Morgunblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ1979 5 F agotttón- leikar í kvöld í KVÖLD, miðvikudaginn 9. maí kl. 20.30. heldur Rúnar Vilbergs- son fagotttónleika í Norræna Norræna húsinu. Eru þeir síðari hluti einleikaraprófs hans frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Elín Guðmundsdóttir leikur með á sembal og auk þess koma fram Haukur Hannesson, Árni Ás- kelsson og Eggert Pálsson. Á efnisskránni eru verk eftir J.E. Galliard, Vivaldi og Þorkel Sig- urbjörnsson. Einnig verður frumflutt verk eftir Atla Heimi Sveinsson sem hann hefur sér- staklega samið fyrir þetta til- efni. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Tveir í framboði til formanns Heimdallar Aðalfundur Ileimdallar, sam- taka ungra sjálfstæðismanna verður haldinn á sunnudaginn kemur, hinn 13. maí. Verður á aðalfundinum kjörinn nýr for- maður, auk tíu manna stjórnar. Núverandi formaður, Kjartan Gunnarsson lögfræðingur, hefur ákveðið að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs, en hann hefur verið formaður síðastliðin tvö ár. Þegar er vitað um tvö framboð til formanns, því þeir Pétur Rafnsson og Hreinn Loftsson hafa tilkynnt framboð sín. Hreinn er tuttugu og þriggja ára, nemi í Háskóla Íslands. Hann hefur und- anfarin tvö ár setið í stjórn Sambands ungra sjálfstæðis- manna. Þá hefur hann áður átt sæti í stjórn Heimdallar, verið framkvæmdastjóri félagsins um skeið, og einnig ritstýrt blaði þess, Gjallarhorni. Hreinn Pétur Pétur er þrítugur að aldri, forstjóri Hjólbarðasólunarinnar Bandag h.f. Hann hefur undanfar- in tvö ár verið gjaldkeri Heimdall- ar. Friðrik Friðriksson Síðasta árið hafa þrjár frjáls- hyggjubækur komið út. Félag fijálshyggju- manna stofnað í gær var stofnað í Reykjavík Féiag frjálshyggjumanna. Tilgangur þess er að sögn stofnenda að verja einstaklingsfrelsið á vettvangi hugmyndanna og auðveida skoðanaskipti frjálslyndra manna um stjórnmálavanda samtímans. Félagið vinnur að þessum tilgangi með söfnun og miðlun upplýsinga. Meðal annars tekur það að sér að útvega útlendar bækur um frjálshyggju og sósíalisma. Formaður Félags frjálshyggju- manna er Friðrik Friðriksson viðskiptafræðinemi, en aðrir í stjórn eru Skafti Harðarson verzl- unarmaður, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson laganemi, Auðunn Svavar Svavarsson iæknanemi og Hannes Hólmsteinn Gissurarson sagnfræðingur. Friðrik Friðriks- son sagði í viðtali við Morgunblað- ið, að félagið hefði verið stofnað á áttræðisafmæli Friedrichs A. Hayeks, fremsta frjálshyggju- hugsuðar nútímans, 8. maí 1979, eins og viðeigandi væri. Frjáls- hyggjumenn þyrftu einhvern vett- vang til rökræðna, rödd þeirra hefði heyrzt allt of illa undan- farna áratugi á íslandi. Unga fólkið hefði áhuga á þeim hugsjón- um, sem tekizt væri á um í heiminum og félagið ætlaði að kynna frjálshyggjuna. Á þessu og síðasta ári hefðu hvorki meira né minna en þrjár bækur komið út á íslenzku, sem boðuðu frjálshyggju með einum hætti eða öðrum, Frjálshyggja og alræðishyggja cftir Ólaf Björnsson prófessor, Sjálfstæðisstefnan eftir Jón Þor- láksson, Benjamín Eiríksson, Ólaf Björnsson, Jónas Haralz og fleiri menn og Uppreisn frjáls- hyggjunnar eftir 15 unga menn. „Félagið er óbundið af stjórnmála- flokkum, enda frjálshyggjan ekki einkaeign neins eins stjórnmála- flokks,“ sagði Friðrik. Hann sagði að lokum, að þeir, sem hefðu áhuga á að starfa í félaginu, gætu haft samband við Skafta Harðar- son í símum 26665 og 85298. Pétur Pétursson þulur: „Að ljúga með þögnmni” Séra Árni Þórarinsson sagði eitt sinn um nágranna sína í sókninni er honum þótti vera blendnir í frásögnum að þeir væru „snillingar í að ljúga með þögn- inni.“ Hið sama má segja um einhliða málflutning uppkasts- manna og ýmissa er um hafa fjallað. Forsvarsmenn BSRB hafa tvímennt á dróginni um land allt, á kostnað samtakanna. Þeir segj- ast hafa kynnt samning sinn við ríkisstjórnina. Sér er nú hver kynningin. Það þótti aldrei væn- legt að eiga hestakaup við þá sem límdu sinnepsplástur undir stert- inn á gömlum jálkum og töldu viðmælendum sínum trú um að þær færi gæðingsefni er frísaði af fjöri. Enda fór svo að við Andófs- menn kváðum hrossaprangara já- manna í kútinn. Nú segir oddviti þeirra að sam- virk forysta þeirra hafi sigrað í atkvæðagreiðslunni, og vegsamar lýðræðisást þeirra og vitnar til þess að þeir neyddust til þess að hlýða eigin lögum um almenna atkvæðagreiðslu. Málatilbúnaður var allur með eindæmum. Samninganefndin sem forystu- mönnum er svo gjarnt að vitna til var eigi tilkvödd fyrr en málið var á lokastigi. Þar var uppkastinu fleygt fram og krafist eindregins stuðnings. Gafst mönnum sára- lítill tími til þess að átta sig á samráðsglundrinu. Oddvitar sam- takanna stóðu eins og hómópatinn forðum daga er sagði við sjúkling- inn: „Fór það ekki í verkinn44 Fróðlegt væri að fá birtar tölur um kostnað þann er sameiginleg samtök okkar BSRB hafa greitt fyrir flugferðir, bifreiðar, gistingu og annan kostnað er leiddi af „kynningu" forystumanna á samningnum. Eigum við að trúa því að þjóðin sé svo einsýn að hún telji það sæmandi af þeim er andstæðir voru samningnum að una slíkum einhliða málflutningi og kenna hann við lýðræði og jafnrétti. Sannleikurinn er sá að hér var mjög ójafn leikur. Við andófs- menn kvöddum blaðamenn og fulltrúa ríkisfjölmiðla, sjónvarps og útvarps, á fund þar sem dreift var kynningarriti og veittar upp- lýsingar um fyrirhugaða starf- semi. Hvorki fréttastofa útvarps né sjónvarps taldi ástæðu til að senda fulltrúa á þann fund. Við þóttumst vita að annríki væri um að kenna, enda var nú óvenju fréttnæmt. Auk þess að Esja kæmi til Hornafjarðar beit Hekla höfuðið af skömminni og leyfði sér að sigla inn á ísafjörð. Við það bættist óvenjuleg fjölbreytni í hitafari í ýmsum borgum heims svo það var engin furða þótt svona smámál eins og afstaða okkar sem ekki vildum láta snúa okkur við á Sviðinsvíkurstakkastæðinu vekti ekki áhuga fréttaskýrenda sem kunna skil á andófi hvar sem er í veröldinni nema í sínu eigin landi. Sjónvarpsmenn með pólitíska meydómshugsjón kippa sér nú ekki upp við hvað sem er enda var fimmtudagur og þeir við bundnir annarsstaðar. Tíminn, Alþýðublaðið, og Þjóð- viljinn eyddu litlu rúmi í mál okkar. Þjóðviljinn lét þess getið hvað eftir annað, að öll okkar barátta væri á misskilningi byggð. Hér væri um að ræða upphlaup fáeinna sérvitringa í smábænum Absentia og ekki frásagnarvert. Seint um síðir sá Sjónvarpið sig tilneytt til þess að leyfa undirrit- uðum að segja fáein orð og var þó naumt skammtað. Nú hafa blaðalesendur og hlust- endur útvarps og sjónvarps heyrt skýringar forsvarsmanna BSRB á úrslitum atkvæðagreiðslunnar. Öll blöðin birta viðtöl við báða málsaðila og spyrja um álit á niðurstöðum. Hinsvegar bregður svo við að hvorki útvarp né sjón- varp láta svo lítið að leita álits þeirra er störfuðu að Andófi *79 en túlka einhliða niðurstöður með viðræðu við formann BSRB og fjármálaráðherra. Tilmælum okk- ar andófsmanna um að fá að segja orð um úrslitin er vísað á bug. Látum vera ef Sjónvarpið hefði sýnt okkur þá Kristján Thorlacius og Tómas Árnason skila aftur handtakinu hlýja er birt var í fjölmiðlum við undirskrift samn- ingsins. En ekki var því að heilsa. Hinsvegar var hlustendum boðið upp á einhliða skýringar og vafa- samar ályktanir. Við andófsmenn berum fram eindregin mótmæli við slíkum fréttaflutningi. Við þykjumst'með starfi okkar og málflutningi hafa unnið okkur þann rétt að skoðun okkar fái einnig að koma fram. Fréttareglur útvarpsins geyma skýr ákvæði um óhlutdrægni í fréttaflutningi. Fréttamenn sem bera ekki skyn á þann rétt manna til andófs við ofríki ættu að lesa upp og læra betur. Eg fagna þeirri breytingu sem á hefir komist nú á seinni árum, að því er varðar frjálsari blaða- mennsku. Fréttastofur ríkisút- varpsins virðast eiga margt ólært enn. Sportfatnaður og kvenjakkar vor og sumartízkan Ansturstræti 1(1 Simi 5 / %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.