Morgunblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ1979 Simaskráin 1979 í fyrsta skipti hagnaður af skránni, 2 milljónir SÍMASKRÁIN 1979 er komin út og verður byrjað að afhenda hana n.k. mánudaK 14. maí. Fá símnotendur afhendinxarseðla í pósti. sem þarf að framvfsa þegar skráin er sótt. Allmiklar LANDSBANKIISLANDS SÍMI 27722 SÍMASKRÁ 1979 VÍRZlUNflRBflNKI iSlflNDS Hf I simi 27200 breytinKar hafa orðið á síma- skránni frá því sem áður var. minna letur er notað en áður o« skráin sjálf er minni í sniðum. Simaskráin er nú f fyrsta skipti 500 nemendur í Breiðholti mótmæla frest- un á byggingu íþróttahúss NEMENDUR í Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti afhentu í gær SÍKurjóni Péturssyni forseta borg- arstjórnar mótmælaskjal undir- ritað af 500 nemendur skólans, þar sem því er mótmælt að fresta eigi byggingu íþróttahúss við skólann. í skólanum eru að sögn Gunnars Benders, eins af nemendum skól- ans og forystumanns undirskrifta- söfnunarinnar, um 1000 nemendur og skrifuðu 500 þeirra undir mót- mælaskjalið, en ekki náðist í alla nemendur. Nemendur skólans eru á aldrinum frá 17—23 ára. í mótmælaskjalinu segir svo: „Við mótmælum því harðlega að það á að fresta byggingu íþrótta- húss. Þörf á íþróttahúsi er mjög brýn. Við vonum að þið takið þetta til endurskoðunar eins fljótt og hægt er.“ tölvusett. Það sparar vinnu og styttir tímann við hverja útgáfu f framtfðinni. þar sem breytingar og viðbætur eru settar inn jafnóð- um og þær berast. bá er það nýmæli við þessa skrá. að f fyrsta skipti verður hagnaður af útgáfu hennar, kostnaður við útgáfuna er áætlaður 120 milljónir en tekjur af aukaletri og auglýsing- um 122 milljónir. Nýja skráin tekur gildi 1. júní n.k. í frétt frá Póst- og símamála- stofnuninni um útgáfu nýju síma- skrárinnar segir svo m.a.: Þessi símaskrá er prentuð með 6 punkta letri í stað 8 punkta Ietri áður. Með því að nota 6 punkta letrið var mögulegt að hafa 4 dálka á síðu í stað þriggja áður með óbreyttu broti. Þá var tekið út úr símaskránni 1979 skrá yfir reikningshafa hjá Póstgíróstof- unni, upplýsingar um póstmál ofl. Þetta gerði það mögulegt að minnka skrána 1979 um 200 blað- síður, hún er 480 blaðsíður á móti 680 blaðsíðum 1978. Þá er notaður 50 gr. blaðapappír nú í stað 65 gr. pr. fermeter áður. Símaskráin í ár vegur 0.8 kg á móti 1.42 kg í fyrra og er miklu meðfærilegri. Þessar breytingar, sem gerðar hafa verið á skránni, voru nauðsynlegar til sparnaðar, til að mæta þeim hækkunum, sem orðið hafa á útgáfukostnaöi á s.l. ári. Upplag símaskrárinnar er um 100 þús. eintök, svipað og áður þrátt fyrir fjölgun símnotenda, því að sú breyting hefur verið gerð á gjaldskrá og reglum fyrir síma- þjónustu, að nú fá símnotendur 1 eintak af símaskránni á hvert símanúmer í staðinn fyrir á hvert talfæri áður. Þetta sparar um 7000 eintök. Breytingar í símaskránni eru ,um 45%. AIls eru um 110 þús. nöfn í símaskránni, þar af um 16.000 aukanöfn og fer þeim ört fjölg- andi, þar sem það fer í vöxt að nafn maka sé einnig prentað við símanúmer rétthafa. Lögð er áhersla á að allar breytingar, sem símnotandinn óskar að gera við skráningu þá sem fyrir er í símaskránni hverju sinni, verði tilkynntar jafnóðum og þær gerast til þess að vera tiítækar í upplýsingaþjónustu símans, sem verða nú tölvuskráð- ar. Ritstjóri Símaskrárinnar er sem fyrr Hafsteinn Þorsteinsson símstjóri í Reykjavík. Hellissandur og Rif: Hamar aflahæsta skipið á vertíðinni Hellissandi, 3. maí 1979. HEILDARAFLI vertíðar- báta frá Hellissandi og Rifi var 5.426 tonn 1. maí s.l. Aflinn á sama tíma í fyrra var 3.600 tonn. 10 störir bátar hafa verið gerðir hér út á netum fyrir utan 10 smærri báta. Aflaskipið í ár var Hamar S.H. 224 með 990 tonn í 66 róðrum. Skip- stjóri er Kristinn Jón Frið- þjófsson. Þessi bátur var eingöngu á netum. Annað aflahæsta skipið er Sax- hamar S.H. með 50 með 800 tonn í 82 sjóferðum. Skipstjóri er Sævar Frið- þjófsson, bróðir Kristins. Saxhamar var á línu og netum. Þriðji aflahæsti báturinn var Tjaldur S.I. 175 með 780 tonn í 78 sjóferðum. Tjaldur var á línu og netum en skipstjóri er Örn Hjörleifsson. Fréttaritari. INNLENT Arnarflug í önnum í fjórum heimsálfum MIKLAR annir hafa verið hjá Arnarflugi undanfarna daga og báðar Boeing 720B þotur fé- lagsins hafa flogið frá Evrópu til Afríku, Asíu og Ameriku. í síðustu viku hófst flug fyrir breska flugfélagið Britannia Airways og er einkum flogið með breska farþega til sólarlanda við Miðjarðarhaf. Flugvél Arnar- flugs verður í þessu flugi næstu 6 mánuði og flýtur frá Luton, skammt utan við London og Manchester. I lok apríl og byrjun maí flaug Arnarflug áætlunarflug í nokkra daga fyrir flugfélagið Tunis Air, aðallega milli Frakklands og Tunis. Voru samtals fluttir um 2000 farþegar í þessum ferðum. Að því verkefni loknu tók við flug milli Luxemborgar og New York á vegum Flugleiða á meðan þjálfun stóð yfir á flugáhöfnum Flugleiða á DC 10 þotunni. Úr Atlantshafsfluginu hélt flugvélin til Noregs þar sem hún flaug innanlandsflug fyrir flug- félagið Braathens S.A.F.E. og síðan tekur við flug með sænska sólarlandafara frá Gautaborg, Málmey og Jönköping á vegum Braathens. Síðar í þessum mánuði mun flugvélin hefja reglubundið flug frá Islandi. Flokksstjórnarfundur Alþýðuflokksins: Launamálastefna stjómarínnar hefur beðið algjört skipbrot „ÞAÐ VAR nær einróma álit þeirxa. sem til máls tóku, að grundvöllur launamálastefnu ríkisstjórnarinnar væri brostinn og að verðbólgan stefndi út fyrir þann ramma. sem Alþýðuflokk- urinn gæti sætt sig við. Það var engin ályktun gerð, en það ligg- ur í loftinu að menn fhugi nú, hvernig eigi að bregðast við.“ sagði einn af flokksstjórnar- mönnum Alþýðuflokksins, er Mhl. spurði um fund flokks- stjórnarinnar á mánudagskvöld. Á fundinum hafði Vilmundur Gylfason framsögu um stjórn- málaástandið og síðan mun allt að helmingi fundarmanna, sem voru um 40 talsins, hafa tekið til máls. Að sögn heimildarmanns Mbl. einkenndist mál allra ræðumanna, nema tveggja, Finns Torfa Stefánssonar og Örlygs Geirsson- ar, af því, að launamálastefna ríkisstjórnarinnar hafi beðið al- gjört skipbrot í atkvæðagreiðslu opinberra starfsmanna og að nú væri komið að þeim þröskuldi, sem Alþýðuflokkurinn gæti ekki stigið yfir. Fimm milljarða vantar á grundvallaryerð til bænda Samkvæmt nýjustu tölum vant- ar 5 milljarða og 85 milljónir króna til uppbóta á landbúnaðar- afurðir til að bændur fái fullt grundvallarverð, að því er Stein- gri'mur Hermannsson landbúnað- arráðherra sagði f samtali við Mbl. í gær. Steingrfmur sagði, að þetta þýddi um 1,2 milljónir Fimm ytra í FIMM fslenzk fiskiskip seldu afla sinn erlendis í gær, cn talsvert er um sölur ytra í þessari viku. Ýmir seldi 114 tonn í Hull fyrir 42 milljónir, meðalverð 370 krónur. Guðfinna Steinsdóttir seldi 68 tonn í Fleetwood fyrir 27.6 króna á meðalbú. Alþýðuflokkur- inn hefur ekki viljað fallast á tillögu Steingrfms um lántöku allt að 3,5 milljörðum króna vegna uppbóta á landbúnaðaraf- urðir. Steingrímur Hermannsson mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um beina samninga bænda og sölur gær milljónir, meðalverð 407 krónur. Sæbjörg seldi í Hull 59 tonn fyrir 16 milljónir, meðalverð 271 króna. Hólmanes seldi í Bremerhaven 103 tonn fyrir 32 milljónir, meðal- verð 308 krónur. Snæfugl seldi 50 tonn í Bremerhaven fyrir 14.3 milljónir, me^alverð 280 krónur. ríkisvaldsins, þannig að ríkis- stjórnin tilnefni þrjá menn í sexmannanefndina í stað ASÍ, Landssambands iðnaðarmanna og Sjómannafélags Reykjavíkur. Steingrímur sagði að hann teldi eðlilegt að tengja það saman, að um leið og bændur gengjust inn á samdrátt í framleiðslu yrði fallizt á að hlaupa undir bagga með þeim og því hefði hann lagt til lántöku upp á 3,5 milljarða króna, sem ríkissjóður endurgreiddi á 5 árum, en eftir stæði þá að meðalbóndann vantaði 360—400 þúsund krónur upp á fullt meðalverð. Þetta hefðu alþýðuflokksmenn ekki viljað samþykkja. „Það varð samkomulag í ríkis- stjórninni um þetta frumvarp um beina samninga ríkisins og bænda," sagði Steingrímur. „Og ég legg áherzlu á að þegar hin nýja sex manna nefnd hefur verið skipuð, þá fari hún í að leysa þennan vanda, sem ég tel ekki rétt bændur beri einir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.