Morgunblaðið - 19.05.1979, Side 1

Morgunblaðið - 19.05.1979, Side 1
36 SIÐUR OG LESBOK 112. tbl. 66. árg. LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Heath ekki sendiherra London. 18. maí. AP. EDWARD Hcath. fyrrverandi forsætisráðhcrra Bretlands, hcfur hafnað boði Margaret Thatcher forsætisráðherra um að gerast sendiherra Bretlands í Washington að því er breska blaðið „Evening Standard“ seg- ir í' dag. Heath sagði í viðtali við blað- ið að hann hefði engan áhuga á slíkum störfum og gat þess jafnframt, að hann hefði engan áhuga á að taka við starfi Josep Luns hjá Atlantshafsbandalag- inu eins og mönnum hefði orðið tíðrætt um að undánförnu. Sendiherra Bretlands i Bandaríkjunum hefur verið Peter Jay, tengdasonur James Callaghans fyrrverandi forsæt- isráðherra, en hann hefur nú verið kallaður heim. Jay gerði tilraun til að komast á þing í nýafstöðnum kosningum, en féll. Rússar fara fram úr í kaf- bátasmíði WaHhinKton. 18. mii. AP. SOVÉTMENN hafa byggt kjarnorkuknúinn kafbát. sem hægt er að sigla mun hraðar og mun dýpra en nokkrum þeirra kafbáta sem Bandaríkjamenn ráða yfir. að því er handaríska blaðið „Washington Post“ segir í frétt í dag. í hinu glæsilega frystihúsi (sbjarnarins á örfirisey eru ýmsar tækninýjungar, sem auka hagkvæmni í rekstri og nýtingu. Frystihúsið er af mörgum talið eitt það fullkomnasta sinnar tegundar. Á meðfylgjandi mynd eru þeir Jón Ingvarsson, Ingvar Vilhjálmsson og Vilhjálmur Ingvarsson fyrir utan hið fullkomna frystihús. Á blaðsfðum 17 til 20 er sagt frá frystihúsinu í máli og myndum. rætt er við Ingvar Vilhjálmsson og starfsfólk ísbjarnarins. Sjá ennfremur forystugrein og grein Birgis ísleifs Gunnarssonar á bls. 16. (Ljósm. ól.K. Magnússon) Begin býður Hussein til viðræðna í Jerúsalem „Það vekur mikinn glund- roða, að Rússar skuli geta framleitt nokkuð sem við ekki getum,“ er haft eftir ónefnd- um embættismanni. Blaðið segir, að kafbáturinn hafi verið í reynslusiglingu að undanförnu og hafi þar komið í ljós, að hann getur siglt á a.m.k. 40 hnúta hraða og kafað niður á a.m.k. 2000 feta dýpi, eða liðlega 600 metra. Nýjasti og fullkomnasti kafbátur Bandaríkjamanna getur „aðeins“ farið með 35 hnúta hraða og kafað niður á um 1900 feta dýpi. Talsmaður bandaríska flotans neitaði að tjá sig um málið í dag. Tel Aviv, Washington, Beírut. 18. maí. AP. Reuter. MENACHEM Begin forsætisráð- herra ísraels bauð f dag Hussein Jórdaníukonungi til friðarvið- ræðna í Jerúsalcm og sagði að þær yrðu væntanlega f svipuðum dúr og viðræður hans við Sadat 1977. Begin sagði ennfremur að hann væri reiðubúinn að hitta Ilusscin hvort sem væri í Amman eða ZUrich. „Ég er sannfærður um að slfk för Husseins til Jerúsalem myndi verða jafn árangursrfk og för Sadats í nóvcmber 1977,“ sagði Begin á fundi með fréttamönnum. „Ég er sannfærður um að við myndum koma okkur saman um frið innan tfðar.“ sagði Begin ennfremur. Á blaðamannafundinum ítrekaði Begin þá afstöðu Israelsmanna, að Orkuráðherra EBE: Astand verði óbreytt á Rotterdammarkaði BrUsHol. 18. maf. AP. Orkumálaráðherrar ríkja Efna- hagsbandalags Evrópu höfnuðu á fundi sínum í gærkvöldi framkom- inni tillögu Frakka um að komið yrði á mun styrkari stjórnun og skömmtun á olfumarkaðinum f Rotterdam, þar scm olíuverð er nú tvöfalt hærra en uppgefið verð OPEC-ríkja. Ráðherrarnir itrekuðu hins vegar fyrri skoðanir sínar um að nauðsyn- legt væri, að dregið yrði úr olíunotk- un í hinum vestræna heimi og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Áð öðrum kosti yrði ástandið orðið „óþolandi" innan fárra ára. Frakkar höfðu gert tillögu um að komið yrði á styrkari sameiginlegri stjórn markaðarins í Rotterdam þar sem verðinu yrði haldið innan ákveðinna marka, en ekki yrði látið viðgangast að það hækkaði stöðugt dag frá degi, eins og nú gerist. ekki kæmi til greina að skila Vesturbakkanum aftur, en hann var undir stjórn Jórdaníumanna 1947-1967. Aðspurður um neitun Líbanon- manna um friðarviðræður í síðustu viku sagði Begin: „Líbanon er heill- um horfið og er aðeins leppríki Sýrlendinga." Fréttaskýrendur telja mjög litlar líkur til þess að Hussein þekkist boð Begins um að koma til Jerú- salem, þar sem afstaða hans til Israels og friðarsamninga þeirra við Egypta hefur farið mjög harðn- andi í seinni tíð. Þá var tilkynnt í Jórdaníu í morgun að héðan í frá væri jórdönskum kaupsýslumönn- um óheimilt að eiga viðskipti við egypzk fyrirtæki. ísraeiskar hersveitir réðust í morgun á búðir palestínskra skæruliða í Suður-Líbanon, sem þeir sögðu vera æfingabúðir fyrir hryðjuverkamenn, sem síðar væru sendir inn í ísrael til að fremja ódæðisverk. Fregnum aðila bar ekki saman um tjón og mannfall. ísra- elsmenn sögðust hafa fellt mikinn fjölda skæruliða og jafnað búðirnar við jörðu. Skæruliðar sögðu hins vegar að lítið tjón hefði orðið en þeir aftur á móti fellt og sært mikinn fjölda árásarmanna. „Lík viðhorf grundvöll- ur aukinna samskipta,> — segir í yfirlýsingu um heimsókn Benedikts Gröndals utanríkisráðherra í A-Þýzkalandi BENEDIKT Gröndal utanríkisráðherra og Oskar Fischer. utanríkisráðherra Austur-Þýzkalands. sögðu í yfirlýsingu, sem var gefin út í gær um opinbera heimsókn Bencdikts til Austur-Þýzkalands. að „sameiginleg eða svipuð viðhorf til mikilvægra alþjóðamála væru góður grundvöllur fyrir frekari eflingu tvíhliða samskipta og samstarfs á alþjóðavettvangi“ að sögn austur-þýzku fréttastofunnar ADN. í yfirlýsingunni segir. að Fischer utanrfkisráðherra hafi þekkzt boð um að heimsækja (sland. Yfirlýsingin var gefin út í lok heimsóknar Benedikts Gröndals eftir viðræður sem hann átti við Horst Sindermann, fulltrúa í stjórnmálaráði austur-þýzka kommúnistaflokksins, og Werner Krolikowski varaforsætis- ráðherra. Því er lýst yfir að góð þróun eigi sér stað í samskiptum ríkj- anna. Sagt er að báðir aðilar „fagni fyrirhugaðri undirritun samnings um takmörkun kjarnorkuvopna, Salt II, og hafi einróma lagt áherzlu á vilja sinn til þess að framfylgja einnig framvegis þeim samningum sem felist í Helsinki-sáttmálanum og þróa og stuðla að samstarfi milli allra Evrópuríkja í því skyni að treysta öryggi Evrópu." Báðir aðilar ítrekuðu einnig samkvæmt yfirlýsingunni að fyrirhugaður Madrid-fundur aðildarríkja öryggismálaráð- stefnu Evrópu ætti að verða verðugt framlag í þessu skyni og stuðla að framför á sviði hernaðarlegrar slökunar“. Því var ennfremur lýst yfir, að Fischer utanríkisráðherra hefði lýst ugg sínum vegna ríkjandi deilumála í heiminum. Á það var lögð áherzla að Austur-Þj,óð- verjar styddu friðsamlega og réttláta lausn þeirra í anda virð- ingar fyrir sjálfsákvörðunarrétti hlutaðeigandi þjóða og að Austur-Þjóðverjar haldi áfram virkum tilraunum til að stuðla að lausn þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.