Morgunblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 32
Síminn á afgreiöslunm er 83033 JH*r0imblnbi& Síminn á afgreióslunni er 83033 JH«r0unbIal>ib MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1979 N idurskurdur vegna harðinda Húsavík. 22. maí. NIÐURSKURÐUR veKna harð- indanna er hafinn. í dag var 20 kúm slátrað 1' sláturhúsi K.Þ. á Ilúsavik <>k voru þær allar úr Aðaldal. þar af 3 gripir frá sama bænum. Áformað var að farga ein- hverju úr Kinn og Reykjadal, en sökum veðurs og ófærðar í morg- un var ekki hægt að koma grip- unum til Húsavíkur. Þó aðalveg- ir séu færir eru heimreiðar víða ófærar vegna snjóa. Fréttaritari. Tófanmætti í hádegis- matinn Þegar hjónin í Svansbúð í Kaldhaksvik á Ströndum sátu að snæðingi einn daginn fyrir skiimmu brá svo við að hvít tófa vippaði sér inn um eldhús- gluggann og settist á gólfið spekingsleg á svip. Virtist hún ekkert hrædd og sat hin róleg- asta. iljónin urðu að vonum hissa. en þar sem gesturinn sat sem fastast ákváðu þau að bjóða tófunni í matinn. Báru þau henni mat sem hún borðaði af beztu lyst og hvarf síðan á hraut út um eldhúsgluggann. Síðan hefur tófan orðið hagvön í Svansbúð og mætir í matinn annað veifið. Gengur hún nú undir nafninu Lfsa. en bóndinn í Svansbúð. Haraldur Guðjónsson. hefur beðið Morgunhlaðið að koma þeim skilahoðum til ferðamanna á Ströndum. að þeir láti þá hvítu í friði og umfram allt að þeir skjóti ekki dýrið. S.l. tvo vetur hefur maður verið við refaathuganir á Ströndum, nánar tiltekið í Ófeigsfirði, og er talið líklegt að Lísa sé hvít tófa sem var orðin hænd að honum og hann kallaði Jensínu, væntanlega eftir Jens í Munaðarnesi sem er einhver snjallasta refaskytta landsins, en jafnframt refavinur. Sem dæmi um hegðan Lísu má nefna, að fyrir nokkrum dögum þegar húsfreyjan í Svansbúð var að hengja út þvott, sat Lísa álengdar og fylfcdist með, en þegar húsfreyja var gengin í bæinn kom Lísa á eftir og krafs- aði á dyrnar. Hún vildi fá sinn mat og engar refjar og hún er komin upp á lagið með að banka. Lög um eignar- nám á Deildar- tunguhver EIGNARNÁM á Deildar- tunfíuhver var samþykkt samhljóða sem lö^ frá Al- þinjfi á fundi efri deildar í ítærkvöldi. Þá voru einnijí samþykkt löjf um iðnlánasjóð, um tímabundið aðlöfrunarjíjald ojí um skipan jíjaldeyris- Ojí innflutninffsmála. Sjú grein og viðtöl um Dcildartunguhversmálið í miðopnu. Osigur í Sviss Janus Guðlaugsson reynir að stöðva Rene Botteron í landsleik Sviss og íslands í gærkvöldi sem lauk með sigri Sviss 2:0. Sjá íþróttir bls. 31. stmamynd ap. 3 þingflokkar klofnuðu: Beinar greidslur til bænda samþylddar TILLAGA Eyjólfs K. Jónssonar (S). Jónasar Árnasonar (Abl) <>K SÍKhvats Björgvinssonar (A) þess efnis. að AlþinKÍ feli ríkisstjórn- inni að hlutast til um að settar verði reglur um rekstrar- <>k afurðalán landhúnaðarins. sem tryKKÍ að hændur íái í hendur þá fjármuni. sem þeim eru ætlaðir. um leið <>k lánin eru veitt — jafnframt því að fram fari athuK- un á því. hvernÍK heppilcgast sé að koma við breytinKum á Kreiðslum útflutninKsbóta <>k niður- Kreiðslna. þannÍK að þa'r nýtist betur. var samþykkt sem þings- álvktun í Samcinuðu þingi í gær með 28 atkvæðum Kegn 18. Fyrst kom til atkvæða breyting- artillaga í tveimur liðum frá Páli Péturssyni (F), sem fjallaði um að reglum verði breytt almennt, þann veg „að bændur geti fenKÍð laun sín greidd og óhjákvæmilegan rekstr- arkostnað svipað og aðrir aðilar fá“, eins og það var orðað. Sú tillaga var felld og kom þá til atkvæða tillöKUKreinin óbre.vtt. ASI hafnar viðræðum við farmenn og VSI Algjört ábyrgðarleysi ASI-forystunnar — segir Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSÍ MIÐSTJÓRN Alþýðusambands íslands staðfesti í gær þá skoðun, sem fulltrúar sambandsins létu í ljós á fastanefndarfundi f fyrradag með vinnuveitendum, að ekki þjónaði neinum tilgangi að setja fulltrúa í nefnd þríhliðaviðræðna um vandamál aðila vinnumarkaðarins. Ástæður synjunarinnar eru að stefna ASÍ í launamálum og stefna Farmanna- og fiskimannasambands íslands fari ekki saman þessa stundina, auk þess sem atvinnurekendur séu klofnir í afstöðu sinni. Því þjóni engum tilgangi að setjast að nefndarstörfum með hluta atvinnurekenda. „Við höfðum vænzt þess að þarna mætti skapa vettváng til þess að ræða þessi alvarlegu mál í heild sinni af fullri einlægni og þarna væri vettvangur, þar sem möguleikar væru á að finna lausn,“ sagði Þorsteinn Pálsson, framkvæmdástjóri VSÍ, í gær, er Morgunblaðið ræddi við hann. „Við vorum mjög ánægðir meö afstöðu Farmanna- og fiski- mannasambandsins og töldum að þeir hefðu sýnt vissa ábyrgð með því að svara tilmælum okkar jákvætt. Á hinn bóginn lítum við svo á að svar Alþýðusambandsins Þingmenn gengu út í mótmælaskyni við máJs- meðf erð deildarf orseta FRESTA varð atkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um hreyting- ar á framleiðsluráðslögum land- búnaðarins í neðri deild í gær- kvöldi. er flestir þingmenn Al- þýðuflokks <>g Sjálfstæðisflokks gengu af fundi (mótmælaskyni við málsmeðferð hjá deildarforscta Ingvari Gíslasyni. Til atkvæða kom breytingartil- laga Sighvats Björgvinssonar, sem fól í sér að framleiðsluráðið skyldi láta 6 manna nefndinni í té sem nákvæmastar upplýsingar um þann vanda í iandbúnaðinum, scm stafar af því að verðábyrgð ríkissjóðs vegna útflutnings landbúnaðaraf- urða hrekkur hvergi til. Sex manna nefndin skyldi svo gera tillögur til ríkisstjórnarinnar um hvernig brugðist yrði við vandanum og það svo tímanlega, að unnt yrði að hafa þær til hliðsjónar við afgreiðslu næstu fjárlaga. TillaKan var sam- þykkt að viðhöfðu nafnakalli með 18 atkvæðum KeKn 15, 3 sátu hjá ok 4 voru fjarverandi. Því næst kom til atkvæða breytinKartillaKa Stefáns ValKeirssonar, Lúðvíks Jósepsson- ar, Þórarins SÍKurjónssonar ok Finns Torfa Stefánssonar um heimild ríkisstjórnarinnar til að ábyrgjast ailt að 3ja milljarða króna lán, er framleiðsluráð tæki til að framkvæma tillöKur 6 manna nefndarinnar. Tillagan var sam- þykkt með 18 atkvæðum KeKn 17, 1 sat hjá ok 4 voru fjarverandi. Forseti lét síðan taka tillögurnar báðar til sameiginlegrar atkvæða- greiðslu og voru þær samþykktar með 17 atkvæðum gegn 16, 3 sátu hjá og 4 voru fjarverandi. Sighvat- ur Björgvinsson gerði þá athuga- semd þess efnis, að þessi tvö ákvæði til bráðabirgða samræmdust ekki, heldur stangaðist efni þeirra á. Þegar bera átti svo frumvarpið í heild upp til atkvæða höfðu nær allir þingmenn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks vikið úr fundar- salnum. sé merki um algjört ábyrgðarleysi af hálfu forystumanna þess. Við skiljum ekki hvernig miðstjórn ASI getur skotið sér undan þeirri skyldu, sem við teljum að á henni hvíli, að fjalla einmitt á þennan hátt um lausn á vandamáli, sem uppi er í þjóðfélaginu og snertir alla þeirra umbjóðendur." „Frá okkar bæjardyrum séð,“ sagði Þorsteinn, „sýnir þessi ábyrgðarlausa afstaða, að við höfum haft rétt fyrir okkur í því, að önnur launþegafélög ætluðu að bíða eftir að skipafélögin gæfust upp í þessari deilu og gengju að samningum við farmenn á þeim grundvelli kaupkrafna þeirra og koma síðan á eftir með sams konar eða ennþá hærri kaupkröf- ur. Er ábyrgðarleysi ASÍ-forystu- nnar enn augljósara, þegar þetta er haft í huga.“ Þá sagði Þorsteinn, að það væri alrangt, sem segðl í forsendum fyrir synjun ASÍ, að meðal vinnu- veitenda væri ekki samstaða. Inn- an VSÍ, sem hafði forystu um að óska eftir þríhliða viðræðum, væri algjör samstaða — sagði Þor- steinn, bæði um stefnu og aðgerð- ir. „Milli okkar og Vinnumálasam- bandsins er algjör samstaða að því er varðar stefnu, þótt þeir hafi ekki hafið sömu aðgerðir og við.“ Það sagði Þorsteinn að VSI hefði frestað allsherjarfundi sínum um eina viku, til miðvikudagsins 30. maí, í trausti þess að svar ASÍ yrði jákvætt, því að VSÍ hefði viljað skapa jákvætt andrúmsloft til þess að viðræðurnar gætu farið fram af fullri alvöru. Ingólfur Ingólfsson forseti FFSÍ kvað bað rétt, að munur væri á stefnu FFSÍ og ASÍ, þar sem FFSÍ hefði ekki getað fallizt á ágæti þess að vera með vísitöluþak eins og ASI hefur viljað. í þeim launa- kerfum, sem farmenn búa við, kvað hann þetta hafa komið mjög óréttlátt niður. Hafa þau rök farmanna ekki verið tekin gild. Gengur þetta þvert á meginstefnu ASÍ. Ingólfur kvað það hafa verið afstöðu farmanna að neita engum viðræðum og loka engum dyrum, en hins vegar telja þeir þríhliða- viðræður tilgangslausar, nema allir taki þátt í þeim. Heill refur innan úr hákarlinum VÉLBÁTURINN Ásbjörg írá Hólmavfk hefur verið á há- karlaveiðum að undanförnu. Fyrir skömmu þegar verið var að gera að veiðinni um borð kom refur í heilu lagi út úr einum hákarlinum. Eitt- hvað var skinnið orðið snepl- ótt, en í einum bita hefur hákarlinn gleypt lágfótu. Varla heíur hákarlinn hreppt rebba á hlaupum uppi um fjöll, fremur er líklegt að refurinn hafi verið í ætisleit úti á ísnum og fallið f sjóinn með fyrrgreindum afleiðing- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.