Morgunblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ1979 33 fclk í fréttum + Einn frægasti skemmtikrafturinn í Bandaríkjunum, Johnny Carson, hefur skýrt frá því, að hann muni draga sig i hlé næsta haust. Sjónvarpsþættir hans „Skemmtun á síðkvöldi“, hafa verið á skjánum þar vestra í 17 ár samfleytt. Hér er Johnny Carson í þremur gervum sem hann hefur komið fram í á skemmtunum sínum. Carson er talinn tekjuhæsti sjónvarps-skemmtikraftur í Bandarikjunum. Eitthvað mun hafa kastast í kekki milli hans og ráðamanna við NBC-sjónvarps- stöðina. Mun það vera ein helzta ástæðan fyrir því að Carson vill hætta í haust eftir 17 ára starf, með allt upp í 47 vikulegar sýningar á ári. + Forsetabróðirinn Billy Carter á við áíengissýki að stríða og hefur hann verið á hæli drykkjumanna í Kaliforníuríki. Á myndinni er Billy kominn í heimsókn til bróður síns í Hvíta húsinu, eftir að hann var brautskráður af hælinu. + Þessi blaðaúrklippa barst blaðinu. Segir þar, að myndin sé af íslenzkri hárgreiðslu- dömu, Guðfinnu Gísla- dóttur að nafni, sem hafi sigrað í hár- greiðslukeppni sem haldin var í borginni Plymouth á Bretlandi. í texta með myndinni seg- ir, að Guðfinna hafi far- ið til Bretlands til að læra ensku, en hún kunnað svo vel við sig að hún hafi ákveðið að ílendast þar í landi og nema hárgreiðslu. Ekki er getið um heimilis- fang Guðfinnu hér á landi. Rauði kross íslands: Lokaátak Júgóslavíu- söfnunarinnar A vogum hjálparsjóðs Rauóa kross Islands or nú í gangi fjársöfnun til aó hlúa aó þoim. som oiga um sárt að binda vogna jaróskjálftanna í Júgóslavíu. Lokaátak söfnunarinnar for fram þossa dagana. því fyrirhug- að or að honni ljúki 12. maí n.k. Sama dag og hjálparbeiðni barst Rauða krossinum voru send- ar 2 millj. kr. til hjálparstarfsins og hafin fjársöfnun. Það verkefni sem Rauði krossinn hefur með höndum í Júgóslavíu er fyrst og fremst á sviði félags- og heilbrigð- ismála. Mikið verk er óunnið við uppbyggingu á jarðskjálftasvæð- unum, þó neyðarstigið sé nú yfir- staðið. „Náttúruhamfarirnar í Júgó- slavíu eru áþekkar því sem gerst gætu hér á landi,“ segir í frétta- tilkynningu frá R.K.I. Þar segir einnig: „Við höfum lent í örðug- leikum vegna náttúruhamfara og þá mátt reiða okkur á aðstoð annarra. Er þess vænst að landsmenn bregðist við af rausn og leggi sitt af mörkum til aðstoð- ar þessu málefni." Tekið er við framlögum á gíró- Þossi mynd gofur hugmynd um afloiðingar náttúruhamfaranna i Júgóslavíu. reikningi 90.000 í öllum pósthús- um og peningastofnunum, auk þess sem deildir félagsins taka við framlögum. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 80., 82. og 84. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1978 á Holtagerði 80, þinglýstri eign Steinars Steinssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 15. maí 1979 kl. 11:00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. 1/2 lítri köld mjólk 1 RÖYAL búðingspakki. Hrœrið saman. Tilbúið eftir 5 mínútur. Súkkulaði karamellu vanillu járðarberja sítrónu. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.