Morgunblaðið - 19.05.1979, Side 21

Morgunblaðið - 19.05.1979, Side 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1979 Hagkvæmnin miklu meiri en vestur á Nesi” Vinnum hér upp á gamla móðinn „VIÐ ERUM hérna nokkrar að vinna upp á xamla móðinn, engin færibönd, engar tölvur. Við erum að vinna sjö punda karfa til Rússlands en það þykir víst hagkvæmara að vinna sjö punda karfann upp á gamla móðinn,“ sagði Karólína Aðal- steinsdóttir er blaðamaður Mbl. náði tali af henni í miðjum önnum. „Ég vann einnig vestur á Nesi áður en við færðum okkur hing- að. Það var dásamlegt að vinna þar, jú þú skilur. Ég átti heima þar rétt hjá. En hér er allt gott, húsakynnin góð, maturinn góður, hér er gott fólk og verkstjórarnir góðir — sem sagt, allt gott,“ sagði Karólína og brosti. Sigurjón Auðunsson, yfirverkstjóri, og að baki honum leitað af kappi að hringormum, sem Bandaríkjamenn mega undir engum kringumstæðum sjá. „Við vinnum upp á gamla móðinn,“ sagði Karóiína — eða Kalla eins og skilmerki- lega stendur á svuntunni. „Nú ráða vélarnar” _Ég fór í land '14 eftir að hafa verið á skútum og línuveiðurum og breytingin síðan í frystihúsunum er gífurieg. bá voru engar vélar, allt unnið í höndunum og vinnudagur- inn var oft langur. aldrei mátti skilja við.“ sagði Ásmundur Jónas- son er biaðamaður Mbl. gekk að honum þar sem hann var að hreinsa. „Nú eru vélarnar alls ráðandi. Húsakynnin hér eru mjög glaesileg, mjög gott mötuneyti og eins búningsherbergi og geta þeir, sem vilja, farið í sturtu, Jú jú, mér finnst Ijómandi gott að vera hér vestur á Granda, þá er maður nálægt sjón- um,“ sagði Ásmundur hinn hressasti og hélt áfram vinnu sinni. Ásmundur Jónasson önnum kaf- inn. Komin alla leið frá Indlandi Þegar blaðamaður Mbl. og ljós- myndari gengu um sali ísbjarnar- ins rákust þeir á Hannah Rosalind og hún stakk mjög í stúf við bjartar íslenzkar stúlkurnar. Jú, hún var komin aiia leið frá Indlandi er við spurðum hana. „Þetta er fyrsta vinna mín, en ég hef verið á Islandi í þrjá mánuði. Var í skóia í Indiandi, og aldrei unnið áður. Þess vegna er ég stund- um svolítið þreytt. En mér líkar mjög vel hér og launin góð. Af hverju er ég hér? Jú, á Indlandi er ekki vinnu að fá þar sem ég bý í Madras. Ég ætla að vera hér að minnsta kosti í eitt ár og vinna mér inn peninga. Til þess er ég hér. Þannig get ég hjálpað fjölskyldu Hannah Rósalind, komin alla leið frá Indlandi. minni í Indlandi, tveimur bræðrum mínum og tveimur systrum, ásamt foreldrum." Áður en ég lagði upp frá Madras þá hafði ég aldrei ferðast svo viðbrigðin voru mikil. Að koma alla leiðina hingað til íslands í kuldann frá jafn heitu landi og Indlandi," sagði Hannah Rósalind að lokum. Vinnuaðstaða hér öll önnur og betri ,Ég er búinn að vera verkstjóri í frystihúsum í 30 ár, fyrst í ísfélaginu í Eyjum. Það var ákaflega huggulegt og gott hús, en breytingin sem orðið hefur er gífurleg. Meðferðin á fiskinum er allt önnur og betri. Þar muna miklu kassarnir, sem nú eru ails ráðandi. Nýting fisksins er mikiu betri. Auðvitað eigum við nú ekki lengur rfgaþorski að venjast en samt er sá fiskur sem við fáum mjög góður og sáralftið berst af smáþorski,“ sagði Sigurjón Auðunsson, yfirverkstjóri í hin- um glæsilega frystihúsi ísbjarnarins, er svipast var um f húsinu og rætt við starfsfólk. „Vinnu aðstaðan hér er mjög góð, raunar öll önnur og betri en ég hef átt að venjast. Hér er mjög gott mötuneyti, búningsherbergi starfsfólks til fyrirmyndar og þar getur fólkið farið í sturtu að afloknum vinnudegi. Ég held ég megi fullyrða, þó við höfum ekki verið hér nema í rúman hálfan mánuð, að fólk sé mjög ánægt hér. Hagkvæmnin er miklu meiri en vestur á Nesi. Hér erum við alveg við kajann. Fiskurinn kemur beint hingað inn, fer ekki á bíla. Sjálf- virknin er í fyrirrúmi, tölvur sjá um vigtun hjá stúlkunum. Fiskur- inn kemur hér í kössum og meðferðin á honum er góð. Hér vinna nú yfir 100 stúlkur, allt úrvalsfólk. Hagkvæmnin býður upp á aukna möguleika í fram- leiðslu og betri vinnslu. Svona gegnumsneitt þær vikur, sem við höfum starfað, þá höfum við unnið um þúsund kassa, sem gera svona á milli 50 og 60 tonn en við höfum farið upp í 1100 kassa. Allt hefur gengið hnökralaust fyrir sig, mjög vel held ég mér sé óhætt að segja,“ sagði Sigurjón Auðunsson að lokum. Hún gaf sér sekúndubrot til að heillandi brosi og sfðan tóku brosa til Ragnars kassarnir við. ljósmyndara Bónusinn fæst við 105 pakka á klst. „Mér finnst alls ekki þreitandi að standa hér við færibandið en ég er auðvit- að á bónus og verð að pakka 99* á ormanna slóð „Hér er allt svo hreint og fínt en mest finnst mér þó áberandi hve stærðarmunurinn er gífur- legur frá þvi sem við áttum að venjast vestur á Nesi,“ sagði Þuríður Einarsdóttir er við geng- um til hennar þar sem hún stóð við færibandið. Svunta hennar vakti þegár athygli blaðamannsins skreytt vísukórnum og næsta spurning hljóðaði. Yrkirðu mikið? Jú, hann Sigurjón verkstjóri hafði einmitt lætt því að mér að ég mætti eiga von á vísukorni ef ég talaði við hana Þuríði. En hún var ekkert nema hógværðin. „O, nei ekki geri ég mikið af því,“ svaraði hún. Þú yrkir þó vísukorn fyrir mig, svona fyrir lesendur Moggans. En hún aftók það með öllu, sagði hins vegar að ég mætti fara með vísukornið á svuntunni hennar. ¥ Þurfður Einarsdóttir og á svunt- unni hennar er vfsan góða.. .„„Svuntan mfn“ kalla ég hana,“ sagði hún. „Ég kalla það Svuntan mín,“ sagði hún og byrjaði: „Við þetta leiðinda líf, í leit á ormanna slóð, þú ert mín þarfasta flík, þolin, hljóðlát og góð. Fyrst ertu fannhvít og hrein falleg, strokin og slétt, áður en margs konar mein mark hafa á þig sett. Af þér er eftirsjá með aldrinum skeður þrennt, þú verður guggin og grá — götug og þá er þér hent.“ kvað hún Þuríður og brosti. Greinilegt að lífið var alls ekki eins leiðinlegt og ef til vill mætti lesa úr vísukorninu en þar með líka var færibandið tekið við og Þuríður var komin „.. .á ormanna slóð“. 105 pökkum á klukkustund og það getur verið ansi eríitt og þarf mikla þjálf- un,“ sagði Jóhanna Guðmundsdóttir þar sem hún stóð við færibandið og pakkaði. Eldfljót, geinilega vel þjálfuð og hver pakkin hvarf á fætur öðrum. Blaðamaður mátti því gera sér að góðu að reyna yfirgnæfa færibandið, því Jóhanna lét ekki deigan síga. Einbeitnin skein úr and- liti hennar, en þó gaf hún sér tíma til að brosa og stilla sér upp fyrir RAX. Hvað um aðstöðuna, náði blaðamaður að skjóta inn.“ Jú, aðstaðan hér er allt önnur en vestur á Nesi, ákaflega snyrtilegt í alla staði og mjög gott mötuneyti“. Og þar með var Jóhanna byrjuð að pakka aftur. Og var að furða — til að fá bónusinn góða þyrfti hún að pakka 105 pökkum á klukkutímann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.