Morgunblaðið - 09.05.1979, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ1979
21
Hvað segir fólk um benzínverðið:
Bílstjórinn heitir Kjartan Ólafsson og bíleigandinn, sem sítur við
hliö hans, Páll Jóhannesson.
BENZÍNVERÐ hefur farið síhækkandi að
undanförnu og nam síðasta hækkun 51 kr.,
úr 205 kr. fyrir hvern lítra í 256 kr. Hefur
benzínið hækkað um 115% síðustu 12 mánuði.
Mbl. staldraði við á einni af benzínstöðvum
Reykjavíkur í gær og tók bíleigendur tali,
spurði um viðhorf þeirra til síðustu hækkun-
arinnar og hversu miklu þeir verðu til
benzínkaupa t.d. á viku.
Jón Sigurðsson sagði, að benzínið heföi kostaö um 30 aura begar hann hóf að aka árið 1934.
Salan er ósköp svipuö, sagði Baldvin Sigurösson vaktformaöur á
benzínstöðinni.
„Nota benzín
fyrír 600þúsund
krónur á ári”
Þýðir ekkert að hugsa um að leggja bílnum, sagði Sigurður
Ragnarsson.
— Mér finnst ég alltaf vera að
kaupa benzín og er alveg farið að
blöskra verðið, sagði Páll
Jóhannesson frá Akureyri, þar
sem hann sat í bíl sínum og beið
áfyllingar. — Ég bý um þessar
mundir í Reykjavík, en sæki
skóla í Hafnarfirði og ek því
talsvert mikið og ég gizka á að ég
fari með kringum 2 þúsund
krónur á dag.
Mál að leggja bílnum
— Þetta er að verða alveg
ófært og ég var einmitt að segja
við félaga minn hérna, að mál
væri komið að leégja nú bílnum,
en félaginn heitir Kjartan Ólafs-
son og ók fyrir Pál bílnum í
þetta sinn. Kvaðst Kjartan
góður með sig að þurfa ekki að
hafa áhyggjur af því að kaupa
benzín fyrir mörg þúsund á viku.
Við afgreiðsluborð benzín-
stöðvarinnar var Jón Sigurðsson
að greiða fyrir sinn skammt af
þessum nauðsynjavökva og var
hann í upphafi spurður álits á
nýju verði:
— Það er alveg ljómandi gott,
þessi hækkun er eins og allar
aðrar hækkanir og nú er ég að
kaupa fyrir 11.250 krónur eftir
að hafa ekið 340 km. Ég ek að
jafnaði um 50 km á dag og fer
því með kringum fimmtiu
þúsund krónur á mánuði hverj-
um í benzín. Samtals gerir það
um 600 þúsund krónur á ári og ef
við teljum tryggingariðgjöldin
með þá er fastur kostnaður við
þessa tvo liði í rekstri venjulegs
fimm manna bíls um 800 þúsund
krónur á ári. Þar fyrir utan
mætti t.d. nefna afskriftir og ef
við gerum ráð fyrir að bíll eins
og minn kosti 3 milljónir þá geta
afskriftir numið 900 þúsundum
miðað við 32% og auðvitað miklu
meira á dýrari bílum.
Jón var spurður að því hvað
benzínlítrinn hefði kostað þegar
hann hóf að aka.
Kostaði 30 aura 1934
— Ég tók bílpróf árið 1934 og
þá minnir mig að benzínlítrinn
hafi kostað 28—30 aura og man
ég að mjólkurlítrinn kostaði þá
líka 30 aura. Tímakaup verka-
manns var þá 1,26 krónur og
þannig hefur þetta nú breytzt á
þessum árum. En verður maður
ekki bara að taka þessari benzín-
hækkun, vegalengdirnar eru nú
orðnar svo miklar og ekki þýðir
að hjóla hér í Reykjavík, því
umferðin er orðin svo mikil og
hættuleg reiðhjólamönnum.
Við töfðum Jón Sigurðsson
ekki lengur, en milli þess sem
afgreiðslumaðurinn tók við pen-
ingum og gaf kvittanir röbb-
uðum við saman og var hann
fyrst spurður hvort hann fyndi
til minnkandi sölu eftir verð-
hækkunina:
— Ekki er nú hægt að segja
það, sama vaktin var hér um
síðustu helgi frá hádegi á laug-
ardag til sunnudagskvölds og
var salan þá helgi ósköp sviðuð
því sem hún hefur verið að
undanförnu.
Hvað segja viðskiptavinir þeg-
ar þeir verða aö greiða þúsund
krónum meira fyrir venjulega
áfyllingu?
— Það humar svolitið í þeim,
en segja svo kannski að það þýði
lítið að fárast yfir þessum hækk-
unum, það fáist hvort eð er ekki
svo mikið fyrir hverjar tíu þús-
und krónurnar. Ég hefi það líka
fyrir sið nú sérstaklega þegar
verðið er sífellt að breytast að
skrifa á kvittanirnar hversu
marga lítra menn fá fyrir þá
upphæð sem þeir kaupa og fyrir
fimm þúsund krónur fengust
fyrir hækkunina núna 24,4 lítr-
ar, en eftir hana 19,5 lítrar.
Baldvin Sigurðsson vaktfor-
maður sagði líka, að þegar hann
hóf störf við benzínafgreiðslu
fyrir tæpum 13 árum eða fljót-
lega eftir það hefði benzínlítrinn
kostað 4,05 krónur.
— Ætli bíllinn okkar eyði ekki
kringum 9 lítrum á hundraðið,
sagði Sigurður Ragnarsson, en
við búum í Mosfellssveit og
vinnum í Reykjavík þannig að
aksturinn er nokkuð mikill. Við
vinnum bæði úti og reynum að
nýta hann sem bezt.
Bíllinn er nauðsyn
— En hvað finnst þér um
verðið í dag?
— Þessi hækkun kemur auð-
vitað mjög illa við okkur, en hins
vegar verður að líta á að bíll er
nauðsyn í dag, sem verður vart
umflúin þegar menn búa langt
frá vinnustað og geta illa not-
fært sér áætlunarferðir eins og
er um okkur Mosfellinga. Það
þýðir því ekki annað en bera sig
vei og hafa það í huga að nýta
bílinn betur . og kannski
skipulegjja og samráema betur
ferðirnar. Hækkunin er að vísu
svo nýlega tilkomin að ég finn
ekki mjög fyrir henni ennþá, en
það á áreiðanlega eftir að koma
niður á einhverju öðru og menn
neita sér e.t.v. fyrst um annað en
að nota bíla sína eins og verið
hefur, enda má endurtaka að
bíllinn er nauðsynjatæki, sem
verður ekki aflagður á einum
degi, og ég held að það þýði
ekkert fyrir mann að hugsa um
að leggja honum, sagði Sigurður
að lokum.