Morgunblaðið - 09.05.1979, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ1979
27
Heimsókn í
Þelamerk-
urskóla
„Það er skólaskemmtun í Þela-
merkurskóla í kvöld, eigum við að
skreppa?" Þetta var upphafið að
því að við hjónin vorum á leið út í
Þelamerkurskóla á skólaskemmt-
un fimmtudaginn 5. apríl 1979.
Þetta var ekki löng leið. Skólinn er
um 14 km frá Akureyri og fyrr en
varir erum við komin inn í anddyri
skólans þar sem hópur af börnum
tekur á móti okkur.
Þarna er allt skipulega undirbú-
ið, leiðbeiningar á öllum göngum
með örvum sem vísuðu veginn
þangað sem hvaðeina var.
Við keyptum aðgöngumiða í
anddyrinu og Skólablað Þ.M.S.
með árshátiðardagskránni á bak-
síðu.
Því næst fikruðum við okkur
eftir örvunum í átt til salarins þar
sem skemmtunin átti að fara fram
en það mun vera í íþróttasalnum.
Þetta var æðistór salur með sæt-
um fyrir hátt á annað hundrað
manns.
Athyglisvert skólablað
Við vorum með þeim fyrstu og
völdum okkur sæti þar sem okkur
leist best á að vera og áður en
varði var ég sokkinn niður í lestur
á skólablaðinu. Eg varð dálítið
hissa á þessu lesefni samanteknu
af krökkum í grunnskóla. Þarna
voru viðtöl við skólastjóra, odd-
vita, hreppstjóra og skólanefndar-
formann. Heimsóknir á skrifstofu
fræðslustjóra, til skólameistara
M.A. og skólastjóra Iðnskólans. Og
í ljós kom að þessi viðtöl voru
mjög vel unnin. Auk þess var
ýmislegt annað efni til skemmtun-
ar og fróðleiks, allt smekklegt og
vel frá gengið.
Ég fann strax að þetta þurti ég
að skoða betur en nú vorum við
komin á árshátið, salurinn orðinn
þéttsetinn, og söngur skólakórsins
var að hefjast undir stjórn frú
Guðrúnar Jónsdóttur skólastjóra-
frúar, sem einnig lék undir á
píanó.
Þetta var stúlknakór, vel æfður
og fékk hann góðar undirtektir.
Síðan kom hvert atriðið eftir
annað: leikrit, upplestur, dans, allt
mjög góð skemmtiatriði sem fengu
ágætar undirtektir. Endahnútinn
á skemmtiatriðin fyrir hlé rak svo
barnahljómsveit.
Þetta var mjög athyglisvert
framlag til hátiðarinnar, þótt
segja mætti að hún hefði stundum
notið sín betur milli fjallanna í
Oxnadalnum en þessum þrönga
sal.
Eftir hlé voru sýndir þættir úr
Islandsklukkunni eftir Halldór
Laxness og tengdi sögumaður
þættina saman.
Þá var upplestur, þjóðdansar og
skólakórinn söng aftur, nú við
undirleik þriggja skólakrakka, allt
mjög góð skemmtiatriði.
Síðasta atriðið var svo barna-
dansar, í tilefni barnaársins, þar
sem elstu krakkarnir sýndu barna-
dansa klædd stuttpilsum og stutt-
buxum. Ein stelpa lék undir á
harmóniku og tvær sungu með.
Að lokum var svo drukkið kaffi í
matsal, framreitt af krökkunum.
Mér var nú ljóst að hér í þessum
skóla var unnið meira en ítroðslu-
skylda. Ég lagði því leið mína í
heimsókn til skólastjóra og bað
um viðtal. Mig langaði að vita
hvernig þetta væri gert.
Viðtal
Sunnudaginn 8. apríl kom ég í
Þelamerkurskóla, Sæmundur
Bjarnason og frú Guðrún Jóns-
dóttir tóku á móti mér með sínu
létta og glaðlega fasi.
„Ég var að opna afmælisgjöfina
frá frúnni," sagði Sæmundur um
leið og hann heilsaði mér.
Hvað ertu gamall?
Ég er fæddur 1916 í Ögurnesi í
N-ísafjarðarsýslu. Og Guðrún er á
svipuðum aldri. Já, hún er fædd 2.
febr. 1915 á Akureyri.
Hvar hafðir þú kennt áður en þú
komst hingað?
Ég kenndi í tíu ár vestur við
Djúp, byrjaði þar 18 ára, svo
vorum við 17 ár í Hrísey áður en
við komum hingað. Guðrún er líka
kennaramenntuð. Já, við kynnt-
umst í Kennaraskólanum.
Mér virðist á því sem ég hef
heyrt og séð hér að þið náið
miklum árangri í ykkar starfi.
Hvernig farið þið að því?
Þetta þykir okkur nú gott að
heyra, en hvað starfið snertir þá
spilar margt þar inn í. Við innum
af hendi okkar kennsluskyldu að
sjálfsögðu, en svo skiptum við með
okkur verkum utan kennslutíma
og reynum að fá nemendurna til að
nota frítímana í eitthvað gagnlegt.
Við höfum hérna kennara, Halldór
Sigurðsson, sem er ágætur skipu-
leggjari og hann hefur unnið hér
mjög gott starf. Svo er samvinna
og samkomulag mjög gott.
Reyklaus skóli
Nemendurnir eru líka til fyrir-
myndar.
Til dæmis hafa allir bekkir sem
veitt er viðurkenning sem reyk-
lausum bekk hlotið þá viðurkenn-
ingu hér og raunar er kennarastof-
an einnig reyklaus.
Ég er mjög hrifinn af Skólablað-
inu ykkar.
I ávarpinu er getið um Magna og
Önnu Lilju sem lyftistöng.
Mig langar til að hafa tal af
þeim. Innan skamms er Magni
kominn og ég spyr hann:
„Er þetta blað verk ykkar kenn-
aranna eða barnanna?"
Ávarp Stúdentaráðs:
„Óskum ekki eftir sam-
rádi vid borgaralega
kjaraskerdingarstjóm”
í tilefni af alþjóðlegum
baráttudegi verkalýðsins, 1. maí,
sendir S.H.Í. frá sér eftirfarandi
ávarp:
Fyrir réttu ári áttu jafnt verka-
lýðshreyfing og námsmannahreyf-
ing við sameiginlegan fjanda að
etja — ríkisvaldið og fram-
kvæmdastjórn þess. Síðan hafa
gerst pólitísk jökulhlaup og
margur óhreinn lítri til sjávar
runnið. Þeir, sem hugðu, að á eftir
þessu hlaupi yrði vatn tærara,
hafa orðið fyrir vonbrigðum.
Skólpvatn fyrrum íhaldsstjórnar
varð að gruggugum samráðs-
straumi.
Námsmannahreyfingin óskar
ekki eftir samráði við borgaralega
kjaraskerðingarstjórn og væntir
þess að viðbrögð verkalýðshreyf-
ingarinnar verði svipuð. Stéttar-
legt sjálfstæði er forsenda sterkr-
ar verkalýðshreyfingar. Sé því
hafnað er mjög hallað á hugsjónir
hennar um þróun í átt til
sósíalísks þjóðfélags. Þær
hugsjónir hafa framsæknir náms-
menn og gert að sínum. Því senda
þeir baráttuöflun innan verka-
lýðshreyfingarinnar samstöðu-
kveðjur á 1. maí
(fréttatilkynning).
„Við höfum ekki skrifað einn
einasta stafkrók í þetta blað, en að
sjálfsögðu höfum við hvatt börnin
eftir mætti og leiðbeint þeim um
hvað færi vel og hverju ætti að
sleppa.
Upphafið var það, að kosin var
ritnefnd í haust, einn úr hverri
bekkjardeild, en það fór svo að það
heltust allir úr lestinni nema 9.
bekkjarfulltrúinn, svo við skipuð-
um nýja ritnefnd úr 9. bekk og
settum okkur það takmark að
koma blaðinu út fyrir árshátið.
Þetta tókst með töluverðri harð-
fylgi en blaðið er fjölritað hér
heima og gengið frá því að öllu
leyti utan skólatíma. Blaðið var
gefið út í 115 eintökum.
Rétt er að getga þess að Áskell
Þórisson blm. hjá Degi á Akureyri
býr hér í skólanum og var hann
okkur mikil hvatning m.a. tók
hann myndirnar á forsíðu og af
skólastjóra og gerði þær grafískar.
Kennarar við Þelamerkurskóla
eru auk skólastjórahjóna þessir:
Hjónin Magni Hjálmarsson og
Anna Lilja Sigurðardóttir, hjónin
Sigurgeir Guðmundsson og Svava
Þorsteinsdóttir, Halldór Sigurðs-
son, Kristján Helgi Sveinsson,
Rögnvaldur Ólafsson og Vilborg
Aðalsteinsdóttir.
Ráðskonan er Rósa Randvers-
dóttir og aðstoðaði hún við veit-
ingar á árshátíðinni.
Víkingur Guðmundsson
fréttaritari
Bíllirm sem
B*
hinna vandlátu
Eigum nú fyrirliggjandi FIAT 128 2ja og 4rs
dyra á ótrúlega hagstæðu verði:
0000128
er framhjóladrifinn og hefur einstaka aksturseigin-
leika í snjó og á slæmum vegum.
annn 128
er sparneytinn. Eyðsla 7 l á 100 km
annn 128
er vel búinn af nauðsynlegum aukahlutum, sem
auka öryggiö og þægindin eins og t.d.
★ Bakkljós ★ Vel stoppuö og mjúk sæti ★
Færanlegt bak í framsætum ★ Kveikjari ★
Rafknúin rúöusprauta ★ Vatnshitamælir ★
Kortavasar í framhurðum ★ Læsanlegt bensín-
lok ★ Teppalagðir og fleira sem vert er að kynna sér
★ Nýr og breyttur gírkassi
★ Stálstyrkt farþegarými
★ Öryggisstýri í 3 liðum.
Bnaa 128
er bíll sem borgar sig.
Gódir
greidsluskilmálar
Til afgreiðslu strax
Komid
og skodid.
FIAT EINKAUMBOÐ A ISLANDI
DAVÍÐ SIGURÐSSON hf.
SÍÐUMÚLA 35. SÍMI 85855