Morgunblaðið - 09.05.1979, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAI1979
37
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
OIOOKL. 10— 11
FRÁ MÁNUDEGI
W UJJUTTFK'UH'U If
GOLF GOLF GOLF
Golf er íþrótt fyrir fólk á öllum aldri. Golf er
hressandi útiíþrótt, skemmtileg og spennandi.
gamall. Vísan um hann sjálfan í
rímunni er svohljóðandi:
Flestri rúinn gæfu gnótt,
gætir Vatnshamranna
Jónatan með þrotinn þrótt
þrautreyndastur manna.
Þegar hann var á sínu besta
skeiði var ort um hann þessi vísa:
Braga gyðju þarf ei þvinga
þreyir glaður óðs við stjan
besta skáldið Borgfirðinga,
bráðgáfaður Jónatan.
Þetta var óefað álit héraðsbúa á
Jónatan. En hann þótti stundum
vera meinyrtur í kveðskap sínum
og fundvís á bresti náungans og
var því ekki alltaf vinsæll. Tals-
vert er til eftir hann í handritum
og nokkuð prentað, bæði hér á
landi og vestan hafs, en öll syst-
kini hans fóru til Ameríku. Hann
átti eina dóttur sem varð síðar
húsfreyja á Varmalæk með góðum
orðstír.
Um hinn aðilann, sem vísan er
ort um, Jakob Jónsson á Varma-
læk, ritar Páll E. Ólason í ísl.
æviskrám (III. b. bls. 10—11)
svohljóðandi: „Búhöldur og um-
bótamaður mikill, enda hlaut
hann verðlaun bæði úr sjóði
Kristjáns níunda og ræktunar-
sjóði. Fjárgæzlumaður og þó
hjálpfús og greiðvikinn. Bók-
hneigður maður og vel að sér.“
Þessi ummæli eru áreiðanlega í
fullu samræmi við álit héraðsbúa
á Jakobi á Varmalæk. Við það má
svo bæta því að hann var mikill
iðju- og verkmaður svo af bar og
dó 59 ára, útslitinn af löngu og
miklu erfiði.
• Astæður
efnisvals
Þá skal minnst á efni vísunn-
ar og ástæður til efnisvals. Jakob
á Varmalæk var einn með fyrstu
bændum til þess að gefa ánum
sínum vel um fengitímann til þess
að fá fleiri tvílembur. Síðar varð
fjöldi bænda sem reyndu þetta
með góðum árangri. Þessi ný-
breytni Jakobs er ástæðan til
efnisvalsins í fyrra helmingi vís-
unnar.
Að síðustu er ástæða til að
minnast á hina grónu götu heim
að bænum, sem nefnd er í seinni
helmingi vísunnar. Óefað er það
sá hluti vísunnar sem valdið hefir
víðflugi hennar og langlífi. Bær-
inn Varmalækur var og er í
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á skákmóti í Ungverjalandi í
fyrra kom þessi staða upp í skák
Tékkans Meduna og Ungverjans
Varnusz, sem hafði svart og átti
leik.
23. - Rxh2!, 24. Kxh2 (Hvítur
varð að þiggja fórnina, því að eftir
24. Hdl — Hxdl+, 25. Dxdl —
Rxf3, 26. exf3 - Dxg3, 27. Dfl —
Bc7, 28. Dg2 - Dd4+ ,29. Kgl -
Dd4+ verður hann manni undir)
BÍ2, 25. Hgl — Hd6! og hvítur
gafst upp.
þjóðbraut. Þangað heim lágu (og
liggja reyndar enn) þjóðgötur úr
þremur áttum, sem allar voru í
gegnum túnið „heim að bænum.“
Það er auðskilið að slíkum jarða-
bótamanni sem Jakob var, hefir
ofboðið slíkur átroðningur á tún
sitt, sem lestir ferðamanna hafa
valdið dag eftir dag. Hann breytti
þessu því snemma á búskaparár-
um sínum og gerði eina „heimreið
í hlað“ þar sem stytzt var heim til
bæjar frá þjóðveginum, en sléttaði
yfir hinar göturnar og gjörði þar
að túni. Þessi var ástæðan að
síðari helmingi vísunnar.
Erfitt er að virða þessi framtök
Jakobs um ærnar og göturnar,
honum til nokkurs lasts. En þarna
var um að ræða nokkra nýlundu í
búskaparháttum, sem höfundur
rímunnar hefir þótt vert að minn*
ast. Gestrisni og greiðvikni Jakobs
á Varmalæk var aldrei í efa dregin
af héraðsmönnum eða ferðamönn-
um. Aðalheimild mín um þessa
þætti í búnaðarsögu Jakobs hefi
ég frá hálfbróður mínum Þórði
hreppstjóra Gíslasyni í Mýrdal í
Kolbeinsstaðahreppi, sem var að
nokkru uppeldissonur Jakobs og
var hjá Jakob á Varmalæk 9
fyrstu árin sem hann bjó þar.
Guðm. Illugason
HÖGNI HREKKVÍSI
S3P SlGeA V/ÖGA £ ilLVtfAU
Golf er ekki erfiö íþrótt, sé rétt af
staö fariö. Læriö þess vegna réttu
tökin strax í upphafi hjá úrvals
kennara.
Upplýsingar í síma 316S4 John
Nolan.
POLAR MOHR
Útvegum þessar heimsþekktu pappírs-
skurðarvélar beint frá verksmiðju.
Sturlaugur Jónsson, & Co s.f.
Vesturgötu 16, Reykjavík, sími 14680.