Morgunblaðið - 19.05.1979, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1979
35
Nokkur orð um
kórónustimpla
í þessum frímerkjaþáttum
hefur oft verið minnzt á svo-
nefnda kórónustimpla og tölu-
stimpla (númerastimpla), sem
boðnir hafa verið upp á frí-
merkjauppboðum. Jafnframt
hefur verið bent á, að eftirspurn
eftir þeim sé mikil og fari
stöðugt vaxandi — eins og raun-
ar eftir flestum stimplum. En
hér — sem víða annars staðar —
er ekki allt gull, sem glóir, og
ýmislegt ber örugglega að varast
í þessum efnum. Eg hef á stund-
um hugsað mér að setja nokkur
orð um þetta hér í þáttinn, en
alltaf hefur eitthvað annað kom-
ið í veg fyrir það. Læt ég nú loks
verða af þessu og af sérstöku
tilefni.
Fyrir nokkru barst mér í
hendur sænskt rit, Postryttaren,
sem er ársrit Póstminjasafnsins
í Stokkhólmi. Þeir, sem eru í
félagi, sem nefnist Föreningen
Postmusei Vánner (þ.e. Félag
vina póstminjasafnsins), greiða
10 sænskar krónur í árgjald og
fá ársritið, sem er að jafnaði
rúmar 200 bls. að stærð og fullt
af alls kyns fróðleik. í þessum
síðasta árgangi, sem er hinn 28. í
röðinni, er skemmtileg ritgerð
eftir sænskan frímerkjasafnara
og frímerkjarithöfund, Sven
Ahman. Birtir hann hér frásögn
og hugleiðingar um íslenzk frí-
merki í sambandi við frímerkja-
sýningu, sem Islandssamlarna í
Stokkhólmi héldu í húsakynnum
Póstminjasafnsins um áramótin
1977—78 til þess að minnast 15
ára afmælis félags þeirra. Grein
Ahmans fylgja ágætar myndir
og m.a. þessi, sem hér er tekin
traustataki. Er hún af tveimur
sjaldgæfum kórónustimplum, og
getur Ahman þess undir mynd-
inni. Ég sé, að STAKKAHLÍÐ er
verðlögð á 550 s.kr. í síðasta
Facit-listanum eða um 42 þús.
ísl. krónur. Stimpiliinn frá
STARMÝRI er hins vegar
verðlagður á 2100 s.kr. eða um
160 þús. krónur íslenzkar. Af
þessu sést, að hér er ekki um
litlar fjárhæðir að ræða. Þess
vegna verða safnarar að gæta
þess vel, þegar þeir kaupa dýra
stimpla, að þeir séu ekta og hafi
raunverulega verið notaðir á
hlutaðeigandi stöðum til ógild-
ingar frímerkja. Verð þeirra í
listum er vitaskuld miðað við
rétta póstnotkun. En hvað er að
segja um þessa tvo kórónu-
stimpla?
Ahman getur þess, að stimp-
illinn frá Stakkahlíð sé vafasm-
ur, og dregur þá ályktun m.a. af
því, að hann er á Tveggja kónga
merki frá 1907. Aðalnotkunar-
tími kórónustimpla var aftur á
móti frá 1893 (eða 94) til 1903 á
bréfhirðingarstöðum, en þá
leystu tölustimplar þá af hólmi
— eða áttu að gera það. Nú er
það hins vegar alkunna, að kór-
ónustimplar voru notaðir á sum-
um stöðum miklu lengur og
þekkjast á frímerkjaútgáfum
allt fram yfir 1920 a.m.k.
Ekki verður stimpillinn frá
Stakkahlíð því vefengdur af
merkinu einu saman og þarf að
renna öðrum stoðum undir þann
grun eða þá fullyrðingu, að hann
hafi verið settur á merkið til
þess einvörðungu að fullnægja
eftirspurn ákafra safnara.
Nú vill svo til, að ég hef
aðgang að ýmsum kórónustimpl-
um og m.a. þremur eintökum af
stimplinum frá Stakkahlíð, og
minna þau öll óþægilega mikið á
stimpil Ahmans. Þess vegna datt
mér í hug að setja á spjald
nokkra kórónustimpla á bréf-
sn.vfsum, svo að lesendur þáttar-
ins geti virt þá fyrir sér, um leið
og við hugleiðum þetta mái
nokkru nánar.
Frimerki
eftir JÓN AÐAL-
STEIN JÓNSSON
Ef litið er á þessi þrjú eintök
frá Stakkahlíð, eru frímerkin
vissulega frá árunum 1900—1902
og gætu því verið stimpluð á
„réttum" tíma. En allt hand-
bragð við stimplunina bendir til
þess, að hún sé „framkvæmd,, í
sömu „verksmiðju" og þá trúlega
löngu síðar. Þá tökum við eftir
því, að ódýr verðgildi eru notuð
til stimplunar, og ekkert þeirra
fellur eitt sér undir venjulegan
pósttaxta á þeim tima nema 20
aur. þjónustumerkið í GILDI
’02—’03. Venjulegt burðargjald
frá Loðmundarfirði var lOeða 20
aurar eftir þyngd bréfa. Þá er ég
viss um, að ýmsir safnarar hér á
landi og eins erlendis eiga sams
konar „framleiðslu" í söfnum
sínum. Segja má því, að fráleitt
sé að greiða Facit-verð fyrir
kórónustimpil frá Stakkahlíð í
þeim búningi, sem hann er hér.
Hinu má svo ekki gleyma, að
stimpillinn sem slíkur er auðvit-
að ekki falsaður og þess vegna
getur verið gaman að eiga hann í
safni sem sýnishorn. En þá
verða menn sjálfir að gera upp
við sig, hvað þeir vilja greiða
mikið fyrir hann.
Um snyfsið frá Starmýri er
allt aðra sögu að segja. Burðar-
gjaldið kemur heim við póst-
taxta og auk þess eru frímerkin
tvístimpluð. Slíkt hefði tæplega
komið fyrir, ef söfnun hefði
beinlínis verið höfð í huga. Hér
virðist því um venjulega póst-
sendingu að ræða.
Ef litið er á spjaldið að öðru
leyti, kemur ýmislegt í ljós.
Bréfsnyfsi með tvennd (pari) af
6 aura frímerki frá 1911 (Jón
Sigurðsson) er með kórónustimpl-
inum FAGURHÓLSMÝRI, minni
gerð, sem er allverðmætur. 12
aurar koma engan veginn heim
við taxtana, svo að það eitt vekur
grun. Hér er þó þess að gæta, að
snyfsið er þannig klippt eða
rifið, að vel má vera, að fleiri
merki hafi verið saman og þau
öll myndað rétt burðargjald á
sínum tíma. Þá er ágætur
stimpill, STAFAFELL, á tvennd
af 5 aura merki frá 1896, og
bendir ekkert til annars en hann
sé ekta. Sama er að segja um
hina kórónustimplana, og þó eru
þeir enn þá öruggari, því að hér
sést greinilega, að merkin eru
rifin af bréfunum. Örlítill hluti
af nafni viðtakanda sést á snyfs-
unum frá Lækjarmóti og Akra-
nesi, og ekki fer neitt á milli
mála um stimpilinn HAFN-
ARFJÖRÐUR á þjónustusend-
ingu í ábyrgð til (Hrepps)nefnd-
ar Mosfellshrepps. Má öllum
ljóst vera, að óhætt er að kaupa
alla þá stimpla á frímerkjum,
sem eru á greinilegum afklipp-
ingum, þar sem lesa má hluta af
nafni viðtakanda. Um þá hluti
leikur tæplega nokkur vafi. Við
hörmum einungis að hafa aðeins
í höndunum þessi snyfsi, en ekki
umslögin heil. En „betri er hálf-
ur skaði en allur", segir máltæk-
ið, og við verðum að hugga okkur
við það úr því sem komið er.
við það úr því sem komið er.
Frímerkjauppboð
F.F. 9. júní nk.
Uppboðsnefnd Félags frí-
merkjasafnara ákvað að freista
þess að hafa lítið uppboð í
sambandi við næsta landsþing
L.I.F. og frímerkjasýninguna
Frímerki 79. Fyrir fáum dögum
korn uppboðsskrá út með 90
númerum. Af þeim er um þriðj-
ungur einmitt kórónu- og tölu-
stimplar, og er þar dýrast
metinn kórónustimpillinn
STÓRINÚPUR eða á 40 þúsund.
HVAMMSFJÖRÐUR kemur
næst á 30 þúsund, og tölustimp-
illinn 252 er í þriðja sæti á 25
þúsund krónur.
Uppboðsefnið verður til sýnis í
félagsheimili F.F. að Amt-
mannsstíg 2 laugardaginn 2. júní
kl. 15—18 og svo á uppboðsstað í
Álftamýrarskóla, stofu 1 (suður-
álmu), laugardaginn 9. júní kl.
13—14.30. Sjálft uppboðið hefst
svo kl. 15. Skrifleg boð þurfa að
berast uppboðsnefnd fyrir 6.
júní.
ARATUNGA
ft: j
Hin ffrábæra Brimkló ásamt
Björgvini Halldórssyni í Aratungu
í kvöld.
Diskótek og fleira góögæti.
Glæsilegt úrval af góöu veöri!
Sætaferðir frá öllum helztu bæjum suöur-
lands og frá B.S.Í.
Aratunga.
fyeeport
hvort sem er.
Grindavík.
A\\t»goöu.
0
R
T