Jan Mayen-málið þegar
ráðherrarnir hittast á fundi ráðherranefndar Evrópuráðsins, sem
verður haldinn í Strassbourg á morgun, fimmtudag.
Dalborg á rækju
við Jan Mayen
Benedikt Gröndal hélt til
Strassbourg í morgun, ásamt
Níels P. Sigurðssyni, sendiherra
hjá Evrópuráðinu. Benedikt sagði
í samtali við Mbl. í gær að hann og
Frydenlund hefðu orðið ásáttir
um að hittast í Strassbourg og
ræða Jan Mayen-málið. Kæmu
þessar viðræður í kjölfar við-
ræðna, sem fulltrúar þjóðanna á
Hafréttarráðstefnunni, Hans G.
Andersen og Jens Evensen, hefðu
átt á dögunum. Myndu þeir líta á
árangur þeirra viðræðna og ræða
um framhaldið, en ekki kvaðst
Benedikt geta sagt meira um
málið á þessu stigi.
Einar Ágústsson, fv. utanríkis-
ráðherra, sagði í umræðu um
utanríkismál á Alþingi í fyrra-
kvöld, að þingflokkur Framsókn-
arflokksins hefði samþykkt á
fundi sínum þann sama dag, að
Norðmenn geti ekki, að dómi
þingflokksins, lýst yfir 200 sjó-
mílna fisk- eða efnahagslögsögu
við Jan Mayen. Sagði þingmaður-
inn, að Benedikt Gröndal, utanrík-
isráðherra, hefði fullt traust
Framsóknarflokksins til að halda
fram þessu sjónarmiði í væntan-
legum viðræðum við utanríkisráð-
herra Norðmanna.
Þá ræddi Mbl. í gærkvöldi við
Lúðvík Jósepsson alþingismann og
formann Alþýðubandalagsins og
spurðist fyrir um afstöðu þess tii
málsins. Lúðvík sagði, að afstaða
Alþýðubandalagsins væri hrein og
klár, það teldi Norðmenn ekki
hafa neinn rétt til þess að lýsa yfir
200 mílna efnahagslögsögu við Jan
Mayen. Grundvöllur hennar væri
sá, að hún umlyki svæði þar sem
þjóðfélag væri við lýði en ekki
óbyggða eyju.
„Við munum gera
formlega samþykkt um málið í
þingflokksfundi á miðvikudag en
ég hef þegar tilkynnt utanríkis-
ráðherra afstöðu okkar alþýðu-
bandalagsmanna," sagði Lúðvík.
Útboðslýsing
nýju strand-
ferðaskipanna
tilbúin í júní
FYRSTU módeltilraunir af
þremur hafa þegar farið fram á
líkönum að nýjum strandferða-
skipum fyrir Ríkisskip. Tilraunir
þessar fara fram hjá reyndu
fyrirtæki á þessu sviði í Kaup-
mannahöfn. Að sögn Guðmundar
ELnarssonar framkvæmdastjóra
Skipaútgerðarinnar hefur fyrir-
tækið undanfarið leitað eftir
tilboðum í sérbúnað í skipin,
vélar og siglingatæki. Áætlað er
að módeltilraununum ljúki um
miðjan næsta mánuð og þá á að
vera tilbúin frá fyrirtækinu út-
boðslýsing, en það er síðan
stjórnvalda að ákveða næsta
skref í þessu máli.
Verðbólgan svip-
uð og í fyrra — ef
allir fá 3% hækkun
MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í
gær til Jóns Sigurðssonar for-
stjóra Þjóðhagsstofnunar og
spurði hann hvaða áhrif það
myndi hafa á verðbólguþróunina
hér innanlands ef 3% grunn-
kaupshækkun yrði greidd öllum
launþegum.
Jón Sigurðsson sagði, að ef slíkt
yrði gert myndi það hafa í för með
sér a.m.k. 2% aukna verðbólgu
umfram það sem áður var áætlað.
Yrði þá verðbólgan á þessu ári
svipuð og í fyrra svo fremi að
aðrar breytingar yrðu ekki en þá
var hún 38% frá upphafi árs til
loka þess.
£>
INNLENT
37 útköll
á 3 dögum
GEYSIMIKLAR annir hafa verið
hjá Slökkviliði Reykjavfkur und-
anfarið, aðallega vegna sinu-
bruna. Hefur slökkviliðið verið
kallað út 37 sinnum á rúmum
þremur dögum.
í gærkvöldi þurfti það að
slökkva sinu á þremur stöðum, við
Bólstaðarhlíð, Síðumúla og við
Elliðaár. Þá var það einnig kallað
að íþróttahúsi, sem er byggingu
viö Nýbýlaveg í Kópavogi. Þar
hafði verið kveikt í á fjórum
stöðum í gærkvöldi en skemmdir
urðu ótrúlega litlar.
Jarðskjálftamir í San Francisco:
^FóŒ
næm
„FÓLK hér tekur þessu öllu
með ró, og virðist ekki vera
neinn ótta að merkja hjá
almenningi þrátt fyrir þessa
jarðskjálfta með svo skömmu
miliibili," sagði Sveinn ólafs-
son, sem búsettur er við San
Fransisco í Kalifornfu. í
samtali við Morgunblaðið f gær-
kvöldi. Allstórir jarðskjálftar
hafa orðið í nágrenni San
Fransisco með skömmu
millibili, þann 27. aprfl og sfðan
aftur í fyrradag.
Sveinn sagði að fyrri skjálft-
inn hefði mælst 5 stig á Richter-
kvarða, en sá síðari 4.8 stig.
Sveinn sagðist sjálfur búa með
fjölskyldu sinni austanmegin
San Fransiscoflóans, og hefði
hann ekki orðið skjálftanna var,
tekur
sér og
-7- segir Sveinn
Olafsson, en
vísindamenn
hafa spáð
stórum skjálfta
innan tíu ára
þetta ekki
er óhrætt”
en þeir hefðu fundist inni í
borginni, en þangað er hálftíma
akstur. Fyrri skjálftann sagði
hann hafa átt upptök sín í San
Andrias Falt, en þann síðari í
Calaveras Falt. Vísindamenn
teldu það hreina tilviljun að
þessir skjálftar kæmu nú með
svo skömmu millibili, því engin
jarðfræðileg tengsl væru á milli
þeirra. Hine vegar sagði Sveinn,
að einn kunnur jarðvísinda-
maður hefði nýlega látið þá
skoðun í ljós, að á næstunni væri
að vænta mikils jarðskjálfta, eða
í líkingu við þann sem varð árið
1906. Þá fórust þúsundir manna.
Þennan væntanlega jarðskjálfta
sagði vísindamaðurinn koma
innan tíu ára.
Sveinn Ólafsson sagði að
bandarískir vísindamenn væru
sífellt að ná betri tökum á því að
geta sagt fyrir um jarðskjálfta,
og því væn líklegt að þessi spá
væri rétt. Ekki hefði fólk þó af
því miklar áhyggjur, eins og fyrr
sagði.
Klukkan 18.10 í gær, er blaða-
maður Morgunblaðsins ræddi
við Svein, var klukkan vestra
11.10, enda er sex tíma munur á
milli íslands og vesturstrandar
Bandaríkjanna. Sveinn sagði að í
vetur hefði verið fremur kalt á
þarlendan mælikvarða, og vorið
hefði komið seint. Sagði hann
milli tvö og þrjú hundruð íslend-
inga búa við flóann, og hefðu
þeir með sér talsverð samskipti.
Islendingasamkomur væru til
dæmis haldnar þann 17. júní og
einnig eru haldin þorrablót.
Sveinn vinnur í byggingar-
iðnaði og hefur einnig verið að
fara af stað með innflutning á
íslenskum ullarvörum.