Morgunblaðið - 09.05.1979, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ1979
29
r
Attræður:
Bæring Elísson
Vissulega brestur mikið á, að ég
geti leyst það verk af hendi eins
vel og ég kysi að senda góðum
samferðarmanni og vini árnaðar-
óskir á merkum tímamótum.
Bændahöfðingjanum Bæring Elís-
syni á Borg í Stykkishólmi, fyrr-
um sat hann Bjarnarhöfn í Helga-
fellssveit, er í blóð borin íslenzk
bændamenning af ómenguðustu
tegund. Bæring er maður gjörvi-
legur sýnum, fremur dulur í skapi,
stilltur vel og mjög einbeittur en
allra manna réttsýnastur.
Hið íslenzkasta í íslenzkri þjóð-
arsál geymir Bæring í háttum
sínum og máli, gestrisnina, trú-
ræknina, drengskapinn, duginn.
Bæring kvæntist 1926 Arþóru
Friðriksdóttur frá Rauðhálsi í
Mýrdal, sonardóttur Vigfúsar óð-
alsbónda á Ytri-Sólheimum í
Mýrdal Þórarinssonar.
Áróra er sannnefndur kven-
skörungur í sinni stétt, nálega
fyrir flestra hluta sakir og fyrir-
mynd mikillar húsfreyju. I Bjarn-
arhöfn varð aðalstarfsvettvangur
beztu ára þeirra, og við þann bæ
eru þau hjón jafnan kennd vestra.
Þar bjuggu þau stórbúi, þar sem
jafnan var rekinn jöfnum höndum
landbúnaður og sótt sjávargagn.
Af hinu fallega bæjarstæði í
Bjarnarhöfn brosir við augum
hinn breiðfirzki fjallahringur,
vafinn öllum hinum margbrotnu
töfrum, sem skiptast eftir árstíð-
um og tímum sólarhringsins.
Uti fyrir Bjarnarhöfn eru eyjar
og hólmar með æðarvarpi og
kofnatekjur og margar gefa af sér
mikið af töðugæfu heyi. Hrogn-
kelsaveiði að vori rétt við land
Á heimili þeirra hjóna í Bjarn-
arhöfn og nú á þeirra fagra og
snyrtilega heimili á Borg í Stykk-
ishólmi, eru gestakomur tíðar
enda hjónin samhent um að taka
vel á móti gestum sínum, húsfr-
eyjan veitir vel en húsbóndinn
nýtur ánægjunnar af að tala við
gestina.
Ýmis opinber störf hafa hlaðist
á Bæring sem hann hefur rækt af
ötulleik og vöndugheitum.
Bæring hefur ákveðnar skoðan-
ir í stjórnmálum og fylgir Sjálf-
stæðisflokknum, hefur sérstakar
mætur á dr. Gunnari Thoroddsen.
Bæring sat „landsfundinn" sem nú
er nýlokið.
Ég óska vini mínum Bæring og
frændkonu minni Árþóru allrar
blessunar á þessum tímamótum.
Helgi Vigfússon.
okkar. En hann var þar ekki á
sama máli. Hæverska hans gat
ekki sagt annað. En koma tímar
og koma ráð. Margir eru vinir
Bærings og meðan hann bjó í
Bjarnarhöfn þá fannst mér svo
mikill ljómi í kringum þann bú-
skap en það sem vakti mesta
athygli hve margir áttu þar skjól
og hve nágrannarnir nutu góðs af
hans góða hjartalagi. Við Bæring
mætumst oft. Við sama borð höf-
um við lengi setið í Lionsklúbbn-
um okkar og látið þá mörg orð á
milli fara og öllu tekur hann með
sama ljúfa geðinu og jafnvel þótt
ekki sé allt fágað.
Enn í dag heldur hann sínu
striki. Hann þekkir ekki nema
fullan vinnudag og þau eru ekki fá
kvöldin þegar hann kemur heim
eftir meira en 8 stunda vinnu.
Hann á hamingjusamt og gott
heimili. Það metur hann að verð-
leikum. Frú Árþóra hefir líka allt
það til að bera sem gefur góðu lífi
gildi. Börnin þeirra hafa ekki farið
varhluta af innleggi góðs heimilis.
En sem sagt. Bæring á 80 ára
feril að baki þótt ótrúlegt sé.
Hamingjan haldi enn lengi í hönd
hans og gefi honum og hans fólki
góða daga.
Þökk fyrir hlýjuna, Bæring
minn, sem alla daga streymir frá
þér og góður guð fylgi þér alla
tíma.
Þinn vinur
Árni Helgason
Vinur minn Bæring á 80 ára
afmæli í dag, þótt ótrúlegt sé
þegar maður hittir hann á förnum
vegi og þegar þess er gætt hversu
afar starfsöm og átakasöm æfi
hans hefir verið. Ég ætlaði á
þessum tímamótum að minnast
þessa á verðugri hátt í blaðinu
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
Heildaraflinn í
Þorlákshöfn tæp
18 þúsund tonn
l>orlákshi)fn 7. maí.
í LOK ágætrar vetrarvertíðar er
heildarafli á land kominn hér
þessi:
17.960 tonn, þar af er togara-
fiskur 1630 tonn. Að sjálfsögðu
er mest í það varið að þessi fiskur
er alveg sérstaklcga gott hráefni,
þar sem gæftir voru mjög góðar.
Jón á Ilofi var aflahæstur eins og
fram hefur komið áður í blaðinu
með 1120 tonn. Skipstjóri er Jón
Björgvinsson, Þorlákshöfn.
Menn eru nú að huga að bátum
sínum eins og venjulega í vertíð-
arlok. Þrír bátar eru þó byrjaðir á
spærlingsveiðum og einn á línu.
Ekki eru menn ánægðir með
verðið á spærlingnum né heldur
það að aðeins 5% af öðrum fiski
má vera í aflanum og telja menn
að það hlutfall hljóti alltaf að
verða meira. Menn eru sem sagt
ekki ráðnir í því hvað þeir gera. þó
má gera ráð fyrir að einhverjir
bátar fari á humarveiðar eftir 20.
maí.
Togarinn Þorlákur kom inn á
laugardag með 120 tonn úr 6 daga
veiðiferð. Hér er því mikið að gera
í frystihúsinu og einnig í salt-
fiskverkunarstöðvunum. Það er
mikið verk óunnið. Þó má geta
þess, að það er uggur í öllum
hugsandi mönnum vegna þeirrar
óvissu, sem ríkir um útflutning
þessara miklu verðmæta vegna
verkfalls farmanna.
SUMARVERD
á skidum
a
_ 'S’ ® ®
Sportval
■» W * • Y» <&' j» á ÆL*** , ® ■» «
* * • $ ■*
« w *•& *
LAUGAVEGI 116 - SIMAR 14390 & 26690
Stórkostleg
fjolskylda
KENWOOD heimilistæki bjóóa upp á ótrúlega
fjölbreytni í framleióslu, sem öll hefur þaó sameiginlegt,
aó þar fara saman fullkomin gæói, fallegt útlit og mjög
hagkvæmt veró.
Hrærivélar
Blenderar
Rafhlöðu
þeytarar
ciaaveiar Kæliskápar
Gufugleypar Frystiskápar
Kaffivélar
Strauvélar
Frystikistur
Þurrkarar
HEKLA he
LAUGAVEG1170-172 — SÍMAR 21240-11687
— RaknhoiAur.