Morgunblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ1979 Málaferli í Bandaríkjunum: Álafoss vann mál fyrir áfrýj- unardómstól Áfrýjunardómstóll í St. Louis í Missouri í Banda- r Atta milljóna tap á karfa- veiðitúr KARFAVEIÐARNAR eru reknar með KÍfurleKu tapi um þessar mundir en eins <>x fram hefur komið var það m.a. ætlunin með þroskveiðitak- mörkunum að beina veiðunum í karfa og aðra fiskstofna. sem eru minna nýttir en þorskstofninn. Morgunblaðið hefur fengið upplýsingar hjá Agústi Einars- syni hagfræðingi LIÚ um upp- gjör karfaveiðitúrs, sem togari úr Reykjavík fór nýlega í. Niðurstaðan varð sú, að útgerð togarams vantaði 8,2 milljónir króna til þess að eiga fyrir allra brýnustu útgjöldum veiðiferðarinnar, sem stóð í 12 daga. Togarinn var með 154 tonn, þar af 104 tonn af karfa, 30 tonn af ufsa, 11 tonn af þorski, 4 tonn af ýsu og 5 tonn af blönduðum fiski. Tekjur togarans eru samtals 12 milljónir króna, þar af 11,7 milljónir skiptaverð aflans, og 0,3 milljónir var olíugjald. Kostnaðurinn var hins vegar 20,2 milljónir króna, þar af laun og launatengd gjöld 5,9 milljónir, olíur 8,2 milljónir, veiðarfæri 2,1 milljón, löndun- arkostnaður 1.1 milljón, trygg- ing skipsins 0,6 milljónir og viöhald skipsins 2,3 milljónir króna. Nafn piltsins sem lézt PILTURINN, sem beið bana í umferðarslysi á Reykjanesbraut s.l. sunnudagsmorgun, hét Stefán Jens Sigurðsson, Miðgarði 18, Keflavík. Stefán heitinn var 15 ára gamall, fæddur 1. október 1963. ríkjunum hefur hnekkt dómi undirréttar í Minneapolis, sem dæmdi Álafoss hf. til aö greiða bandaríska fyrirtækinu Premium Corporation og Amerika 132.000 dollara, jafnvirði 44.3 milljóna króna. í skaðabætur vegna gulu í skinnkápum. Bandaríska fyrirtækið keypti hvítar loðkápur frá Álafossi fyrir 237.000 dollara, greiddi 132.000 dollara, en höfðaði svo skaðabóta- mál vegna gulrar slikju á kápun- um og vann það fyrir undirrétti, sem dæmdi Álafoss til að endur- greiða upphæðina. Áfrýjunardóm- stóllinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, að jafnvel þótt einhver gul slikja fyndist á kápunum, þá hefði hún ekki orðið til þess að kaupendur skiluðu kápunum aftur og því skyldi Álafoss sýkn af kröfum Premium. Var málinu vísað aftur til undirréttarins til að gera út um kröfu Álafoss um þá 135.000 dollara, sem Premium Corporation á ógreidda. Hvítabjarn- arspor í Ófeigsfirði KRISTINN Jónsson bóndi á Seljanesi á Ströndum gekk fram á ísbjarnarspor fyrir þrcmur dögum skammt frá Seljanesi og virtust sporin nýleg. Fyrir nokkrum vikum heyrði Jens Guðmundsson bóndi og veiðimaður í Munað- arnesi ísbjarnaröskur á Ingólfsfirði. en ekki hefur sézt tii ísbjarnarins. bar sem sporin sáust á Seljanesi var auðséð að ís- björninn hafði eitthvað verið að vafstra á staðnum. K jartan borgaði viðhaldið s jáJfur Benedikt hefur ekki selt sinn bíl BAKSÍÐUFRÉTT í Mbl. í gær gaf ekki nákvæmlega rétta mynd af umræðum á Alþingi um bíla- mál ráðherra og umræðum um viðhald á einkahílum ráð- herranna. í máli Tómasar Árnasonar fjármálaráðherra kom m.a. fram að hann átti hifreið þegar hann varð ráðherra en ekki fjármála- ráðuneytið. Hann hafi þvf notaö eigin bifreið í starfi sínu. betta sé nýleg bifreið í góðu ástandi og enginn óeðlilcgur kostnaður hafi komið til vegna viðhalds hennar. Kjartan Jóhannsson sjávarút- vegsráðherra kvaðst hafa átt gamla Volo-bifreið , sem hann hafi gert upp á eigin reikning áður en hann hóf að nota hana í þágu núverandi starfs. Hann hafi síðan selt bifreíðina með ryðgötum og beyglu. Benedikt Gröndal utanríkisráð- herra kvaðst hafa notað 9 ára gamlan amerískan bíl í ráðherra- starfinu, en bílinn á hann sjálfur. Hann hafi lánað ríkinu hann í 7 nánuði en bifreiðin hafi verið nokkuð viðhaldsfrek. Bifreiðin er áfram hans einkabifreið en utan- ríkisráðuneytið hefur nú lagt hon- um til nýja bifreið. Þá tók Steingrímur Hermanns- son dómsmálaráðherra til máls og tók í svipaðan streng og fyrri ráðherrar varðandi bílamál sín. Kaldasti maí í Reykjavík í heila öld Meóalhitinn á Akureyri mínus 1 gráða fyrri hluta mánaðarins NÚ ER nokkurn veginn ljóst, að maí í ár verður kaldasti maímánuður í Reykjavík síðan mælingar hófust fyrir tæpri öld. Einnig er ljóst að yfir allt landið verður maí einn sá kaldasti á öldinni. Aðeins hitabylgja síðustu dajía mánaðarins gæti breytt niðurstöðunum. Sigfinnur Sigurðsson ráðinn hag- fræðingur VJR. Á STJÓRNARFUNDI Verslunar- mannafélags Reykjavíkur í gær var það samþykkt að ráða Sigfinn Sigurðsson sem hagfræðing fé- lagsins frá og með 1. júlí n.k. Sigfinnur var í mörg ár hagfræð- ingur Reykjavíkurborgar og einn- ig varaformaður B.S.R.B. á sínum tíma. Þórir Sigurðsson deildarstjóri á veðurfarsdeild Veðurstofunnar sagði í gær, að meðalhitinn í Reykjavík 17 fyrstu daga mánaðarins hefði verið 0,3 gráður. Sömu daga árið 1888 var meðalhitinn 1,8 gráður, sömu daga árið 1906 var meðalhitinn 1,9 gráður, sömu daga 1944 var meðalhitinn 2,4 gráður og sömu daga 1949 var meðalhitinn 2,8 gráður. Nákvæmar tölur liggja ekki fyrir frá öðrum stöðum á landinu en bráðabirgða tölur frá Akureyri benda til þess, að meðal- hitinn 17 fyrstu daga mánaðarins hafi verið mínus 1 gráða. Að sögn Þóris hefur aðeins hlýnað í Reykjavík undanfarna daga og komst hitinn hæst í 8 gráður á mánudaginn. Bjóst Þórir við því, að meðaihitinn fvrir fyrsta 21 daginn í mánuðinum væri 0,6 gráður. Sagði Þórir, að þótt meðalhitinn yrði 5 gráður 10 síðustu daga mánaðarins yrði meðalhitinn í maímánuðinum aðeins 1,5 gráður svo að ljóst væri að mikið mætti breytast ef maí í ár yrði ekki sá langkaldasti á öldinni. Meðalhiti í Reykjavík í maí árin 1931— 1960 var 6,9 stig. Lægstur hefur meðalhitinn í maí farið niður í 3,5 gráður yfir heilan mánuð en það var árið 1888 en hann var 3,6 gráður í maí 1949, en þá var mikið harðindavor eins og margir muna. En eins og stendur, benda allar líkur til þess að maí í ár ætli að slá öll fyrri met. Líður fljótt að því að alvarlegt ástand skapist af olíuskorti — segir Indriði Pálsson forstjóri Skeljungs „ÞAÐ LÍÐUR íljótt að því að það skapist alvarlegt ástand víða á landinu vegna olíuskorts," sagði Indriði Pálsson forstjóri Olíufélagsins Skeljungs í samtali við Mbl. í gærkvöldi. Indriði sagði, að í gærmorgun hefði verið sótt um almenna undanþágu fyrir Kyndil til að flytja olíu til hafna úti á landi, en Þinglausn- ir ráðgerð- ar 1 dag „bÆR eru ráðgerðar á morgun.“ sagði Ólafur Jóhannesson for- sætisráðhcrra. er Mbl. spurði hann í gærkvöldi, hvað hann hygðist með þinglausnir. begar Mbl. spurði, hvort þær yrðu þá ekki í andstöðu við vilja Alþýðu- flokksins. sagði Ólafur, að hann hefði haft samráð við sfna með- ráðherra. en engin atkvæða- greiðsla hefði farið fram um málið innan ríkisstjórnarinnar. „Alþýðuflokkurinn hcfur látið bóka sfn sjónarmið,“ sagði ólafur. Forsætisráðherra kvaðst ekki geta sett sig í spor þeirra, sem vildu fresta þingslitum. „Þeir sem vilja hafa þingið áfram vilja það ef til vill til þess að það geti gripið inn í ástandið," sagði forsætisráðherra, en kvaðst að öðru leyti ekki vilja tjá sig um þetta mál. Spurningu Mbl. um það, hvort fyrir þinglausnir myndi liggja fyrir stefna ríkisstjórnarinnar í at- vinnumálum, svaraði forsætisráð- herra svo: „Nei, það liggur ekki annað fyrir en að reynt verði að ná sáttum fyrir tilstilli sáttanefnda." undanþágubeiðninni verið hafn- að. Indriði sagði, að á sumum stöðum úti á landi væri nú framleitt rafmagn með olíu og myndi fljótt líða að því að hún gengi til þurrðar. Ingólfur Ingólfsson formaður Farmanna- og fiskimannasam- bandsins tjáði Mbl., að í undan- þágubeiðninni hefði ekki verið nein skilgreining á því, hvaða flutninga hún næði til. Ingólfur sagðist ekki hafa verið viðstadd- ur afgreiðslu beiðninnar en kvaðst telja líklegast að henni hefði verið hafnað, þar sem hún hefði verið um óhefta flutninga en ekkert nánar skilgreint í henni. Skipstjórar og yfirvélstjórar hjá Eimskip vinna ALLIR skipstjórar og yfirvél- stjórar hjá Eimskipafélagi íslands eru að störfum í far- mannavekfallinu, að sögn Sigur- laugs borkelssonar blaðafulltrúa fyrirtækisins. Sigurlaugur sagði, að undan- þága hefði fengist fyrir skipstjóra og yfirvélstjóra til þess að gæta öryggis skipanna á meðan þau eru í höfn. Forseti borgarstjómar fær 491.975 kr. í laun og for- maður borgarráðs 426.984 EFTIR launahækkun þá, sem launamálanefnd Reykjavfkur- borgar hefur samþykkt til handa Sigurjóni Péturssyni for- seta borgarstjórnar; nema laun forseta borgarstjórnar 263.238 krónum á mánuði og fyrir setu f borgarráði fær hann greiddar 228.737 krónur á mánuði, eða samtals 491.975 krónur á mán- uði. Formaður borgarráðs, scm nú er Björgvin Guðmundsson, fær f laun 274.493 krónur á mánuði og fyrir setu í borgar- stjórn fær hann 152.491 krónu á mánuði, eða samtals 426.984 krónur á mánuði. Borgarráðs- mennirnir Kristján Benedikts- son. Birgir ísleifur Gunnarsson og Albert Guðmundsson fá 381.228 krónur á mánuði fyrir setu í borgarráði og borgar- stjórn. Mjög er misjafnt, hvað menn fá greitt fyrir setu í nefndum og ráðum á vegum borgarinnar og er ýmist um fasta mánaðarþókn- un að ræða eða sérstaka þóknun fyrir hvern fund. Fulltrúar í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar fá 66.260 krónur á mánuði og fyrir setu í útgerðarráði eru greiddar 47.332 krónur á mánuði. Mánaðarlaun borgarstjórans í Reykjavík eru nú 1.052.028 krón- ur á mánuði. Reykjavíkurborg á og rekur sérstaka bifreið, sem m.a. er til afnota fyrir borgarstjórann í embættiserindum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.