Morgunblaðið - 19.05.1979, Síða 36

Morgunblaðið - 19.05.1979, Síða 36
cr/ Síminn á afgreiöslunm er 83033 JW*remiblnbií> Síminn á afgreiðslunni er 83033 JtUrgunblflbib LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1979 Afl Deildartungu- hvers jafngildi 59 þús- und tonna af gasolíu DEILDARTUNGUHVER í Borgaríirði. scm talinn er stærsti hver í heimi, gefur af sér 180 sekúndulítra af 100 gráðu sjálfrennandi, heitu vatni og er afl hvers- ins jafngildi 59 þúsund tonna af gasolíu árlejía miðað við húshitun og 55% nýtingu, en það eru 42,5 megawött og orka hans 396 gigawött, segir í grein, sem fulltrúar eigenda hversins hafa sént Mbl. og birt er á bls. 14. í greininni kemur einnig fram, að fari eignarnám hversins fram beri ríkissjóði að inna af hendi eignar- námsbætur og er miðað við að um staðgreiðslu sé að ræða og yrði hann af umtals- verðum skatttekjum. Næmu væntanlegir skattar kr. 69 milljónum fyrir næstu 20 árin vegna lokatilboðs Hita- veitu Akraness og Borgar- fjarðar, en 224 milljónum króna vegna lokatilboðs eig- enda. „Sökum taps á væntanlegum skattgreiðsl- um er ríkissjóði ekki hagur af eignarnámi. Sökum mikillar greiðslubyrði og missis framkvæmdafjár er HAB ekki hagur af eignar- námi. Ennfremur er það gegn vilja og hagsmunum íbúa Reykholtsdalshrepps og fleiri Borgfirðinga að hver- inn verði afhentur HAB til Farmannadeilan; Undimefnd- ir ræða um einföidun samninga ÞRIGGJA tíma sáttafundur var í farmannadeilunni í gær og í fyrsta skipti í langan tíma var jákvæð hreyfing í deiiunni. að sögn viðmæl- anda Mbl. Ákveðið var að skipafélögin og yfirmenn tilnefndu fjóra menn í undirnefnd hvor aðili, sem myndi ræða samnings- grundvöll, sem skipafélögin lögðu fram fyrir nokkru. Mun undirnefndin taka til starfa á sunnudagsmorguninn klukk- an níu. I samningsgrundvelli skipafélaganna er gert ráð fyrir mikilli einföldun samn- inga, en yfirmenn hafa ekki til þessa viljað ræða þennan grundvöll. Þá hefur sáttasemjari boð- að til funda í dag, laugardag, með fulltrúum skipafélag- anna og undirmanna. Samn- inganefnd Sjómannafélags Reykjavíkur mætir á fundi klukkan 10 og samninganefnd matsveina klukkan 11. eignar. Hins vegar er eig- anda hversins einum hagur af eignarnámsgerðinni, þar eð eignarnámsbætur gæfu allmiklu hærri arð en loka- tilboð hans. Þrátt fyrir það stendur eigandi hans staðfastlega gegn eignar- námi og óskar þess að hverinn megi haldast í eigu ættmenna hans svo sem ver- ið hefur í tvær aldir,“ segir að lokum í greininni, en hana rita Björn Fr. BjörnsSon og Þorsteinn Helgason. ^ ^ - - » 'V - *,.■■■-■ „ •• ^........ Þó enn sé vetrarríki víða um landið hefur vorboðinn ljúfi komið í stórhópum hingað á sínum venjulega tíma. Hér má sjá lóuhóp á túnbletti í Reykjavík. Ljósm. Mbi. rax. Vinnuveitendur íhuga viðtækar vamaraðgerðir Er umfangsmikið verkbann í undirbúningi? Framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambands íslands ákvað í gær að halda fast við þá stefnu sína, er hún markaði hinn 3. apríl síðastliðinn, að vera ekki til viðræðu um breytingar kjara- samninga, sem fela í sér kostnaðarauka, fyrir atvinnuvegina. í tvær vik- ur hefur VSÍ haldið að sér höndum til þess að gefa ríkisstjórninni ráðrúm til þess að leysa vandamál vinnumarkaðarins og þar sem fyrirsjáanlegt er að ekki koma nein úrræði frá stjórnvöldum, mun ætlun- in að grípa til víðtækra varnaraðgerða af hálfu sanibandsins, sem Morgunblaðinu er kunnugt um að eru víðtæk verkbönn. Endanleg ákvörðun um þessar aðgerðir VSÍ verður tekin á alls- herjarfélagsfundi, sem boðaður hefur verið næstkomandi mið- vikudag, en þar verða ræddar „stuðningsaðgerðir sambandsins vegna verkfalls yfirmanna á far- skipum og mjólkurfræðinga í því skyni að knýja á um skjóta lausn málsins á þeim grundvelli, sem VSÍ hefur lagt og er í samræmi við upphaflega kjaramálastefnu ríkisstjórnarinnar eins og hún var mótuð með samkomulagi við ASI“. Á mánudagsmorgun klukkan 11 munu fulltrúar VSÍ ræða við fulltrúa ASÍ á vettvangi fasta- nefndar sambandanna um þessa stefnu vinnuveitenda. Samdægurs klukkan 14 er fundur VSÍ með Farmanna- og fiskimannasam- bandi íslands og þar á eftir sameiginlegur fundur allra aðil- anna þriggja. Það er skoðun VSI, að núverandi verkfallsátök séu fyrst og fremst innbyrðis átök milli launþegafélaga um launa- hlutföll. Verði gengið að þeim kröfum, sem fyrir liggja, leiði það til nýrrar verðbólguholskeflu og bitnar harðast á þeim hópum, sem búa við lægst laun, jafnframt því sem atvinnuöryggi yrði stefnt í hættu. Vegna þess að ekki er að vænta aðgerða af hálfu ríkisvalds í því skyni að tryggja að ekki komi til grunnkaupshækkana á þessu ári, er það skoðun VSÍ-forystunn- ar, að sambandið verði að koma í veg fyrir að stefna þess og ríkis- stjórnarinnar sé brotin á bak aftur. Sjá frásögn af blaða- mannafundi VSÍ á bls. 14 og 15. Keflavík: Hættír Flskiðjan starfsemi sinni? BÆJARYFIRVÖLD í Keílavík hafa að tillögu heilbrigðisnefndar bæjar- ins veitt fiskimjölsverk- smiðjunni Fiskiðjunni hf starfsleyfi til næsta hausts Saltfiskútflutningurinn: Seinkunin kostar 20 milljónir á dag SEINKUN sú, sem orðið hefur á útskipun saltfisks, kostar 20 milljónir á dag í viktarrýrnun, gæðarýrn- un og vaxtagreiðslum, að því er Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri Sölu- sambands íslenzkra fisk- framleiðenda tjáði Mbl. í gær. Þá sagði Friðrik enn- fremur að óhjákvæmilega myndi eitthvað skemmast af saltfiski vegna seinkunarinnar. Nú liggja í landinu 10 þúsund tonn af saltfiski, að verðmæti 8 milljarðar króna, sem koma þarf til kaupenda á Spáni, Ítalíu og Grikklandi hið fyrsta. Veitt hefur verið undanþága fyrir eitt skip, Eldvík, til saltfiskflutninga og fer skipið með rúmlega 2000 tonn. „Vissulega léttir það undir að fá þessa undanþágu og það hjálpar okkur að halda samningum. En því miður verður skipið ekki lestað fyrr en un aðra helgi og þá er komið fram í maílok. Það þarf því að halda vel á spöðunum við útskipun þeirra 8 þúsund tonna sem eftir eru ef takast á að koma þeim á ákvörðunarstað í tæka tíð,“ sagði Friðrik Pálsson. með ákveðnum skilyrðum um úrbætur í mengunar- málum. Heyrst hefur að eigendur Fiskiðjunnar hafi til athugunar að leggja verksmiðjuna niður eða flytja starfsemi henn- ar vegna þess mikla kostn- aðar, sem fylgir uppsetn- ingu mengunarbúnaðar en í Fiskiðjunni vinna 25—40 menn. „Við höfum fengið frest með ákveðnum skilyrðum sem eru til athugunar hjá okkur. Við höfum ekki tekið ákvörðun ennþá en það getur komið upp sú staða, að skilyrðin séu þannig að ekki sé hægt að ráða við þau,“ sagði Gunnar Ólafsson forstjóri Fisk- iðjunnar í samtali við Mbl. í gær. Gunnar sagði, að bæjaryfirvöld í Keflavík krefðust þess að á þessu ári yrði komið upp búnaði sem kæmi í veg fyrir að reykur og lykt bærust yfir bæinn og einnig voru sett skilyrði um hreinsun umhverfis við verksmiðjuna. Hugmyndin er sú að losna við reykinn með gufuþurrkun en sá útbúnaður mun kosta hundruð milljóna króna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.