Morgunblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 40
AUGLVsINÍÍASIMINN EK:
22480
AUíiLÝSINGASÍMINN ER:
22480
MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1979
SAUÐBURÐUR
Ljósm. Mbl. RAX.
UMRÆÐUR eru nú hafnar innan Alþýðubandalagsins um setningu
bráðabirgðalaga strax eða skömmu eftir þinglausnir, sem talið er að
verði 23. maí. Hugmyndir um efni bráðabirgðalaganna er að hækka
grunnlaun launþega, annarra en opinberra starfsmanna, sem fá 3%
áfangahækkun nú, einnig um sömu prósentu, setja á vísitöluþak og
framkvæma „uppskurð á launum flugmanna“, eins og tíðindamaður
Mbl. komst að orði. Þá er einnig í ráði að setja á algjöra verðstöðvun í
einhvern tíma.
Þessar hugmyn^ir voru ræddar
á sameiginlegum fundi fram-
kvæmdastjórnar og stjórnar
verkalýðsmálaráðs Alþýðubanda-
lagsins í gær. Þar kom fram að
hugmyndir manna eru um vísi-
töluþak það hátt, að laun
miðlungstekjumanna lendi undir
þakinu, þ.e.a.s., að þakið verði
einhvers staðar á bilinu 350 til 400
þúsund króna mánaðarlaun. Er
miðað við að þakið verði við
tvöföld verkamannalaun. Þá lýstu
verkalýðsforingjar Alþýðubanda-
lagsins þungum áhyggjum vegna
gífurlegra verðhækkana á vöru og
þjónustu, sem dyndu yfir og lýstu
nauðsyn þess að sett yrði á mjög
ströng löggjöf um verðstöðvun,
sem stæði til takmarkaðs tíma.
Loks var rætt um „uppskurð" á
launum flugmanna" og jafnframt
að þau 3%, sem lögin ættu að færa
Semja mjólkurbúin
við mj ólkurfræðinga?
Gæti leitt til úrsagnar MS og Flóabúsins úr VSÍ
STERKAR líkur benda til að stjórnir mjólkurbúa um landið vilji
ganga til samninga við mjólkurfræðinga, sem lagt hafa fram
ákveðnar kröfur og boðað verkfall 14. maí. Fulltrúar bænda, sem
sitja í stjórnum fyrirtækjanna, vilja semja og segjast ekki
tilbúnir að helia niður mjólk. Hins vegar eru Mjólkursamsalan f
Reykjavfk og Mjólkurbú Flóamanna innan Vinnuveitendasam-
bands íslands. sem ekki treystir sér til þess að ganga til
samninga og skerist þar f odda, getur svo farið að þessi tvö
fyrirtæki segi sig úr VSÍ.
Samkvæmt heimildum, sem
Morgunblaðið aflaði sér í gær,
mun Vinnumálasamband
samvinnufélaganna óformlega
styðja þessar kröfur um
samninga við mjólkurfræðinga,
þar sem Vinnumálasambandinu
hefur ávallt verið það þyrnir i
augum að þessi tvö stóru fyrir-
tæki, Mjólkursamsalan og Flóa-
búið, séu aðilar að VSÍ. Einnig
mun fjölmennur hópur innan
Mjólkurfræðingafélagsins telja
það til vansa að þessi fyrirtæki
séu innan VSI.
Ástæðan fyrir því að Mjólkur-
samsalan er í Vinnuveitenda-
sambandinu eru samningar, sem
gerðir voru fyrir mörgum árum.
Heimildarmaður blaðsins kvað
þennan samning hafa verið einn
þáttinn í því að skapa þann frið,
sem verið hefði um hana á
undanförnum árum. Hann kvað
þetta mál í raun vera pólitískt,
það fyndu mjólkurfræðingar og
því væru þeir svo harðir sem
raun bæri vitni í þessari deilu.
launþegum landsins, undanþægju
flugmenn, þannig að laun þeirra
hækkuðu ekki um 3%.
Þessar hugmyndir munu enn
ekki hafa verið viðraðar við sam-
starfsflokka Alþýðubandalagsins í
ríkisstjórn, Alþýðuflokk og Fram-
sóknarflokk, en tíðindamaður Mbl.
taldi ekki erfitt að fá þá flokka inn
á þessar hugmyndir, þar sem þeir
hefðu yfirleitt viljað ganga lengra
í kaupmáttarskerðingu en Alþýðu-
bandalagið.
í dag mun fyrirhugað að halda
fund í Verkalýðsmálaráði Aiþýðu-
bandalagsins.
Útgerð
meðalbif-
reiðar
kostar 2,2
milljónir
SAMKVÆMT útreikningum, sem
Félag íslenzkra bifreiðaeigenda
hefur gert, er reksturskostnaður
meðalbifreiðar, t.d. Cortinu 1600,
2.2 milljónir króna á ári. í þessu
dæmi er reiknað með 16 þúsund
kílómetra keyrsla á árinu og
benzfnkostnaður er samkvæmt
því liðlega 400 þúsund. Afskriftir
nema 776 þúsund krónum og
vextir 440 þúsundum.
Ef sams konar dæmi er sett upp
með bifreið af gerðinni Range
Rover og reiknað með 25 þúsund
kílómetra ársakstri verður rekst-
urskostnaðurinn 4.7 milljónir
króna. FÍB hefur reiknað út að
hver ekinn kílómetri á Cortinunni
kosti 137.43 kr. með vöxtum og
afskriftum, en á Ranger Rover
kostar kílómetrinn 189.50 kr.
Sjá blaðsíðu 20: „Ef þú ekur
hringveginn...“
Hugmyndir innan Alþýðubandalags um bráðabirgðalög:
3 % kauphækkun, vísi-
töluþak og verðstöðvun
„Prinsess-
an á baun-
inni” stytt
ÁKVEÐIÐ hefur vcrið að stytta
sýninguna á söngleiknum
„Prinsessan á bauninni“, sem
frumsýndur var í Þjóðleik-
húsinu s.I. laugardagskvöld.
Sýningin hefur fengið fremur
neikvæða dóma hjá gagn-
rýnendum ug þeir m.a. talið
hana of langdregna. Sýningin
er tæpir þrír klukkutímar og
samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Mbl. hefur aflað sér. mun
ætlunin að stytta hana um
a.m.k. hálfa klukkustund.
„Jú, það er rétt, við höfum hug
á því að stytta sýninguna og
munum halda fund um málið á
miðvikudaginn," sagði Þórhallur
Sigurðsson aðstoðarleikstjóri
þegar Mbl. ræddi við hann í gær.
„Leikstjórinn, Danya Krupska,
lagði óhemju mikla vinnu í verk-
ið, bætti t.d. inn í það nokkrum
dansatriðum enda mikill dans-
höfundur. Það má því segja að
verkið sé að hluta hennar sköp-
un. Á frumsýningunni fundum
við inn á það að fólki þótti
sýningin of löng og því ætlum við
að stytta hana eitthvað til þess
að hún gangi betur og fjörið
haldist."
Gódur afli í maí
þrátt fyrir bann
Grlndavfk
AFLI báta, sem leggja upp hér í
Grindavík, hefur verið mjög góð-
ur það sem af er þessum mánuði,
en bátarnir byrjuðu á trolli 2. maí
vegna netaveiðibannsins.
13 bátar komu að landi í gær-
kvöldi með 216 tonn. Þar af var
Ólafur GK 33 með rúmlega 21 tonn
og fengu Einar Dagbjartsson og
hans menn megnið af aflanum í
einu togi, mestmegnis ýsa. Erling-
ur RE hefur á þessum sex dögum
komið með að landi 105 tonn, þorsk
og ýsu, en hinir bátarnir hafa að
mestu verið með ýsu, enda róa þeir
grynnra.
— Guðfinnur.