Morgunblaðið - 09.05.1979, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ1979
MORÖJKcyv;’^
MFFINU *
I) SCd
L,^,-
GRANI GÖSLARI
Ég held honum muni takast að vinna fyrir kaupinu sínu í dag.
Ég ætla að vera þrjár milljónir
eldspýtna þegar ég er orðið
fullvaxið tré — en þú?
Já, en ég er búin að segja takk
fyrir mig.
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Þegar norður lagði spil sfn á
borðið cftir útspil vesturs í spii-
inu hér að neðan spurði sagnhafi
sjálfan sig sfgildrar spurningar.
Ilvað getur komið í veg fyrir, að
ég vinni spilið?
Norður gaf, allir á hættu.
Norður
S. Á973
H. ÁK3
T. ÁK
L. ÁK74
Austur
S. D104
H. D1095
T. G8
L. 6532
Suður
S. 65
H. G87642
T. 97642
L. -
Vestur
S. KG82
H. -
T. D1053
L. DG1098
COSPER
Ég iíð beinlfnis sálarkvalir við hugsununa um að ég sé leiðinleg!
„Ok enn
kvað hann”
Vísa úr bændarímu úr Borgar-
firði vestra hefir orðið áhyggju-
og deiluefni í dálkum Velvakanda
í Mbl. nú undanfarið og birst þar í
ýmsu móti.
Þar sem vísa þessi er upprunnin
í mér kunnu umhverfi og ég lærði
hana ungur og þar sem bæði
höfundur hennar og þolandi (sá
sem vísan er um) voru báðir
frændur mínir og þar sem vitnað
er til viðtals við mig í einum
þáttanna, þá tel ég mér nokkuð
skylt að „leggja hér orð í belg.“
Ég vil þó strax taka það fram að
ég legg engan dóm á það hvernig
vísan er rétt. Handrit höfundar að
vísunni mun ekki vera til, en það
er hið eina sem sannað gæti
hvernig vísan var í upphafi gjörð.
í þeim mörgu afskriftum af rím-
unni sem ég hefi séð, er vísan
svona með undantekningum innan
sviga:
Varmalækjar frjóvgun
(frjóvgast) fær
Auðurinn (auður) vex og (en)
grasið grær
í götunni heim að bænum.
Aðrar útgáfur af vísunni hefi ég
ekki séð í afritum rímunnar og tel
því varla koma til greina að þær
geti verið réttari.
Ríman hefir verið ort á fyrri
hluta ársins 1892. Höfundur henn-
ar var Jónatan Þorsteinsson, þá
bóndi á Vatnshömrum í Andakíl.
Hann var þá orðinn holdsveikur
og dó tveimur árum síðar, 42 ára
Samningurinn var sex hjörtu,
útspilið laufdrottning og suður
hafði svarið á reiðum höndum.
Eigi vestur trompin fjögur get ég
varla unnið spilið en ef austur á
þau má vera að ég ráði við hann.
Og fyrsta skilyrðið til þess var
að trompa útspilið. Suður spilaði
síðan lágu trompi á kónginn og
legan kom í ljós. í laufás og kóng
lét suður spaða og tígul af
hendinni og trompaði síðan fjórða
laufið. Þá hinn spaðinn á ásinn,
spaði trompaður, tígull á borðið,
spaði aftur trompaður, tígull á
hitt háspilið og síðasti spaðinn
trompaður. Þá voru eftir þrjú spil
á hendi. Norður S. 9 H. Á3 T. - L. -
Vestur Austur
S. K S. -
H. - H. D109
T. DIO T. -
L. - Suður L. -
S. - H. G T. 97 L. -
Sagnhafi átti síðasta slag og
spilaði tígli, sem hann trompaði
með ás í borðinu og þegar hann
spilaði þá spaðaníunni frá borðinu
varð hjartagosinn tólfti slagurinn.
En austur sat eftir með sárt ennið.
Hverfi skelfingarinnar
Eftir Ellen og Bent Hendel
Jóhanna Kristjónsdóttir
snéri á íslenzku.
38
eftir Primulavegi og niður ík-
ornaveg.
— Og hvar reyndist Villum-
sen svo vera?
— Hann var enn heima hjá
Torp. Við biðum ekki eftir því
að Torp kæmist heim heldur
hröðuðum okkur aftur inn í
skóginn.
— Og hundurinn fann ekki
neitt?
— Nei. En hann hefur aldrei
verið vaninn sem sporhundur
og kannski ekki við því að
búast og auk þess höfðum við
ekkert sem við gátum látið
hann þefa af.
— Og hvað gerðuð þið þar
næst.
— Við hittum Torp, þegar við
vorum á leiðinni tii baka og
vorum sammála um að koma
við heima hjá honum og vita
hvort hann væri kominn heim. í
leiðinni komum við við hjá
Paaske enda var hann ekki
farinn í rúmið enn.
— Opnaði frú Elmer strax
upp þegar þið hringduð bjöll-
unni.
— Nei, það leið góð stund og
við urðum að hringja nokkrum
sinnum.
— Og Elmer funduð þið ekki.
— Nei. Kona hans staðhæfði
að hann hefði setið við ritvélina
allt kvöJdið og að hann heíði
líklega keyrt inn í bæinn til
þess að kaupa sígarettur í
sjálfsala.
Lögregluforinginn klóraði
sér bak við eyrað. Svo sagði
hann:
— Það er nú ýmislegt sem
kemur mér spánskt fyrir sjónir.
— Hvers vegna lögðuð þið af
stað á eftir þessum manni sem
þið tölduð vera Elmer? Þér og
Torp höfðuð enga hugmynd um
það þá að morð hefði verið
framið?
Rasmussen hallaði sér ábúð-
armikill fram og sagði með
nokkrum þunga:
— Þér megið ekki gleyma
því. herra lögregluforingi. að
þegar hér var komið sögu var
samt áður búið að myrða
TVÆR konur í þessu friðsæla
hverfi. Þess vegna komum við
eftirlitssveitunum á laggirnar.
Og þegar maður læðist í kring-
um hús í myrkri og gægist inn
um glugga þá cr það skylda
okkar að handtaka hann.
— Þér og þessi varðsveit
yðar hefur klúðrað málinu og
það svo að annað eins hef ég nú
aldrei vitað, sagði lögreglufor-
inginn snögglega og reis á
fætur. — Hverju þóttust þér
bættari þótt þér íæruð í ræn-
ingjaleik inn í skóginum? Þér
hafið gert einhvern — Elmer
eða einhvcrn annan — æran af
hræðslu og ekki skrítið cf þið
hafið veifað þessum digru hjóia-
keðjum yðar og öskrað og æpt
allir í kór. I stað þess að
hringja til lögreglunnar og
segja frá því sem gerzt hafði.
Hvað hefðuð þér svo gert ef þér
hefðuð náð manninum. Þér
höfðuð ekki snefil af sönnun-
argögnum gegn honum.
Rasmussen kipraði augun
illskulegur á svip.
— Við hefðum ekki verið
Icngi að verða okkur úti um
þau, sagði hann. — Það getið
þér bókað.
Stór heftiplástur var yfir
þveran vinstri vangann á Caju,
þegar Amstrup lögreglumaður
sótti hana í hús systránna á
íkornavegi. Systurnar höfðu
verið mjög umhyggjusamar.
hún hafði fengið te og köku-
sneið og tyrkneskar sígarettur.
Ilún hafði grátið beisklega þeg-
ar faðir hennar kom og sótti
hana. Hann stóð í forstofunni
og studdist við stóra stafinn
sinn. Hann talaði þvoglulega og
var verulcga undir áhrifum
áfengis og lyktaði langar leiðir.
Þegar Steen Torp kom móður
og másandi inn og sagði að
Solvej hefði verið myrt og að
lögreglan væri á leiðinni, brotn-
aði Caja endanlega niður og
veinaði að þetta væri allt henn-
ar sök, hún hefði aldrei átt að