Morgunblaðið - 09.05.1979, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ1979
Guðbjartur Gunnarsson:
N ámsgagna-
stofnun ríkisins
i.
Á Alþingi hefur enn verið lagt
fram frumvarp til laga um Náms-
gagnastofnun, en frumvarp þetta
hefur nokkrum sinnum verið lagt
fram áður í stjórnartíð fyrri
ríkisstjórna, en horfið í skuggann
fyrir öðrum viðfangsefnum.
Frumvarp þetta er í nánu sam-
hengi við þá umfangsmiklu endur-
skoðun og endurskipulagningu
fræðslu- og skólamála sem þessi
áratugur mótast svo mjög af. Ber
þar hæst grunnskólalögin og lög
um skólakerfi frá 1974, og frum-
varp um framhaldsskóla sem ligg-
ur fyrir þessu þingi. Önnur grein
grunnskólalaganna frá 1974 hljóð-
ar svo:
„Hlutverk grunnskólans er, í
samvinnu við heimilin, að búa
nemendur undir líf og starf í
lýræðisþjóðfélagi, sem er í
sífelldri þróun. Starfshættir skól-
ans skulu því mótast af umburðar-
lyndi, kristilegu siðgæði og lýð-
ræðislegu samstarfi. Skólinn skal
temja nemendum víðsýni og efla
skilning þeirra á mannlegum kjör-
um og umhverfi á íslensku þjóð-
félagi, sögu þess og sérkennum og
skyldum einstaklingsins við sam-
félagið.
Grunnskólinn skal leitast við að
haga störfum sínum í sem fyllstu
samræmi við eðli og þarfir
nemenda og stuðla að alhliða
þroska, heilbrigði og menntun
hvers og eins.
Grunnskólinn skal veita nem-
endum tækifæri til að afla sér
þekkingar og leikni og temja sér
vinnubrögð, sem stuðli að stöðugri
viðleitni til menntunar og þroska.
Skólastarfið skal því leggja
grundvöll að sjálfstæðri hugsun
nemenda og þjálfa hæfni þeirra til
samstarfs við aðra.“
í fyrstu grein frumvarps til laga
um Námsgagnastofnun segir svo:
„Hlutverk námsgagnastofnunar
er að sjá grunnskólum fyrir sem
bestum og fullkomnustum náms-
og kennslugögnum. Uppeldis- og
kennslufræðileg markmið náms-
gagnastofnunar eru í samræmi við
2. grein laga nr. 63/1974 um
grunnskóla."
Önnur grein frumvarpsins er
þannig:
Námsgagnastofnun annast
framleiðslu, útgáfu og miðlun
hvers konar námsefnis og nýjung-
um á því sviði og kynnir þær.
Stofnunin skal hafa samstarf
við þá aðila sem vinna að endur-
skoðun námsefnis og nýjungum í
skólastarfi á vegum menntamála-
ráðuneytisins, við fræðsluskrif-
stofur, svo og Kennaraháskóla
íslands og aðrar stofnarir sem
veita kennaramenntun."
Skipulag fyrirhugaðra stofnun-
ar er skilgreint í 6. gr. frumvarps-
ins:
6. gr.
Námsgagnastofnun skiptist í
tvær aðaldeildir: framleiðsludeild
og afgreiðslu- og söludeild. Að
öðru leyti skal starfsskipting inn-
an stofnunarinnar ákveðin í reglu-
gerð, sbr. 11. gr.
Verkefni deilda eru í megin-
dráttum þessi:
a) Framleiðsludeild framleiðir
náms- og kennslugögn miðað
við íslenskar þarfir og aðstæð-
ur. Hún annast útgáfu náms-
bóka, handbóka, kennsluleið-
beininga og ítarbóka. Deildin
gefur út íslenzkt nýsiefni og
erlent í íslenskri aðlögun. Hún
lætur gera fræðslumyndir eða
er aðili að gerð þeirra svo og
setja íslenskt tal eða texta við
erlendar myndir.
b) Afgreiðslu- og söludeild annast
öflun og dreifingu náms- og
kennslugagna. Hún vinnur að
hagkvæmri notkun nýsitækja í
skólum landsins og veitir leið-
beiningar um notkun þeirra.
Deildin hefur einnig með hönd-
um kynningar- og fræðslu-
starfsemi fyrir skóla um náms-
gögn og kennslutækni í sam-
starfi við það aðila sem taldir
eru í 2. gr.
Námsgagnastofnun er heimilt
að hafa þau náms- og kennslugögn
sem hún framleiðir til sölu á
frjálsum markaði samkvæmt nán-
ari ákvörðun námsgagnastjórn-
ar.“
Óþarft er að þreyta lesendur
með frekari eftirprentun frum-
varpsins, en greinargerðin sem því
fylgdi upphaflega er enn í fullu
gildi.
I núverandi mynd gerir frum-
varpið ráð fyrir mun einfaldari
yfirbyggingu stofnunarinnar en
gert var í upphafi, en meginhlut-
verkið er sem fyrr að samræma
útgáfu kennsluefnis þar sem
gaumgæft er í samhengi prentað
mál, myndrænt efni af ýmsu tagi,
svo og hljóðritað efni. Gert er ráð
fyrir nánari tengslum og hnitmið-
aðri samvinnu milli þeirra sem
efnið semja og hanna og þeirra
sem því dreifa og síðan nemend-
anna sem það nota.
I hinni upphaflegu greinargerð
með frumvarpinu er skýrt frá
aðdraganda þess, skipun nefndar
árið 1972 til að endurskoða lög um
Ríkisútgáfu námsbóka (nr.
51/1956) og Fræðslumyndasafns
ríkisins (nr. 54/1961), þar sem
hafa bæri í huga hvort ráðlegt
þætti að sameina þessar stofnanir,
þannig að þær yrðu sem „færastar
um að veita skólum landsins sem
fullkomnasta þjónustu og sjá fyrir
kennslugögnum í samræmi við
gildandi námsskrá og endurskoð-
un námsefnis á hverjum tíma.“
Nefndin leitaði á sínum tíma til
a.m.k. 18 samtaka og stofnana um
umsagnir og tillögur „um hlut-
verk, skipulag og störf tengdrar
eða sameinaðrar ríkisstofnunar á
sviði námsefnis og kennslutækja,"
og frumvarpið hefur verið til
stöðugrar endurskoðunar bæði
innan Alþingis og utan æ síðan.
Virðist því óhætt að draga þá
ályktun að frumvarp þetta hafi
fengið rækilega umfjöllun færustu
manna um árabil og því óþarft að
ætla því mikinn umræðutíma nú,
þegar það er lagt fram á Alþingi í
sjötta sinn, enda ópólitískt mál
með öllu og að flestra mati frekar
til hagræðingar og sparnaðar en
til aukins kostnaðar fyrir land og
þjóð.
Guðbjartur Gunnarsson
II.
Hvað sem líður stjórnarskiptum
í landi og títtnefndum vanda í
þjóðarbúskapnum reyna skólarnir
stöðugt að rækja hlutverk sitt og
skólayfirvöld að gera sitt besta á
hverjum tíma til að svo megi
verða.
Þannig ákvað fræðsluráð
Reykjavíkur árið 1976 að setja á
laggirnar eigin námsgagnamið-
stöð, enda fjölmennasta fræðslu-
umdæmi landsins. Teknir voru
tveir kennarar úr kennkennara-
kvóta borgarinnar og undirritaður
einnig skráður sem grunnskóla-
kennari til að þjóna alfarið þessu
hlutverki; nauðsynleg tæki keypt
og sett upp í húsnæði Fræðslu-
skrifstofu Reykjavíkur undir yfir-
umsjón fræðslustjóra. Starfsemi
þessari var gerð nokkur skil í
blaðaviðtali í Morgunblaðinu í
byrjun september sl. haust og skal
ekki orðlengd frekar.
Tilraun þessari hefur verið vel
tekið að hálfu skóla borgarinnar,
enda þótt fjölföldun efnis þeim til
handa hafi verið í lágmarki af
ýmsum ástæðum. Starfsemin hef-
ur vakið athygli skólamanna utan
Reykjavíkur og námsgagnamið-
stöðin fengið heimsóknir skóla-
stjóra og kennara víðsvegar að,
auk nemenda úr framhaldsskól-
um, Háskóla íslands og Kennara-
háskólanum.
Námsgagnamiðstöðin hefur
unnið að gerð frummynda fyrir
glærur, skyggnur og myndir í
bækur til fjölföldunar í nánum og
góðum tengslum við ýmsa
námstjóra Skólarannsóknadeild
menntamálaráðuneytisins, sem
hafa með höndum endurskoðun
námsefnis. Námsgagnagerð af
þessu tagi er ekki gróðavænlegt
fyrirtæki á jafnlitlum markaði og
hér er. Skólar þurfa stöðugt að
vega og meta sín fjármál og gögn
af þessu tagi hlutfallslega dýr
miðað við t.d. prentað mál. Stjórn-
endur Reykjavíkurborgar munu
hafa gert sér þetta ljóst þegar á
s.l. ári og að það brautryðjenda-
starf sem hér var hafið ætti
frekar heima undir verndarvæng
ríkisins en höfuðborgarinnar
einnar. Reykjavíkurborg rekur
Námsgagnamiðstöðina því ekki
lengur, en lánar tækin og húsnæð-
ið um sinn. Ríkisútgáfa námsbóka
greiðir fyrir um útvegun hráefnis
og annast útgáfu og fjölföldun
nýsiefnis þangað til öðruvísi verð-
ur ákveðið.
Þetta fyrirkomulag er aðeins
bráðabirgðalausn sem kallar á
skjótar aðgerðir til úrbóta, bæði
hvað snertir starfskjör forstöðu-
manns og nýsitækna og rekstrar-
fyrirkomulag allt.
En þess ber að geta sem vel er
gert. Fyrrverandi fræðsluráð
Reykjavíkur og fræðslustjóri eiga
heiður skilinn fyrir að ríða á vaðið
með þessa starfsemi og reyna
þannig að bæta úr brýnni þörf
fyrir sitt skólaumdæmi hvað
snertir þennan þátt námsgagna-
gerðar. Þarna var rausnarlega af
stað farið og þarna eru í sjóði góð
tæki og þjálfað starfslið, auk þess
jákvæða siðferðislega stuðnings
sem liggur í loftinu gagnvart
þessari frumraun til að sérhanna
myndefni fyrir íslenska skóla.
Reykjavíkurborg hefur oft áður
átt frumkvæði að ýmsum fram-
faramálum en síðan afhent ríkinu
þessar stofnanir þegar Ijóst var að
hlutaðeigandi starfsemi ætti frek-
ar að þjóna landinu öllu en höfuð-
staðnum einum. Þetta er það sem
er að gerast með Námsgagnamið-
stöðina og verður að teljast eðlileg
þróun, skoðuð í víðari samhengi.
Til þess voru grunnskólalögin sett
að reyna að búa svo í haginn að
framkvæma mætti í sem ríkustum
mæli þau boðorð sem skráð eru í
annari greininni hér að framan.
Námsgagnastofnun ríkisins er
nauðsynlegur tengiliður í þessu
efni, því að sameinaðar geta hlut-
aðeigandi stofnanir best gegnt
hlutverki sínu en sundraðar leysa
þær ekki vandann nema að hluta
og skapa þar með ný vandamál.
Heildaryfirsýn er nauðsyn; fram-
tíðaráætlanir og allsherjar sam-
ræming óhjákvæmileg varðandi
gerð og útgáfu námsefnis og
gagna í sem fjölbreyttustu formi.
Því ætti frumvarp til laga um
námsgagnastofnun að hljóta verð-
uga afgreiðslu þegar á yfirstand-
andi Alþingi.
Guðbjartur Gunnarsson.
Lúðrasveit
Stykkishólms
35 ára
Frá Stykkishólmi
LjÓHm. Mats Wlbr Lund.
Stykkishólmi í maf.
LÚÐRASVEIT St.vkkishólms
minntist 35 ára starfsafmælis síns
með veglegum tónleikum í Félags-
heimili St.vkkishólms föstudags-
kvöldið 20. apríl s.l. Var verkefna-
skráin fjölbreytt. Á þessum hljóm-
leikum mættu og léku með 5
lúðrasveitarmenn frá Reykjavík og
var einn þeirra Sæbjörn Jónsson,
stjórnandi Lúðrasveitarinnar
Svans, en hann er gamali félagi
Lúðrasveitar Stykkishólms.
I Lúðrasveit Stykkishólms eru
nú margir félagar ungir að árum
og hefir hún endurnýjað sig mjög á
seinustu árum. Stjórnandi hennar
nú er Arne Björhei frá Noregi sem
hér hefir verið skólastjóri Tónlist-
arskólans í Stykkishólmi s.l. tvo
vetur. Lék Arne með á trompet í
brassbandi sem gestirnir voru með
og þótti hinn mesti fengur að.
Þessir hljómleikar stóðu yfir í um 2
stundir við mikinn fögnuð áheyr-
enda. Á eftir minntust félagar
Lúðrasveitarinnar afmælisins með
samsæti þar sem Árni Helgason
rifjaði upp gamla tíð bæði í gamni
og alvöru og Sæbjörn Jónsson
minntist sinna daga með Lúðra-
sveitinni.
Lúðrasveitin var stofnuð á
sumardaginn fyrsta þjóðhátíðarár-
ið 1944. Aðalhvatamenn að stofnun
hennar voru Víkingur Jóhannsson
og Árni Helgason og var gengist
fyrir fjársöfnun í bænum til lúðra-
kaupa. Voru undirtektir við fjár-
beiðnum sérstaklega góðar og var
hægt að koma sér upp góðum
efnivið miðað við þær aðstæður
sem þá voru fyrir hendi. Víkingur
var svo fyrsti stjórnandi hennar og
stjórnaði henni yfir 30 ár og oft við
mikla erfiðleika og aðstæður.
Húsnæði var þá ekkert fast en
fengið að vera bæði í kaffistofum
fyrirtækja og eins í barnaskólan-
um, en það varð til þess að erfitt
var að halda saman eignum félags-
ins og félagar að geyma þær heima
við erfiðar aðstæður.
Fyrstu tónleikar voru svo í okt.
sama ár. Þá var búið að æfa 7
félaga sem léku nokkur lög fyrir
bæjarbúa. Víkingur varð að æfa
hvern nýliða og alltaf bættust
sveitinni starfskraftar. Var þetta
því mikið starf sem unnið var allt
eftir annan vinnutíma í fullu
starfi. Lúðrasveitin hefir um árin
leikið fyrir bæjarbúa við öll meiri
háttar tækifæri. Farið tónleika-
ferðir um Snæfellsnes og víða um
land. Þá var Lúðrasveitin stofnaðili
að Sambandi ísl. lúðrasveita og
hefir sótt mörg mót sem haldin
hafa verið á vegum sambandsins.
Albert Klahn hljómsveitarstjóri
varð á fyrstu árum lúðrasveitar-
innar mikill velunnari hennar og
stuðningsmáður og kom oft í heim-
sókn og æfði félaga og stjórnaði.
Honum á sveitin mikið upp að
unna.
Lúðrasveitarmenn sáu fljótt að
þeir þyrftu að eiga samastað fyrir
starfsemi sína og í sjálfboðavinnu
komu þeir upp Hljómskálanum
sem enn í dag þjónar því hlutverki
að vera miðstöð hljómæfinga í
Hólminum. Þar er Tónlistarskólinn
til húsa og eins æfir Lúðrasveitin
þar fyrir sína starfsemi. Á þessum
35 árum hefir Lúðrasveitin verið
snar þáttur í skemmtanalífi bæj-
arbúa og sett sinn svip á bæinn.
Eins og áður sagði var Víkingur
Jóhannsson stjórnandi Lúðrasveit-
arinnar í 33 ár og var honum á
afmælistónleikunum þökkuð óeig-
ingjörn þjónusta þetta tímabil
bæði af Lúðrasveitinni og oddvita
staðarins Ellert Kristinssyni sem
flutti afmælisóskir. Einnig flutti
afmælisóskir Einar Karlsson form.
Verkl.fél. Stykkishólms, en Verka-
lýðsfélagið færði Lúðrasveitinni
100 þúsund kr. í afmælisgjöf.
Formaður Lúðrasveitarinnar nú
er Bjarni Lárentsínusson, en Árni
Helgason var formaður hennar í 26
ár.
I júnímánuði verður haldið á
vegum lúðrasveitanna í landinu
lúðrasveitarmót og mun Lúðrasveit
Stykkishólms hafa allan veg og
vanda af undirbúningi en mótið
verður í hinu glæsilega félagsheim-
ili staðarins.
— Fróttaritari.